Færslur: 2021 Apríl

30.04.2021 23:23

Sjóminjasafnið og Farsæll

Það mun hafa verið árið 1962 þegar Sigurður Guðjónsson á Litlu-Háeyri byrjaði að sinna safnamálum á Eyrarbakka við litla hrifningu hreppsnefndarmanna. Hóf hann því þetta þrekvirki upp á eigin spýtur. Hann byrjaði á að grafa skipshræ nokkurt upp úr sandinum við Háeyrarvör, það eina sem eftir var sinna tegundar og hét Farsæll og Páll Grímsson þá nýfluttur vestur í Nesi í Selvogi átti og gerði út frá Þorlákshöfn. Þetta er mikið skip, svokallur teinæringur sem Steinn Guðmundsson í Steinsbæ skipasmiður á Eyrarbakka hafði smíðað árið 1915.

Hið næsta verkefni Sigurðar var að byggja skýli yfir skipið það sama ár og á eigin kostnað, því hvorki hreppurinn né aðrir vildu gefa þessu gaum eða styrkja á nokkurn hátt. Skýlið mun hafa staðið á þeim slóðum sem þvottaplan 'sjoppunnar' stendur í dag og fékkst reist fyrir velvilja lóðarhafa. Þessi skúr stóð þar til Sjóminjasafnið var reist. Sigurður reif síðan skúrinn og stóð skipið þar úti í eitt ár, þar til unt var að koma því fyrir í nýja húsinu.

Nýja húsið reisti Sigurður á tímabilinu 1969 til 1979 einnig upp á eginn reikning, því enginn hreppsmaður eða opinber aðili vildi leggja nafn sitt við varðveistlu á gömlu og úreltu skipsflaki.
Húsið er háreist svo skipið geti notið sín undir fullum seglum.

Það var ýmislegt annað tengt sjósókn og lífinu í þorpinu sem Sigurður dró í skjól og varðveitti.

Farsæll er tólfróið skip, en hér um slóðir þurftu sjómenn að reiða sig meira á árarnar fremur en seglin, því hér er stöðugt vesturfall sem erfitt var viðureignar og máttu menn stundum þakka fyrir að geta haldið í horfinu.

Árið 1923 seldi Páll skipið Kristni Jónssyni, síðar byggingameistara á Selfossi. Hann gerði það út nokkur ár, en þá tók við Halldór Magnússon frá Hrauni í Ölfusi í tvö ár. Þá tók við skipinu Jón Jakobsson frá Einarshöfn. Þá kemur skipið austur á Eyrarbakka og notað sem "farþegaskip". En það var kallað svo á Bakkanum þegar hóað var í mannskap til að taka einn og einn róður þegar vel gaf á sjó og aflavon var.

Mótor var settur í skipið til að gera það nýtískulegra þegar ekki fengust lengur menn undir árar, en það dugði skamt og var skipinu lagt upp í Háeyrarvör skamt vestan við Sunnuhvol og grófst þar í sandinn og skældist undan farginu.
Skipið var nokkuð illa farið og mjög fúið í umgjörð og efstu borðum. Áður hafði Fiskifélagið látið gera nokkuð við skipið því þeir voru með áform um að varðveita það, en þau áform runnu út í sandinn bókstaflega.

Jóhannes Sigurjónsson skipasmiður á Gamla-Hrauni gerði síðan við skipið að fullu og lauk því tæpu ári fyrir andlát sitt.

Skip af þessu tægi voru mæld með hnefamáli, t.d var einn hnefi frá þóftu undir hástokkinn. Farsæll var smíðaður úr furu og voru 14 menn í áhöfn.

Í dag er sjóminjasafnið mikil þorpsprýði og hið eistaka djásn kúrir þar til sýnis forvitnum ferðalöngum.

Páll Grímsson var frá Óseyrarnes, en þegar hann var formaður á Stokkseyri var ort um hann þessi vísa:
Bjarni slynga happa-hönd, 
hefir á þingum vanda, 
djarfur þvingar ára-önd 
út á hringinn-landa. 

Frækinn drengur fram um ver, 
fiskað lengi getur. 
Stýrir "Feng" og eitthvað er 
ef öðrum gengur betur.

29.04.2021 22:50

Veðurfar í Árborg

Veðurfar í Árborg telst milt m.v. landið í heild en úrkomusamt.  Veðurathuganir hafa lengst af verið stundaðar á Eyrarbakka en fyrir áratug var bætt við sjálfvirkri veðurstöðin sem hefur nú alfarið tekið við hlutverki veðuathugunarmannsinns. Fyrir fáum árum gekkst bæjarfélagið   fyrir veðurstöð á Selfossi og  vegagerðin kom upp stöð við Ingólfsfjall.
Haldbær langtímagögn eru hinsvegar frá veðuathugunarstöðinni á Eyrarbakka.

[ ] Meðal hiti áranna 1931 -1960 var 4,6°C
[ ] Meðal hiti áranna 1975 - 1987 var 4,0 °C
[ ] Meðal hiti ársins 2019 var 5,2°C
[] Júlí er hlýastur en janúar og febrúar kaldastir.
[ ] Meðalúrkoma er um1342 mm á ári.
[ ] Október er úrkomusamastur en maí og júní þurrastir. Úrkomusamara er ofan til á svæðinu en þurrara við ströndina.
[ ] Algengustu vindáttir í þessari röð: NA-SA-SV-N-NV-S-A-V
[ ] Nóvember, desember, janúar og febrúar eru vindasamastir. Maí, júní, júlí og ágúst eru lygnastir.

Nýtt hitamælaskýli og úrkomumælir var settur niður á Eyrarbakka 1961 og var í notkun til 2018. Sama ár var byrjað á veðurathugunum í Hveragerði.

26.04.2021 22:43

Byggðamerkið

Árið 1983 auglýsti Eyrarbakkahreppur meðal íbúa eftir hugmyndum að merki fyrir byggðarlagið. Nokkrar tillögur bárust og var ákveðið að taka upp byggðamerki sem byggt var á hugmyndum Rutar Magnúsdóttur á Sólvangi og Eiríks Guðmundssonar í Hátúni. Merkið er í bláum lit og sýnir sundmerkin gömlu á stílfærðri mynd á sjógarðinum sem á í dag 222 ára gamalt upphaf.
Nýtt byggðarmerki sveitarfélagsins Árborgar var tekið í notkun 12. nóvember 2000. Sérstök nefnd valdi merkið úr 48 tillögum sem bárust í opinni samkeppni um nýtt byggðarmerki. 
Þó byggðamerki Eyrarbakka sé ekki lengur opinbert sveitarfélagsmerki er það enn við lýði sem félagslegt tákn þorpsbúa og óspart flaggað á tillidögum.

20.04.2021 22:05

Iðnaðarmannafélagið


Iðnaðarmannafélag Árnessýslu var stofnað á Eyrarbakka 1943 og í framhaldi af því var stofnaður Iðnskóli sem starfaði í 10 ár eða þar til skólinn var fluttur á Selfoss. Þetta var fyrsti dagskólinn á landinu, en annars voru iðnskólar almennt kvöldskólar. Hver önnur stóð í tvo mánuði.
Eiríkur Gíslason trésmiður var fyrsti formaður og upphafsmaður að félaginu. Árið 1959 var stofnað félag byggingamanna í Árnessýslu FBÁ á Selfossi og tók það við hlutverki Iðnaðarmannafélagsins. FBÁ sameinaðist síðar félagi iðn og tæknigreina FIT.

Heimild: Vigfús Jónsson/Sveitastjórnarmál 1985. /FIT.is

06.04.2021 22:31

Fyrir grúskara

Allar færslur frá 2005 til 2020 má finna í stikunni hér til hægri og ad ofan


06.04.2021 00:29

Álfur og Álfstétt

Álfur hét madur Jónsson sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna og drykkfeldur nokkud. Vinnumadur var hann ad Óseyrarnesi ásamt konu sinni um 1847 (ábúd á ödrum Nesbænum 1855). Fluttist sídan ad Nýjabæ á Eyrarbakka og ad sídustu austur á Hól í Hraunshverfi og þadan upp ad Medalholtshjáleigu í Flóa. Þad var mikil fátækt um midbik 19 aldar og reyndar allsleysi hjá flestum í þorpinu. Álfur var duglegur til allra verka, hagur á járn og tré og réri til sjós í Þorlákshöfn þá er hann var í Óseyrarnesi. Sídan af Bakkanum hjá Þorleifi ríka á Háeyri, formadur á skipi hans og frá Loftstödum. Á þessum árum voru gerd út 30 - 40 áraskip á Eyrarbakka og sjón ad sjá þessum skipum radad upp medfram allri ströndinni og birgin og beituskúranna þar upp med sjógardinum. Þá var mikid um ad vera, skipin tví og þríhladin af fiski og stundum med seilad aftanní. Stundum voru menn sendir út á skerin til ad taka vid seilunum og draga upp í fjöru. Vermenn komu úr sveitum alstadar ad og nóg var af brennivíni til ad skola sjóbragdid úr kverkunum. Svo rammt kvad ad drykkjuskap ad menn seldu jafnvel skó og sokka barna sinna og naudsynjar heimilanna fyrir krús af brennivíni, og sáu ýmsir höndlarar sér leik á bordi um vertídina. Fæda þorpsbúa um þessa tíd var adalega fiskur, söl og grautur úr bankabyggi. Í hallæri var þad líka 'Mura' rótartægjur. Kál stód stundum til boda. Til hátídabrigda var keypt skonrok. Á jólum var börnum bodid í Faktorshúsid upp á graut med sýrópi og eitt tólgarkerti hvert til ad fara med heim. Um sumarid fylltist þorpid af lestarmönnum ofan úr fjarlægustu sveitum med ullina sína. Þá var líka eins gott ad nóg væri til af brennivíni ofan í gestina.

Þarna gátu menn litid augum og heilsad upp á Þurídi formann, lágvaxin kona sem ávalt gekk um í karlmannsfötum, en landsfræg eftir ad hún sagdi til Kambránsmanna. En hún var ekki sú eina, því medal lestarmanna var kerling ein eftirtektaverd. Hún hét Ingirídur, stórskorinn, hardeygd og tröllsleg. Hún gekk med hatt og í karlmannsfötum og gaf ödrum körlum ekkert eftir.

En aftur ad Álfi. Hann átti frumkvædi ad því ad leggja veg þann á Eyrarbakka er enn ber nafn hans, þ.e Álfstétt. Vegurinn var lagdur medfram og yfir fúakeldur og fen svo fólk ætti betra med ad komast upp í mógrafir (mór notadur til eldsneytis) og slægjulanda sinna. Þetta var fyrsti vegarspottinn sem sérstaklega var byggdur sem slíkur á Eyrarbakka.

04.04.2021 22:23

Rafstöðin 1920

Árið 1905 voru hugmyndir um að virkja Hólavatn á Stokkseyri fyrir bæði þorpinn til að framleiða rafmagn til ljósa, en ekkert varð af framkvæmdum þótt físilegar þættu.

Árið 1920 var keypt díselrafstöð fyrir Eyrarbakkahrepp sem hreppurinn rak þar til Útvegsbankinn tók reksturinn yfir. Kristinn Jónasar í Garðbæ sá síðan um rekstur stöðvarinnar lengst af. Þegar Sogsvirkjun hafði tekið til starfa og lína lögð niður á strönd var rekstri stöðvarinnar sjálfhætt.

Áður voru tvær litlar díselrafstöðvar í notkun á Bakkanum og var önnur í Fjölni, en þar rak Haraldur Blöndal samkomu og kvikmyndahús.

02.04.2021 23:28

Árborg fortídar-1850 til nútídar.

Þad má med sanni segja ad um midja 19 öld hafi Eyrarbakki verid nafli alheimsins í hugum íslendinga og ekki síst Sunnlendinga, því þangad komu menn vída ad til útrædis og verslunar eins og þekkt er. Öldum saman var Eyrarbakki nátengdur erlendri verslun og skipaferdum og íbúum stadarinns fór stödugt fjölgandi þó ekki sé saman ad líkja vid Árborg nútímanns hvad fólksfjölgunina snertir ad ödru leiti en því ad huga þurfti ad menntun barnanna. Í landinu var enginn eginlegur skóli fyrir börn sem svo mætti kalla, en nú stód hugur nokkura flóamanna til ad setja slíka stofnun á fót enda var þörfin brýn. Oft var samtakaleysi sunnlendinga þrándur í götu enda og fátækt og örbyrgd landlæg í þessum landshluta, ekki síst einmitt vegna þess. Þad var því álitid ad yrdi mikid verk forgöngumanna ad sannfæra alþjód um ágæti slíkrar skólastofnunar, en raunin vard önnur því flestir tóku þessum hugmyndum fagnandi.

Í nánd vid kaupstadinn voru um 50 býli og börn á aldrinum 7-14 ára á milli 30 og 40 talsins. Í Stokkseyrarhverfi voru 30 býli og 20 börn á þessum aldri og ríflega annad eins á Bakkanum.

Forgöngumenn fyrir stofnun hjálparsjóds fyrir barnaskólann voru þeir Gudmundur Thorgrímsen verslunarfulltrúi á Eyrarbakka, Páll Ingimundarsson prestur í Gulverja og Stokkseyrarsókn og Þorleifur Kolbeinsson hreppstjóri á Litlu-Háeyri. Skólinn var sídan  formlega stofnadur árid 1852.

Á næstu 100 árum á eftir voru mörg framfaraskref stigin á svædinu sem mætti kalla Árborg fortídar sem saman stód af Eyrarbakka-Stokkseyrar-Sandvíkurhreppi og sídar Selfosshreppi. Aukin verslun, rjómabú, brúun ölfusár, mjólkurbú, sláturhús, vegaumbætur, áveita, fráveita, kaupfélög, sparisjódur, sjómannaskóli, hafnarbætur, vélbátaútgerd, fiskvinnsla,  fangelsi, sjúkrahús, gardræktun, uppgrædsla, skógrægt, rafmag, sími, pósthús, vatnsveita og upphaf hitaveitu og svo mætti lengi telja. Frá midri 20 öld hófst hægfara hnignun á svædinu vid ströndina þegar stórverslunin hvarf med öllu og nádi hnignunin  hámarki skömmu fyrir aldamótin 2000. Reynt var ad sporna vid þeirri þróun med aukinni útgerd og hafnarbótum, idnadaruppbyggingu og brúun Ölfussárósa og kaup á skuttogara. Þessar tilraunir fjörudu út á nokkrum árum, sem og  leiddi sídar af sér sameingu þessara 4 hreppa í þad sem nefnt er Árborg. Nú undanfarn  20 ár hefur verid allnokkur stígandi í þróun svædisins og mikil fólksfjölgun og uppbygging einkum á Selfossvædinu. 

Í sandvíkurhreppi hefur byggst upp íbúakjarni, svokalladar búgardabyggdir og þar er uppbygging enn í fullum gangi. Íbúdahverfi hafa byggst upp í bádum þorpunum vid ströndina, Hulduhólshverfid og Hjalladælin á Eyrarbakka og Ólafsvallahverfid á Stokkseyri. 

Dálitlu af opinberu fé hefur verid varid til þorpanna frá sameiningunni fyrir 20 árum. Byggt var vid báda leikskólanna, Brimver og Æskukot og nýtt skólahús byggt á Stokkseyri og til vidhhalds obinberra bygginga. Vatnsveita var tengd vatnsveitu Selfoss. Gangstéttir endurnýjadar af stórum hluta í bádum þorpum og lítilega endurnýjad af malbiki. Byggdur var svokalladur Fjörustígur sem tengir þorpin tvö saman fyrir gangandi og hjólandi. Fuglafridland var stofnad á Óseyrarmýrum. Tjaldsvædum komid upp á bádum stödum. Leiksvædum fyrir börn. Byggdasafn Árnessýslu fékk heimilisfesti í Húsinu og þad vaxid og dafnad. Hjúkrunarheimili fyrir aldrada stækkad.

Naudsynlegt er ad hlúa áfram ad þessum samfélögum sem hafa ad geyma mikla sögu menningar, verslunar og atvinnuhátta fyrri tíma. Þessari arfleid þarf ad vera hægt ad gera gód skil í tíma og rúmi og er Byggdasafnid besti vettvangur til þess eins og þegar stór vísir er ad med vardveislu Hússins, áraskipsins Farsæl, Beituskúrinn og Eggjaskúrinn, Rjómabúid, þurídarbúd og Kirkjubæjarinns og svo nú nýverid med mun bættri sýningaradstödu í Alpanhúsinu og kaup þjódminjasafnsins á húsinu Eyri.

  • 1
Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 124519
Samtals gestir: 11756
Tölur uppfærðar: 31.3.2023 09:13:31