Færslur: 2021 Ágúst

03.08.2021 23:29

Eyrarbakkahreppur 1897


Þann 18. maí 1897 gaf landshöfðinginn á Íslandi Magnús Stephensen út staðfestingabréf um skiptingu Eyrarbakka út úr Stokkseyrarhreppi hinum forna. Á 100 ára afmælisári hreppsins var ákveðið að minnast þessara tímamóta. Á afmælisdeginum var samkoma á Stað þar sem þáverandi forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú voru meðal gesta. Um kvöldið var slegið upp balli með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar frá Sauðárkróki. Efnt var til ljósmyndasýningar með myndum úr þorpinu eftir Völu Dóru Jónsdóttir og myndlistasýning þar sem Ruth Magnúsdóttir á Sólvangi gerði vatnslitamyndum sínum skil. Sögufélag Árnesinga hélt fræðslufund  þar sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur flutti erindi um hin fornkunna  víking og kaupsýslumann Bjarna Herjólfsson frá Eyrarbakka sem fyrstur hvítra manna fann meginland Norður Ameríku. Þá var gefin út ljósmyndabók með svipmyndum úr sögu kauptúnsinns eftir Inguláru Baldvinsdóttur.

Árið eftir (1998) sameinaðist Eyrarbakki Stokkseyri Sandvíkurhreppur og Selfosshreppur í Sveitarfélagið Árborg og var þá stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi.

Til gamans má geta þess að árið 1897 voru byggð húsin Garðbær, Garðhús 1 og Tún. Á Kirkjuhús var byggð önnur hæð og húsið lengt. Guðmundur Ísleifsson var fyrsti hreppstjóri Eyrarbakkahrepps.

Þetta ár fæddust margir valinkunnir Eyrbekkingar, svo sem Ingvar í Hliði, Jenný á Þorvaldseyri, Úlfhildur í Smiðshúsum, Jórunn Oddsdóttir símstöðvarstjóri, Guðjón á Kaldbak og Kristinn Jónasar í Garðhúsum svo einhverjir séu nefndir. 
  • 1
Flettingar í dag: 1186
Gestir í dag: 649
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 204318
Samtals gestir: 26412
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 22:20:45