Færslur: 2006 September

29.09.2006 16:45

Mun Golfsraumurinn stöðvast?

Margar rannsóknir benda til að hlýnandi loftslag og bráðnun Grænlandsjökuls og ís á heimskautasvæðum gæti leitt til breytinga á hafstraumum, hækkunar yfirborðs heimshafanna og minnkandi seltu sjávar. Þetta gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki og búsetu manna víða um heim.

 

Samkvæmt milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC-Intergovernmental Panel onClimate Change) er því spáð að hitastig á jörðu muni hækka um milli 1,4°C og 5,8°C áþessari öld.

 

En er það ekki bara gott fyrir okkur Íslendinga að njóta hlýrra loftslags í framtíðinni sem myndi spara okkur kyndingakostnaðinn í skammdeginu? Margir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að hlýnunin mun ekki ná á norðurslóðir nema um tiltölulegan skamman tíma. Bráðnun íss mun valda því að Golfstraumurinn mun hægja verulega á sér, stöðvast eða breyta um stefnu að þeirra mati og valda uppafi nýrrar ísaldar. Í stað þess að búa við sumaryl  á þorranum, munum við Íslendingar þurfa að laga okkur að - 50°C frosti á þorradögum ef marka má kenningar vísindamannana.

 

Ísöld ríkti á jörðinni á forsögulegum tíma og stóð í þúsundir ára,  enn þann dag í dag er er ekki að fullu ljóst hvað olli þessum miklu veðurfarsbreytingum á þessum tíma,  þá var mannskeppnan ekki farin að puðra gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, enda menn rétt að komast á steinaldar stígið. En það sem einu sinni hefur gerst getur alltaf gerst aftur og því miður benda niðurstöður mælinga að Golfstraumurinn sé nú þegar tekinn að hægja ferðina. Það undarlega er þó a.m.k. fyrir leikmann að þrátt fyrir þessa niðurstöðu hefur hafið umhverfis landið hitnað frá því sem áður var og væri fróðlegt að fá skýringu vísindamannana á því.

 

Intergovernmental Panel on Climate Change pdf enlish

ESSI / Morgunblaðið /Golfstraumurinn

http://www.natturuverndarsamtok.is/articles.asp?flokkur=loftslagsbreytingar

25.09.2006 08:52

Ofurstormurinn Helena

Ofurstormurinn Helena tekur stefnuna á Bretlandseyjar og er væntanleg þangað um miðja vikuna. Stormurinn er þessa stundina skammt undan Azoreyjum og er vindraðinn 30m/s og loftþrýstingur 970 mb. Ekki er búist við að áhrifasvæði Helenu nái til Íslands.

 Nýtt tungl.

Hve margir jarðarbúar hafa stigið fæti á tunglið?

Svar.

22.09.2006 13:13

Kaldur morgun.

Það hefur líklega ekki fararið framhjá neinum sem fóru til vinnu í morgun að hafa þurft að skafa bílrúðurnar.  Kl. 07:00 í morgun var -1°C

19.09.2006 12:56

Stormasamt á Atlantshafi.

Webcam Azoreyjar.

 

Gordon stormar nú yfir Atlantshafið og nálgast Azoreyjar óðfluga. Gordon er þessa stundina 2.stigs fellibylur sem hreifist vestur á bóginn með 44 km/klst og er væntanlegur til Azoreyja í kvöld. Vindhraði fellibylsinns er um 44 m/s og áhrifasvæði hanns nær yfir 180 km radíus. Loftþrýstingur er 970 mb.

17.09.2006 23:28

Gordon og Helena

Á þessum degi er Gordon 1. stigs fellibylur suður á Atlandshafi um 930 km vestur af Azoreyjum og er spáð að hann færist hratt vestur á bóginn síðar í vikunni.  

Helena er á þessum degi 2. stigs fellibylur á vesturleið um 1480 km ANA af  N- Leeward Islands.

Árlega berast nokkrir fellibyljir á norðurhveli jarðar inn á norðanvert Atlantshaf og þar geta þeir stuðlað að myndun krappra lægða af þeirri gerð sem myndast í vestanvindabeltinu og fara oft um Ísland. Leifar af fellibyl orsökuðu mikið óveður á Íslandi 24. september 1973 sem kennt var við fellibylin Ellen. Þá varð mikið tjón á Eyrarbakka sem og víðar.

13.09.2006 13:40

Óþægileg sannindi!

Streymi ferskvatns út í sjó hefur aukist um 17 þúsund rúmkílómetra síðastliðinn áratug vegna bráðnunar íss og jökla. Það slagar hátt upp í 40 ára gegnumstreymi ferskvatns út í Missisippi-flóann. Þessar niðurstöður bandarísks vísindamanns, sem meðal annars hefur rannsakað aukna bráðnun Grænlandsjökuls, valda mörgum áhyggjum af því að seltustig sjávar breytist hraðar en gert var ráð fyrir.  Það þýðir róttæka breytingu á lífsskilyrðum fisktegunda og annarra sjávarlífvera, sérstaklega á heimskautasvæðum.

www.visir.is

 

Ef Grænlandsjökull mundi til dæmis bráðna alveg yrði umtalsverð hækkun á sjávarborði um allan heim, og er jafnvel talað um 7 metra hækkun. Þetta er óafturkræf breyting og það á einnig við um hækkun sjávarborðs vegna hitaþenslu vatnsins. þetta þýðir að strandbyggðir munu þurfa að þola meiri ágang af völdum sjávar og vaxandi flóðahættu í framtíðinni.

 

Athyglisverð Kvikmynd ,,Inconvenient Truth" með Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna í aðalhlutverki. Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi, Al Gore, lýsir því hvernig gróðurhúsaáhrifin - hitnun andrúmsloftsins -loftslagsbreytingar geta valdið varanlegri eyðileggingu á lífríki jarðar. Ofsaveður og hröð bráðnun jökla eru bara toppurinn á ísjakanum sem Titanic stefnir á.

 

www.climatecrisis.net   

 

12.09.2006 08:56

Fellibylurinn Florance

Á þessum degi er fellibylurinn Florance  á NNA leið með 30 km hraða en mun að líkindum auka hraðann á fimtudaginn þegar hann heldur út á Atlantshafið sem hitabeltisstormur.Gert er ráð fyrir að stormurinn muni berast austur á Írlandshaf en áhrifa hans má vænta síðar við suðurströnd Íslands með tilkomumiklu brimi.

 

Meðal vindhraði fellibylsins er nú um 140 km/klst eða 1. stigs fellibilur á Safír-Simpson skala en mun veikjast á næsta sólarhring.

 

Florance er víðáttumikill 974 mb fellibylur með 110 km radíus en áhrifa hanns gætir í 465 km fjarlægð.

 

Heimild: Alþjóða fellibyljamiðstöðin.

 

08.09.2006 12:58

Komið haust.

Fyrsta haustlægðin komin með tilheyrandi roki og rigningu!

 

  • 1
Flettingar í dag: 1202
Gestir í dag: 649
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 204334
Samtals gestir: 26412
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 22:42:35