Færslur: 2006 Júlí

14.07.2006 16:05

Hvað er að gerast í hafinu?

Sandsíli getur orðið 20 cm langt fullvaxið

Að undanförnu hefur borið á alvarlegum fæðuskorti hjá ýmsum fuglategundum sem lifa á Sandsíli. Menn merkja það á því að kríu farnast illa með varp og svo er einnig um ýmsa sjófugla svo sem svartfugl og máfa. Máfarnir hrekjast upp á land í ætisleit,en það er erfiðara hjá kríunni þar sem hún er sérhæfð sílaveiðari. Við höfum einnig heirt sögur af horuðum Þorski og Ýsu sem virðast líða fyrir fæðuskort. Hvað varð um Sandsílið?

 

Á síðustu áratugum hafa íslendingar veitt í stórum stíl æti annara nytjafiska,svo sem loðnu og úthafsrækju. Nú er svo komið að loðna finnst varla og úthafsrækjan á undanhaldi og íslendingar því snúið sér í auknum mæli að kolmunnaveiðum sem einnig er æti annara fiska. Nýtjafiskurinn Þorskur,Ýsa og Ufsi sem og margar aðrar tegundir hljóta að hafa gengið á Sandsílið í staðinn og e.t.v. gert útaf við stofninn. En líklegra er þó að Norðmenn hafi gert útaf við Sandsílið með ofveiðum á stofninum á undangengnum árum. Mælingar fiskifræðinga Evrópusambandsinns hafa staðfest að 2004 árgangurinn af Sandsíli brást gjörsamlega.

 

Aðrar kenningar eru um að hitnun í hafinu sé um að kenna, en þar merkja menn aukinn hita við bráðnun heimskautaís og tölur frá mælingum Hafró staðfesta nokkra hlýnun frá árinu 2000 (Sjávarhitamælingar við strendur Íslands) e.tv. er það meðvirkandi þáttur í minkandi æti þar sem hrygning smáfiska kann að hafa misfarist.

 

Gatið í osonlaginu kann örugglega að hafa neikvæð áhrif á lífríkið þar sem útfjólumbláir geislar sólarinnar geta eitt svifdýrum sem er aðal fæða smáfiska. Svo má ekki undanskilja geislavirkan úrgang frá kjarnorkustöðinni í Shellafield á Skotlandi sem lengi hefur dælt þessum hættulega úrgangi í hafið og hafstraumar bera á norðlægar slóðir.

 

Þegar allt þetta kemur saman er ekki erfitt að ímynda sér árhifin á lífrikið sem spannar allt Norður Atlantshafið. Ef einn hlekkur í fæðukjeðjunni er brostinn þá hefur það hrikalegar afleiðingar á allar tegundir þar fyrir ofan.

 

14.07.2006 00:16

Kúluskítur friðaður.

Kúluskítur.

Nafnið kúluskítur er komið til með nokkuð sérstökum hætti. Mývetnskir bændur munu hafa þekkt hann frá ómunatíð fyrir þá sök, að hann festist stundum í silunganetum. Þaðan er nafnið komið, því að gróður sem ánetjast kallast einu nafni skítur þar í sveit. En á fræðimáli heitir hann Aegagropila linnaei. Kúluskítur vex aðeins á tveim stöðum í heiminum, á Akanvatni í Japan og Mývatni.

 

Umhverfisráðuneytið hefur nú ákveðið að friðlýsa kúluskítinn.

06.07.2006 22:58

Eldur í Indonesíu.

Merapi.Dwi Oblo, Reuters

Glóandi hraun rennur frá eldfjallinu Merapi á Indonesíu. Þessi Reutersmynd er tekin fyrir skömmu frá bænum Cangkringan , við Yogyakarta, 440 km. austur af Jakarta.

Eldfjallið Batu Tara á Indonesíu hóf að gjósa í vikunni,en það er lítil einangruð eyja á Flores hafi. Önnur gjósandi eldfjöll um þessar mundir er eldfjallið Bulusan á Filipseyjum og Sofrere Hills í vestur Indíum.

Mörg önnur eldfjöll eru að komast í gosstellingar t.d. St. Hellens í Washingtonríki USA.

  • 1
Flettingar í dag: 771
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207140
Samtals gestir: 26760
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:34:49