24.08.2009 13:00
Bill missir afl
Um kl. 9 í morgun var Bill staddur 305 km. NA af Cape Race á Nýfundnalandi og stefnir ANA á 69 km/klst og mun auka hraðann á næstu 1 til 2 dögum. Vindhraðinn er nú 110 km/klst, en með hvassari hviðum. Gert er ráð fyrir að stormurinn veikist frekar á næstu dögum. Bill er nú skilgreindur sem mjög öflugur stormur 980 mb. með ofsaveðri á köflum og verður svo næstu tvo daga. Veðuráhrif stormsins ná nú 510 km. út frá miðju hans.
23.08.2009 21:46
Fréttir af Bill
Stormurinn Bill er nú við Nova Scotia og telst vera 1. stigs fellibylur. Hann mun fara yfir Nýfundnaland í nótt. Stefnan er NA á 56 km.hraða. Vindhraðinn er 120 km/klst en hvassari í hviðum.Loftþrýstingur er nú 970 mb. Veðuráhrif frá fellibylnum nær yfir 465 km út frá miðju og fylgir honum mikil úrkoma. Allt bendir til þess að hann muni þvera Atlantshafið og fara yfir Skotland og þaðan til Noregs.
21.08.2009 11:03
Fá Bretar Bill eða við?
Tölvuspár gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Bill fari norður á bógin og stefni á Skotlandsstrendur. Hann gæti verið kominn þangað á miðvikudag í næstu viku, en hefði um leið áhrif hér á landi. Bill er núna þriðjastigs fellibylur, en mesti krafturinn verður þó úr honum þegar hann fer að kveða að sér á norðurslóðum í næstu viku.
18.08.2009 22:22
1. lægðaremban kominn
Fyrsta haustlægðin ef svo má segja, er komin og lætur ekki fara mikið fyrir sér hér um slóðir, nema hvað henni fylgir nokkur úrkoma og verður ugglaust forvitnilegt að sjá hvað hefur komið í mæliglasið í Stíghúsi eftir morguntökuna í fyrramálið. En það þarf þó að rigna talsvert mikið til að slá út dagsmetinu frá 1969 sem er 15.9 mm og fremur ósennilegt að það náist. En mesta úrkoma sem mælst hefur á Eyrarbakka í ágúst var 79,2 mm þann 10. 1984 og er það líklegt til að standa enn um sinn.
þennan dag: 1968 féllu kartöflugrös víða.
17.08.2009 09:31
Mikið um dýrðir á Aldamótahátíð
Aldamótahátíð var haldin á Eyrarbakka um liðna helgi. Þar var m.a. boðið upp á íslenska kjötsúpu við Rauða Húsið, söfnin og galleríin voru opin og margt til gamans gert. Dagskráin var afar fjölbreytt og viðamikil.
Eigendur fornbíla rúntuðu um göturnar á drossíum sínum. Götumarkaðir voru víða í þorpinu og menningarviðburðir ýmiskonar á veitingastöðum svo sem dans og tónlist. Hestvagn og gamall T-Ford óku farþegum um þorpsgötunna. Í Gónhól var fjölsótt markaðstorg og fornbílasýning. Í Gallerí Regínu var boðið upp á rjúkandi pönnukökur og harmonikkutónlist
Gríðarlegur fjöldi gesta sótti hátíðina heim og talið er að milli fjögur og fimmþúsund manns hafi spókað sig í blíðunni á Bakkann um helgina.
Hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið við Slippinn með fjöldasöng undir stjórn Árna Johnsen. Langeldur var tendraður og flugeldasýning haldinn úti á skerjum í boði björgunarsveitarinnar.
http://brim.123.is/album/default.aspx?aid=156414
11.08.2009 21:23
Svöl nótt
Menn hafa eflaust orðið varir dalalæðu í gærkvöldi og að að dögg var á bílum í morgunsárið.
Næst minnsti hiti á landinu var nefnilega hér liðna nótt, en þá féll hitinn niður í 0,9°C. Aðeins var kaldara á Þingvöllum, eða rétt um frostmark. Á meðan vindur er hægur af norðan og bjart yfir um þetta leyti árs, eru jafnan vaxandi líkur á næturfrostum. En það má segja að kuldamet sé fallið fyrir daginn, því lágmarksmetið í mínum bókum er 1,1°C frá 1993. En kaldasta nótt í ágústmánuði var - 1.1 þann 27. 1985 og nú er bara að sjá hvort það standi áfram.
07.08.2009 20:02
Útsynningur
06.08.2009 23:00
Vindur og væta
05.08.2009 21:32
Þurkatíð á enda
Hin dæmalausa þurkatíð sem verið hefur á Suðurlandi virðist nú vera að taka enda. Gróður allur sem verið hefur skraufa þurr fær nú einhverja vætu næstu daga. Trjávöxtur hefur verið í lámarki vegna þurka í sumar, en mannfólkið hér sunnanlands og þá einkum á Bakkanum orðið svar brúnt að lit og nær óþekkjanlegt. Getur vart talist um hvíta menn að ræða á þessum slóðum.
Enn eitt dægurmetið var slegið í dag þegar hitin komst upp í 19,4°C og velti úr sessi 17,2 stiga metinu frá 2003.
Á þessum degi:
1965 féllu kartöflugrös á Eyrarbakka
04.08.2009 15:02
Hvernig viðrar í Surtsey?
Nýlega hefur veðurstofan sett upp sjálvirka veðurathugunarstöð í Surtsey, sem er syðsta eyja landsins og var til í eldgosi fyrir um 45 árum, en það var árið 1967 sem Surtur gafst upp á kyndingunni. Veðrið á þessum slóðum hefur örugglega mikla þýðingu fyrir veðurfræðina sem og sjófarendur, en einnig getur verið skemmtilegt fyrir veðuráhugafólk að kanna veðrið í Surtsey og bera saman við heimaslóðir.
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/sudurland/#station=6012
Á þessum degi:
1967 féllu kartöflugrös á Eyrarbakka.
03.08.2009 20:19
Útræna
Hafgolan hélt hitanum niðri í dag við tæpar 15°C, þó galmpandi sól þar til síðdegis er hann dró upp á sig af hafi.Þingvellir voru með mesta og minsta hita í dag (1,4 til 20,9°C). Það var líka svalt á Bakkanum í nótt og féll lágmarksdægurmetið 2,9°C frá 1986 og nýja metið hér frá er 2,8°C.
02.08.2009 20:23
Heitur í dag.
31.07.2009 19:36
Heitur dagur
Ekki var met slegið í dag, en þó vel hlýtt 19,1°C þegar best lét. Eyrarbakki og Hella börðust um hitatölurnar annan daginn í röð og höfðu Rángvellingar betur að þessu sinni með 19,7°C.
Dægurmetið á Bakkanum er hinsvegar frá 1980 22,4°C