Færslur: 2020 Mars

30.03.2020 22:40

Hús á Bakkanum - Hátún

HÁTÚN


Húsið byggði Eiríkur Guðmundsson húsasmíðameistari. Húsið var byggt á skömmtunarárunum um 1950 og erfitt um efnistök, Eiríkur var útsjónarsamur og náði að smala saman efni víða að, m. a mikla brúarfleka frá byggingu Steigrímsstöðvar í Soginu, sem hann reif sundur og endurnýtti í byggingu þessa veglega húss..

Helga[b1]  Eiríksdóttir

Vigdís[b2]  Ingibjörg Árnadóttir og

Eiríkur[b3]  Guðmundsson

1964 - 3ja

1990 - 57

1928 - 2017


 [b1]Lést af slysförum

 [b2]Vigdís Ingibjörg Árnadóttir húsmóður, f. 20.8. 1932, d. 20.7. 1990. Hún var dóttir hjónanna Árna Eyþórs Eiríkssonar, verslunarstjóra í Bjarnaborg á Stokkseyri, og Ingibjargar Kristinsdóttur, húsmóður frá Hömrum í Grímsnesi.

 [b3]Eiríkur fæddist í Ísakshúsi á Eyrarbakka, Guðmundssonar húsasmíðameistara Eiríkssonar frá Þórðarkoti og Sigurlínu Jónsdóttur er var Álftnesingur að ætt og búsett í Merkigarði. Hann starfaði að byggingu einbýlishúsa á Eyrarbakka, byggingu fyrstu húsanna í Þorlákshöfn, byggingu núverandi ráðhúss Árborgar, þá er byggt var fyrir Kaupfélag Árnessinga. Þá vann hann einnig við báta- og skipaviðgerðir í slippnum á Eyrarbakka, var eftirlitsmaður Skipaskoðunar ríkisins á Suðurlandi um árabil, var í slökkviliði, sat í hreppsnefnd og fleira. Eiríkur starfaði lengi við Fangelsið Litla-Hrauni, fyrst við viðhald en síðar reisti hann þrjár nýbyggingar við fangelsið. Þá annaðist Eiríkur frístundaföndur í trésmíði fyrir fanga um árabil. Um 1980 var Eiríkur ráðinn útivarðstjóri og gegndi því starfi til starfsloka. Eiríkur var virkur í félagsstarfi alla tíð, söng í kór og var í leikfélagi.

22.03.2020 01:00

Í skugga kórónuveiru

Um það leiti sem landsmenn voru að kveðja jólahátíðina og búa sig undir langan og harðan vetur á hinu komandi ári 2020, barst sú fregn um netheima að í Whuhanborg í Kína hefði uppgötvast ný og áður óþekkt veira af kórónastofni sem átti upptök sín á markaði með villtar dýraafurðir þar í borg. Óvætturinn reyndist bráð smitandi og barst um eins og eldur í sinu um gervallt Hubei hérað og varð öldruðum og veikum skjótt að aldurtila. Engin bóluefni eða lyf voru til gegn þessari veiru. Kínversk stjórnvöld voru sein að átta sig á alvarleika málsins, en hófu þó gríðarlegt stríð við veiruna um síðir og urðu vel ágengt, en því miður of seint fyrir heimsbyggðina. Veiran hafði stungið sér niður í nálægum löndum, eitt og eitt tilfelli hér og hvar. Tilfellum fjölgaði smátt og smátt, en sumstaðar náði hún sér mjög á strik einkum í Íran og síðan á Ítalíu, Spáni og víðar.

 

Norður Ítalía er mjög þekkt fyrir textíliðnað sinn en einnig fyrir ferðamennsku skíðaiðkenda. Þannig háttaði til að eignarhald á mörgum af þessum textílverksmiðjum eru í höndum Kínverja og verkamennirnir koma flestir frá Wuhan og héruðunum þar í kring. Beint flug var frá Wuhan til norður Ítalíu og þannig barst vírusinn þangað og breiddist út á eldingshraða, einkum vegna samskiptaháttu íbúana þar. Það var því ekki að sökum að spyrja að vírusinn stingi sér niður á skíðahótelunum sem er vinsæll dvalarstaður evrópskra skíðaiðkenda. Ítalir voru seinir til aðgerða, það var eins og þeir tryðu því ekki að "Wuhan" var að raungerast hjá þeim og það var ekki fyrr en í óefni var komið að norðurhéruðunum var lokað og síðan allri Ítalíu og útgöngubann sett á, en þá blasti hryllingurinn þegar við og fólk deyjandi hundruðum saman. Stjórnvöld í evrópu voru líka sein til viðbragða, og voru heldur ekki að trúa því að þetta væri í raun að gerast með þessum skelfilega hætti. Nokkuð sem hefur ekki gerst meðal nokkura liðinna kynslóða. Brátt fóru lönd að loka landamærum sínum og reið Danmörk fyrst á vaðið með stórtækum aðgerðum og að síðustu Evrópusambandið í heild sinni. Þá voru Bandaríkin þegar búin að skella í lás og þóttu íslenskum stjórnvöldum það súrt í broti.

 

Nokkru fyr gekk allt  sinn vana gang á Íslandi og landinn var á ferð og flugi og gerði víðreist ofar skýjum á vélflugum sínum til sólríkari landa, eins og íslendingurinn er orðinn hvað vanastur, þrátt fyrir að segjast stundum vera með "flugviskubit" svona til að friða blessuðu samviskuna gagnvart loftslagsmálum, en meinar auðvitað ekki neitt með því.

 Á norður Ítalíu var staddur nokkur hópur skíðaáhugamanna, einkum úr mennta og heilbrigðisgeiranum. Margir myndu kanski ætla þessum stéttum að hafa vaðið fyrir neðan sig öðru fólki fremur, en eins og íslendingum er tamast þegar á þá sækir ferðahugur, að skilja vitið eftir heima en þess í stað að trysta hópsálinni fyrir för. Með þessum forvörðum íslensks samfélags smuglaði óvætturinn sér til vors lands. Viðbragðsteymi Íslenskra stjórnvalda brugðust þegar við með aðgerðum stig af stigi eftir því sem faraldurinn náði meiri fótfestu í landinu og lýstu fljótlega yfir neyðarástandi. Það er mál flestra manna að vel sé að verkinu staðið, en þó er ljóður á að ekki mátti styggja ferðamennsku að einu né neinu leiti í þessum aðgerðum, enda treystu landsmenn betur á ferðamannin en lóuna til að kveða burt snjóinn og leiðindin. Það var þó sjálfhætt því ferðamaðurinn hvarf hraðar af landi brott en frostrósir undan sólu, en einhverjar spurnir hafa þó verið af blessaðri lóunni þrátt fyrir hjarnavetur.

 

Í dag er veikin sem kölluð er Covid-19 af alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) að breiða úr sér hægt og bítandi og róðurinn þyngist stöðugt hjá heilbrigðisstofnunum. Á fimta hundrað veikir þegar þetta er ritað og yfir 5.000 í sóttkví. Þeir sem geta vinna heima en aðrir við ýmsar skipulagðar takmarkanir, einkum í skólum og stofnunum. og enn eru boðaðar hertari aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur lagt fram björgunarpakka fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra, þó sitt sýnist hverjum eins og von er og vísa.

En þá hingað heim og að kjarna málsins. Á suðurlandi er mesta útbreiðsla smits fyrir utan sjálft höfuðborgarsvæðið, samtals 34 smitaðir og 210 í sóttkví. Ákveðin stígandi er að komast í útbreiðslu veikinar. Eina ráðið til að kveða þessa óværu niður er að setja á algert útgöngubann í tvær vikur hið minnsta ef nógu snemma er gripið til þess og setja á ferðatakmarkanir til og frá landinu. Þannig má hlífa fjölda manns við að taka veikina með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Þetta er eina aðferðin sem dugar eins og er og mörg ríki að taka upp, en þó virðist það ekki gert fyrr en í algert óefni er komið í mörgum tilvikum.

 

Það er nær öruggt að við næðum að kveða vírusinn niður með þessum hætti, en síðan yrði að fara ofur varlega þegar opnað verður á ferðalög að nýju og garentera að veiran komist ekki aftur inn í landið. Ef evrópa sem og öll önnur lönd væru samtaka í þessu yrði hættan að mestu liðin hjá í sumarbyrjun.

21.03.2020 16:11

Hús á Bakkanum - Heiðdalshús

HEIÐDALSHÚS


Sigríður Guðlaug Guðbrandsdóttir[b1] 

Sigurjón[b2]  Bjarnason og

Guðbjörg[b3]  Eiríksdóttir

1964 - 46

1922-1995  

1922 - 2004

 


 [b1]Sigríður dó ung, en hún var gift Magnúsi Péturssyni bústjóra á Litla-Hrauni. Þau voru bæði úr Reykjavík.

 [b2]Sigurjón var m.a. Formaður félagsdeildar Kaupfélags Árnesinga á Eyrarbakka. Hann var ákaflega skoðanafastur og gaf sig að pólitík, var tildæmis einn af stofnendum Félags Borgaraflokksins í Árnessýslu og í stjórn þess. Hann var um tíma í hreppsnefnd og starfaði mjög að ýmsum félagsmálum. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir frá Eyrarbakka og Bjarni Eiríksson á Halldórsstöðum  Vatnsleysustrandarhreppi. Sigurjón Var lengst af fangavörður á Litla-Hrauni.

 [b3]Foreldrar hennar voru Eiríkur Gíslason, f. á Bitru í Hraungerðishreppi og Guðrún Ásmundsdóttir, f. í Skógarkoti Þingvallasókn og bjuggu þau á Eyrarbakka. 

15.03.2020 22:24

Hús á Bakkanum - Heiðmörk

HEIÐMÖRK


Jónatan[b1]  Jónsson og

Sigrún Ingjaldsdóttir.

 

1921 - 2006

f-1932


 [b1]Jónatan Jónsson (Tonni) fæddist í Sandvík á Eyrarbakka 3. desember 1921 Hann starfaði frá unga aldri við sjómennsku en lenti í eldsvoða um borð í mb. Stíganda árið 1943 og dvaldi í tvö ár á sjúkrahúsi vegna alvarlegra brunasára. Hann starfaði eftir það um árabil sem leigubílstjóri en er hann flutti til Eyrarbakka starfaði hann sem vélgæslumaður við Hraðfrystistöð Eyrarbakka og sem starfsmaður Olís við bensínafgreiðslu. Jónatan og Sigrún fluttu til Reykjavíkur árið 1985 og starfaði Jónatan síðast sem vélstjóri hjá Goða, á Kirkjusandi.

08.03.2020 16:23

Hús á Bakkanum - Helgafell

HELGAFELL

 Húsið er byggt um aldamótin 1900 og hefur haldist innan sömu fjölskyldu síðan.

Sigríður[b1]  Grímsdóttir og

Jóhann[b2]  V. Daníelsson kaupmaður

Vilbergur Jóhannsson formaður og

Ragnheiður Guðmunda Ólafsdóttir

Ólafur[b3]  Vilbergsson

Ágúst Ólafsson

 1945 - 76 ára      

 1946 - 80 ára  

d.1939 - 40

d.1998 - 92ja

d.2005 - 76   

 


 [b1]Sigríður Grímsdóttir var frá Gljúfurholti, f. 7.5. 1869, d. 11.5. 1945

 [b2]Jóhann Vilhjálmur Daníelsson, Kaupmaður á Eyrarbakka, fæddist í Kaldárholti í Holtum, Rang. 17. nóvember 1866. Foreldrar hans voru Daníel Þorsteinsson, bóndi þar, og k.h, Vilborg Jónsdóttir. Jóhann var fyrst verslunarmaður á Stokkseyri, en síðan útibústjóri hjá verslunarfélaginu Ingólfi og keypti eignir þess síðar og rak félagið til 1925, en flutti þá til Reykjavíkur.

 [b3]Ólafur Vilbergsson 1929 - 2005 Jóhannssonar og Ragnheiðar Ólafsdóttur á Helgafelli. Ólafur var víðförull um mörg höfin. Háseti á m/b Sísí hjá Jóni Helgasyni á Bergi. Hjálparkokkur á Kveldúlfstogaranum Gylli, skipstjóri þar var Kolbeinn Sigurðsson frá Eyrarbakka svo háseti og stýrimaður. Stýrimaður á togurum með Sigurði Guðjónssyni frá Litlu-Háeyri, þeir Skallagrímur og Egill Skallagrímsson. Skipstjóri á m/b Faxa og Hafrúnu ÁR á humarveiðum. Farmaður hjá Eimskipafélagi Reykjavíkur, þeim Kötlu og Öskju og Bakkafossi. Síðan hjá Nesskipum, Suðurlandi, Ísnesi, Selnesi og síðast Akranesi og síðast starfaði hann hjá Fiskiver s/f á Eyrarbakka.



07.03.2020 23:24

Hús á Bakkanum - Hjallatún

HJALLATÚN


Húsið hannaði og byggði Eiríkur Guðmundsson trésmiður í Hátúni á árunum 1957 -1959

Óskar[b1]  Magnússon og

Þórunn[b2]  Vilbergsdóttir

 

 

1932-2016


 [b1]Óskar ólst upp á Flateyri, f. 1931 Magnúsar Péturssonar frá Engidal í Skutulsfirði og  Petrínu Skarphéðinsdóttur. Óskar var kennari á Stokkseyri í 6 ár en síðan kennari og skólastjóri á Eyrarbakka í 28. ár. Hreppsnefndarmaður og oddviti um árabil.

 [b2]Þórunn var fædd á Helgafelli Eyrarbakka Vilbergs Jóhannssnar og Ragnheiðar Ólafsdóttur. 

Sjá þar.

07.03.2020 22:22

Hús á Bakkanum - Hlið

HLIÐ I..........1891

Hlið II............1901


Guðmundur[b1]  Sigmunds. og Guðríður Ásgrímsd.

Guðmundur[b2]  Jónsson og Kristín Brynjólfsdóttir

Þóra Ágústína Runólfsdóttir

Halldór Jónsson

Ingvar Júlíus Halldórsson múrari-verkamaður

Steinun Jónsdóttir

?

?

1900 - 1s

1945 - 84ra

1987 - 90

--


 [b1]Þeirra barn: Lilja (1898) og Guðfinna Guðnadóttir (1888) tökubarn.

 [b2]Börn þeirra: Sigurjón (1885) Stefán (1890) Ólafía Vilborg (1895) Kristinn (1897)

05.03.2020 21:14

Hús á Bakkanum - Hlíðskjálf

HLÍÐSKJÁLF........1974

Hlíðskjálf

(Túngata 57) grunnur var lagður að húsinu 1972 en síðan byggt upp í áföngum. Meistarar voru Ársæll Þórðarson á Borg og Stefán Stefánsson frá Hliði Eyrarbakka

Katrín[b1]  Björg Vilhjálmsdóttir Símavörður m.m.

Sigurður[b2]  Andersen símstöðvarstjóri m.m

2000 - 59

2002 - 69 


 [b1]Katrín var fædd í Karelíu Finnlandi árið 1941 en kom til Íslands á unglingsárum og starfaði bæði í sveit og við fiskvinnslu. Hún var lengi símamær hjá Pósti og síma og síðar nokkur ár á skrifstofu hjá Kaupfélagssmiðjum á Selfossi.  Hún æfði kúluvarp og keppti til verðlauna fyrir HSK,  Sjá afrekaskrá: http://fri.is/afrekaskra/keppendur/kep23654.htm Hún var gift Sigurði Andersen símstöðvarstjóra og voru þau bæði mikið íþróttafólk á bestu árum sínum. Skírnarnafn hennar var Aira Karína Könönen.

 [b2]Sigurður Andersen var fæddur í Gamla Bakaríinu á Eyrarbakka 1932 sonur Lars Andersen Larsen bakara frá Horzens danmörku og Kolfinnu Þórarinsdóttur frá Vegamótum. Sigurður var einnig lærður bakari, og einstaklega fjölæfur til margra hluta. Hann var lengst af símstöðvarstjóri á Eyrarbakka. Stundaði Íslenska glímu og þrístökk á sínum yngri árum. Hann var einnig veðurathuganamaður fyrir Veðurstofu Íslands í mörg ár. Hélt sig að verkalýðs og sveitastjórnarmálum um nokkra hríð.Umsjónamaður kirkjuklukkunar, grúskari og örnefnasafnari svo eitthvað sé nefnt. Sjá einig:

Sagnaþættir Sigurðar Andersen - 123.is

 

01.03.2020 21:58

Hús á Bakkanum - Hlöðufell

HLÖÐUFELL

Hlöðufell

Jóhann Jóhannsson og Ragna[b1]  Jónsdóttir

 

 

 


 [b1]Ragna Jónsdóttir (1930-2012) fæddist í Nýhöfn á Eyrarbakka, dóttir Jóns Þórarins Tómassonar og Guðríðar Guðjónsdóttur í Nýhöfn. Eftirlifandi maður hennar fv. útgerðar og fiskvekandi Jóhann Jóhanns Elís Bjarnasonar, skipstjóra og útgerðarmanns á Eyrarbakka.

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273254
Samtals gestir: 35395
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 13:27:58