Færslur: 2008 Febrúar

28.02.2008 09:28

Snjókoma

það eru eflaust margir orðnir langþreyttir á þessum snjóa og frostavetri. Áfram er spáð köldu veðri fram í næstu viku að minsta kosti.
Það byrjaði að snjóa seint í gærkvöldi og enn snjóar á köflum. Í morgun var komin 15 cm jafnfallinn snjór á Bakkanum.

Brim hefur verið með mesta móti í allan vetur og vestlægar áttir óvenju algengar.

25.02.2008 09:59

Köld nótt.

Nóttin var köld á Bakkanum enda var frostið á bilinu -14 til -15°C um miðnættið. Áfram er spáð köldu veðri svo betra er að búa sig vel.

Í miklu frosti getur vindkæling verið afar varasöm og er vert að benda á grein Traust Jónssonar um þetta efni, en hana má finna hér.

Mesta frost sem mælst hefur áður á stöð 923 var árið 1957  25 febrúar -12,3 en á miðnætti mældist -13°C á sömu stöð svo hér teljum við þetta nýtt dagsmet.

24.02.2008 09:29

Mesta frost á Landinu

Kl.09 í morgun mældu veðurathugunarstöðvarnar á Eyrarbakka mesta frost á landinu. Þannig sýndi  sjálvirka stöðin -12,1 °C meðaltalsfrost á klukkustund og athugunarstöðin sýndi litlu minna eða -12°C.
Lágmarkshiti á sjálvirku stöðinni milli kl. 08-09 sýndi -13,3°C sem er yfir dagsmetinu frá 1989 fyrir 24.febrúar en þá mældist -13,2°C (tímabilið 1958 til 2007)

Á stæðan fyrir því að nú er kaldast hér við sjóinn er sú að í norðan hægviðri sígur kaldaloftið ofan af fjöllunum vegna eðlisþyngdar sinnar og sest að þar sem lægst er við sjávarsíðuna.

21.02.2008 13:12

Hraustir krakkar á Bakkanum.

Barnaskólinn (BES) tók þátt í Skólahreysti á Selfossi fimmtudaginn 14. febrúar og stóð sig vel (7.sæti).
Þeir sem kepptu fyrir  hönd skólans voru Gunnar Bjarki, Ingibjörg Linda og Hafsteinn í 9. bekk og Ragnheiður í 8. bekk
.


Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 14
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 9

Þraut: Dýfur
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 5
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 16

Þraut: Hraðaþraut
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 10
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 03:23

Þraut: Armbeygjur
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 21
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 01:47

Þraut: Hreystigreip
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 05:01
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 03:59
http://www.skolahreysti.is/Default.aspx

19.02.2008 09:13

Vöxtur í Hópinu.

Að undanförnu hefur verið súld, þokuloft og rigning og  langt er síðan að sést hefur til sólar. Tjarnir hafa vaxið stórum síðustu daga svo sem Hópið eins og sést á myndinni hér að ofan. Í þurkunum síðasta sumar var Hópið skraufaþurt. Í bakgrunni standa Steinskotsbæirnir. Einhvern tíman í fyrndinni var þessi tjörn sjávarlón, en smám saman hlóð hafið upp malarkambi sem lokaði lónið af og heitir þar nú Háeyrarvellir.

17.02.2008 10:26

Súld og suddi

Suðlægar áttir með súld og rigningu hafa verið ríkjandi undanfarna daga með hita á bilinu 5-7 stig. Úrkoma síðasta sólarhrings var 17 mm og daginn þar áður 14 mm og þar sem klaki er ekki farinn úr jörð þá eru tún víða umflotin vatni.

Áfram er spáð sulægum áttum með súld og skýjuðu veðri. Á þriðjudag er spáð kólnandi veðri með éljalofti.

14.02.2008 15:00

Súld og svarta þoka.

Dimma og drungi á þessum Valentínusardegi, þoka og súld. Sagt er að margt búi í þokunni og hvur veit nema rómantíkin blómstri í dulúðlegu þokuloftinu.

12.02.2008 22:10

Blíða í dag.

Það sást til sólar í dag og er það farið að teljast til tíðinda. Auk þess var hægviðri og bara hið besta útivistarveður. Annað eins hefur vart gerst um langt misseri.

Endur og álftir eru farnar að sjást á lónunum og landselir á útskerjum svo það má segja að það sé allt að lifna við í fjörunni þessa dagana.

Brimið að koðna í bili en nú er hann að spá aftur austan hvelli en með rigningu þó í þetta sinn.

11.02.2008 13:04

Snjórinn farinn og bjartsýni ríkir.

Það má heita orðið snjólaust á Bakkanum og aðeins stöku skafl sem lifir.

Það er óhætt að segja að Bakkinn dafni og fólki fjölgar, því á Eyrarbakka teljast nú 608 búandi. Nú stendur til að hefja framkvæmdir við stækkun Sólvalla. Dvalarheimilið Sólvellir var tekið í notkun 1.nóv.1987 fyrir forgöngu samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili, en sporgöngumaður þessara samtaka var Ási Markús Þórðarson. Gömul fiskvinnsluhús fá ný hlutverk, ný hús rísa og þau eldri fá andlitslyftingu og tækifærin liggja víða eins og frækorn sem bíður vorsins.

Nú eru uppi hugmyndir hjá athafnamönnum á Bakkanum um að taka upp gamla Bakk-öls þráðinn hans Sigurðar Þórarinssonar sem hugðist koma ölgerðarstofu á fót á Bakkanum árið 1927 en þá sögu má lesa á http://www.eyrarbakki.is/Um-Eyrarbakka/Frodleikskorn

10.02.2008 13:43

Jakar og brim.


Brimið skolar jökum á land-Ísjaki í laginu eins og grenitré.

09.02.2008 14:40

Skafrenningur.

Óveðrið er nú gengið hjá og var eitt það versta sem gert hefur í vetur. Lægðin sem olli þessu veðri var einhver sú dýpsta sem komið hefur yfir landið a.m.k. á seinni árum, eða 932 mb. Ekki er vitað um neitt tjón af völdum veðursins hér um slóðir þó eflaust hafi hrikt duglega í húsum þegar verst lét. Talsverðar eldglæringar fylgdu þessu veðri og mikið úrhelli á köflum. Það er víst að menn séu að verða ýmsu vanir hér sunnanlands, eftir þennan vetur.

Gríðarlegt brim er á Bakkanum í dag og er það eitthvert það allramesta sem sést hefur í vetur.

08.02.2008 22:08

STORMUR

 stormur SA 25 m/s með "eldglæringum".
Mesta hviða 34 m/s
Veðurhæð á nokkrum stöðum:
Straumsvík við Hafnarfjörð 22 m/s
Reykjavík 24 m/s
Keflavíkurflugvöllur 28 m/s
Skálafell 53 m/s
Botnsheiði 38 m/s
Stórhöfði 40 m/s
Kálfhóll 31 m/s
Þingvellir 22 m/s

08.02.2008 10:24

Ógnarlægð nálgast.


Lægðin mikla nálgast landið óðum með úrhellis rigningu og asahláku. Búist er við að loftþrýstingur hennar verði minstur 936 mb. seint í kvöld en það táknar að kraftur lægðarinnar er hvað mestur. Lægsti þrýstingur sem vitað er um hér á landi mældist í Vestmannaeyjum 2. desember 1929 um 920 mb.

Rétt er að vekja athygli á að nú fer saman lágur loftþrýstingur og há sjávarstaða ásamt töluverðri ölduhæð.

06.02.2008 20:32

Kuldatíð á norðurhveli.

Snjó og ískort NOAA febr 2008
Eins og sjá má af þessu snjó og ískorti frá NOAA frá 5.febr.sl.þá ríkir heimskautavetur um allt norðurhvelið, ef frá er talin ríki vesturevrópu. Mesturhluti Skandinavíu er þakinn snjó og meginhluti allrar Asíu,enda hafa fregnir borist um mikinn kulda og snó í Kína. Ísmyndun á norðurhveli er áþekk og á sama tíma í fyrra en þó ívið minni eins og sjá má á kortinu hér að neðan frá því í janúar 2007.

Snjó ogískort NOAA jan.2007

06.02.2008 12:30

Hvítur Öskudagur.

Snjór hefur nú verið lengur yfir en mörg undanfarin ár á Bakkanum og frost hefur verið alla daga það sem af er vikunni og mánuðinum og jafnvel að miklu leyti það sem af er árinu og virðist veturinn ætla að verða æði langur og strangur.

Ekki er spáin björt fyrir morgundaginn því kröpp hraðfara lægð fer norður með austurströndinni í nótt og fer suðvestan stormur eftir henni yfir landið seint í nótt og á morgun segir veðurstofan og  það þýðir líklega hellirigningu fyrir okkur, en þó líkur á að hláni og kólni á víxl, eða semsagt umhleypingar fram í næstu viku.

Í dag er Öskudagur, en við hann er kennt sjávarflóð eitt þ.e. Öskudagsflóðið árið 1779, en þá tók af bæinn Salthól í Hraunshverfi skamt vestan við Gamlahraun.

Flettingar í dag: 1210
Gestir í dag: 206
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207579
Samtals gestir: 26877
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 11:44:29