Færslur: 2006 Nóvember

30.11.2006 08:07

Hressandi stormur

Nóvember hefur verið einn sá stormasamasti um langa hríð,byrjaði með hvelli og endar líklega á sama hátt. Á loftmyndinni má sjá lægðina sem er að renna upp að suðurströndinni en hún er um 950mb.

Lægðinni fylgir mikill vindbeljandi undir Eyjafjöllum og austur með ströndinni.

26.11.2006 22:23

Raunalegt sár á Ingólfsfjalli

Skipulagsstofnum lagðist gegn því sl. vor að framkvæmdaleyfi við námuna yrði gefið út á þeirri forsendu að umhverfisáhrif væru of mikil. Ölfushreppur heimilaði áframhaldandi efnistöku úr Ingólfsfjalli.  Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála, úrskurðaði þann 22 júní sl. að framkvæmdir við Ingólfsfjall yrðu stöðvaðar að hluta til. Bann var sett á framkvæmdir sem hafa myndu í för með sér breytingar á fjallsbrúninni.

Landvend og NVS kæra: Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu í sitt hvoru lagi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Þá var þess krafist til bráðbirgða að efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs yrði stöðvuð án tafar þar til málið væri til lykta leitt

Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hafnar kröfu kærenda:

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála  kvað upp úrskurð sinn á dögunum er varðar kærur Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands á ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita Fossvélum ehf. framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss um veitingu framkvæmdaleyfisins. Sjá:Úrskurður

25.11.2006 14:24

Kuldahrollur.

Hátt rakastig gerir veðrið kaldara en ella, þó frostið sé nú aðeins -3°C og hægur vindur. Þegar loftraki er hár þá verður viðloðun meiri sem sjá má á að t.d. bílrúður hríma. Í dag mælir sjálvirka veðurathugunarstöðin á Eyrarbakka um 80% loftraka en í gær var loftrakinn um 50% og hitastigið nokkuð svipað og þá fann fólk minna fyrir kuldanum.

24.11.2006 14:10

Helgarblíða á Bakkanum!

Gera mæa ráð fyrir heiðskýru veðri á Bakkanum alla helgina. Gola eða blástur af norðri með hita um eða yfir frostmark að deginum. Upplagt veður til að skoða norðurljósin og stjörnuhimininn þegar kvölda tekur með undirhljómi brimsins. Á mánudag gæti síðan dregið til tíðinda með versnandi veðri.

23.11.2006 21:40

Jólabjöllur á Bakka.

Í Árborg kveikti á jólaskrautinu í kvöld og er nú Bakkinn rauðum bjöllum prýddur fyrir jólið! Það vekur athygli að þessum lýsandi bjöllum hefur fjölgað talsvert frá fyrri jólum en þá voru þær eitthvað um fjórar talsinns en eru nú á öðru hverjum staur um strætið endilangt.

 

23.11.2006 13:09

Stórveltu brim

Bylgiur og brim þessa heims veltast um og brotna á Bakkanum. Nú er upplagt að fara í fjöru, horfa og ekki síst hlusta á þessa jötna hafsinns.

23.11.2006 10:02

Haustuppgjör!

þeir sem hafa áhuga á að spá í gróðurhúsaáhrifin geta rýnt í þessar tölur sem fengnar eru frá Tu Tiempo.net um meðaltals gildi aftur til ársinns 1982 á Eyrarbakka. Tu Tiempo.net er veðursíða sem gefur upp veðurfarsgildi víðsvegar um heiminn.

 

Meðalhitinn á Eyrarbakka í september síðasliðinn var 10,6°C sem er nokkru hærra meðaltal en í júní og þarf að fara aftur til ársinns 1996 til að sjá sambærilegan meðalhita í septembermánuði. Í oktober var meðalhitinn 4,4°C sem er í meðallagi, en árið 1985 var meðalhiti í oktober hæðstur eða 6,7°C  á því 24ára tímabili sem mælingin nær til. Árin 1997  2001 og 2003 var oktober hlýrri en nú. Meðalhitinn árin 1991, 1993, 1996, 2000, 2002 og 2004 voru á svipuðu róli og í ár. Nóvember virðist hinnsvegar stefna í að vera yfir meðallagi.

 

Sjá töflu.

20.11.2006 15:19

Vin á Snælandi

Nú er landið nánast orðið alhvítt nema helst í Árnes og Rángárþíngi þar sem varla hefur fallið snjókorn. Veðurstofan spáir köldu veðri alla vikuna og snjókomu eða éljum sunnan og vestantil á miðvikudag og þá er spurning hvort úti verði um þessa vin í Snælandi

19.11.2006 22:20

Að morgni skal mey lofa, en að kvöldi veðrið.

Maðurinn sagði "Það er alltaf gott veður á Bakkanum" það eru orð að sönnu því blessunarlega fengum við ekki snjóinn sem kaffærði höfuðborgarbúa í morgunsárið þegar lægð þann 19.11 skaust suður með landi. Strekkings vindur ýfði þó hár á höfði Eyrbekkinga sem röltu um götur á ilskóm og stuttermabol. 


Áfram er spáð góðu veðri á Bakkanum.

18.11.2006 09:54

Undir hjálmi Frosta.

Nóttin var svöl um allt land og mælar sýna mestann kulda þessa vetrar. -13°C á Bakkanum en Blönduósbúar hafa vinningin með -15°C  Landsmetið var hinns vegar sett á Þingvöllum, en þar náði frostið upp í -18°C.

Nú er sólin orðin lágt á lofti og dagsbirtan dvínar með hverjum deginum og mun senn hverfa þeim sjónum sem nyrstu annesin byggja.

Á morgun byrjar svo ballið á nýjan leik með stormi og snjókomu frá leiðindar lægð sem er að gera sig klára vestur í hafi.

.

17.11.2006 10:07

Gaddur grúfir yfir landi.

Vaxandi frost er nú á landinu um leið og norðanáttina lægir í bili. Mesta frostið á landinu þessa stundina er á Hveravöllum -16°C en á Eyrarbakka og Blönduósi var frostið nokkurn vegin það sama kl 07:00 í morgun eða rúmar -8°C

 

Bakkamenn hafa það sem af er vetri búið við þann munað að þurfa ekki að moka snjó, en nú gæti þetta breyst, því veðurstofan spáir snjókomu með suðurströndinni um helgina.

 

16.11.2006 08:55

Frost á Fróni

Ekkert lát virðist á kuldakastinu og norðan bálinu sem hefur nætt um norðurhjarann að undanförnu og enn er veðurstofan að vara við stormi. Nokkurnveginn jafn kalt á Blönduósi, Egilstöðum og Eyrarbakka eða rúmlega -7°C. Seint í gærkvöldi fór meðalvindhraðinn í 17m/s og tæplega 30m/s í hviðum. Þessu veldur kröpp lægð fyrir austan land.

Í þessu veðri er vindkælingin á við þrátíu stiga frost og hætta á að menn geti ofkælst.

15.11.2006 13:05

Titringur hjá andfætlingum!

Jarðskjálftar urðu við Kúrileyjar í dag 1660 km NA af Tókyo í Japan og mældist sá snarpasti 7,8-8,1 stig á Right.(Major) 

Staðsetning: 46.683°N, 153.224°A á 27.7 km dýpi.

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en tiltölulega litlar flóðbylgjur hafa náð landi eða um 40 cm á hæð þar sem þær komu að landi á Japanseyjum.

Um 30.000 manns búa á Kúrileyjum fyrir norðan meginlands Japans. Ekkert tjón hefur verið staðfest í eyjaklasanum af völdum skjálftans.

þegar flóðaviðvörun er gefin er ætlast til að allt fólk sem dvelur nálægt ströndinni flytji sig á hærra land.

www.tsunami.gov./

http://earthquake.usgs.gov/eqcenter/shakemap/global/shake/vcam_06/

13.11.2006 11:08

Veðrin stríð og storma gjall.

Í dag.

Lægð 121106 er nú fyrir austan land og veldur miklu óveðri á Snæfellsnesi,Vestfjörðum og heiðum uppi og stórhríð víða norðanlands. L 121106 er í raun tvær samvaxnar. Önnur lægð er við Grænland  sem kemur við sögu í kvöld og fær hún kennitöluna L 131106 en hún mun þá vera afgerandi í veðurstýringunni yfir landinu á meðan hún þokast suður á bóginn. L121106 mun þá vera kominn upp að Noregsströndum. Skil frá þessum lægðum munu stýra norðanáttinni yfir landið næstu daga.

 

Eitthvað tjón varð á vegavinnutækjum á Höfn í Hornafyrði af völdum L 091106 en þá fór vindhraðinn upp í 40m/s í Hvalnesskriðum að því mbl. greinir frá.

 

Lægðagengið!

 

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 124455
Samtals gestir: 11755
Tölur uppfærðar: 31.3.2023 08:29:55