Færslur: 2023 Janúar

26.01.2023 20:50

Gömul mynd segir sögu

Oft segir gömul mynd meiri sögu en mörg orð. Þessi mynd er sennilega frá fyrrihluta 20. aldar og sýnir meginhluta af Búðarstíg á Eyrarbakka. Eftir miðjum stígnum liggja járnbrautateinar frá verslunarhúsunum að baki myndavélar og að kaupmannshúsunum (Húsið). Þar má sjá mann knýja brautarvagninn með handvirkum búnaði og nokkrar mannverur og börn standa þar hjá. Á hægri hönd er verið að undirbúa burðarklára til brottfarar og maður að treysta síðustu bindingarnar áður en lestin er teymd af stað eitthvað út í sveitir. Húsið þar við hlið er líklega timburgeimsla frá Vesturbúðunum. Á vinstri hönd við stíginn má sjá móta fyrir húsum þeim sem kennd eru við Búðarstíg. Staur sem þar stendur og annar eins við kirkjuna eru líklega til að hengja á olíuluktir. 

Fyrir miðri mynd eru Götuhús og smiðja þar við hlið. Kálgarður og kofar og skemmur þar fyrir sunnan. Öll eru þessi hús horfin í dag. Ofan við Götuhús sér í Garðshlöðuna, reisuleg bygging og húsaþyrpingu þar fyrir handan sem tilheyrir Garðbæjunum. Eittt þessara húsa eru einig horfið asamt Garðshlöðunni sjálfri, en tóftir standa eftir, en þar fyrir aftan sér í Einarshús. Hægra megin við götuna eru svo áberandi Kirkjuhús og Fjölnir. Nokkur fleiri hús þar sjávarmegin sem tilheyrðu Garðbæjartorfunni. Kirkjan stendur svo tignarleg á gatnamótunum Búðarsígs og Kirkjustræti. Þar fyrir aftan mótar fyrir Kaupmannshúsunum.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273302
Samtals gestir: 35396
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 14:13:24