08.08.2010 23:14

Sumar á Bakkanum

Í dag var sólríkt á Bakkanum og komst hitinn í 20.2 °C (VÍ) og telst það nýtt dagsmet á Eyrarbakka. Eldra met fyrir þennan dag var 17,8 °C  frá 1987. Brimstöð sýndi mest 19,9° í dag. Í gær gekk á með úrhellis dembum á Suðurlandi og var mesta úrkoman um kl.4 í fyrrinótt en þá mældust 5,4 mm úrkoma á klukkustund, en sólahringsúrkoman var 21.6 mm (sk,brim).

06.08.2010 14:55

Við höfnina

Einarshöfn
Hafnargerð hófst á Eyrarbakka árið 1963 og stóð með hléum til 1977. Höfnin leysti af gömlu  löndunarbryggjurnar sem kendar voru við Kaupfélagið Heklu og Vesturbúðina. Þegar brúin kom yfir ósinn 1988 færðist útgerðin til Þorlákshafnar og hafnirnar á Eyrarbakka og Stokkseyri lögðust af. Við höfnina er nú risið lítið "Take a way" kaffihús sem heitir því skemtilega nafni "Bakkabrim".  Nú til dags gera Eyrbekkingar og Stokkseyringar út á ferðamenn sem fá jafnan góðar móttökur hjá vertunum við sjávarsíðuna.

Fiskveiðar hafa verið stundaðar frá þessum fornfrægu brimstöðum frá upphafi byggðar. Einhverju sinni voru tveir útvegsbændur á Eyrarbakka, annar á Skúmstöðum en hinn á Stóru-Háeyri. þeir áttu sinn áttæringinn hvor sem þeir létu ganga á Eyrarbakka. Stokkseyrar-dísa (Þórdís Magnúsdóttir d.1728 og þótti rammgöldrótt) lét um sama leyti teinæring ganga á Stokkseyri.  þegar hún frétti að skipum þeirra gekk töluvert betur að fiska en hennar brá hún sér um miðja nótt út á Eyrarbakka, tók öll færin úr báðum skipum, bar þau austur að Stokkseyri og fleygði þeim upp á bæjardyraloft og lét þau liggja þar þangað til þau fúnuðu og urðu ónýt, en um morguninn kemur hún út og gengur fram á sjávarbakkann. Sér hún þá bæði skipin fara sundið og mælti hún þá: ,,hjálpað hefur fjandinn þeim til að komast út á sjóinn fyrir þessu."

Heimild Þjóðsögu: http://sagnagrunnur.raqoon.com/index.php?target=home

05.08.2010 22:17

Brúsapallurinn kominn aftur

Lýður málar fjósþakið í sólinni sem alltaf skín á Bakkanum.
Þorpið er óðar að taka á sig mynd löngu liðins tíma. Nú eru komnir brúsapallar á hvert götuhorn og mjaltakonurnar geta farið að gera sig klára. Hver man ekki eftir Bjössa á mjólkurbílnum eða hvað þeir hétu bílstjórarrnir úr Flóanum sem komu og sóttu mjólkina og litu dömurnar hýru auga í leiðinni. Það vantar eginlega ekkert nema beljurnar hans Villa í Tröð, hana Stjörnu og Flugu eða hvaða nöfn þær báru nú allar saman. Kanski var frægasta beljan á Bakkanum kýrinn hennar Tótu Gests, Allavega nú í seinni tíð en hér má sjá grein um þá merkilegu kú sem hét "Gulrót". Svo er hér grein um Tótu og búskap hennar. En óneitanlega minna brúsapallarnir okkur á þá tíð, þegar lífið á Bakkanum var blanda af búskap, verslun og sjósókn.

Hér er svo  brúsapallsvísa Guðmundar í Hraungerði.

04.08.2010 23:38

Sólin skín

Í dag var enn einn blíðviðrisdagurinn og nýtt dagsmet. Hjá Veðurstofunni mældust 19,7 °C síðdegis og Brimstöð 19,9°C á sama tíma. Eldra met fyrir þennan mánaðardag er frá 1991 17,6°C. Heitasti ágústdagur var árið 2004 þann 11. en þá mældist 25.5°C.

03.08.2010 23:19

Þurrabúðarlíf

þurrabúðirnar voru engin stórhýsiÞurrabúðir eða Tómthús voru þau hreysi nefnd er hrófluð voru upp af grjóti og torfi við sjávarsíðuna á 19. öld. Á Eyrarbakka voru slík húsakynni mýmörg. Þurrabúðarmenn réðu húsum sínum, höfðu litla lóð til afnota, unnu hjá öðrum til sjós og lands. Áttu kanski litla garðholu og einhverjar hænur og kanski nokkra sauði. Hvað leiddi til þess að fólk yfirgaf sveitina og settist að í þessum hrófla tildrum? Hér er saga eins þeirra:

Þórarinn Jónsson snikkarasonur frá Hátúnum í Landbroti er 12 ára árið 1865 og við fylgjum honum úr hlaði þar sem forfeður hans hafa búið frá því snemma á 17. öld. Hann fer í vist á Ásgarði sem er bær í sömu sveit og vex þar úr grasi. Um fermingu er hann orðinn smali á Maríubakka og 15 ára er hann ráðinn vinnumaður að Hólmi. Síðan flakkar hann í vinnumensku á milli ýmsra bæja í Landbroti og Síðu næstu árin. Hann er orðinn þrítugur þegar hann nær sér í konu. Árið 1883 gekk hann að eiga Rannveigu Sigurðardóttur fædd á Kálfafelli V-Skaftafellsýslu, en ólst upp hjá vandamönnum á Hörgslandi. Er hér var komið 24.ára vinnukona, í Mörtungu. Faðir hennar var Sigurður Magnússon bóndi í Hruna á Brunasandi, en hann var áður vinnumaður hjá Jóni Sigurðssyni á Kálfafelli. Sigurður lést úr lungnabólgu þegar Rannveig var barn að aldri.

   
 HeyverkunHjónakornin yfirgefa sveitina með sinn litla heimanmund (Rannveig fékk 1000 ríkisdali í föðurarf, sem gengu til fósturforeldra hennar og sá ei neitt af þeim síðan.) og halda vestur yfir sanda, fljót og græna velli. Þau láta loks staðar numið á Haugi í Gaulverjabæjarhreppi en þar gerist Þórarinn bóndi í fyrstu en síðan í Garðhúsum í sömu sveit 1895. Þórarinn er orðinn tveggja barna faðir og ræður sig til sjós á Stokkseyri, hjá formanninum Jóni Guðmundssyni frá Gamla-Hrauni. Fjölskyldan unga dvelur um skamma hríð að Stjörnusteinum. Árið 1901 kaupir Þórarinn Grímsstaði á Eyrarbakka sem er þurrabúð, þröng og lítil, steinninn ber, moldargólf og ein hlóð við annan vegginn . En það fylgir þeim svo sem ekki mikið hafurtask, því veraldlegar eigur þeirra komast vel í eina kistu. Í þessu tildri búa þau í tæp 10 ár, elda sinn mat á hlóðunum sem jafnframt voru notaðar til upphitunar yfir veturinn.

Þórarinn stundar sjóinn af elju yfir vertíðirnar en um heyannir er hann sláttumaður hjá Stóra-Hrauns bóndanum og sóknarpresti. Rannveig stundar hin hefðbundnu heimilisstörf, barnauppeldi, prjón og aðra handavinnu ásamt öðrum tilfallandi viðvikum hér og þar. Árið 1910 kaupir Þórarinn aðra þurrabúð sem hét Vegamót og byggir þar lítinn bæ á tóftinni sem rúmar eitt sæmilegt herbergi, eldhús og dálítið fordyri. Undir var kjallari þar sem áður var gólf Þurrabúðarinnar. Í stað hlóðanna var nú kominn forláta kolaeldavél og sá hún einnig um uphitun húsnæðisins.

  Skömmu eftir Jónsmessuna þetta ár söfnuðust menn við sjávarborðið þar sem sjávarbændurnir stóðu við báta sína samkvæmt gamalli hefð. Það var að falla út og gera stórstraumsfjöru. Hæðstu skerin voru kominn upp og menn drifu sig þá í bátana, því  nú skyldi haldið til sölvatekju. Fram eftir morgni var fólk að tínast út á skerin eftir því sem fjaraði betur út. Allir máttu afla sér sölva þangað sem vætt var, en aðeins sjávarbændur máttu nýta sker sem róa þyrfti út í. Sumir voru með kuta eða hníf en aðrir berar hendur og slitu upp sölina og settu í laupa, sem síðan var losað úr í hrúgur efst á skerinu eða borið beint í bátana og róið með í land þar sem breitt var úr sölinni á bökkunum og hún hreinsuð og þurkuð í sólinni yfir daginn. Um kvöldið var sölin tekinn samann  og sjávarbændur komu sölinni fyrir í sölvakofa þar sem hún var förguð undir striga og torfi, en almenningi nægði að koma sínum hluta fyrir í tunnu og grjót borið á til að pressa sölina. Eftir nokkrar vikur var sölin orðin hneit, kominn á hana hvít sykurhúð og þótti hið mesta sælgæti.


Eftir sölvatekjuna sem staðið hafði í þrjá daga fór Þórarinn í skelfjöru með öðrum körlum. Uppskeran stóð í tvo daga um lokastrauminn og sjór ládauður. Farið var alveg út á ystu sker við brimgarðinn og grafið eftir öðuskel með stangarjárnsbút er sleginn hafði verið spaði á annan endann og kallað skeljajárn.Menn pikkuðu oft margar skeljar upp úr sömu holunni þar sem þær voru í hrúgum. Skelin var síðan borin í land og dreift í innlónin þar sem straumur var og sjór hitnaði ekki í sólinni. Þarna var svo hægt að ganga að henni vísri þegar á þurfti að halda til beytu á haustin og vorin.

 Er færi gafst var líka farið í grasa fjöru rétt fyrir sláttinn, þar sem tíndir voru grænþörungar sem síðan voru látnir útvatnast en þar á eftir pressaðir niður í tunnu. Sumum þótti þetta gott saxað út á skyr.

Enn á ný fór Þórarinn í sláttinn hjá landeigeigandanum að Stóra-Hrauni sem var prestsetur í þá daga. Voru þá slegin tún og engjar, hagarnir voru notaðir undir kýr Stóra Hraunen sauðfé oftast beitt á fjöruna. Fyrir sláttinn var greitt með varningi, lambi, smjöri og tólg. Heima fyrir áttu allir smá garðholu sem í voru ræktaðar kál og kartöflur, Þessu var sinnt eftir tökum yfir sumarið en sjómennskan var þó aðal starf Þórarins, og það sem mest gaf úr býtum.

Einhverju sinni þegar verið var að grafa áveituna á engjunum fyrir ofan þorpið og Þórarinn ráðist þar til vinnu eins og margir menn í þorpinu um þær mundir. Þórarinn gengur því upp á mýri og kemur þar að sem tveir menn hafa staðið við skurðgröft að undanförnu. Hann stendur dágóða stund og lýtur yfir verkið en verður svo að orði "Þetta er nú ljótasti skurður sem ég hef nokkru sinni séð".


Þórarinn JónssonÞórarin var sterkur og hraustur. Einhverju sinni var hann fenginn til að flytja tvo hveitisekki austur á Stokkseyri, (um 6 km) en þar var þá orðið hveitilaust. Voru nú bornir á hann hveitisekkirnir, sinn á hvora öxlina og gekk hann svo af stað frá verslunarhúsunum á Eyrarbakka. Er Þórarinn kemur að Hraunsá er hann nokkuð tekinn að lýjast en hættir þó ekki á að taka af sér sekkina til að hvílast, vitandi það að óvíst væri að hann kæmi þeim á axlirnar aftur. Heldur hann því áfram það sem eftir var og kemur móður og másandi inn í þorpið og hendir af sér sekkjunum við búðina og segir "Étið nú helvítin mjölið og berið mig svo heim"

VesturbúðirnarÁrið 1926 var þórarinn hættur allri sjómensku en vann í landi að ýmsu, svo sem í áveitunni, vegagerð, uppskipun úr kolaskipum, ullarvinslu, garðhleðslu og þessháttar. Þórarinn lést 8.febr.1934 en Rannveig 13.nov.1950
Þurrabúðarmenn Lestarferðir út á Eyrar. Róið til fiskjar um aldamótin 1900 Vegamót

03.08.2010 20:45

Brimstöðin- Tíðin í Júlí

 Þrisvar fór hitinn yfir 20° múrinn á Bakkanum  í júlí mánuði, þann 16. mædist mest 20,9°C. þann 17. mældist 21.2°C og þann 18. mældist 22,5°C en nokkrum sinnum náði hitinn rétt um 20 stiginn. Kaldast var 5,2° að næturlagi, en yfir höfuð voru nætur oft hlýjar. Einungis tvisvar fór vindhraði yfir 10 m/s en annars var mánuðurinn mjög hægviðrasamur með léttum fánabyr eða hafgolu. Úrkoma var helst í fyrrihluta mánaðarins, um miðjan mánuð og undir lokinn. Mesta 24 tíma úrkoma var 21.0 mm  þann 11. júlí en þá um nóttina ringdi 7,5 mm á einum klukkutíma. Heildarúrkoma mánaðarins var 66,6 mm. ( *Allar tölur eru frá hinni óopinberu veðurstöð Brimsins og skal því taka með þeim fyrirvara).

01.08.2010 19:59

Dofri ÁR 43

Bjarnfinnur Jónsson átti bátinn 1987.

01.08.2010 19:50

Drífa ÁR 300

Báturinn var smíðaður á Akranesi 1967. Þórður Þórðarsson átti bátinn 1985.

01.08.2010 18:22

Álaborg ÁR 25

Báturinn var smíðaður í Þýskalandi 1961. Fiskiver h.f. átti bátinn frá 1971 þar til fyrir nokkrum árum að báturinn var seldur til Vestmannaeyja.Jóhann Þorkelsson ÁR 24 ()

01.08.2010 18:17

Sigþór ÁR 107

Báturinn var smíðaður í Hafnafirði 1972. Bátinn átti Hraðfrystistöð EB og Vigfús Markússon 1985. Áður GK 100.

01.08.2010 18:12

Sædís ÁR 14

Báturinn var smíðaður á Skagaströnd 1976. Hörður Jóhannesson átti bátinn 1982.
Sædís ÁR 22 () Sæfari ÁR 22 ()

01.08.2010 18:06

Stakkavík ÁR 107

Báturinn var smíðaður í Svíþjóð 1964. Eigandi 1987 var Bakkafiskur h.f.

01.08.2010 17:56

Sæfari ÁR 22

Báturinn var smíðaður í Danmörku 1959. Hörður Jóhannsson átti bátinn 1973. Seldur til Grundafjarðar 1977.
Nánar um bátinn: "Brimbarinn"

01.08.2010 17:51

Ólafur ÁR 54

Báturinn var smíðaður í Njarðvík árið 1956. Gulaugur Ægir Magnússon átti bátinn 1977, en seldi hann sama ár á Skagaströnd.

28.07.2010 23:06

Heitur dagur

Það var brakandi blíða í dag og dagsmet slegið í hita. Brimstöðin sýndi 19,8°C kl.14 í dag og stöð VÍ fór mest í 18.7°C. Ekki hefur verið jafn heitt þennan dag síðan 1961 en þá mældist 17.5°C á Bakkanum. Heitasti júlídagurinn var árið 2008 þann 30. en þá mældust 27.5°C.

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1294
Gestir í gær: 649
Samtals flettingar: 204440
Samtals gestir: 26415
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 00:09:26