19.02.2018 13:04

Sú var tíðin, 1959

HINN 1. janúar urðu eigendaskipti að jarðeignunum Einarshöfn, Skúmstöðum og Stóru-Háeyri, ásamt Kjáleigunum Litlu-Háeyri, Sölkutóft, Mundakoti og Steinskoti, eystra og vestra. Allar þessar jarðir voru í Eyrarbakkahreppi. Jarðakaupasjóður ríkisins varð eigandi þessara jarða 1. nóv. 1935 og hafði þá Landsbanki íslands átt þær um nokkurra ára bil. Eyrarbakkahreppur hefur byggst upp á þessum jörðum,  sem eru 970 ha. að stærð. Var þetta talið nauðsynlegt vegna framkvæmda og skipulagsmála í þorpinu. Áður átti Eyrarbakkahreppur jarðirnar Óseyrarnes og eystri jörðina Gamla-Hraun, sem hafa fylgt Eyrarbakkahreppi frá upphafi, eins og fyrr nefndar jarðir. Upp úr aldamótunum 1900 keypti Eyrarbakkahreppur jarðirnar Flóagafl, Gerðiskot, Valdakot og Hallskot og hálfa svonefnda Flóagaflstorfu í Sandvíkurhreppi. Þessar jarðir voru síðan með lögum frá 6. maí 1946 innlimaðar í Eyrarbákkahrepp. Þarna hafa Eyrbekkingar frá því um aldamótin 1900 aflað heyja og notið beitar fyrir búfe sitt, enda voru jarðir þessar sérlega góðar slægjujarðir svo að óvíða var stærra samfellt slægjuland en þar. Eyrbekkingar hugðu gott til þessara kaupa og fögnuðu því að vera orðnir eigendur að landi því sem þeir búa á og höfðu lagt mikla vinnu í að rækta, bæði í tún og garða. Einnig höfðu Eyrekkingar lagt fram mikla fjármuni í ýmiskonar framkvæmdir, svo sem gatna og hafnargerð.

 

Útgerðin: Aðeins tveir bátar gerðu út frá Eyrarbakka á vetrarvertíðinni, [Helgi ÁR 10 skistj, Sverrir Bjarnfinnsson og Jóhann Þorkellsson ÁR 24, Skipstjóri Bjarni Jóhannsson] en sá þriðji [Faxi ÁR 25] gerði út frá Þorlákshöfn. Vélbátinn Jóhann Þorkelsson ÁR 24 rak á land upp vestan við Eyrarbakka með jakaburði, þegar Ölfusá ruddi sig þann 29. jan. Farsællega tókst að bjarga bátnum af strandstað, en þá var prófað í fyrsta skipti að skjóta dráttarvögnum undir bát sem trukkar drógu síðan til aftur til hafnar.  Fjórir bátar gerðu út á humarveiðar.  [Síðastliðið haust hafði vb. "Ingólfur" verið keyptur til Eyrarbakka frá Höfn í Hornafirði.]                    

 

Félagsmál: Alþingiskosningar voru yfirvofandi og málefni líðandi stundar í brennidepli. Stjórn vörubílstjórafélagsins Mjölni skipuðu: Formaður Sigurður Ingvarsson Eyrarbakka, varaformaður Óskar Sigurðsson Stokkseyri, ritari Jón Sigurgrímsson Holti, gjaldkeri Ólafur Gíslason Eyrarbakka. Stofnað var félag ungra Jafnaðarmanna í Árnessýslu, meðal stofnenda var Ási Markús Þórðarson kaupmaður. Formaður v.l.f. Bárunnar á Eyrarbakka var  Bjarni Þórarinnsson. Vigfús Jónsson, oddviti Eyrarbakka bauð sig fram fyrir Alþýðuflokkinn. Fyrsta sætið skipaði Unnar Stefánsson, viðskiptafræðingur, Hveragerði, en hann var ættaður af Eyrarbakka [Sonur Elínar Guðjónsdóttur frá Eimu. Guðjón fórst 19. ágúst 1898 er hafnsögubáti hvolfdi við Eyrarbakka.] Eyrbekkingar áttu ekki fulltrúa á framboðslista Framsóknarflokksins, en þó mátti svo kalla að þeir ættu þar tvo fulltrúa, því Ágúst Þorvaldsson bóndi á Brúnastöðum (al.þ.m.) var af Bakkamönnum kominn, en foreldrar hans voru Þorvaldur Björnsson, verkamaður og sjómaður á Eyrarbakka, og Guðný Jóhannsdóttir. Sigurður Ingi Sigurðsson oddviti á Selfossi var fæddur á Eyrarbakka, sonur Ingibjargar Þorkelsdóttir og Sigurðar Þorsteinssonar skipstjóra frá Flóagafli. Eyrbekkingar áttu einnig dulinn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins, en Sigurður Óli Ólafsson al.þ.m. og kaupmaður fæddist á Eyrarbakka, Foreldrar hans voru Ólafur bóndi og söðlasmiður á Stað Eyrarbakka og Þorbjörg, frá Neistakoti Sigurðardóttir Teitssonar. Á lista Aþýðubandalagsins var Bjarni Þórarinsson kennari á Eyrarbakka.

 

 

Kirkja: Prestur á Eyrarbakka var Magnús Guðjónsson, hans prestsfrú var Anna Sigurkarlsdóttir, formaður kvenfélagsins. [Kvenfélag Eyrarbakka mun hafa verið stofnað formlega hinn 25. apríl 1888, og var talið annað kvenfélag, sem stofnað var á Íslandi.] Haukur Guðlaugsson, Pálsonar kaupmanns hélt tónleika í kirkjunni og var honum vel fagnað, en hann hafði þá dvalið mörg ár erlendis við tónlistanám.

 

Hjónaefni: Guðbjörg Kristinsdóttir, Skúmstöðum, Eyrarbakka og Jón Áskell Jónsson, Söndu, Stokkseyri. Sigríður Vilborg Vilbergsdóttir frá Eyrarbakka og Magnús Grétar Ellertsson ráðunautur úr Reykjavík. Ungfrú Áslaug Ólafsdóttir frá Eyrarbakka og Hallberg Kristinsson  Rvík.

 

Afmæli:

80. Aðalbjörg Jakobsdóttir Læknishúsi, Bergsteinn Sveinsson, Brennu, Guðmundur Þórðarsson Gýjasteini,

70. Jón B Stefánsson Hofi, Kolfinna Þórarinsdóttir Bakaríinu, Oddný Magnúsdóttir Stígprýði,

60. Guðmundur H Eiríksson og  Sigurlína Jónsdóttir Merkigarði. Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir Bráðræði, (varð 99 ára) Regína Jakopsdóttir Steinsbæ.

50.  Steinfríður Matthildur Thomassen að Litlu-Háeyri á Eyrarbakka. Elísabet S Kristinsdóttir Skúmstöðum, Karl Jónasson Björgvin, Magnús Guðlaugsson Mundakoti, Sigurveig Jónasdóttir Vorhúsum.

 

Andlát: Jack Oliver ( Fæddur á Eyrarbaka 1873 Þorgils Þorsteinsson), [Sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Sigríðar Þorgilsdóttur, er fluttu til Canada] Gunnar Halldórsson frá Strönd.[ Börn: Halldóra, Steingrímur og Guðrún].  Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. [Guðbjörg (f. 1876.) var dóttir Sigríðar Þorleifsdóttur Kolbeinssonar hins ríka á Stóru Háeyri og Guðmundar Ísleifssonar, formanns, kaupmanns og landeigenda á Háeyri, en á landi hans stóð hálft þorpið. (Austurbakkinn)] Gíslína Jónsdóttir Rvík.[Gíslína Jónsdóttir var f. á Litlu - Háeyri, Eyrarbakka. Hún var dóttir Jóns Andréssonar f. 1. ágúst 1850 d. 31. ágúst 1929 og konu hans, Guðrúnar Sigmundsdóttur f. 24. ágúst 1859 d. 26. júlí 1932. Jón og Guðrún bjuggu enn á Litlu Háeyri 1910.] Finnbogi Sigurðsson frá Suðurgötu [Sýsluskrifari á Selfossi og Eyrarbakka, síðar bankafulltrúi í Reykjavík, f. 7. des. 1898, hann var ættaður úr Dýrafirði] Kristín Guðmundsdóttir frá Björgvin. [f.1894, Maður hennar var Víglundur Þorsteinn Jónsson, f. 25.6. 1892. þau áttu tvö börn, Halldóru og Stefán. Víglundur druknaði á Bússusundi 1927 en hann var einkasonur Jóns hómópata Ásgrímssonar í Björgvin.] Guðrún Vigfúsdóttir ekkja frá Skúmstöðum. [ Maður hennar var Guðjón Jónsson á Skúmstöðum og eignuðust þau 9 börn.] Vilhjálmur Gíslason járnsmiður, Ásabergi. [f. 1874 að Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir (frá Vetleifsholti) og áttu þau 6 börn. Villi var fyrrum ferjumaður og sá síðasti á Óseyrarnesi. Orðfæri hans þótti fornt mjög.] Jónína Jónsdóttir frá Skúmstöum. [Hún var dóttir Jóns Jónssonar og Kristbjargar, er lengi bjuggu að Skúmstöðum. Jón var einn hinn fengsælasti formaður á Eyrarbakka og sókndjarfasti. Maður Kristínar Jónsdóttur var Sigurður Gíslason múrari, Hann var móðurbróðir Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Þau Sigurður og Kristín áttu 6 börn].

 

Landbúnaður: Bústofn Eyrbekkinga (1957) taldi 187 nautgripi, 1.154 sauðkindur, 136 hross, og 400 alífugla. Hafði þá öllum tegundum fjölgað umtalsvert, nema alífuglum frá 1955.

 

Sandkorn:

  • Útsvarstekjur Eyrarbakkahrepps voru 365.000 þær næst hæstu í sýslunni, en Selfoss var með um 4x hærri útsvarstekjur.
  • Veðurathuganir frá Eyrarbakka voru lesnar tvisvar á dag í útvarpi.
  • Slysavarnardeildin Björg á Eyrarbakka hélt upp á 30 ára afmæli sitt með hófi og balli í Fjölni í byrjun árs. Formaður deildarinnar var Guðlaugur Eggertsson. [Þar sýndu karlar m.a. nýjustu kjólatískuna og þótti afar feminískt atriði. Þá voru hinir öldnu sjómenn Árni og Jón Helgasynir heiðrarðir. Kvenfélagið sá um veitingar.]
  • Flest símanúmer á Eyrarbakka höfðu aðeins tveggja stafa tölu. Símanúmer Plastiðjunar var t.d. 16
  • Tveir Eyrbekkingar af erlendum uppruna fengu ríkisborgararétt, Lemaire, Gottfried Friedrich, verkamaður á Eyrarbakka, og . Lemaire, Jutta Marga Anneluise, húsmóðir á Eyrarbakka. Þau bjuggu á Grund.
  • Sjúkrasamlag Eyrarbakkahrepps: Form. Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka, varaform. Jónatan Jónsson, Heiðmörk.
  • Hampiðjan strafrækti netastofu á Eyrarbakka frá árinu 1939, var sú vinna aðalega á haustinn. 1958 voru greiddar kr. 232.000. fyrir netahnýtingu á Eyrarbakka.
  • Stofnuð var ný deild í Bindindisfélagi ökumanna, (B.F.Ö) fyrir Eyrarbakka, Selfoss og Þingvallasveit. Formaður var kjörinn Bragi Ólafsson, héraðslæknir, Eyrarbakka. Sigurður Kristjánsson, kaupmaður, Eyrarbakka var einig í hópi stofnenda.
  • Mikla laxagöngu gerði í Ölfusá sem stóð í sólarhring 22. júlí. Veiddust þá 300 laxar í net á Eyrarbakka og um 600 í net á Selfosssvæðinu. En aðeins 11 laxar höfðu þá veiðst á 3 leifðar stangir það sem af var veiðitímabilinu.
  • Vesturíslendingurinn Frank Fredriksson var fyrsti maðurinn sem flaug flugvél á Íslandi. Ein fyrsta flugferðin var austur að Eyrarbakka til að sækja þangað Harald Sigurðsson pínóleikara. Þetta gerðist 1920.
  • Gamall maður, Kristmann Gíslason lést í umferðaslysi við afleggjarann að Borg í Hraunshverfi. Hann var hjólandi er langferðabíll ók á hann. Kristmann var frá Móakoti á Stokkseyri. Hann var 72 ára að aldri.
  • Læknir á Eyrarbakka var Bragi Ólafsson, héraðslæknir.
  • Formaður Sjúkrasamlag Eyrarbakkahrepps: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka, varaform. Jónatan Jónsson, Heiðmörk.

 

 

Heimild: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga, Hagskýrslur um landbúnað. Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga 1959. Húsfeyjan 1959. Umferð 1959. Alþýðublaðið, Fylkir, Morgunbl. Tíminn, Vikan - 1959 Þjóðviljinn, Ægir.

Meira: 

03.12.2017 20:39

Sú var tíðin, 1958

Ríkinu var heimilað að selja Eyrarbakkahreppi lönd jarðanna Einarshafnar, Skúmstaða og Stóru-Háeyrar. Reykvískir vörubílstjórar áttu nokkra hagsmuni gegn þessu, vegna vikurnámsins í Eyrarbakkafjörum.

 

Útgerð: Tveir bátar gerðir út héðan á vetrarvertíð "Helgi"og "Jóhann Þorkelsson" [sá þriðji frá Þorlákshöfn.] Aflinn var 579 lestir 104 róðrum og var Jóhann Þorkelsson aflahærri með 315 lestir í 59 veiðiferðum. Fjórir bátar voru gerðir út á humarvertíðinni. Helgi, Ægir, Faxi og Friðrik. Við humarvinnsluna störfuðu 30-40 manns, einkum konur og börn.

 

Atvinna: Við Plastiðjuna störfuðu 15 manns og unnu 8 þeirra í vöktum í kjallara frá kl. 7.30 til kl. 6 og síðari vaktin til kl. 3.30 um nóttina. Nokkrir höfðu vinnu við símalagnir og raflagnir og allmargir störfuðu við virkjanaframkvmdir í Soginu. Frystihúsið veitti allnokkrum vinnu þegar afli barst á land. Litla-Hraun örfáum og allmargir tímabundið við landbúnað, útgerð, hafnarbætur og viðhald á bátum í slippnum. Nokkrir sjálfstætt starfandi vörubifreiðastjórar, aðrir við kennslu, verslun og opinber störf.

 

Stjórnmál: Sveitastjórnarkosningar voru á árinu og voru eftirtaldir í framboði á Eyrarbakka:

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn voru 7 efstu, Sigurður Kristjánsson kaupmaður, Bjarni Jóhannsson skipstjóri, Bragi Ólafsson héraðslæknir, Hörður Thorarensen sjómaður, Eiríkur Guðmundsson trésmiður, Jóhann Jóhannsson bifreiðastjóri og Ásmundur Eiríksson bóndi. Alþýðu og Framsóknarflokkur buðu fram sameiginlegan A-lista þannig skipaðann efstu 7 mönnum, Vigfús Jónsson oddviti, Sigurður Ingvarsson bílstjóri, Þórarinn Guðmundsson bóndi, Ólafur Guðjónsson bílstjóri, Ragnar Böðvarsson verkamaður, Magnús Magnússon framkv.stj. og Vilhjálmur Einarsson bóndi. Á Eyrarbakka voru 311 á kjörskrá og kusu 262. A-listinn fékk 5 menn kjörna og D-listi 2 menn. [Bjarni Jóa og Bragi læknir settust í hreppsnefnd fyrir D-listann, en mikið var um að kjósendur breyttu röðun]

 

Félagsmál: "Fundur í Verkamannafélaginu Báran á Eyrarbakka, 5. okt 1958 lýsti fyllsta trausti á framkvæmd ríkisstjórnarinnar við útfærslu fiskveiðitakmarkanna í 12 milur. Jafnframt fordæmdi fundurinn framkomu Breta, sem einir allra þjóða höfðu sýnt málinu verulegan mótþróa með hernaðaraðgerðum í íslenzkri landhelgi.

 

Afmæli:

90. Ólöf A. Gunnarsdóttir, Simbakoti/Vinaminni, [Ólöf náði 101 árs aldri og var heiðursborgari- Ólöf í Simbakoti ]

80. Böðvar Friðrikson, Einarshöfn. [Pabbi Ragnars, Reynis, Fríðu, Óskars, Lilju og Guðlaugu Böðvarsbarna] Elísabet Jónsdóttir. [alþingismanns Þórðarsonar Eyvindarmúla Ísmús]  Guðný Jónsdóttir, Simbakoti. bjó í  Rvík. Guðríður Jónsdóttir, Einarshúsi. [Kona Diðriks Diðrikssonar sama stað]

70 Ágústa Ebenesardóttir, Deild. [Maður hennar var Sigurður Daníelsson gullsmiður sama stað]  Jón Axel Pétursson Rvík. Kristín Vilhjálmsdóttir, Blómsturvöllum. Ólafur Helgason, Túnbergi. [Pálssonar og Önnu Diðriksdóttur Jónssonar. -Hreppstjóri og kaupmaður í Ólabúð] Sigurveig Magnúsdóttir, bjó í Rvík. Sigurður Jónsson, Steinsbæ. [Skósmiður og trésmiður. Kona hans var Regína Jakopsdóttir] Þorleifur Guðmundsson, Simbakoti. Þorleifur Halldórsson, Einkofa. [Kona hans var Ágústa Þórðardóttir- brýnsteinn Þorvaldar ]  Þuríður Björnsdóttir, Einarshúsi. [Maður hennar var Sæmundur Jónsson].

60. Elínborg Kristjánsdóttir, [Var á sínum tíma formaður kvennfélagsins og menningarfrömuður í þorpinu. bjó síðast í Rvík]. Finnbogi Sigurðsson, Suðurgötu [Sýsluskrifari, bjó síðast í Rvík.] Gíslí Ólafsson bakari, bjó í Rvík. [Árnasonar og Guðrúnar Gísladóttur Einarshöfn/ áður Gamla-hrauni-bróðir Sigurjóns myndhöggvara] Halldóra Ágústa Jóhannesdóttir, Brennu. [Fósturdóttir Þórdísar Símonardóttir ljósmóður.] Marel Ó Þórarinsson, [ Kona hans var Sigríður Gunnarsdóttir Prestshúsi. Runólfur Jóhannsson skipasmiður frá Gamla-Hrauni. [Guðmundssonar formanns og Guðrúnar Runólfsdóttur mbl ]  

50. Ármann Guðmundsson, Vorhúsum. [garðyrkjubóndi.] Guðmundur Einarsson, Ásheimum. [Trésmiður Þorgrímssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, Götuhúsum.] Jón Guðjónsson, Litlu-Háeyri. [bóndi, Jónssonar og Jóhönnu Jónsdóttur frá Minna-Núpi] Lára Halldórsdóttir, Eimu. [Þorvaldssonar og Guðrúnu Á Guðmundssonar frá Bryggju í Biskupstungum.] Sigurjón Ólafsson myndhöggvari frá Einarshöfn. [[Árnasonar, Eiríkssonar frá Þórðarkoti og Guðrúnar Gísladóttur Einarshöfn/ áður Gamla-hrauni, -bróðir Gísla bakara Rvík.] Sigurbjörg Bergþórsdóttir, Grímstöðum. [Jónssyni og Sigríði Guðmundsdóttur] .

 

 

Andlát: Anna Þórðardóttir, Borg (f.1870). Gróa Gestsdóttir, Eyvakoti (f.1874). Guðrún Gísladóttir frá Einarshöfn /Gamla-Hrauni. [Andréssonar, Gíslasonar í Stóru Sandvík. Börn hennar og Ólafs Árnasonar voru: Magnea, Árni, Gísli, Sigurjón myndhöggvari, Sigríður og Guðni. abl. ] Guðrún Ásmundsdóttir, Gunnarshólma (f.1893). Haraldur Guðmundsson, Stóru-Háeyri, bjó í Merkisteini en síðar í Rvík. [f.1888 sonur Sigríðar Þorleifsdóttur og Guðmundar Ísleifssonar formanns og kaupmanns. Önnur börn þeirra voru Guðbjörg, Guðmundur, Þorleifur, Sylvía, Geir, Sólveig og Elín ] Jónína Guðmundsdóttir.

Ólöf Andrésdóttir frá Litlu-Háeyri [f.1868 dóttir Andrésar Ásgrímssonar Eyjólfssonar og Guðbjargar Árnadóttur. Andrés giftist síðar Málfríði Þorleifsdóttur ríka á Stóru-Háeyri. Málfríður giftist síðar Jóni Sveinbjörnssyni á Bíldsfelli. Ólöf giftist Guðna Jónssyni verslunarmanni við Lefolii verslun. Ólöf átti barn fyrir með Sveinbirni, bróður Jóns á Bíldsfelli, sá hét Andrés, hafnsögumaður í Rvík, hann dó barnlaus. Börn Ólafar og Guðna voru, Elín og Þórdís] Sigríður Hannesdóttir, Sandprýði. (f.1892) [Maður hennar var Þorbergur Guðmundsson. Börn þeirra voru Hannes, Elín, Bergþóra, Gunnar og Ólöf] Sigríður Loftsdóttir, Ásgarði (f. 1895) [Kona Júlíusar Ingvarssonar] Valgerður Grímsdóttir, Óseyrarnesi [Gíslasonar, Þorgilssonar og Elínar Bjarnadóttur Hannessonar. Maður hennar var Gísli Gíslason skósmiður, Skúmstöðum. Fluttu til Rvíkur.]

 

Hjónaefni:

Vilborg Vilbergsdóttir, Helgafelli og Magnús G Ellertz búfræðingur.

Halldóra Ævarr, Vatnagarði og Karl Ó Ólsen. Viðar Ingi Guðmundsson og Auður Haraldsd. frá Akureyri.

 

Sandkorn:

  • Álfhildur Bentsdóttir. 3 ára vann píanó á DAS miða keyptum á Eyrarbakka. Umboðsmaður DAS á Eyrarbakka var Sigurður Andersen.
  • 4 ára drengur féll í sjóinn af Vesturbúðarbryggjunni, Bjargað með snarræði og lífgaður við í fjörunni. [tm]
  • Kvenfélagið Á Eyrarbakka 70 ára.
  • Árnesingafélagið kaupir píanóið úr Húsinu, en það var úr búi Guðmundar Thorgrímsen.
  • "Hringur" foli Steins Einarssonar gerir það gott í kappreiðum fáks. 1. sæti í stökki.
  • Eyrbekkingafélagið kom í gróðursetningaferð.
  • Frystihúsið setur upp matvörubúð með kjöt, fisk og nýlenduvörum. [ Fyrir voru útibú KÁ, Laugabúð og Ólabúð]
  • Eldur kviknaði í fangaklefa á Litla-Hrauni. Fangi kveikti í dýnu. Fangastrok voru tíð.
  • Eldur var laus í Beinamjölsverksmiðjunni. Orsök talin sjálfsíkveikja í mjöli. Töluverðar skemdir urðu á húsinu.
  • Plastiðjan framleiddi 300 fm af 2" einangrunarplasti á dag og hafði hvergi undan eftirspurn eftir þessu nýja einangrunarefni til húsbygginga.
  • Því var spáð að árið 2000 yrði stór-Eyrarbakka og Ölfussvæðið með 22.000 íbúa.
  • Elsa Sigfúss og Páll Ísólfs héldu tónleika í troðfullri Eyrarbakkakirkju. [Sigfús Einarsson faðir Elsu og tónskáld var fæddur á Eyrarbakka, Jónssonar kaupmanns í Einarshúsi. Sigfús samdi meðal annars lagið "Á Sprengisandi" Móðir Elsu var Valborg Einarsson söngkona]
  • Guðni Jónsson gaf út bók sína "Saga Hraunshverfis"
  • Óskar Magnússon, var  formaður Ungmennafélags Eyrarbakka.
  • Guðmundur Danílesson var skólastjóri barnaskólanns, nemendur voru 70.
  • Í fjósinu á Litla-Hrauni voru 30 mjólkandi kýr.

 

 

Heimild: Alþýðubl. Gardur.is, Morgunbl. Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir. 

19.11.2017 22:31

Sú var tíðin, 1957

Frá EyrarbakkaNý verksmiðja tók til starfa á Eyrarbakka. Stofnað var til Plastiðjunar HF. af Korkiðjunni í Rvík, til að framleiða einangrunarefni úr plasti og lagði Eyrarbakkahreppur til húsnæði fyrir starfsemina. [Miklagarð, en þá var byggð önnur hæð ofan á húsið. Vigfús Jónsson oddviti beitt sér fyrir þessu verkefni til að örva atvinnulíf þorpsins, sem átti í harðri samkeppni við Selfoss og Þorlákshöfn um fólk á þessum árum.] Framleiðsluaðferðin er þýsk og var Plastiðjan sögð önnur verksmiðjan í Evrópu til að hefja þessa framleiðslu. [Áþekk plastverksmiðja "Reyplast HF" var þá kominn á fót í Reykjavík og framleiddi einangrunarplast undir vöruheitinu "Reyplast"] Forstöðu veitti Óskar Sveinbjörnsson forstjóri Korkiðjunnar og störfuðu frá 6 - 15 manns hjá fyrirtækinu. (Kosturinn við plastið var að það myglaði ekki og engar óværur lifðu í því, en ókosturinn að það er mjög eldfimt.) Þá var hafist handa við að stækka bátabryggjuna (höfnina) og gert bátalægi fyrir 3 báta. Gagngerar endurbætur voru gerðar á Fangelsinu á Litla-Hrauni en þar unnu fangar aðalega við vikursteypu og landbúnað. 27 fangar voru hýstir á Vinnuhælinu. Forstjóri var Helgi Vigfússon.

 

Útgerð: Vertíðarbátar gerðir út frá Eyrarbakka voru 2 [af 5 bátum var einn seldur og einn óklár, því voru það aðeins Helgi ÁR-10 bátur Sverris Bjarnfinnssonar og Jóhann Þorkelsson ÁR-24 bátur Bjarna Jóa] en einn að auki var gerður út frá Þorlákshöfn en þaðan voru gerðir út 7 bátar. Frá Stokkseyri voru gerðir út 3 bátar. Þann 3. apríl náðu bátar frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn ekki höfn vegna brims og héldu sjó. Bátarnir komust inn daginn eftir til Þorlákshafnar og var aflanum ekið heim. Fjórir bátar gerðu út á humarveiðar frá Eyrarbakka sem gengu vel í byrjun og höfðu 30 manns atvinnu við frystingu aflanns. Vertíðin varð hinsvegar endaslepp, þar sem humarinn hvarf af veiðislóðunum. Einn trillubátur stundaði haustvertíð þegar gaf á sjó, en annars voru menn að dytta að bátum sínum fyrir næstu vertíð.

 

 

Húsakostur á Eyrarbakka 1950 var 121 íbúðarhús:  Steinhús=31 Timburhús=83 Torfbær=? Mix stein og timbur=4 Mix stein og torf=? Mix timbur og torf=? Óupplýst notkun húss=3 Braggar=? Aðrar byggingar, skemmur og skúrar 43. Samtals 164 byggingar og þar af 3 til verslunar og 2 til opinberar notkunar jafnframt, og 3 til iðnaðar. Húsnæði sem var 50 ára eða eldra voru 38 talsins. 136 íbúðir voru í þessum byggingum. Af þeim höfðu 70 miðlæga kolakyndingu og 20 olíukyndingu og 7 íbúðir með rafmagnskyndingu. 103 hús höfðu rennandi vatn. 83 íbúðir voru kominn með vatns salerni en 53 íbúðir voru án þesskonar þæginda. 23 íbúðir höfðu sérstakt baðherbergi. 122 íbúðir voru tengdar við fráveitu (skolp) og jafnmargar íbúðir höfðu sér eldhús. [9-11 hús voru í smíðum eða nýlokið við árið 1957]

 

Búfénaður 1957: Sauðfé um 1.100. Nautgripir um 200 og 150 hross.

 

Vélbátar 1957: 5 bátar frá 23-31 tn. einn gerður út frá Þorlákshöfn, einn seldur á árinu, einn var óklár á vertíð, þannig að hana stunduðu aðeins tveir bátar.

 

Afmæli:

[Elstur íbúi Eyrarbakka 1957: Jón Ásgrímsson homopati 94 ára.]

90. Guðrún Gísladóttir frá Gamla-Hrauni.[Maður hennar var Ólafur Árnason sjómaður og voru þau foreldrar Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara og fleyri efnilegra afkomenda. Guðrún er ættuð frá Stokkseyrarseli.]  Katrín Þorfinnsdóttir Grímsstöðum.

80. Guðlaugur Guðmundsson Mundakoti. Magnús Árnason Skúmstöðum. Jakopína Jakopsdóttir kennari. [Hálfdánarsonar frá Grímsstöðum í Mývatnssveit. Bjó hjá systur sinni Aðalbjörgu og Gísla lækni Péturssyni í Læknishúsi frá 1917 til 1931og flutti þá til Rvíkur. Jakopína var kennari við Barnaskóla Eyrarbakka frá 1919-1931] Jón Helgason prentari, þá búsettur í Rvík. [Jón var prentari á Eyrarbakka í fyrstu prentsmiðju Suðurlands. Hann gaf út Heimilisblaðið 1912 og Ljósberann 1921] Þorgerður Guðmundsdóttir Sölkutóft.

70. Einar Jónsson í Túni [ Bjó á Eyrarbakka í 22 ár, járnsmiður og bifreiðastjóri. Ættaður frá Egilstaðakoti í Flóa. Fluttist til Reykjavíkur.] Jón Jakopsson Einarshöfn.

60. Ásmundur Eiríksson Háeyri. Einar Kristinn Jónasson Garðhúsum.  Guðjón Guðmundsson vörubifreiðastjóri á Kaldbak. [Foreldrar hans voru Ingveldur Sveinsdóttir og Guðmundur Jónsson í Vorhúsum. Kona Guðjóns var Þuríður Helgadóttir. Fyrir bílaöldina var Guðjón vagnstjóri milli Eyrarbakka og Reykjavíkur] Ingvar Júlíus Halldórsson Hliði. Jenný D Jensdóttir Þorvaldseyri. Úlfhildur Hannesdóttir Smiðshúsum. Þórdís Gunnarsdóttir Einarshöfn.

50. Aðalheiður Gestsdóttir Björgvin. Friðsemd (Fríða) Böðvarsdóttir Sætúni. Geirlaug Þorbjarnardóttir Akbraut.  Gunnar Jónasson í Stálhúsgögn Rvík. [Jónasar Einarssonar og Guðleifar Gunnarsdóttur í Garðhúsum. Gunnar og Björn Ólsen smíðuðu flugvélina TF-Ögn sem hangið hefur uppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli]

 

Hjónaefni: Davið Friðriksson Sigurðssonar frá Gamla-Hrauni og Gíslína Guðmundsdóttir frá Akranesi. Búsett í Þorlákshöfn.

 

Andlát:

Elín Gísladóttir [Skósmiðs Gislasonar og Valgerðar Grímsdóttur frá Óseyrarnesi. bjó í Rvík.]

Hildur Jónsdóttir í Garðbæ. (f 1866.) [Hún var til heimilis hjá þeim Óla og Tótu Gests í Garðbæ]

Ingibjörg Gunnarsdóttir frá Einarshöfn. (f. 1894) [hennar maður var Pétur Olsen]

Jóhanna Jónsdóttir frá Litlu-Háeyri. [f.1879 Brynjólfur Jónsson, fræðimaður frá Minna-Núpi, var föðurbróðir Jóhönnu. Jóhanna giftist árið 1901 Guðjóni Jónssyni á Litlu-Háeyri d. 1945. Hún hafði komið til Eyrarbakka og ráðist sem vertíðarkona hjá honum og Þórdísi móður hans, sem þá var orðin ekkja. Guðjón var bóndi á Litlu-Háeyri og sjósóknari mikill. Börn þeirra voru Sigurður skipstjóri, Halldóra, Margrét, Jón bóndi, Þórdís, Helga, Brynjólfur sjómaður d. 1946. og Sigríður.]

Ragnheiður Blöndal. [Ragnheiður var gift Guðmundi Guðmundssyni kaupfélagsjóra Heklu á Eyrarbakka Guðmundar bóksala. Bjuggu á Eyrarbakka frá 1910-1927, fyrst í Skjaldbreið og síðar í Húsinu. Bróðir hennar Ásgeir Blöndal var læknir hér á Bakkanum.]

Sigmundur Stefánsson trésmiður á Hofi. (f. 1891 )[Kona hans var Guðbjörg Jóhannsdóttir]

Sylvía N Guðmundsdóttir frá Stóru-Háeyri. [ Guðmundar Ísleifssonar og Sigríður Þorleifsdóttir Kolbeinssonar hins ríka Jónssonar í Ranakoti Stk. Maður hennar var Ólafur Pálsson læknir í Vestmannaeyjum.]

Thoreteinn Oliver, fæddur á Eyrarbakka 1868 búsettur í Winnipeg frá 1909. [Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson síðar kaupm. í Keflavík og Sigríður Þorgilsdóttir frá Eyrarbakka.]

 

Sandkorn:

  • Eyrbekkingar eignast sinn fyrsta slökkvibíl.
  • Kennari við skólann á Eyrarbakka átti lítinn bát, sem hann ýtti á flot, er hann frétti að þorskganga væri alveg upp við fjöru. Tók hann með sér tvo unglinga og voru þeír á sjó í 15 míhútur og drógu 36 fiska.
  • Þrír Færeyskir sjómenn voru m.a. á þeim Bakkabátum sem gerðir voru út á vetrarvertíð,
  • Hið víðfræga aprílgabb um fljótaskipið "Vanadís" sem gera átti út frá Selfossi.
  • Sagt var að margir Eyrbekkingar hefðu "frönsk augu" og átt við kynblöndun við franska skútukalla austur með suðurströndinni.
  • Gísli Gíslason var verkstjóri í frystihúsinu.
  • Haukur Guðlaugsson Pálssonar stundaði orgelnám hjá Gunther Förstemann í Hamborg.
  • Óskar Magnússon settur kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka.
  • Vigfús Jónsson oddviti fór í evrópureisu.
  • Uppþot varð á Litla-Hrauni eftir fangastrok.
  • Guðni Jónsson frá Gamla-Hrauni verður prófessor í sögu við HÍ.

 

 

Heimild: Alþýðubl. Hagskýrsla um húsnæðismál, Tímarit Þjóðræknifélags Íslendinga, Tíminn, Veðráttan,Vísir, Þjóðviljinn, Gardur.is, Mbl.is greinasafn.

12.11.2017 17:15

Sú var tíðin 1956

Á Eyrarbakka bjuggu 494 íbúar þegar árið 1956 gekk í garð. Á Bakkanum bjuggu menn enn við brunnvatnið, eins og verið hafði um aldir. Ein 25 m hola hafði þó verið boruð við frystihúsið 1955 með tilstyrk jarðborana ríkisins, en vatnið sem fékkst úr þeirri holu reyndist of járnríkt að óhæft var til drykkjar en dugði vel frystihúsinu fyrir fiskvinnsluna.

Það bar annars helst til tíðinda að uppreisn var gerð á Vinnuhælinu Litla-Hrauni undir forustu tveggja fanga, eftir að samfangi þeirra hafði verið settur í járn, en sá hafði verið til aðstoðar í eldhúsinu og hafði þaðan meðsér tvær kjötsveðjur og lét ófriðlega. Lögreglan í Reykjavík var kölluð til og 10 manna lið sent austur á Bakka. Þegar lögregluliðið mætti á staðinn var þegar komin ró í fangelsinu og enginn strauk, en margt brotið og bramlað. Forstöðumaður Vinnuhælisins var þá Magnús Pétursson.

Útgerð: Fiskveiðifloti landsmanna var nú kominn á ríkisstyrk eins og hann lagði sig, vegna bágrar stöðu, bæði togara og bátaútgerðar, og var það aðalega vegna hækkandi vinnslukostnaðar. Á sama tíma áttu íslensk stjórnvöld í landhelgisdeilu við Breta. Fjórir bátar voru gerðir út frá Eyrarbakka 1956 [Helgi ÁR 10, Jóhann Þorkellsson ÁR 24, Sjöfn ÁR 11 og Ægir ÁR 183] en sá fimmti var gerður út frá Þorlákshöfn, [Faxi ÁR 25] þaðan sem 8 bátar gerðu út á vertíðinni. Frá Stokkseyri voru 5 bátar gerðir út. [Síðar á árinu bættist nýr bátur í flota Stokkseyringa, Hásteinn II ÁR 8, er kom nýsmíðaður frá danmörku, en aðrir frá Stokkseyri voru Fylkir ÁR 18, Hafsteinn ÁR 12, Hersteinn ÁR 9 og Hólmsteinn II ÁR 27] Brim hamlaði oft sjósókn eins og alkunnugt er hér við ströndina og fór því vertíðin seinna af stað en almennt var á landinu. Þá varð stundum að leita til Þorlákshafnar sökum brims eða þoku. Í apríl var landburður af fiski og allir sem vettlingi gátu valdið unnu að aflanum. Frí var gefið í barnaskólanum svo elstu börnin gætu tekið þátt í fiskvinnuni og unnið sér inn peninga. [Þetta fyrikomulag var alsiða á Bakkanum og þótti engum til meins að haga þessu þannig] Komu bátar að landi með allt að 17 - 20 lestir í hverjum róðri þegar best lét. Helgi ÁR og Jóhann Þorkellsson ÁR keptust um aflakóngs titilinn þessa vertíð, en sá titill kom í hlut þess síðarnefnda með 326 lestir í 51 róðri. [Bjarni Jóhannsson var skipstjóri] Á humarvertíðinni gerðu út 6 bátar [einn frá Þorlákshöfn] og stóð vertíðin yfir frá maí-júlí og veitti 50 manns atvinnu. Austurbúðarbryggjan var löguð og bætt svo bátar gætu einig lagst þar að.

Afmæli:

90. Þorgerður Halldórsdóttir Hraungerði. [Brim á Bakkanum Hraungerðismæðgur] Hildur Jónsdóttir Garðbæ.

80. Bergljót Sigvaldadóttir Gamla-Hrauni. Guðmundur Ebeneserson skósmiður Hraungerði.  Vigdís Eiríksdóttir Neistakoti.

70. Jón Helgason formaður á Bergi. Hann var farsæll formaður, oft aflakóngur og aldrei hlekktist skipum hanns á. [Faðir Jóns var Helgi Jónsson formaður í Nýjabæ og gerði hann skip sitt út frá Þorlákshöfn í 42 ár. Móðir Jóns var Guðríður Guðmundsdóttir frá Gamla-Hrauni. Jón var skaptfellingur að ætt, en langafi hans kom á Bakkann úr Skaftáreldum, svo sem margir aðrir. Sjá einig:  Brim á Bakkanum Jón Helgason frá Bergi  Brim á Bakkanum Jón Helgason ÁR 150] Guðmundur Jónsson bóndi í Steinskoti. [Jóns Jónssonar sama stað] Elín Jónsdóttir Kirkjuhúsi.

60. Guðlaugur Pálsson kaupmaður Sjónarhóli. Guðlaugur hóf verslunarrekstur 21. árs gamall í Kirkjhúsi á Eyrarbakka og starfrækti hann verslun sína í 76 ár. [Hann kvæntist Ingibjörgu Jónasdóttur frá Eyrarbakka. Brim á Bakkanum Verzlun Guðlaugs Pálssonar] Sigurður Óli Ólafsson á Stað, þá kaupmaður á Selfossi og alþ.m. [Ólafs Sigurðssonar söðlasmiðs á Litlahrauni og Þorbjargar Sigurðardóttur frá Neistakoti. Sigurður Óli var giftur Kristínu Guðmundsdóttur, Guðmundssonar, fyrrum kaupfélagsstjóra Heklu  á Eyrarbakka] Andrés Jónsson verkalýðsfrömuður í Smiðshúsum. [Jóns Andréssonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur á Litlu-Háeyri Brim á Bakkanum Andrés stóð í eldhríðinni] Guðbjörg Vilhjálmsdóttir á Ásabergi [Vilhjálms Gíslasonar ferjumanns og Guðbjargar Jónsdóttur Ásabergi, áður Óseyrarnesi Óseyrarnes - Brim á Bakkanum - 123.is] Anna Sveinsdóttir Háeyri. Emerentína G Eiríksdóttir Blómsturvöllum. Guðbjörg Jóhannsdóttir Hofi. Guðbjörg E Þórðardóttir Sandvík. Guðrún Jóhannsdóttir Frambæ.  Ingibjörg Ó Ólafsdóttir Stíghúsi. Jóhanna Bernharðsdóttir Staðarbakka. Sigurður Kristjánsson Búðarstíg. [hreppstj. og kaupmaður]

50. Eyþór Guðjónsson Skúmstöðum. Gísli Jónsson Mundakoti. Ragnheiður G Ólafsdóttir Helgafelli. Vigfúsína M Bjarnadóttir Garðbæ.


Andlát:

Guðrún Ársæls Guðmundsdóttir í Káragerði 81 árs.Þorbjörn Hjartarson sjómaður og bóndi í Akbraut. 77 ára. [Brim á Bakkanum Elín í Akbraut] Karen Ísaksdóttir. 74 ára [Hún var fósturbarn sr. Jóns Björnssonar og fr. Ingibjargar Hinriksdóttur presthjóna á Eyrarbakka. Hún flutist síðar að Grenjaðarstað og síðan til Reykjavíkur] Jóhannes Jóhannesson 0 ára.

Félagsmál: Atvinnubílstjórafélagið Mjölnir krafðist úrbóta í vegamálum í sýslunni, en víða voru hættulegir vegkaflar og slysastaðir á fjölförnum leiðum. Formaður Mjölnis var Sigurður Ingvarsson á Hópi, en með honum í stjórn voru m.a. Ólafur Gíslason á Eyrarbakka, Björgvin Sigurðsson form. Bjarma á Stokkseyri og Árni Sigursteinsson á Selfossi. [Sigurður var einig formaður landsambands vörubifreiðastjóra]

Hjónaefni: Inga Kristín Guðjónsdóttir á Kaldbak og Gunnar Ingi Olsen frá Einarshöfn.Halldóra S Ævarr og Carló Olsen, bæði frá Eyrarbakka. Sigurbjörn J Ævarr og Erna Ingólfsdóttir flugfreyja. Guðný E Sigurjónsdóttir símamær og Hjörtur Guðmundsson útibústjóri KÁ á Eyrarbakka. Guðni Marelsson og Jóna Ingvarsdóttir frá Vestmannaeyjum. Sigurður Júlíusson smiður og Hulda Lyngdal Rvík.

Kirkjan: Árið 1955 bárust Eyrarbakkakirkju ríkulegar gjafir: Skírnarskál úr silfri, sem nokkrir vinir Þórdísar Símonardóttur fyrrv. Ijósmóður á Eyrarbakka gáfu til minningar um hana og þau dýrmætu líknarstörf er hún vann bæði í héraði sínu og annars staðar á hinni rúmlega hálfu öld, sem hún var Ijósmóðir. Ennfremur gaf "Kvenfélag Eyrarbakka" fermingarkyrtla, sem notaðir voru í fyrsta skipti við fermingu þá um vorið. Þá höfðu kirkjunni borist ýmsar peningagjafir: Minningargjöf um Margréti Sigríði Brynjólfsdóttur og Jón Gíslason frá Eyrarbakka að upphæð kr. 3.000,00. Systkinin að Bergi, þau Jóhanna Helgadóttir og Jón Helgason, gáfu kr. 1.000,00 á aldarafmæli foreldra sinna, hjónanna Guðríðar Guðmundsdóttur frá Gamla Hrauni f. 7. okt. 1855, - d. 17. júní 1890, - og Helga Jónssonar frá Litlu-Háeyri, f. 4. júlí 1855, - d. 29. maí 1929. [Bjuggu í Nýjabæ] Prestur var þá Magnús Guðjónsson.

Pólitík: Stjórnarslit urðu á árinu og nýjar kosningar. Áróðursvopnin í þessum kosningum voru helst herstöðin í Keflavík, kommúnistagrýlur og járntjöld. [Því var það að kona ein kallaði fram í fyrir ræðumanni á fundi á Eyrarbakka og spurði hvort Stalín væri í kjöri í þessum kosningum.] Framsókn og Alþýðuflokkur gerðu með sér kosningabandalag. Þeim hefur ekki þótt það leiðinlegt, þeim Þórarni Guðmundssyni á Sólvangi og Vigfúsi Jónssyni Oddvita, og eins líklegt að sá síðarnefndi hafi haft ítök með þetta fyrirkomulag eftir klofninginn í alýðuflokknum. Það hefur allavega mörgum þótt það einkennilegt að sjá Vigfús taka annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Árnessýslu. [Alþýðuflokkurinn í Árnessýslu bauð ekki fram í þessum kosningum og átti flokkurinn nokkuð í vök að verjast með tilkomu Alþýðubandalagsins á vinstri vængnum.]

Alþýðubandalagið stóð fyrir pólitískum fundi á Eyrarbakka og var Hannibal Valdimarsson þar frummælandi. Björgvin Sigurðsson formaður Vlf Bjarma á Stokkseyri var meðal ræðumanna. Varð þá fleygt máltæki hans: "Detti annar, þá hallast hinn" Einnig tóku til máls Vigfús Jónsson oddviti og Kristján Guðmundsson formaður Bárunnar á Eyrarbakka. Fundastjóri var Andrés Jónsson. Alþýðuflokkur og Framsóknaflokkur héldu sameiginlegan fund á Stokkseyri. Frummælandi var Gylfi Þ Gíslason. Vigfús Jónsson oddviti var þar meðal ræðumanna, en einnig talaði Kristján Guðmundsson formaður Vlf. Bárunnar á Eyrarbakka og Björgvin Sigurðsson formaður Vlf. Bjarma.

Úr grendinni: Árið byrjaði með miklum frosthörkum. Selfyssingar höfðu hugsað sér gott til glóðarinnar með nýrri jarðhitaveitu kaupfélagsins, en urðu nú fyrir vonbrigðum þar sem að hitaveitan kom að litlum notum. Þrýstingur á kerfinu var of lágur og húsin illa einangruð, og því urðu menn að kynda upp á gamla móðinn. Svo var einnig í Reykjavík í þessu kuldakasti. Í vetrarlok gátu Selfyssingar tekið gleði sína á ný er kirkja þeirra var vígð. Var þá farið í skrúðgöngu og fremstur gekk Guðmundur kirkjusmiður Sveinsson frá Ósabakka og bar stóran kross eins og frelsarinn forðum. Á Selfossi bjuggu þá um 1.300 manns. Um mitt sumar brunnu smiðjur kaupfélagsinns til grunna og var það mikill eldur. [3 breskir herskálar á árbakkanum austan við brú] Stokkseyringar telfdu símaskák við Patreksfirðinga og stóð skákin yfir heila nótt. Því er skemst frá að segja að Stokkseyringar fóru með sigur af hólmi. Á Stokkseyri bjuggu 420 manns.

Sandkorn:

  • UMFE fór í skemtiferð austur á Kirkjubæjarklaustur. Gróðursetti 2000 trjáplöntur.
  • Korkiðjan í Reykjavík hafði einkarétt á vikur og sandnámi á Eyrarbakka.
  • Kartöflur voru settar niður 5. maí, tveim vikum fyrr en venjulega.
  • Bragi Ólafsson læknir ásamt fleirum vildu fá byggt sjúkrahús á Selfossi.
  • Eyrbekkingafélagið í Reykjavík gróðurseti plöntur á Eyrarbakka.
  • Sigríður Valgeirsdóttir frá Gamla-Hrauni er formaður þjóðdansafélagsins.
  • Þórlaug Bjarnadóttir ljósmóðir átti 30 ára starfsafmæli.
  • Bærinn Sölkutóft brennur. Ábúandi var Ingvar Guðfinnsson. [húsið var steinhús]
  • Bátur fór héðan með ungmenni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
  • Skólabörn bólusett fyrir mænusótt í fyrsta sinn.
  • Bjarni Þórarinsson og Anna Sigurkarlsdóttir skipaðir kennarar við barnaskólann á Eyrarbakka
  • Símstöðvarnar á Eyrarbakka og Stokkseyri voru opnar frá kl. 8.30 til kl. 22 á virkum dögum og kl. 10 til 12 og kl. 13 til 21 á helgum dögum.
  • Úrkoman á Eyrarbakka allt árið mældist 1459 mm. Veðurathugunarmaður var Pétur Gíslason.

 

Heimild: Alþýðublaðið, Kirkjuritið, Morgunbl. Skinfaxi, Póst og símatíðindi, Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn. Ægir.

Greinar: Jón Helgason  Guðlaugur Pálsson  Humarveiðar 

 Áfram: 

18.04.2017 23:09

Sú var tíðin, 1955

Fátt dró til tíðinda á Bakkanum á því herrans ári 1955, nema það sem sneri að aflabrögðum og sjósókn. Velmegun hefur sennilega sjaldan eða aldrei fyrr verið meiri hjá verkamannastéttinni í þessu þorpi en á þessum árum. Þá var farið að byggja allmörg ný og stór hús og bifreiðar að verða almennings eign. Vinnan lék aðalhlutverkið í þorpslífinu við fuglasöng og mávagarg. En á meðan brimið drundi í brælu og sudda lág flotinn í landi og þorpsbúar þömbuðu kaffi hver hjá öðrum og sögðu vel útilátnar sröksögur um nágungann, en slíkt var alsiða í þessum sjávarþorpum, þegar ekkert var að frétta.

 

Útgerð og fiskvinnsla: Gerðir voru út 5 bátar frá Eyrarbakka vertíðina 1955 en Faxi frá Eyrarbakka var gerður út frá Þorlákshöfn. Erfiðlega horfði um mönnun þessara báta og var fenginn hingað hópur færeyinga til að unt yrði að manna alla báta á Eyrarbakka og Stokkseyri. Komu 5 færeyingar til Eyrarbakka og 4 á Stokkseyri fyrsta kastið. Var það nokkuð færra fólk en búist var við, því útvegsmenn á Bakkanum höfðu gert ráð fyrir að fá 13 færeyinga hingað. Vertíðin fór því hægt af stað vegna mannaflaskorts og einig tafði beytuskortur róðra fyrstu daganna og brim hamlaði oft. Jóhann Þorkellsson, Sjöfn og Ægir skiptust á að vera í forustusæti yfir aflahæstu bátana og réðust úrslit ekki fyrr en undir lokin.

Aflahæstur á vertíðinni var ÆGIR (Jón Valgeir Ólafsson). Næst kom SJÖFN /Ólafur Guðmundsson) þá JÓHANN ÞORKELSSON (Bjarni Jóhansson) GULLFOSS (Sveinn Árnason) og að síðustu PIPP (Sigurbjörn Ævar). ["Friðrik Sigurðsson" frá Þorlákshöfn, nýkeyptur bátur frá danmörku, lagði upp á Eyrarbakka og Stokkseyri af og til.] Síðan tók humarvertíð við hjá þeim öllum, en um sumarið lagðist í rosa svo róðrar voru með minnsta móti og humarafli lítill. Nýr bátur "HELGI"frá Hornafirði var keyptur hingað af Sverri Bjarnfinnssyni o.fl.

 

Afmæli:

92. Jón Ásgrímsson í Björgvin.

89. Gunnar Halldórsson á Strönd. Hildur Jónsdóttir í Garðbæ.

85. Anna Þórðardóttir á Borg.

80. Ólafur Jónsson á Búðarstíg. Þuríður Magnúsdóttir í Mundakoti.

70 Guðmundur Magnússon í Nýjabæ. Guðríður Guðjónsdóttir í Nýhöfn. Ingibjörg Jakopsdóttir í Einarshöfn. Ingileif Eyjólfsdóttir í Steinskoti.Kristján Guðmundsson, fyrrum formaður Vlf. Bárunnar. Sigursteinn Steinþórsson í Sandvík. Steinun Sveinsdóttir í Nýjabæ. Þorbjörn Guðmundsson á Blómsturvöllum.

60 Árni Sigurðsson í Túni. Bjarni Loftsson í Kirkjubæ. Ingvar Ingvarsson Gamla-Hrauni. Margrét Oddný Eyjólfsdóttir í Stíghúsi. Ragnheiður Sigurðardóttir Steinskoti. Sigríður Loftsdóttir í Ásgarði.

50 Helga Jónsdóttir í Frambæjarhúsi. Ágústa Guðrún Magnúsdóttir Einarshöfn. Guðbjörg Jóna Þorgrímsdóttir á Hópi. Guðlín Katrín Guðjónsdóttir á Háeyri.  Ingibjörg Jónasdóttir Sjónarhóli. Þórður Ársælsson á Borg.

 

Andlát:  Aldís Guðmundsdóttir í Traðarhúsum (88). María Gunnarsdóttir frá Einarshöfn (88). Sigurlaug Erlendsdóttir frá Litlu-Háeyri (83). Jón Gíslason í Ísaksbæ (77). Kristinn Gíslason frá Einarshöfn (77). Ágúst Jónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð (58)[Gústi Greiskinn, mjólkurpóstur á Litla-Hrauni] Ólöf Gróa Ebenezardóttir, frá Einarshúsi (62) en hún bjó í Rvík. Þorvaldur Jónsson frá Gamla-Hrauni (61). kona hans var Málfríður Sigurðardóttir. Þorgrímur Albert Einarsson í Ásheimum (49) bifreiðastjóri. Gísli Guðmundsson frá Steinskoti. (26) sjómaður. [Sonur Guðmundar Jónssonar og Ragnheiðar Sigurðardóttur þar. Hann féll fyrir egin hendi.] Ólafur Sigurðsson, bjó þá í Rvík. Lúðvík Norðdal, er lengi var héraðslæknir á Eyrarbakka. Margrét Guðmundsdóttir, en hún bjó í Rvík. Kristín Jóhannsdóttir frá Eyvakoti, bjó að Læk í Ölfusi. Eygló Sigurðardóttir Fjölni (0 ára)

 

 

  • Nokkur hópur færeyinga var fenginn til að munstrast á fiskibátana á Bakkanum.
  • Þeir höfðu gaman af stangveiðum Guðmundur Daníelsson rithöfundur, Lárus Andersen bakari og Ólafur Helgason kaupmaður.
  • Lokið var við að fullgera slippin, en dráttarbrautin hafði verið keypt hingað notuð frá Reykjavíkurhöfn. Dráttarbrautin saman stóð af rafknúnu togaraspili, sporbraut og 50 hjóla vagni. Annar búnaður var byggður upp á staðnum. Um framkvæmdina sá Sigurður Guðjónsson á Litlu Háeyri. 12 bátar voru teknir upp þetta ár.
  • Mörg ný hús voru byggð á Eyrarbakka á þessum árum.
  • Leikfélag Eyrarbakka sýndi hið vinsæla leikrit Lofts Guðmundssonar Seðlaskipti og ást.
  • Ásmundur Guðmundsson biskup kom hér við á Bakkanum, en hann ferðaðist með báti hingað úr Vestmannaeyjum þar sem hann var við Visitasíu.
  • UMFE vann að gróðursetningu á reit sínum sem er nú nefndur Hraunprýði. Söfnuðu örnefnum sem enn höfðu varðveist í munmælum. Héldu námskeið í handbolta og leikfimi og þjóðdönsum.
  • Guðni Jónsson frá Einarshöfn hlaut doktorsnafnbót sína.
  • Snorri Jónsson, læknir, Reykjavík, var ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Eyrarbakkahéraði, sem þá var Bragi Ólafsson.
  • Upp komst um tvo bruggara og voru þeir handteknir. Þótti það tíðindi að annar bruggarinn væri kona.
  • Kaupfélag Árnesinga varð 25 ára. [ 1930 Keypti KÁ Verslunarhúsin á Eyrarbakka, steyptu löndunarbryggjuna og létu smíða tvo uppskipunarbáta- (gengu síðar undir nafninu "Grútarnir")]

 

Heimild: Alþýðubl. Fylkir, Morgunbl. Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir.

Flokkur: Fréttir að fornu

17.04.2017 17:58

Veiðibjallan

-Svartbakurinn er hin mesta veiðikló. Hann stundar mjög hrognkelsaveiðar, og þar sem mikið er af hrognkelsum, er hann svo matvandur, að hann leggur sig helzt eftir rauðmaganum og meira að segja étur aðeins lifrina, en lætur krumma eftir fiskinn. Víða um land hafa börn og unglingar iðkað það sér til gamans að sitja um svartbakinn, þegar hann er að draga, og taka af honum veiðina, jafnóðum og hann lendir. Dregur hann þá oftast aftur. Gerir hann sjálfur aðvart um veiðar sínar, því að þegar hann er að drætti, heyrist frá honum hátt og hljómmikið hljóð, sem ekki er samfellt, en hækkar og lækkar til skiptis, eins og hljómur í bjöllu. Áður fyrrum, þá er vorsultur var tíður í búi þeirra, sem bjuggu við brimasama strönd, lögðu menn sig eftir því að ná veiði svartbaksins sér til lífsbjargar. Voru þá höfð ströng varðhöld á drætti hans. Þannig var þetta á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar er brimasamt, útfiri mikið og myndast víða lón og lænur. Sagt er, að þar hafi verið kallað, þegar heyrðist hið háttbundna hlakkhljóð svartbaksins: "Þar heyrist í bjöllunni!" eða: "Nú kveður bjallan við!" Síðan þutu þeir af stað, sem björgina vildu handsama, og var stundum kapp í unglingunum. Svo var þá farið að kalla svartbakinn veiðibjöllu þarna eystra, og hið einkennilega og tilkomumikla nafn flaug síðan út um nálægar sveitir og loks til fjarlægra héraða.- Dýraverndarinn 1955.

04.04.2017 22:32

Sú var tíðin 1954

"HUMARBÆRINN"  Það var kosið í hreppsnefnd 1954 og urðu úrslit þessi: Alþýðuflokkur 154 atkv og 4 menn. Framsóknarflokkur 40 atkv. og einn mann. Borgarar 85 atkv. og 2 menn. Á kjörskrá voru 357. Vigfús Jónsson oddviti var tryggur í valdastóli næsta kjörtímabilið. Eyrarbekkingar hófu upp nýja atvinnugrein, humarveiðar og vinnslu sem skaffaði 50-60 manns atvinnu. Unnið var að byggingu dráttarbrautarinnar (Slippsins), en hún var hönnuð til að geta tekið upp 200 tn. báta en aðstæður gerðu hinsvegar ekki ráð fyrir stærri en 60 tn. bátum. Dráttarbrautin var svo vígð 7. desember, er fyrsti báturinn var tekinn upp, en það var Faxi ÁR.  Þá festu þeir Halldór og Ólafur Guðmundssynir kaup á  vélbátnum "Sjöfn" frá Flateyri.

 

Útgerð og vinnsla:

Eyrbekkingar gerðu út sex báta á vertiðinni 1954 [ þar af tvo frá Þorlákshöfn]. Tilraunir voru gerðar með að kaupa togarafisk frá Reykjavík og aka honum hingað til vinnslu í frystihúsinu, á meðan gæftir voru lélegar sökum brælu, stórbrims og illviðra í vertíðarbyrjun. Þá urðu skemmdir á vélbátnum Ægi frá Eyrarbakka. sem gerður var út frá Þorlákshöfn og skemdust tveir aðrir þorlákshafnarbátar, Brynjólfur og Ísleifur einig í þessu veðri. Ægir slitnaði síðan aftur upp í öðru óveðri, en sakaði ekki. Vébáturinn Jóhann Þorkelsson var aflahæstur, á vetrarvertíð en hann fiskaði um 215 smál. í 53 róðrum. Skipstjóri Jóhann Bjarnason. Í frystihúsinu störfuðu um 30 manns. Þrír bátar voru gerðir út á humar um sumarið. Var það í fyrsta skipti sem humarveiðar voru stundaðar héðan. Þessir bátar voru Jóhann Þorkelsson, skipstjóri Bjarni Jóhannsson, Ægir, skipstjóri Jón Valgeir Ólafsson og Faxi, skipstjóri Ólafur Vilbergsson. Þá kostaði kg. af humri 50 kr.

 

Afmæli:

91. árs Jón Ásgrímsson homopati í Björgvin. [varð hann allra karla elstur, eða101 árs]

 

90 ára Ólöf Ólafsdóttir þá til heimilis á sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfrði.

 

85. ára Margrét Guðmundsdóttir frá Eyrarbakka, bjó í Rvík.

 

80 ára. Kristín Jónsdóttir, bjó þá á e.h. Grund Rvík. Valgerður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi. Hennar maður var Gísli Gíslason á Skúmstöðum. Ingibjörg Magnúsdóttir frá Oddakoti A-Landeyjum, en bjó á Bakkanum á efri árum, hjá Jóni Sigurðssyni hafnsögumanni. Þuríður Magnúsdóttir frá Mundakoti. Gróa Gestsdóttir í Eyfakoti. Vilhjálmur Gíslason á Ásabergi. [Járnsmiður og ferjumaður]

 

75 ára. Bersteinn Sveinsson múrari í Brennu. [Hann var frukvöull í nútíma kartöflurækt.] Jónína Jónsdóttir frá Skúmstöðum. Aðalbörg Jakopsdóttir í Læknishúsi. Maður hennar var Gísli læknir Pétursson. Halla Jónsdóttir á Búðarstíg. Jóhanna Jónsdóttir á Litlu Háeyri. Jónína Jónsdóttir á Skúmstöðum.  Margrét Gísladóttir í Ísaksbæ. Þorbjörn Hjartarson í Akbraut.

 

70 Árni Helgson formaður í Akri. Jóhanna Helgadóttir á Bergi.

 

60 ára Ásgeir Sigurðsson skipstjóri frá Gerðiskoti/Flóagafli. Bjó í Rvík. Anna Tómasdóttir í Garðbæ. Guðlaug Sigfúsdóttir, bjó í Reykjavík. Ingibjörg Gunnarsdóttir í Einarshöfn. Vilhjálmur K Einarsson í Traðarhúsum. Þorvaldur Jónsson á Gamla-Hrauni.

 

50 ára Ragnar Jónsson frá Mundakoti-forstjóri og bókaútgefandi í Reykjavík. Guðlaugur Eggertsson á Litlu-Háeyri. form. björgunarsveitarinnar. Guðrún A Bjarnadóttir, bjó í Reykjavík. Helga Káradóttir á Borg. Ragnhildur Jóhannsdóttir í Traðarhúsum. Sigríður Bergsteinsdóttir í Deild. Þuríður Helgadóttir á Kaldbak.

 

Hjónaefni:

Marta Sigurðardóttir frá Eyrarbakka og Brandnur Þorsteinsson Hafnarfirði. Þórunn Jóhannsdóttir Eyrarbakka og Jónas Hallgrímsgon, húsgagnasmiður, Hafnarfirði. Sigrún Ingjaldsdóttir frá Baldurshaga, Stokkseyrj, og Jónatan Jónsson frá Sandvík, Eyrarbakka.

 

Andlát

Andrea G: Andrésdóttir frá Skúmstöðum. Hennar maður var Guðni Sigurðsson, frá Árkvörn í Fljótshlíð. Þau bjuggu í Mosfelsssveit. Þórarna Theodóra Árnadótir á Stönd. Hennar maður var Guðmundur Björnsson. Margrét Jónsdóttir frá Mundakoti. [ Faðir hennar Jón Jónsson druknaði í Ölfusá. Maður hennar var Halldór Sigurðsson Rvík, og bjuggu þar.] Einar G Sveinbjörnsson frá Einarshúsi.[ Sveinbjörns Erlendssonar og Guðlaugar Magnúsdóttur er þar bjuggu þá, en fluttu síðar til Rvíkur] Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Einarshöfn. Kristín J Ólafsdóttir frá Stíghúsi. Sigurður Gíslason, en hann bjó á e.h. Grund Rvík. Helgi Árnason frá Mundakoti, en hann bjó í Rvík. [sonur Árna Jóhannssonar í Mundakoti og Margrétar Filippusdóttur]

 

Sandkorn:

 

  • Slysavarnadeildin Björg á Eyrarbakka varð 25 ára 1954. Formaður var Gauðlaugur Eggertsson. Var haldið mikið afmælishóf í Fjölni. [Geta má þess, að á samkomunni í var Svavar Benediktsson dægurlagahöfuhdur, og gaf hann deildinni nýtt-dægurlag, sem nefnist "Á baujuvaktinni" og var það leikið í útvarið á gamlárskvöld. Texti við dægurlag þetta er eftir Kristján frá Djúpalæk.]
  • Alþýðuflokkurinn fór með stjórn þorpsins undir forustu Vigfúsar Jónssonar oddvita. [Efstu menn á lista með honum voru: Jón Guðjónsson bóndi, Eyþór Guðjónss. verkamaður, Ólafur Guðjónsson bifreiðarstjóri, og Jónatan Jónsson vélstjóri]
  • Forustumaður Framsóknarmanna var Helgi Vigfússon, útibússtjóri KÁ. [Efstu menn á lista með honum voru: Þórarinn Guðmundsson, bóndi, Bjarni Ágústsson, verkamaður, Ólafur Guðmundsson, formaður og Þórlaug Bjarnadóttir, ljósmóðir.]
  • Sjálfstæðismenn studdu svokallaðan "Borgaralista" undir forustu Sigurðar Kristjánssonar, kaupmanns. [Fram með honum fóru Ólafur Helgason, verkstjóri, Eiríkur Guðmundsson, trésmiður, Ólafur Magnússon, símaverkstjóri og Jóhann Jóhannsson, bílstjóri.]
  • Dagsbrún var til sölu. Guðjón Guðjónsson átti það hús. Hannes Þorbergsson keypti og seldi á móti Garðhús.
  • 13 konur á Eyrarbakka lögðu til 1100 kr. til kaupa á sjúkraflugvél fyrir Slysavarnarfélag Íslands (TF HIS). Var féð lagt fram til minningar um Sigríði Eiríksdóttur ljósmóður á Stokkseyri, en hún lést af brunasárum, er hún fékk þegar olíubrúsi sprakk í höndum hennar. [Þessar konur voru: Ingibjörg Jóhannsdóttir, Guðmunda Gestsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Aldís Þórðardóttir, Sigríður Arinbjarnardóttir, Helga Káradóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Þuríður Björnsdóttir, Fanney Hannesdóttir, Bjarney Ágústsdóttir og Ásta Erlendsdóttir. Kvenfélagskonur á Stokkseyri stofnuðu einig minningasjóð er renna átti til sjúkrahúsbyggingar á Selfossi.]
  • Nýr formaður Vlf. Bárunnar var kosinn Andrés Jónson frá Smiðshúsum. [Með Andrési Jónssyni voru kosnir í stjórn: Jónatan Jónsson, ritari, Guðjón Sigfússon, gjaldkeri, Gestur Sigfússon, meðstj. og Kristján Guðmundsson, varaformaður, en Kristján hafði áður gengt formensku í félaginu.]
  • Blaðamenn frá Berlingske Tidende heimsóttu Stokkseyri og Eyrarbakka. Tóku þeir myndir af björgunaræfingu björgunarsveitarinnar á Stokkseyri.
  • Mikið brim gerði við ströndina 11 mars, svo að bátar sem úti voru gátu ekki lent og allar hafnir lokuðust. Tveir sigldu til Vetmannaeyja en aðrir héldu sjó úti fyrir.
  • Allmikið af kartöfluframleiðslu Eyrbekkinga var óselt eftir veturinn og var miklu magni hent í sjóinn.
  • Verslunarmannafélag Árnessýslu var stofnað 1954 og var Helgi Vigfússon útibústjóri fyrsti formaður þess. Aðrir í stjórn voru af Selfossi.
  • Eyrbekkingafélagið kom í heimsókn og gróðursetti tré í U.M.F.E reitinn.
  • Gamalt íbúðarhús Háeyrarvellir [ Ýmist nefnt Marteinsvellir eða Merkisteinsvellir] brann til ónýtis. Húsið átti Karl Jónasson vélsmiður og bifvélavirki. Húsið var forskalað timburhús og talið að kviknað hafi í út frá rafmagnsinntaki.
  • Almyrkvi á sólu varð í lok júní og varð sjórinn dökkgrænn að lit.
  • Á héraðsmóti Skarphéðins á Þjórsártúni  gerði Sigurður Andersen, Eyrarbakka  best í þrístökki 13.48 m en UMF Selfoss vann mótið. Sigurður hafnaði í 2. sæti í langstökki 6.21 m.
  • Ungur maður fótbrotnaði á róluvelli.
  • Bakann heimsótti Sigríður Madslund er var dóttir Sigurðar Eirikssonar, regluboða og Svanhildar Sigurðardóttur og var fædd á Eyrarbakka. Hún giftist til danmerkur Hans Adolf Madsluhd. Sigurður Eiríksson byggði á sínum tíma 2 hús á Eyrarbakka, Túnprýði og Melshús er síðar voru rifin. [ Hús sem nú ber nafnið Túnprýði, byggði Hörður Thorarensen.]
  • Árið 1954 voru 6 hús í byggingu á Eyrarbakka.
  • Sjógang mikinn og fárviðri gerði um haustið og gekk sjór inn um sjógarðshliðin. Hafði slíkt þá ekki gerst síðan 1925.

 

 

Heimild: Alþýðubl. Almanak Ólafs S Thorgeirssonar, Akranes, Árbók Háskóla Ísladnds, Heima og Erlendis, Frjáls verslun, Morgunbl. Nýji Tíminn, Skinfaxi, Tíminn, Tímarit.is, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir.

Meira "Sú var tíðin"

18.03.2017 17:45

Karfi í hvert mál

Um þorrakomu 1653 rak mikinn karfa austan með, á Eyrarbakka og Hafnarskeiði, svo hann var seldur upp um sveitina, hundraðið á fimm alnir, og var stórt gagn þeim sveitum. Á Háeyri á Eyrarbakka báru 2 menn á lítilli stundu úr flæðarmáli og upp á meginland 16 hundruð karfa, og höfðu helming þar af fyrir ómakið. - Þar var þriggja stafgólfa grindarhús fullt yfir bita milli gafls og gáttar með karfakös (skemmdist þó ei, vegna kælu og frosta). Þar af var mestu burt lógað á hálfum öðrum mánuði, ókeypis flestum, eftir skipun Rannveigar Jónsdóttur á Háeyri, af meðaumkun við fátæka og þurfandi, sem þá voru margir. - (Fitjaann.)

25.02.2017 17:52

Krummi krúnkar úti

Krummi hefur verið duglegur að heilsa upp á Eyrbekkinga í vetur og glatt vegfarendur með krúnki sínu.

25.02.2017 17:29

Af trillum

Þessi trilla stóð lengi austan við Hópið, Áðurfyrr var allnokuð um að gerðir væru út trillubátar frá Eyrarbakka og skal hér nefna norkkrar: "Framsókn" og "Jónas ráðherra" sem Kaupfélagið gerði út 1935. Skúli Fógeti og Sleipnir sem slitnuðu upp í höfninni 1975, Þerna sem fórst fyrir utan Stokkseyri nokkrum árum síðar og Bakkavík sem fórst í innsiglingunni á Eyrarbakka. Sjá Bakkabátar

25.02.2017 17:22

Frá Einarshöfn

Sólborg ÁR sleit upp í óveðri árið 1975 ásamt nokkrum öðrum smábátum. http://brim.123.is/blog/cat/4879/5/  

08.11.2016 20:24

Sú var tíðin 1953


Vigfús Jónsson oddvitiPólitíkin: Oddviti var Vigfús Jónsson fyrir Alþýðuflokk. Eitt helsta áherslumál hreppsnefndar var að fá Ölfusá brúaða við Óseyrarnes og möguleika á aflakaupum af togurum sem gætu innan tíðar lagt upp að nýrri höfn í Þorlákshöfn. Það var kosningaár og bauð sig fram til þings Vigfús Jónsson oddviti, enda þá orðin vel þekktur meðal krata í sýslunni, en ekki fór það svo að Fúsi færi á þing. En þrátt fyrir það komust brúarmálin fram á varir þingsins, því Jörundur Brynjólfsson flutti frumvarp um breytingu á brúarlögunum þess efnis, að tekin verði upp í lögin brú á Ölfusá hjá Óseyrarnesi: Ekki varð það úr í þetta sinn og máttu Eyrbekkingar bíða í 35 ár enn. [ Og það má svo sem segja að þá er hún loksins kom, var frystihúsið flutt yfir hana til Þorlákshafnar.]

 

 

Kristján Guðmundsson formaðurVerkalýðsmál: Í stjórn Verkamannafélagsins Bárunnar voru kjörnir: Kristján Guðmundsson Formaður, Guðmann Valdimarsson varaformaður, Jónatan Jónsson ritari, Guðjón Sigfússon gjaldkeri og Gestur Sigfússon meðstjórnandi.

Á funldinum var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga: Fjölmennur fundur í Verkamannfel. Báran á Evrarbakka lýsir yfir eindreginni andstöðu sinni við þá hugmynd. að stofnaður verði íslenzkur her.

 

Jóhann VilbergssonÚtgerðin: Frá Eyrarbakka voru gerðir út 6 bátar, á Stokkseyri 5 og Þorlákshöfn 5. Erfiðlega gekk að manna Bakkabátana sökum manneklu og var tekið til bragðs að sækja vermenn til Reykjavíkur og norður í Húnaþing. Margir sjómenn og verkamenn af Bakkanum fóru í vinnu við Sogsvirkjun og byggingu Keflavíkurflugvallar. "Gullfoss" bátur Sveins Árnasonar var þó við róðra allann veturinn þegar gafst á sjó og aflaði vel bæði af ýsu og þorsk. "Ægir" var endurbyggður og stækkaður og taldist nú 23 tn. bátur. Nýr bátur "Farsæll" 28 tn. bættist í flotann snemma árs, en hann kom frá Akranesi (Grundarfirði). [ Var í eigu Sigurðar Ágústssonar alþingismanns og Sigurjóns Halldórssonar skipstjóra í Grundafirði.] Báturinn fékk nýtt nafn "JÓHANN ÞORKELSSON" ÁR 24 og var í eigu þeirra bræðra Bjarna og Jóhanns Jóhannssona. Fyrsti róður Bakkabáta var farinn á línu 30. janúar út á  svonefndar "Forir". Aflahæstur Bakkabáta á vertíðinni var Faxi ÁR 25 en skipstjóri var Jóhann Vilbergsson. Beinamjölsverksmiðja fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri var tekin í notkun þetta ár.

Ein trilla sökk í höfninni er gerði aftaka veður um miðjan nóvember, en ekki urðu aðrir skaðar. [Þessi trilla 6 tn. hét "Hafsteinn" og áttu hana Torfi Nikulásson, Gísli R Gestsson og Gretar Sigfússon]

 

EngjaslátturLandbúnaður: Búskaparáhugi var vaxandi á Bakkanum og þá aðalega sauðfjárbúsapur. Garðrækt fór einig vaxandi, en mest var ræktað af kartöflum, gulrótum. Vélar voru notaðar að litlu leiti, þá aðalega við plægingar. Var garðrækt talinn annar stæsti atvinnuvegurinn á Bakkanum á eftir fiskvinnslu. Garðyrkjubændurnir áttu þó í höggi við skæðan óvin "Íslandsfiðrildi" (Miss Iceland) en lirfur þess gerðu mikinn usla í gulrótagörðum og einig eitthvað í kartöflugörðum og var tjónið metið á tug þúsunda. Kartöflu uppskera varð þrátt fyrir það með ágætum, en upptekt hófst að nokkru í lok júlí og gulrótauppskeran sló öll fyrri met þrátt fyrir vandræðin með grasmaðkinn. Þegar líða tók að hausti varð vart við nýjan kartöflusjúkdóm "hnúðorm" sem þegar var orðin útbreiddur út um sunnlensk héruð. Slætti seinkaði nokkuð vegan vætutíðar, en hófst að fullu í byrjun júlí, enda spretta góð.

 

Sr. MagnúsKirkjan: Tveir sóttu um Eyrarbakkaprestakall er Árelíus Níelsson hafði gengt til þessa, en hann hvarf til starfa í Langholtskirkju. Þeir sem sóttu um voru: Jóhann Hliðar og Magnús Guðjónsson og hlaut sá síðarnefndi embættið. Á kjörskrá á Eyrarbakka voru 320 og á Stokkseyri 350.

 



Hjónaefni: 1953 Gefin voru saman María Pálmadóttur, Ásheimum á Eyrarbakka, og Sigurður Pálsson, læknanemi. Bernharður Hannesson vélstjóri og Sigurlaug Kristjánsdóttir frá Rvík. Kolbeinn Guðjónsson, Guðjónssonar og Kristín Kristinsdóttir frá Rvík. Aðalheiður Jónsdóttir og Sigurður Kristjánsson kaupmaður, bæði af Bakkanum. Þá Opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórunn Vilbergsdóttir, frá Helgafelli Eyrarbakka, og Óskar Magnússon kennari, Stjörnusteinum Stokkseyri. Aðalheiður Sigfúsdóttir frá Garðbæ og Ási Markús Þórðarson frá Brennu Eyrarbakka voru gefin saman. Gestur Jóhannsson og Pálína Ákadóttir. Esther Ævarr frá Vatnagarði og Sveinn Öfjörð á Lækjarmóti. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir í Gunnarshólma og Guðmundur S Öfjörð á Lækjarmóti trúlofuðust. Hjördís símamær Antonsdóttir frá Tjörn og Ólafur bílstjóri Jóhannesson á Breiðabóli gefin saman. Ólöf Waage Sigurðardóttir og Sveinn Tómasson, piltur úr Vestmannaeyjum. [Móðir Ólafar var Ingibjörg Ólafsdóttir Waage á Kirkjuhvoli] Eiríkur Guðmundsson trésmiður frá Merkigarði/Hátúni Eiríkssonar í Ísaksbæ/ Merkigarði og Vigdís I Árnadóttir verslunarstjóra Eiríksssonar frá Bjarnaborg Stokkseyri. Guðrún Árnadóttir, Akri og Kristján Magnússon. Ragna Jónsdóttir, Nýhöfn og Jóhann Jóhannsson, Einarshöfn.

 

Andlát: Filippía Árnadóttir frá Mundakoti (81). Guðleif Gunnarsdóttir frá Garðhúsum (79). Maður hennar var Jónas Einarsson sjómaður, en hann druknaði í sjóslysi á Eyrarbakka árið 1927. Börn þeirra voru 9 talsins, meðal þeirra Gunnar Jónasson, fyrrverandi eigandi og forstjóri Stálhúsgagna, Kristinn Jónasson rafvirki Eyrarbakka og Ingibjörg Jónasdóttir kona Guðlaugs Pálssonar kaupmanns. Friðrik Sigurðsson frá Gamla-Hrauni (77) Fyrri kona hans var Margrét Jóhannsdóttir og síðari Sesselja Ásmundsdóttir. Gísli skósmiður Gíslason frá Skúmstöðum Einarsonar. Kona hans var Valgerður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi. Sigþrúður Sveinsdóttir í Vinaminni. Maður hennar var Sigurður Gíslason trésmiður frá Vinaminni.

 

Þá má nefna af Eyrbekkskum ættum Jón Sveinbjörnsson konungsritara, en móðir hans var Jörgina Guðmundsdóttir Thorgrímssen verslunarstjóra. Sigurgeir biskup Sigurðsson. Voru foreldrar hans þau Sigurður Eiríksson regluboði og kona hans Svanhildur Sigurðardóttir í Túnprýði, hafnsögumanns Teitssonar í Naustakoti / Mundakoti.

 

 

Afmæli:

90  Jón Ásgrímsson Jón hómopati Ásgrímsson í Björgvin. Halldóra kona hans dó úr spönskuveikinni 1918 og einkasonur þeirra Víglundur druknaði á Bússusundi 1927. Jón var einn af 22 systkynum.

 



70 Kristinn í Gistihúsinu Gunnarsson meðhjálpari og smiður. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir í Stóradal. Foreldrar hennar voru Þórey Sveinsdóttir og Brynjólfur Vigfússon í Simbakoti. Sigurgeir Ólafsson  og Sigurlín Bjarnadóttir í Björgvin.

 

60 Kristinn Hafliði Vigfússon frá Simbakoti, trésmíðameistari á Selfossi. Sonur Vigfúsar Halldórssonar Vigfússonar bónda á Ósabakka á Skeiðum. Faðir Sigfúsar Kristins byggingameistara á Selfossi. Ólafur Bjarnason frá Eyvakoti, verkstjóri í Hraðfrystistöðinni. Kona hans var Jenný Jensdóttir frá Litlu Háeyri og bjuggu þau í Þorvaldseyri og áttu 12 börn.

Ólafur var lengi í forustusveit Bárunnar á Eyrarbakka og sat í hreppsnefnd. Níls Ísakson skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar. Sonur Ísaks Jónssonar verslunarmanns er Ísaksbær er kenndur við og Ólafar Ólafsdóttur.  Guðjón Jónsson, verkstjóri frá Litlu-Háeyri, en bjó þá á Siglufirði. Sonur Jóns Andréssonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur á Litlu-Háeyri. Siggeir Bjarnason verkstjóri, bjó þá í Reykjavík. Þórarinn Guðmundsson búfræðingur á Sólvangi. Þórarinn byggði Sólvang á sínum tíma í félagi við Hafliða Sæmundsson kennara. Kona Þórarinns var Ingiríður Guðmundsdóttir og voru þau jafnaldrar. Þau áttu síðar heima á Ásabergi. Páll Ísólfsson tónskáld frá Stokkseyri, en við píanóið í Húsinu dvaldi hann oft frá unga aldri. Adolf Kristinn Ársæll Jóhannsson, skipstjóri í Reykjavík, giftur Elínu Jónsdóttur frá Mundakoti. Guðmunda Jóhannsdóttir, síðar ráðskona á Akri. Guðrún Ásmundsdóttir Gunnarshólma. Hennar maður var Eiríkur Gíslason, trésmíðameistari sama stað. Ólöf Ebeneserdóttir í Einarshúsi, gullsmiðs Guðmundssonar. Ragnhildur Ólafsdóttir í Hreggvið. Sigríður Guðbrandsdóttir í Grímsstöðum. Valdemar Þorvarðarsson í Kirkjuhúsi.

 

50: Sigurður Guðjónsson togaraskipstjóri frá Litlu-Háeyri. Vilhjálmur S Vilhjálmsson rithöfundur, bjó þá í Rvík. Foreldrar hans voru Gíslína Erlendsdóttir og Vilhjálmur Ásgrímsson verkamaður í Vinaminni, síðar Reykjavík. Vigfús (Fúsi) oddviti og smiður í Garðbæ Jónssonar steinsmiðs Vigfússonar Rvík, og Helgu Sigurðardóttur. Fósturforeldrar hans voru Tómas Vigfússon formaður og Margrét Vigfúsdóttir í Götuhúsum / Garðbæ. Guðmundur J Guðmundsson, Jónssonar fyrrum forstjóri Litla-Hrauni og Bifreiðaverkstæðis Eyrarbakka. Hann var frá Hrauni í Ölfusi. Hann flutti til Rvikur sökum heilsubrests og stundaði bílasölu. Kona hans var Guðlaug Brynjólfsdóttir [skósmiðs Árnasonar í Merkisteini?] Bragi Ólafsson héraðslæknir. Bragi var Keflvíkingur sonur Ólafs Ófeigssonar þar og Þórdísar Einarsdóttur. Jón Kristinn Pálsson Skúmstöðum/ Pálsbæ, giftur Elísabet Kristinsdóttur. Sigurmundur Guðjónsson Einarshöfn, verkamaður og sauðfjárbóndi, giftur Ágústu Magnúsdóttur. Sæmundur Þorláksson Sandi, Garðyrkjubóndi, giftur Svövu Jónsdóttur.

 

 

Sandkorn:

Nýtt blað, "Suðurland" hóf göngu sína, og heitir eftir samnefndu blaði er fyrst var gefið út á Eyrarbakka 1910. Rítstjóri þessa nýja Suðurlands var Guðmundur Daníelsson.

Leikfélag Akranes sýndi "Grænu lyftuna" í  leikhúsi Eyrbekkinga Fjölni og leikfélag Selfoss kom einig í heimsókn og setti upp gamanleikinn "Æskan við stýrið". Þá kom leikfélag Hveragerðis og sýndi "Húrra krakka".

Leikfélag Eyrarbakka gerði einnig víðreist um sveitir með verkið "Hreppstjórinn á Hraunhamri"

Trésmiðja Eyrarbakka var auglýst til sölu, en hana ráku Bergsveinn Sveinsson og Vigfús Jónsson.

Það voru einkum kennarar á Eyrarbakka og Hafnafirði sem komu því til leiðar að skemtanir fóru að tíðkast í skólum landsins.

Ungmenni á Eyrarbakka voru dugleg að skrifast á við pennavini víða um land.

Hljómlistamenn, skemmtikraftar og velunarar stóðu fyrir söfnunarátaki í Reykjavík til handa Fanneyju litlu frá Eyrarbakka, Kristjánsdóttur er þurfti til læknismeðferðar erlendis.

Einn fyrsti, ef ekki alfyrsti fegrunarfræðingur íslenskur var Ásta Johnsson Ólafsdóttir söðlasmiðs Guðmundssonar og Guðríðar Matthiasdóttur á Eyrarbakka, en Ásta bjó í danmörku.

Á málverkasýningu Finns Jónssonar í Reykjavík vöktu hvað mest athyggli tvær myndir af Briminu á Bakkanum.

Kjartan Sigurðsson arkitekt frá Eyrarbakka teiknaði ráðhúsið í Odense í danmörku. Hann teiknaði einig Árnagarð, hús handritastofnunar.

Stæsta kartaflan á þessu hausti kom úr garði Sigurðar bifreiðastjóra Ingvarssonar á Hópi. Vó hún 1100 gr. Það var svokölluð "Sámstaðakartafla" BEN LOMOND, en sú næst stæsta úr sama garði vó 750 gr. af Bentje tegund.

U.M.F.E. Umf. Eyrarbakka girti 1 ha lands til skógræktar og gróðursetti þar 1000 plöntur. Fór þriggja daga skemmtiferð á Snæfellsnes. Þátttakendur 30. Bókasafnið telur 2305 bindi. Útlán 1120. Safnar örnefnum í hreppnum. Farnar hópferðir í sund að Hveragerði. Umf. Stokkseyrar gróðursetti 3000 trjáplöntur með Stokkseyringafélaginu í Reykjavik í Ásgautsstaðaeyju. Er hún sameign félaganna. Undirbýr íþróttavallarbyggingu. Gengst fyrir tómstundakvöldvökum ásamt fleiri félögum. Farin fjölmenn hópferð að Klaustri.

Mesta frost um veturinn -16 stig í desember.

1952 1951 1950 1949 1948 1947 1946 1945 1944 1943 1942 

1941 1940 1939 1938 1937 1936 1935 1934 1933 1932 

1931 1930 1929 1928 1927 1926 1925 1924 1923 1922 

1921 1920 1919 1918 1917 1916 1915 1914 1913 1912 

1911 1910 

 

Heimild: Alþýðubl. Akranes, Morgunbl. Skinfaxi.Tíminn,Tímarit.is, Útvarpstíðindi,Vísir, Ægir,

17.06.2016 17:39

Vesturbakkinn- Skúmstaðir

Vesturbakkinn hafði öldum saman verið miðstöð siglinga, verslunar og menningar á Suðurlandi í bland við landbúnað og fiskveiðar. Þar stóðu Vesturbúðirnar frá 1755 til 1950. Húsið frá 1765 og Kirkjan frá 1890 eru nú hin mesta menningararfleið sem prýða Vesturbakkann ásamt fjölda gamalla húsa.

 

Uppruni örnefnisins "Skúmstaðir" er óþekkt, en gæti dregið nafn sitt af því náttúrufyrirbæri þegar "skúm" dregst þar í fjöruna á heitum dögum með hafgolunni. Á Skúmstöðum hafði löngum verið smá þorp torfbæja, allt frá ómunatíð en ekkert er vitað um ábúendur fyr en jörðin kemst í eigu Skálholtsbiskupa á 16. öld, en Oddur Grímsson og Gyðríður Gestsdóttir sátu jörðina árið 1540 og Magnús Sveinbjörnsson bjó þar samtímis. (Oddur var faðir Odds í Nesi lögréttumanns í Árnesþingi.)  Skúmstaðarbændur höfðu allmikil völd í gegnum vinfengi við Skálholtsbiskupa, svo sem  Árni Pálsson og Ásta Sigurðardóttir til 1678 og Bjarni Árnason og Valgerður Eyjólfsdóttir til 1704. Á þessum árum var allmikil uppbygging að Skúmstöðum, einkum í tíð Gottskálks Oddsonar um 1681 er hafði þar byggingaleyfi og Sigurðar lóðs Jónssonar um sama leiti. Þá var danska verslunin flutt af Einarshöfn og á Skúmstaði, eftir stórflóðið 1653 ásamt Einarshafnarbæjum. Uppbyggingin hélt áfram í tíð Tómasar smiðs Þorsteinssonar og Þórdísar Bjarnadóttur til 1754, en hús hans þóttu í meira lagi og árið 1755 reis fyrsti hluti hinna nefndu "Vesturbúða" og smátt og smátt viku torfbæirnir fyrir nýjum timburhúsum. Núverandi mynd Skúmstaða er að mestu tilkomin um og eftir aldamótin 1900, en elstu húsin sem staðist hafa tímanns tönn eru Húsið byggt 1765, Kirkjuhús 1879, Assistenthúsið 1883 og Bakaríið 1884 en u.þ.b. 10 - 12 hús standa byggð fyrir 1900. Árið 1816 bjuggu um 100 manns á Vesturbakkanum en um 170 á Austurbakkanum. Af merkisfólki úr Skúmstaðahverfi væri helst að nefna Einar Hansen kaupmann í Húsinu sem árið 1789 var talinn ríkastur Eyrbekkinga. Lambert kaupmaður Lambertsson kaupmanns um 1833. (Hann hafði 10 manns í heimili) Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri og kona hans Sylvía og dóttir hennar Eugenía Nielsen og dætur hennar Guðmunda og Karen. J.A. Lefolii sem var skrifaður fyrir Skúmstaða og Einarshafnarjörðum fram til 1911, dvaldi oft sumarlangt en hann bjó í danmörku.  Um 1930 voru Skúmstaðir komnir undir Landsbankann og færðist síðan undir Eyrarbakkahrepp. Á síðari tímum voru helst nafntogaðir á Vesturbakkanum að öðrum ólöstuðum, þeir grannar, Vigfús Jónsson oddviti í Garðbæ, Guðlaugur kaupmaður í Sjónarhól og Hjörtur hreppstjóri í Káragerði.

 

Ábúendatal Skúmstaðir frá 1540 - 1930:

Oddur Grímsson og Gyðríður Gestsdóttir um 1540. (Magnús Sveinbjörnsson samtímis)

Þórður Ormsson 1616-1617.

Jón Guðnýjarson (Guðný dóttir hans) 1621.

Sveinbjörn Geirmundsson og Ingunn Gísladóttir til1635. (Ingunn var áður í tygjum við Kvæða-Eyjólf. Sveinbjörn leyfði flutning Einarshafnarbæja á Skúmstaði.)

Ormur Jónsson og Guðrún Sveinbjarnardóttir til 1665. (á hálfri jörðinni)

Árni Pálsson og Ásta Sigurðardóttir til 1678. Árni naut vinfengis við Skálholtsbiskupa þá Brynjólf og þórð og hafði umboð þeirra fyrir öllum reka á Eyrarbakka og víðar.

Bjarni Árnason og Valgerður Eyjólfsdóttir til 1704. Bjarni var einnig í vinfengi við þá biskupa Brynjólf og þórð og hlaut mikil völd.

Gottskálk Oddson var þar einnig um 1681 og hafði þar byggingaleyfi.

Jón Ormsson og Guðrúnar og Ástríður Snorradóttir á svipuðum tíma.

Ástríður Snorradóttir ekkja til 1688. (Þá ráðstafar biskup hennar parti.)

Sigurður lóðs Jónsson fékk byggingabréf á Skúmstöðum þetta ár.

Guðmundur Lafranzson og Guðrún Eyjólfsdóttir um 1703. (hjá Garðinum-hjáleiga) Þá eru í Skúmstaðaþorpinu 30 kýr. (Háeyrarhverfi 41 kýr á sama tíma)

Valgerður Eyjólfsdóttir ekkja til 1714. (afsalar þá ábúð til Bjarna Jónssonar)

Bjarni Jónsson og Þórdís Snorradóttir til 1747.

Tómas smiður Þorsteinsson og Þórdís Bjarnadóttir um 1754, en þá verður hún ekkja. (Tómas gerði út áttæring og hús hans þóttu í meira lagi.)

Magnús hreppstjóri Bjarnason Jónssonar til 1781. Hann hafði 11 hjáleigumenn, 13 húsmenn, en undir hans stjórn samtals 153 menn.(59 á Skúmstöðum, 8 í Einarshöfn og 85 á Háeyri)

(Á árunum 1748-1773 höfði nokkrir afnot af jarðarpörtum:

Sigríður Álfsdóttir, Filippus Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Jens Lassen kaupmaður Húsinu, Brynjólfur Klemensson, Símon Eyjólfssonar sterka, Haagen verslunarmaður.)

Húsið: D.KR. Petersen kaupmaður 1788-1795 eða lengur. (Hann hafði tvo róðrabáta og 20 manns í heimili, og talsvert bú.)

Haagen Möller beykir og Hallgerður Jónsdóttir til 1804. (Þau missi nær aleiguna í flóðinu mikla 1799) Gunnar Jónsson er á Skúmstöðum samtímis.

Kristján Berger verslunarþjónn og Jarþrúður Magnúsdóttir samtímis.(og síðar í Garðinum)

Jón lóðs Bjarnason frá 1793. (Byggði laglegan bæ á Skúmstöðum)

Bjarni hreppstjóri Jónssonar lóðs til 1804 ásamt Kristjáni Berger og Haagen Möller.

Húsið : Einar Hannsen kaupmaður til 1817. (talinn ríkastur Eyrbakkinga 1798)

Maddama Pedersen 1815.

Húsið: Níls Lambertsen kaupmaður og Birgitta Guðmundsdóttir til 1822 (hafði talsvert bú. 1 mann á Skúmstöðum, 5 kýr, 159 fjár, og 13 hross. Að auki 4 róðraskip átta og tíuæringa og 2 báta fjögra og sex æringa) Kálgarður var, eins og við flesta bæi og hús. (Ekki þótti Nils vel liðinn.)

Fr. Kr. Hólm verslunarþjónn til 1819.

Birgitta Guðmundsdóttir ekkja á Skúmstöðum til 1827.

Filippus Þorkellsson og Guðný Teitsdóttir til 1855.

Ólafur Nikulásson og Ingibjörg (laundóttir Sveins Sigurðarsonar verslunarstjóra) til 1847

Þorleifur Kolbeinsson 1826, síðar Háeyri.

Erlendur Jónsson húsmaður og Guðrún Guðmundsdóttir 1829.

Teitur lóðs Helgason og Sigríður Sigurðardóttir 1826-1834, einnig í Einarshöfn.

Sigurður sakamaður Jónsson 1838. (Bú hans stórt og mikið gert upptækt.)

Húsið: Lambert kaupmaður Lambertsson kaupmanns um 1833. (10 manns í heimili og talsvert bú í Garðinum, sem var hluti af Skúmstaðatorfunni)

Sigurður Sívertsen verslunarstjóri á svipuðum tíma. (var einnig með stórt bú í Garðinum)

Þá voru einnig með jarðaafnot, Oddur Halldórsson og Einar Loftsson,

Vigfús Helgason og Sigríður eldri Brynjólfsdóttir til 1867.

Oddur Snorrason frá Gaulverjabæ og bústýra Soffía Friðfinnsdóttir 1846.

Jón Jónsson frá Vindheimum Ölf. og Guðrún Jónsdóttir 1844-1871. (kv. síðar Guðríði ekkju Bjarnadóttur frá Háeyri) Lítið bú.

Jón Jónsson frá Stk. og Ragnheiður Vernharðsdóttir til 1871. Lítið bú.

Brynjólfur Bjarnason og Sigríður Eiríksdóttir prestsekkja um 1857.

Teitur Teitssonar í Einarshöfn Helgasonar og Hólmfríður Vernharðsdóttir um 1866 og síðar í Einarshöfn. Fóru til Ameríku 1873.

Sigríður Brynjólfsdóttir ekkja Vigfúsar um 1873.

Gísli Einarsson frá Hólum og Guðný Jónsdóttir um 1869.

Jón Ormssonar í Einarshöfn til 1879. (forfaðir Norðurkots-fólksinns)

Jón snikkari Þórhallsson frá Vogsósum og þórunn Gísladóttir um 1870, þó ekki talinn hafa ábúð.

Magnús lóðs Ormssonar í Einarshöfn og Gróa Jónsdóttir um 1871.

Jón Stefánsson og Sigríður Vigfúsdóttir til 1875.

Húsið: Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri. Hélt Skúmstaði alla til 1897.

Húsið: Pétur Níelsen, verslunarstjóri hélt Skúmstaði til 1910.

J.A. Lefolii stórkaupmaður telst skrifaður fyrir Skúmstaða og Einarshafnarjörðum 1911. en er ekki búandi hér.

Húsið: Jens D Nielsen verslunarstjóri til 1919.

Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri og Ragnheiður Björgvnsdóttir 1926 í Garði.

Þorleifur þingmaður Guðmundsson frá Háeyri og Hansína Sigurðardóttir í Garði til 1930. Þá voru Skúmstaðir komnir undir landsbankann.

Jón Íshúsvörður Stefánsson og Hansína Jóhannsdóttir nutu einhvers afraksturs af landinu í tíð Kaupfélags Árnesinga. Jörðin féll síðan undir Eyrarbakkahrepp.

 

Fólk kom víða að einkum úr sunnlenskum sveitum á 18 og 19 öld og settust að á Vesturbakkanum. t.d. Nikulás Þorsteinsson á Skúmstöðum 2 er kom frá Hrífunesi í Skaftártungu með börn sín Jón og Sesselju. Filippus Þorkellsson úr Hraungerðishrepp og hans kona Guðrún Teitsdóttir frá Skálmabæ í Leiðarvallahreppi. Börn þeirra voru Hjálmar, Gróa og Sesselja.

Árið 1816 áttu 21 einstaklingur heima í Kaupmanns og Assistenthúsi (Húsið). Þá bjuggu þar Cristian Fredric Holm factor frá Rudköbing á Fjóni og kona hans Frederikke Lovisa Holm frá Eskifirði. Börn þeirra Jacobina Cristiane Holm, Frederikke Holm, Hans Wolrath Holm, Jacob Holm, Frederik Cristian Holm, Wolrath Cristian Holm. Ekkjan Elisabeth Marie G Petersen og sonur hennar Wilhelm Andres Petersen. Vinnukonurnar Ingveldur Þorkellsdóttir frá Kökki og Margrét Þorsteinsdóttir frá Vaðlakoti, og vinnumenn Ari Jónsson frá Stokkseyri og Einar Jónsson Hallvarðssonar frá Vífilstöðum. Verslunarmennirnir Sigurður Sívertsen frá Gróttu og Eiríkur Sverrisson af Síðu. Í Assistent húsinu bjuggu á sama tíma Hans Símon Hansen assistent frá Reykjavík og kona hans Marie Hansen frá Eyrarbakka. Fósturbarn þeirra Einar Pedersen Hansen og jómfrú Inger Margrete Hansen og vinnukonan Þorbjörg Hannesdóttir frá Eyrarbakka.

 

Skamt frá þessu auðmannahúsi stendur annað er Norðurkot heitir, þá torfbær  og voru fátækt og sjálfsbjörg þar í ráðuneyti. Þar bjuggu Jón Geirmundsson frá Götu og Halla Jónsdóttir frá Syðri Gengishólum með niðursetninginn Guðrúnu Jónsdóttur og börn þeirra Sigríði og Sigurð ásamt vikapiltinum Snorra Geirmundssyni, bróðir Jóns.

 

Jón þessi var nokkuð séður, en hann keypti aflóga húðjálka til slátrunar fyrir lítið sem ekkert og seldi síðan af þeim kjötið, en reyktar hrossalappirnar seldi hann fátækum fyrir slikk. Kölluðu gárungarnir því fyrirtæki þetta "Skankaveldi", en af þessu efnaðist hann nokkuð. Jón hafði reikning í Eyrarbakkaverslun er hann tók út á ýmsan búðarvarning og seldi svo dýrar á vetrum þegar vöruskortur gerði vart við sig eins og aðrir smáhönlarar þess tíma. Sumt af því sem var til sölu í "Skankaveldi" var talið illa fengið, en Jón var kenndur við þjófafélag nokkurt er í voru Snorri Geirmundsson lausamaður og Páll Hafliðason tómthúsmaður á Skúmstöðum, en þeir voru grunaðir um að sækja sér varning í verslunina að næturlagi.

Fyrri kona Jóns hét Halla dóttir Jóns-lána. Hún þótti forkunnar fríð og efnileg. Gerði hún sér gjarnan dælt við Sigurð stúdent Sívertsen er þá var við Eyrarbakkaverslun, en þó í mesta sakleysi. Jón var hinsvegar afbrigðissamur mjög og er hann gallt líku líkt með Gróu Jónsdóttur vinnukonu á Skúmstöðum leiddi það til óléttu. Það var til þess að Halla gekk frá honum og fór til Sigurðar stúdents sem hún giftist síðar. Jóni varð svo um þennan eftirmála að hann lokaði sig inni, bar grjót fyrir hurð og kveikti í kotinu. Menn sáu reykinn stíga upp, en komust eigi inn fyrr en Eiríkur Sverrisson kom á staðinn. Hann var tveggja manna maki að afli og hljóp hann á hurðina sem brotnaði í spón. Tókst þá að bjarga Jóni er nær var andaður og lá hann lengi á eftir. Um þennan atburð var ort vísa:

 

Heiftin geisar hart um torg,

herðir kölski ganginn.

Skankaveldis brunnin borg,

buðlung hennar fanginn.

22.05.2016 21:19

Staldrað við á Austurbakkanum 2

Betra er lítið heimili en ekki neitt, segir í Hávamálum, en það er einmitt einkennandi fyrir Litlu-Háeyrarhverfi, Suðurgötu og nágreni. Fyrir aldamótin 1900 voru þarna nokkrir torfbæir sem í bjó efnalítið fólk, en skömmu eftir aldamótin risu þessi litlu hús, sem í dag gætu flokkast undir "Mínimalisma" og eru þessi elst: Akur, Akbraut, Blómsturvellir, Deild, Frambæjarhús, Eyri, Helgafell, Tjörn og Þorvaldseyri það stærsta, sem byggt var í hverfinu á fyrsta áratug 20. aldar. Sennilega eru mörg þessara húsa byggð á grunni torfbæja eða þurrabúða.

 

Litla-Háeyri heita öll þessi hús, en það fremsta þeirra og elsta er þá var uppistandandi bjó síðast Guðlaugur Eggertsson, en húsið var rifið eftir hans dag. Torfbæjarhverfi mun hafa staðið þarna fyrum.



Á Akri bjó lengst af Árni Helgason formaður og frækin sjósóknari, ásamt konu sinni Kristínu Halldórsdóttur og áttu þau 7 börn. Áður bjó á Akri, er þá var lítill torfbær, Sigurður Jónsson formaður á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn. Sonur hans Jón var skipstjóri á  Hilmi RE 240.

 

Í Akbraut  bjó Þorbjörn Hjartarson og Elín Pálsdóttir frá Nyjabæ ásamt 7 börnum. Þar var fyrir lítill torfbær, en húsið byggði Þorbjörn á grunni gamla torfbæjarinns.

 

Á Blómsturvöllum bjó Jóhann Pétur Hannesson sjómaður, er þetta hús byggði ásamt konu sinni Elínu Vigfúsdóttur. Jóhann Pétur fórst í innsiglingunni á Eyrarbakka árið 1920 og flutti fjölskylda hans þá til Eyja.  -Þeir Jóhann Pétur, Oddur Snorrason í Sölkutóft og Jóhann Bjarnason voru að koma á smábát framan úr vélbát, er þeir höfðu róið á til fiskjar út í Hafnarsjó, en lagt á legunni hér í höfninni og tekið aflann í smábátinn. Fylti bátinn í lendingunni rétt við fjöruborð, og soguðust þeir Jóhann og Oddur út og drukknuðu, en Jói Bjarna náði að synda í land.- Seinna áttu heimili á Blómsturvöllum Kristín Vilhjálmsdóttir og Þorbjörn Guðmundsson frá Einkofa. Kristín var móðir Steins í Vatnagarði Einarssonar. Síðar bjó þar Runólfur Guðmundsson úr Borgarfirði Eystra og Guðlaug Eiríksdóttir, ættmóðir margra Eyrbekkinga.

 

Í Deild bjuggu Sigurður Daníelsson gullsmiður og Ágústa Ebenezerdóttir gullsmiðs Guðmundssonar ásamt þrem dætrum. Sigurður var hálfbróðir Ágústínusar Daníelssonar í Steinskoti.

Helgafell byggði Helgi Jónsson verslunarmaður. Jóhann V Daníelsson kaupmaður og kona hans Sigríður Grímsdóttir keyptu það síðan og hélst húsið þaðan í ættinni.

Frambæjarhús er elsta húsið  í hverfinu, upprunanlega frá 1895, en eldra hús er þar stóð var rifið. Eftir 1900 bjó þar Vigfús Halldórsson  frá Simbakoti. Síðan Guðlaugur Eggertsson (Laugi Eggerts) formaður slysavarnardeildarinnar Bjargar. Gestur Sigfússon (Gestur í Frambæ) og Helga Jónsdóttir frá Stokkseyri. Dóttir hennar 17 ára, Kristín Sigurjónsdóttir lést í bílslysi á Eyrarbakka 1941.

 

Eyri byggði Sigurður Gíslason, en síðan bjó þar Guðfinnur Þórarinsson formaður og Rannveig kona hans. Guðfinnur fórst með vélbát sínum og allri áhöfn 1927   en húsið hefur haldist í ætt þeirra.

 

Á Tjörn bjuggu um hríð Bjarni Eggertsson búfræðingur og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir, en síðan dóttir þeirra, Aðalheiður Bjarnadóttir og Anton Halldór Valgeirsson. Um tíma bjó í þessu húsi Guðmundur Daníelsson rithöfundur og skólastjóri ásamt konu sinni Sigríði Arinbjarnadóttur.

Á Þorvaldseyri bjuggu Ólafur E Bjarnason vegaverkstjóri og Jenný Jensdóttir. Þau áttu 12 börn og þótti það jafnvel í meiralagi á þessum árum. 

 

10.05.2016 23:35

Staldrað við á Austurbakkanum 1.

Hópið og Steinskotsbæir eru áberandi kennileiti á Háeyrarvöllunum. Hópið, fornt sjávarlón, sennilega hluti af sömu láginni og Háeyrarlónið. Háeyrará rann úr því áður fyr til sjávar á þeim slóðum sem Barnaskólinn stendur nú. Hópið var eitt aðal leiksvæði barna í hverfinu og nýttu það til siglinga á allskyns fleytum, en á vetrum aðal skautasvell þeirra Austubekkinga. Nú er Hópið næsta þurt mestan part ársins.

Steinskot, var fyrsta hjáleiga Háeyrar og tvíbýlt. Torfkofar eða fjárhúsin sem stóðu innan garðshleðslunar eru nú löngu horfin. Síðustu ábúendur í vestari bænum voru Guðmundur Jónsson, Sigurðssonar frá Neistakoti og Ragnheiður Sigurðardóttir.  Þarna fæddist Guðni Jónsson sonur þeirra, og fyrsti formaður V.lf. Bárunnar. Guðni var stór vexti og mikill á velli. Hann var sagður sterkur með eindæmum á sínum yngri árum og hlaut þá viðurnefnið Guðni- Sterki. Ein sagan segir að hann hafi oft lyft fullri lagertunnu upp á brjóst sér og síðan brugðið neglunni úr með tönnunum og drukkið af eins og um hálf anker væri að ræða. Margir sáu hann einnig tæma fulla brennivínsflösku í einum teig. Guðni var hinsvegar stilltur mjög og gæfur svo eftirtekt vakti. Hann var lengi vinnumaður hjá Andrési Ásgrímssyni en stundaði einnig sjósókn og var formaður á róðrabát og þótti sókndjarfur og aflasæll.Vestri bærinn er nú gistihús.

Í Eystri bænum bjó samtíða þeim  Águstínus Daníelsson eða Gústi vagnstjóri og Ingileif Eyjólfsdóttir. Águstínus stundaði vöruflutning á hestvagni. Ein saga segir að einhvern tímann fyrir langa löngu komu menn frá heilbrigðiseftirlitinu til þess að ransaka vatn í brunnum þorpsbúa og reyndist það misjafnlega, til dæmis í Steinskoti, en þar var vatnið talið ónothæft og jafnvel eitrað. Þá sagði Ágústínus (Gústi í austurbænum) það er nú varla bráðdrepandi því hún hefur drukkið vatnið í yfir 90 ár og benti á Guðbjörgu húsfreyju í vesturbænum og hafði hann greinilega ekki mikið álit á mælingum embættismanna.-

Síðar tók við búi sonur þeirra Eyjólfur, ávallt nefndur Eyfi í Steinskoti, maður þéttur á velli og gekk alltaf í gúmmiskóm og oft með hjólið sitt í taumi. Í þá tíð þurftu menn stundum Eyfa heim að sækja er skemtun stóð fyrir dyrum. Hann átti þá gjarnan eitthvað til að létta lundina. Frá Eystri bænum hefur verið stunduð hestamennska hin síðari ár.

Rétt austan Hópsins er vinnuhælið Litlahraun, en það átti upphaflega að verða sjúkrahús, og þar var áður fjárrétt sem hét "Fæla" og þótti þar reimt. Hjáleigan Litla-Hraun var þar fyrrum og þar bjó Eyjólfur-Sterki Símonarson frá Simbakoti, sá er lyfti upp björgum og glímdi við blámanninn, og líklega er "Veðmálsglíman" frægasta glíma Íslandssögunnar, en um hana hafa spunnist fjölmargar þjóðsögur undir ýmsum nöfnum. 

Fyrir sunnan Hóp standa kotin Ós og Bjarghús, og sunnan við þau stóð tómthús er Grímstaðir hét. Þekktust búenda á Grímsstöðum voru t.d. Bergur dáti og Toggi í Réttinni, en bærinn var stundum nefnt "Réttin" eftir fjárrétt sem þar var. Á Ósi bjuggu eitt sinn þau Sveinn Sveinsson, sjómaður frá Simbakoti og Ingunn Sigurðardóttir. Þar fæddist dóttir þeirra Þórunn, síðar söguleg persóna í Vestmannaeyjum. Í Bjarghúsum bjuggu Runólfur Eiríksson og Elín Ólafsdóttir ættforeldrar margra Vestur-íslendinga. Þekktastur búenda í Bjarghúsum á síðari tímum var óneitanlega Sigurgeir Sigurðsson sjómaður, kallaður "Geiri biskup".  Vestan við Hópið er samnefndur bær "Hóp" bjó þar Sigurður Ingvarsson vörubifreiðarstjóri og Guðbjörg Þorgrímsdóttir frá Grímsstöðum, en síðast bjó þar sonur þeirra Gísli á Hópi, kallaður.


Flettingar í dag: 696
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207065
Samtals gestir: 26750
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:13:48