Færslur: 2019 Febrúar
09.02.2019 14:26
Hekluhverfið
Marserað á þjóðhátíðardegi einhvertíman á 5.áratugnum. Hverfið byggðist upp að mestu í þessum stíl á tímum Kf. Heklu sem lengstum var með aðalstöðvar sínar í hverfinu.
Skrifað af oka
09.02.2019 13:58
Hópið
Hópið er tjörn suður af Steinskoti í Háeyrarvallahverfi. Á vetrum var svellið oft notað til hópleikja í frímínútum, en barnaskólinn er skamt frá.
Skrifað af oka
09.02.2019 13:52
Skúmstaðahverfi
Skúmstaðahverfið á 6. áratugnum. Vatnslitamynd eftir Sigurð Andersen símstöðvastjóra.
Skrifað af oka
09.02.2019 13:32
Vesturbakkinn
Vesturbakkinn (Búðarstígur) á 6. áratugnum. Þrjú hús á þessari mynd eru horfin.
Skrifað af oka
09.02.2019 13:22
Litla Háeyri í tímans rás.
Litlu-Háeyrartorfan eins og hún leit út á 7. áratugnum.
Skrifað af oka
09.02.2019 13:05
Marhnútaveiðar
Marhnútaveiðar voru dæmigert sport hjá atorkum börnum sem ólust upp á Bakkanum. Oft voru notuð heimatilbúin færi, þar til litlar veiðistangir fóru að fást í búðunum.
Skrifað af oka
03.02.2019 16:41
Þegar fljúgandi furðuhlutir voru fréttaefni.
Fljúgandi furðuhlutir eru kanski ekki fyrirbæri veruleikans, nema þá drónar nútímans, en hver veit. Veiðimaðurinn í Ölfusárósi er allavega of upptekinn til verða þess var.
Skrifað af oka
03.02.2019 16:31
Sjoppurómantíkin
Það er kanski rómantík 8. áratugarins sem byrtist í þessari mynd. Laugi búinn að opna búðina og viðskiptavinirnir, aðalega ungafólkið.
Skrifað af oka
03.02.2019 14:42
Sigling á fleka
Það muna kanski einhverjir eftir siglingu af þessu tagi. Þessi gerð af flekum voru mjög vinsæl leiktæki á tjörnunum við Eyrarbakka á 7.áratugnum og náttúrulega heimasmíðað.
Skrifað af oka
03.02.2019 14:26
Bakaríið á Eyrarbakka
Gamla Bakaríið á Eyrarbakka, er með elstu húsum á Bakkanum. Nánar má lesa um sögu þessa hús á Eyrarbakki.is
Skrifað af oka
03.02.2019 13:54
Rúnturinn á Bakkanum
Rúnturinn er liðin tíð. Það var siður ungmenna að rúnta um Bakkann á kvöldin og um helgar og ekki þótti verra að eiga tryllitæki til þess. Aðrir héngu við sjoppurnar langt fram á kvöld. Þá voru tölvur og snjallsímar ekki komnir til sögunar. Þessi mynd gæti vísað til 8. áratug síðustu aldar.
Skrifað af oka
03.02.2019 13:34
Úr Frystihúsinu á Eyrarbakka
Það má vel ætla að hér séu meistaraflakararnir Ingvar í Hliði og Villi í Tröð að störfum í frystihúsinu á Eyrarbakka á árunum áður. Nú er gamla frystihúsið orðið hótel, en minningin um frystihúsið, Ingvar og Villa ofl. lifir hér enn.
Skrifað af oka
- 1
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 203159
Samtals gestir: 25771
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 04:21:13