Flokkur: Grúsk

03.11.2021 22:11

Félagsmenn vildu kæfa alla sundrung


Eftir að sjómannafélags Báran var stofnuð í Reykjavík 1896 af Ottó N Þorlákssyni og fleiri skútukörlum lá leið þeirra út á land að stofna fleiri Bárufélög. Eitt þeirra var Báran á Eyrarbakka stofnað 16. febrúar 1904. Ekki höfðu margir trú á þessu fyrirtæki í fyrstunni, en góð forysta dró fljótlega til sín flesta vinnandi menn á Bakkanum. Þeir sem stóðu í brúnni á bernskuárum félagsins voru helst þessir: Sigurður Eiríksson stofnandi, Kristján Guðmundsson einn af stofnendum. Bjarni Eggertsson í 35 ár. Eggert Bjarnason um nokkurt skeið. Einar Jónsson um allnokkur ár. Sigurjón Valdimarsson. Andrés Jónsson. Kjartan Guðmundsson, Guðrún Thorarensen og Eiríkur Runólfsson svo einhverjir séu nefndir.
Á eins árs afmæli félagsins var þetta hátíðarljóð eftir Helga Jónsson í Bráðræði sungið:

Hér í kvöld við höldum
hátíð - Báruminni!
Létt nú lífið tökum -
Leikum dátt - til gamans.
Lipran dans nú stigi fögru fljóðin -
Fram með kæti! Syngið gleði óðinn.
Hristum af oss hverstags ryk og drunga.
Heill sé þér vort Bárufélag unga.

Áragömul nú ertu.
Æskan við þér brosir.
-" Mjór er mikils vísir" -
má vel um þig segja.
Í fyrra vildu fáir við þér líta,
en flestir vilja tryggð nú við þér hnýta.
Fram til starfa! Hátt skal hefja merki,
hygg að sönnu, gakk nú djörf að verki.

Báran okkar blómgist,
bræðralag hún styðji,
svæfi alla sundrung,
saman krafta tengi.
Efldu þrótt, - og auktu góðan vilja.
Afl vort sjálfra kenndu oss rétt að skilja.
Lifðu heil og lengi kæra Bára,
lukkan styðji þig til margra ára.

Myndin hér að ofan er samkomuhúsið Fjölnir  sem Bárufélagar, templarar og ungmennafélagið reistu. 

21.05.2021 23:17

Jarðmyndun Eyrarbakka og Stokkseyrar

Þjórsárhraunið rann fyrir u.þ.b. 8000 árum, en ströndin á Eyrarbakka hefur líklega byrjað að myndast með jarðvegsefnum úr gjósku og gróðri fyrir 3.500 árum og síðan sjávarsandi og skeljum fyrir 2.740 árum (geislakolsárum) samkvæmt greiningu á jarðlögum.

Fyrir 5000 árum fór loftslag hlýnandi af einhverjum ástæðum og náði líklega 2-3° hærri meðalhita en er í dag. Það hafði þau áhrif að jöklar á Grænlandi og Suðurskautinu bráðnuðu meira en nokkurntíman áður og mikið leysingavatn streymdi til sjávar og hækkaði sjávarborð heimshafanna. Þetta hlýskeið virðist hafa staðið yfir í um 1000 ár. Hafði sjávarborð þá verið u.þ.b 4 m hærri en núverandi sjávarborð. Þá hafði sjór náð upp í miðjan Flóa. Fyrir 2.500 árum kólnaði á ný af einhverjum ástæðum og jöklar tóku að vaxa á nýjan leik. Sjávarborð lækkaði að sama skapi og jarðvegur byrjaði að myndast á sandeyrum í bland við skeljar og sjávargróður sem brimið braut og mótaði. Fyrir 2000 árum virðist ströndin komin í núverandi horf.

21.05.2021 23:13

Orkubúskapur Eyrbekkinga árið 1937 vs 2021


Árið 1937 bjuggu 585 manns á Eyrarbakka. Orkuþörf samfélagsins byggðist aðalega á 5  orkugjöfum:
 Rafmagn frá dísel rafstöð 9.344 kwst.
 Kol 4,25 tonn.
 Olía 10.000 litr.
 Mór 285 hestburðir.
 Tað, hrís ofl. 300 hestburðir.
Orkukostnaður þorpsins nam kr. 36.876

Í dag er aðalega notast við 3 megin orkugjafa sem ég áætla m.v sama mannfjölda.
 Rafmagn 975.000 kwst. (Kwh) = kr. 15.960.750
 Hitaveita 78.000 tonn. = kr. 12.168.000
 Olía/bensín á bifreiðar. 244.000 litr. = kr.60.268.000

Orkukostnaður þorpsins í dag kr. 88.396.750 þar af 24% vsk til ríkisins.

06.04.2021 22:31

Fyrir grúskara

Allar færslur frá 2005 til 2020 má finna í stikunni hér til hægri og ad ofan


06.04.2021 00:29

Álfur og Álfstétt

Álfur hét madur Jónsson sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna og drykkfeldur nokkud. Vinnumadur var hann ad Óseyrarnesi ásamt konu sinni um 1847 (ábúd á ödrum Nesbænum 1855). Fluttist sídan ad Nýjabæ á Eyrarbakka og ad sídustu austur á Hól í Hraunshverfi og þadan upp ad Medalholtshjáleigu í Flóa. Þad var mikil fátækt um midbik 19 aldar og reyndar allsleysi hjá flestum í þorpinu. Álfur var duglegur til allra verka, hagur á járn og tré og réri til sjós í Þorlákshöfn þá er hann var í Óseyrarnesi. Sídan af Bakkanum hjá Þorleifi ríka á Háeyri, formadur á skipi hans og frá Loftstödum. Á þessum árum voru gerd út 30 - 40 áraskip á Eyrarbakka og sjón ad sjá þessum skipum radad upp medfram allri ströndinni og birgin og beituskúranna þar upp med sjógardinum. Þá var mikid um ad vera, skipin tví og þríhladin af fiski og stundum med seilad aftanní. Stundum voru menn sendir út á skerin til ad taka vid seilunum og draga upp í fjöru. Vermenn komu úr sveitum alstadar ad og nóg var af brennivíni til ad skola sjóbragdid úr kverkunum. Svo rammt kvad ad drykkjuskap ad menn seldu jafnvel skó og sokka barna sinna og naudsynjar heimilanna fyrir krús af brennivíni, og sáu ýmsir höndlarar sér leik á bordi um vertídina. Fæda þorpsbúa um þessa tíd var adalega fiskur, söl og grautur úr bankabyggi. Í hallæri var þad líka 'Mura' rótartægjur. Kál stód stundum til boda. Til hátídabrigda var keypt skonrok. Á jólum var börnum bodid í Faktorshúsid upp á graut med sýrópi og eitt tólgarkerti hvert til ad fara med heim. Um sumarid fylltist þorpid af lestarmönnum ofan úr fjarlægustu sveitum med ullina sína. Þá var líka eins gott ad nóg væri til af brennivíni ofan í gestina.

Þarna gátu menn litid augum og heilsad upp á Þurídi formann, lágvaxin kona sem ávalt gekk um í karlmannsfötum, en landsfræg eftir ad hún sagdi til Kambránsmanna. En hún var ekki sú eina, því medal lestarmanna var kerling ein eftirtektaverd. Hún hét Ingirídur, stórskorinn, hardeygd og tröllsleg. Hún gekk med hatt og í karlmannsfötum og gaf ödrum körlum ekkert eftir.

En aftur ad Álfi. Hann átti frumkvædi ad því ad leggja veg þann á Eyrarbakka er enn ber nafn hans, þ.e Álfstétt. Vegurinn var lagdur medfram og yfir fúakeldur og fen svo fólk ætti betra med ad komast upp í mógrafir (mór notadur til eldsneytis) og slægjulanda sinna. Þetta var fyrsti vegarspottinn sem sérstaklega var byggdur sem slíkur á Eyrarbakka.

02.04.2021 23:28

Árborg fortídar-1850 til nútídar.

Þad má med sanni segja ad um midja 19 öld hafi Eyrarbakki verid nafli alheimsins í hugum íslendinga og ekki síst Sunnlendinga, því þangad komu menn vída ad til útrædis og verslunar eins og þekkt er. Öldum saman var Eyrarbakki nátengdur erlendri verslun og skipaferdum og íbúum stadarinns fór stödugt fjölgandi þó ekki sé saman ad líkja vid Árborg nútímanns hvad fólksfjölgunina snertir ad ödru leiti en því ad huga þurfti ad menntun barnanna. Í landinu var enginn eginlegur skóli fyrir börn sem svo mætti kalla, en nú stód hugur nokkura flóamanna til ad setja slíka stofnun á fót enda var þörfin brýn. Oft var samtakaleysi sunnlendinga þrándur í götu enda og fátækt og örbyrgd landlæg í þessum landshluta, ekki síst einmitt vegna þess. Þad var því álitid ad yrdi mikid verk forgöngumanna ad sannfæra alþjód um ágæti slíkrar skólastofnunar, en raunin vard önnur því flestir tóku þessum hugmyndum fagnandi.

Í nánd vid kaupstadinn voru um 50 býli og börn á aldrinum 7-14 ára á milli 30 og 40 talsins. Í Stokkseyrarhverfi voru 30 býli og 20 börn á þessum aldri og ríflega annad eins á Bakkanum.

Forgöngumenn fyrir stofnun hjálparsjóds fyrir barnaskólann voru þeir Gudmundur Thorgrímsen verslunarfulltrúi á Eyrarbakka, Páll Ingimundarsson prestur í Gulverja og Stokkseyrarsókn og Þorleifur Kolbeinsson hreppstjóri á Litlu-Háeyri. Skólinn var sídan  formlega stofnadur árid 1852.

Á næstu 100 árum á eftir voru mörg framfaraskref stigin á svædinu sem mætti kalla Árborg fortídar sem saman stód af Eyrarbakka-Stokkseyrar-Sandvíkurhreppi og sídar Selfosshreppi. Aukin verslun, rjómabú, brúun ölfusár, mjólkurbú, sláturhús, vegaumbætur, áveita, fráveita, kaupfélög, sparisjódur, sjómannaskóli, hafnarbætur, vélbátaútgerd, fiskvinnsla,  fangelsi, sjúkrahús, gardræktun, uppgrædsla, skógrægt, rafmag, sími, pósthús, vatnsveita og upphaf hitaveitu og svo mætti lengi telja. Frá midri 20 öld hófst hægfara hnignun á svædinu vid ströndina þegar stórverslunin hvarf med öllu og nádi hnignunin  hámarki skömmu fyrir aldamótin 2000. Reynt var ad sporna vid þeirri þróun med aukinni útgerd og hafnarbótum, idnadaruppbyggingu og brúun Ölfussárósa og kaup á skuttogara. Þessar tilraunir fjörudu út á nokkrum árum, sem og  leiddi sídar af sér sameingu þessara 4 hreppa í þad sem nefnt er Árborg. Nú undanfarn  20 ár hefur verid allnokkur stígandi í þróun svædisins og mikil fólksfjölgun og uppbygging einkum á Selfossvædinu. 

Í sandvíkurhreppi hefur byggst upp íbúakjarni, svokalladar búgardabyggdir og þar er uppbygging enn í fullum gangi. Íbúdahverfi hafa byggst upp í bádum þorpunum vid ströndina, Hulduhólshverfid og Hjalladælin á Eyrarbakka og Ólafsvallahverfid á Stokkseyri. 

Dálitlu af opinberu fé hefur verid varid til þorpanna frá sameiningunni fyrir 20 árum. Byggt var vid báda leikskólanna, Brimver og Æskukot og nýtt skólahús byggt á Stokkseyri og til vidhhalds obinberra bygginga. Vatnsveita var tengd vatnsveitu Selfoss. Gangstéttir endurnýjadar af stórum hluta í bádum þorpum og lítilega endurnýjad af malbiki. Byggdur var svokalladur Fjörustígur sem tengir þorpin tvö saman fyrir gangandi og hjólandi. Fuglafridland var stofnad á Óseyrarmýrum. Tjaldsvædum komid upp á bádum stödum. Leiksvædum fyrir börn. Byggdasafn Árnessýslu fékk heimilisfesti í Húsinu og þad vaxid og dafnad. Hjúkrunarheimili fyrir aldrada stækkad.

Naudsynlegt er ad hlúa áfram ad þessum samfélögum sem hafa ad geyma mikla sögu menningar, verslunar og atvinnuhátta fyrri tíma. Þessari arfleid þarf ad vera hægt ad gera gód skil í tíma og rúmi og er Byggdasafnid besti vettvangur til þess eins og þegar stór vísir er ad med vardveislu Hússins, áraskipsins Farsæl, Beituskúrinn og Eggjaskúrinn, Rjómabúid, þurídarbúd og Kirkjubæjarinns og svo nú nýverid med mun bættri sýningaradstödu í Alpanhúsinu og kaup þjódminjasafnsins á húsinu Eyri.

22.11.2019 21:31

Höndin dauðans hömlum í

Ungbarnadauði á Eyrarbakka 1900-1950

0-1 árs

Ár

Stúlkur

Drengir

Samtals

1900

0

2

2

1901

0

1

1

1902

2

1

3

1903

1

1

2

1904

1

1

2

1905

0

2

2

1906

0

0

0

1907

0

0

0

1908

1

3

4

1909

0

4

4

1910

1

0

1

1911

1

0

1

1912

1

2

3

1913

1

1

2

1914

0

0

0

1915

0

1

1

1916

0

0

0

1917

0

1

1

1918

0

0

0

1919

0

1

1

1920

2

1

3

1921

1

1

2

1922

1

2

3[b1] 

1923

0

0

0

1924

0

2

2

1925

0

0

0

1926

0

0

0

1927

0

0

0

1928

0

2

2

1929

1

1

2

1930

0

0

0

1931

0

0

0

1932

3

0

3

1933

1

1

2

1934

0

0

0

1935

0

2

2

1936

0

1

1

1937

0

0

0

1938

0

1

1

1939

0

0

0

1940

0

0

0

1941

0

0

0

1942

0

1

1

1943

0

0

0

1944

0

0

0

1945

0

1

1

1946

0

0

0

1947

0

0

0

1948

0

0

0

1949

0

0

0

1950

0

0

0

Samtals

18

37

55

1-7 ára

Ár

Stúlkur

Drengir

Samtals

1900

1

1

2

1901

0

1

1

1902

0

1

1

1903

0

0

0

1904

0

0

0

1905

0

1

1

1906

0

0

0

1907

0

0

0

1908

1

2

3

1909

0

0

0

1910

0

0

0

1911

0

0

0

1912

0

1

1

1913

0

0

0

1914

0

1

1

1915

1

0

1

1916

0

0

0

1917

0

0

0

1918

0

0

0

1919

0

0

0

1920

0

0

0

1921

0

0

0

1922

0

1

1

1923

0

1

1

1924

1

1

2

1925

1

0

1

1926

1

0

1

1927

0

1

1

1928

0

0

0

1929

0

0

0

1930

0

0

0

1931

0

0

0

1932

0

1

1

1933

0

0

0

1934

0

0

0

1935

0

0

0

1936

0

0

0

1937

1

1

2

1938

0

0

0

1939

0

0

0

1940

0

0

0

1941

0

0

0

1942

0

0

0

1943

0

0

0

1944

0

0

0

1945

0

0

0

1946

1

0

1

1947

0

0

0

1948

0

0

0

1949

1

0

1

1950

0

0

0

Samtals

9

14

23

Samtals 78 börn. drengir 51 Stúlkur 27


 [b1]Þríburar Bakarí

08.11.2016 20:24

Sú var tíðin 1953


Vigfús Jónsson oddvitiPólitíkin: Oddviti var Vigfús Jónsson fyrir Alþýðuflokk. Eitt helsta áherslumál hreppsnefndar var að fá Ölfusá brúaða við Óseyrarnes og möguleika á aflakaupum af togurum sem gætu innan tíðar lagt upp að nýrri höfn í Þorlákshöfn. Það var kosningaár og bauð sig fram til þings Vigfús Jónsson oddviti, enda þá orðin vel þekktur meðal krata í sýslunni, en ekki fór það svo að Fúsi færi á þing. En þrátt fyrir það komust brúarmálin fram á varir þingsins, því Jörundur Brynjólfsson flutti frumvarp um breytingu á brúarlögunum þess efnis, að tekin verði upp í lögin brú á Ölfusá hjá Óseyrarnesi: Ekki varð það úr í þetta sinn og máttu Eyrbekkingar bíða í 35 ár enn. [ Og það má svo sem segja að þá er hún loksins kom, var frystihúsið flutt yfir hana til Þorlákshafnar.]

 

 

Kristján Guðmundsson formaðurVerkalýðsmál: Í stjórn Verkamannafélagsins Bárunnar voru kjörnir: Kristján Guðmundsson Formaður, Guðmann Valdimarsson varaformaður, Jónatan Jónsson ritari, Guðjón Sigfússon gjaldkeri og Gestur Sigfússon meðstjórnandi.

Á funldinum var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga: Fjölmennur fundur í Verkamannfel. Báran á Evrarbakka lýsir yfir eindreginni andstöðu sinni við þá hugmynd. að stofnaður verði íslenzkur her.

 

Jóhann VilbergssonÚtgerðin: Frá Eyrarbakka voru gerðir út 6 bátar, á Stokkseyri 5 og Þorlákshöfn 5. Erfiðlega gekk að manna Bakkabátana sökum manneklu og var tekið til bragðs að sækja vermenn til Reykjavíkur og norður í Húnaþing. Margir sjómenn og verkamenn af Bakkanum fóru í vinnu við Sogsvirkjun og byggingu Keflavíkurflugvallar. "Gullfoss" bátur Sveins Árnasonar var þó við róðra allann veturinn þegar gafst á sjó og aflaði vel bæði af ýsu og þorsk. "Ægir" var endurbyggður og stækkaður og taldist nú 23 tn. bátur. Nýr bátur "Farsæll" 28 tn. bættist í flotann snemma árs, en hann kom frá Akranesi (Grundarfirði). [ Var í eigu Sigurðar Ágústssonar alþingismanns og Sigurjóns Halldórssonar skipstjóra í Grundafirði.] Báturinn fékk nýtt nafn "JÓHANN ÞORKELSSON" ÁR 24 og var í eigu þeirra bræðra Bjarna og Jóhanns Jóhannssona. Fyrsti róður Bakkabáta var farinn á línu 30. janúar út á  svonefndar "Forir". Aflahæstur Bakkabáta á vertíðinni var Faxi ÁR 25 en skipstjóri var Jóhann Vilbergsson. Beinamjölsverksmiðja fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri var tekin í notkun þetta ár.

Ein trilla sökk í höfninni er gerði aftaka veður um miðjan nóvember, en ekki urðu aðrir skaðar. [Þessi trilla 6 tn. hét "Hafsteinn" og áttu hana Torfi Nikulásson, Gísli R Gestsson og Gretar Sigfússon]

 

EngjaslátturLandbúnaður: Búskaparáhugi var vaxandi á Bakkanum og þá aðalega sauðfjárbúsapur. Garðrækt fór einig vaxandi, en mest var ræktað af kartöflum, gulrótum. Vélar voru notaðar að litlu leiti, þá aðalega við plægingar. Var garðrækt talinn annar stæsti atvinnuvegurinn á Bakkanum á eftir fiskvinnslu. Garðyrkjubændurnir áttu þó í höggi við skæðan óvin "Íslandsfiðrildi" (Miss Iceland) en lirfur þess gerðu mikinn usla í gulrótagörðum og einig eitthvað í kartöflugörðum og var tjónið metið á tug þúsunda. Kartöflu uppskera varð þrátt fyrir það með ágætum, en upptekt hófst að nokkru í lok júlí og gulrótauppskeran sló öll fyrri met þrátt fyrir vandræðin með grasmaðkinn. Þegar líða tók að hausti varð vart við nýjan kartöflusjúkdóm "hnúðorm" sem þegar var orðin útbreiddur út um sunnlensk héruð. Slætti seinkaði nokkuð vegan vætutíðar, en hófst að fullu í byrjun júlí, enda spretta góð.

 

Sr. MagnúsKirkjan: Tveir sóttu um Eyrarbakkaprestakall er Árelíus Níelsson hafði gengt til þessa, en hann hvarf til starfa í Langholtskirkju. Þeir sem sóttu um voru: Jóhann Hliðar og Magnús Guðjónsson og hlaut sá síðarnefndi embættið. Á kjörskrá á Eyrarbakka voru 320 og á Stokkseyri 350.

 



Hjónaefni: 1953 Gefin voru saman María Pálmadóttur, Ásheimum á Eyrarbakka, og Sigurður Pálsson, læknanemi. Bernharður Hannesson vélstjóri og Sigurlaug Kristjánsdóttir frá Rvík. Kolbeinn Guðjónsson, Guðjónssonar og Kristín Kristinsdóttir frá Rvík. Aðalheiður Jónsdóttir og Sigurður Kristjánsson kaupmaður, bæði af Bakkanum. Þá Opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórunn Vilbergsdóttir, frá Helgafelli Eyrarbakka, og Óskar Magnússon kennari, Stjörnusteinum Stokkseyri. Aðalheiður Sigfúsdóttir frá Garðbæ og Ási Markús Þórðarson frá Brennu Eyrarbakka voru gefin saman. Gestur Jóhannsson og Pálína Ákadóttir. Esther Ævarr frá Vatnagarði og Sveinn Öfjörð á Lækjarmóti. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir í Gunnarshólma og Guðmundur S Öfjörð á Lækjarmóti trúlofuðust. Hjördís símamær Antonsdóttir frá Tjörn og Ólafur bílstjóri Jóhannesson á Breiðabóli gefin saman. Ólöf Waage Sigurðardóttir og Sveinn Tómasson, piltur úr Vestmannaeyjum. [Móðir Ólafar var Ingibjörg Ólafsdóttir Waage á Kirkjuhvoli] Eiríkur Guðmundsson trésmiður frá Merkigarði/Hátúni Eiríkssonar í Ísaksbæ/ Merkigarði og Vigdís I Árnadóttir verslunarstjóra Eiríksssonar frá Bjarnaborg Stokkseyri. Guðrún Árnadóttir, Akri og Kristján Magnússon. Ragna Jónsdóttir, Nýhöfn og Jóhann Jóhannsson, Einarshöfn.

 

Andlát: Filippía Árnadóttir frá Mundakoti (81). Guðleif Gunnarsdóttir frá Garðhúsum (79). Maður hennar var Jónas Einarsson sjómaður, en hann druknaði í sjóslysi á Eyrarbakka árið 1927. Börn þeirra voru 9 talsins, meðal þeirra Gunnar Jónasson, fyrrverandi eigandi og forstjóri Stálhúsgagna, Kristinn Jónasson rafvirki Eyrarbakka og Ingibjörg Jónasdóttir kona Guðlaugs Pálssonar kaupmanns. Friðrik Sigurðsson frá Gamla-Hrauni (77) Fyrri kona hans var Margrét Jóhannsdóttir og síðari Sesselja Ásmundsdóttir. Gísli skósmiður Gíslason frá Skúmstöðum Einarsonar. Kona hans var Valgerður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi. Sigþrúður Sveinsdóttir í Vinaminni. Maður hennar var Sigurður Gíslason trésmiður frá Vinaminni.

 

Þá má nefna af Eyrbekkskum ættum Jón Sveinbjörnsson konungsritara, en móðir hans var Jörgina Guðmundsdóttir Thorgrímssen verslunarstjóra. Sigurgeir biskup Sigurðsson. Voru foreldrar hans þau Sigurður Eiríksson regluboði og kona hans Svanhildur Sigurðardóttir í Túnprýði, hafnsögumanns Teitssonar í Naustakoti / Mundakoti.

 

 

Afmæli:

90  Jón Ásgrímsson Jón hómopati Ásgrímsson í Björgvin. Halldóra kona hans dó úr spönskuveikinni 1918 og einkasonur þeirra Víglundur druknaði á Bússusundi 1927. Jón var einn af 22 systkynum.

 



70 Kristinn í Gistihúsinu Gunnarsson meðhjálpari og smiður. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir í Stóradal. Foreldrar hennar voru Þórey Sveinsdóttir og Brynjólfur Vigfússon í Simbakoti. Sigurgeir Ólafsson  og Sigurlín Bjarnadóttir í Björgvin.

 

60 Kristinn Hafliði Vigfússon frá Simbakoti, trésmíðameistari á Selfossi. Sonur Vigfúsar Halldórssonar Vigfússonar bónda á Ósabakka á Skeiðum. Faðir Sigfúsar Kristins byggingameistara á Selfossi. Ólafur Bjarnason frá Eyvakoti, verkstjóri í Hraðfrystistöðinni. Kona hans var Jenný Jensdóttir frá Litlu Háeyri og bjuggu þau í Þorvaldseyri og áttu 12 börn.

Ólafur var lengi í forustusveit Bárunnar á Eyrarbakka og sat í hreppsnefnd. Níls Ísakson skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar. Sonur Ísaks Jónssonar verslunarmanns er Ísaksbær er kenndur við og Ólafar Ólafsdóttur.  Guðjón Jónsson, verkstjóri frá Litlu-Háeyri, en bjó þá á Siglufirði. Sonur Jóns Andréssonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur á Litlu-Háeyri. Siggeir Bjarnason verkstjóri, bjó þá í Reykjavík. Þórarinn Guðmundsson búfræðingur á Sólvangi. Þórarinn byggði Sólvang á sínum tíma í félagi við Hafliða Sæmundsson kennara. Kona Þórarinns var Ingiríður Guðmundsdóttir og voru þau jafnaldrar. Þau áttu síðar heima á Ásabergi. Páll Ísólfsson tónskáld frá Stokkseyri, en við píanóið í Húsinu dvaldi hann oft frá unga aldri. Adolf Kristinn Ársæll Jóhannsson, skipstjóri í Reykjavík, giftur Elínu Jónsdóttur frá Mundakoti. Guðmunda Jóhannsdóttir, síðar ráðskona á Akri. Guðrún Ásmundsdóttir Gunnarshólma. Hennar maður var Eiríkur Gíslason, trésmíðameistari sama stað. Ólöf Ebeneserdóttir í Einarshúsi, gullsmiðs Guðmundssonar. Ragnhildur Ólafsdóttir í Hreggvið. Sigríður Guðbrandsdóttir í Grímsstöðum. Valdemar Þorvarðarsson í Kirkjuhúsi.

 

50: Sigurður Guðjónsson togaraskipstjóri frá Litlu-Háeyri. Vilhjálmur S Vilhjálmsson rithöfundur, bjó þá í Rvík. Foreldrar hans voru Gíslína Erlendsdóttir og Vilhjálmur Ásgrímsson verkamaður í Vinaminni, síðar Reykjavík. Vigfús (Fúsi) oddviti og smiður í Garðbæ Jónssonar steinsmiðs Vigfússonar Rvík, og Helgu Sigurðardóttur. Fósturforeldrar hans voru Tómas Vigfússon formaður og Margrét Vigfúsdóttir í Götuhúsum / Garðbæ. Guðmundur J Guðmundsson, Jónssonar fyrrum forstjóri Litla-Hrauni og Bifreiðaverkstæðis Eyrarbakka. Hann var frá Hrauni í Ölfusi. Hann flutti til Rvikur sökum heilsubrests og stundaði bílasölu. Kona hans var Guðlaug Brynjólfsdóttir [skósmiðs Árnasonar í Merkisteini?] Bragi Ólafsson héraðslæknir. Bragi var Keflvíkingur sonur Ólafs Ófeigssonar þar og Þórdísar Einarsdóttur. Jón Kristinn Pálsson Skúmstöðum/ Pálsbæ, giftur Elísabet Kristinsdóttur. Sigurmundur Guðjónsson Einarshöfn, verkamaður og sauðfjárbóndi, giftur Ágústu Magnúsdóttur. Sæmundur Þorláksson Sandi, Garðyrkjubóndi, giftur Svövu Jónsdóttur.

 

 

Sandkorn:

Nýtt blað, "Suðurland" hóf göngu sína, og heitir eftir samnefndu blaði er fyrst var gefið út á Eyrarbakka 1910. Rítstjóri þessa nýja Suðurlands var Guðmundur Daníelsson.

Leikfélag Akranes sýndi "Grænu lyftuna" í  leikhúsi Eyrbekkinga Fjölni og leikfélag Selfoss kom einig í heimsókn og setti upp gamanleikinn "Æskan við stýrið". Þá kom leikfélag Hveragerðis og sýndi "Húrra krakka".

Leikfélag Eyrarbakka gerði einnig víðreist um sveitir með verkið "Hreppstjórinn á Hraunhamri"

Trésmiðja Eyrarbakka var auglýst til sölu, en hana ráku Bergsveinn Sveinsson og Vigfús Jónsson.

Það voru einkum kennarar á Eyrarbakka og Hafnafirði sem komu því til leiðar að skemtanir fóru að tíðkast í skólum landsins.

Ungmenni á Eyrarbakka voru dugleg að skrifast á við pennavini víða um land.

Hljómlistamenn, skemmtikraftar og velunarar stóðu fyrir söfnunarátaki í Reykjavík til handa Fanneyju litlu frá Eyrarbakka, Kristjánsdóttur er þurfti til læknismeðferðar erlendis.

Einn fyrsti, ef ekki alfyrsti fegrunarfræðingur íslenskur var Ásta Johnsson Ólafsdóttir söðlasmiðs Guðmundssonar og Guðríðar Matthiasdóttur á Eyrarbakka, en Ásta bjó í danmörku.

Á málverkasýningu Finns Jónssonar í Reykjavík vöktu hvað mest athyggli tvær myndir af Briminu á Bakkanum.

Kjartan Sigurðsson arkitekt frá Eyrarbakka teiknaði ráðhúsið í Odense í danmörku. Hann teiknaði einig Árnagarð, hús handritastofnunar.

Stæsta kartaflan á þessu hausti kom úr garði Sigurðar bifreiðastjóra Ingvarssonar á Hópi. Vó hún 1100 gr. Það var svokölluð "Sámstaðakartafla" BEN LOMOND, en sú næst stæsta úr sama garði vó 750 gr. af Bentje tegund.

U.M.F.E. Umf. Eyrarbakka girti 1 ha lands til skógræktar og gróðursetti þar 1000 plöntur. Fór þriggja daga skemmtiferð á Snæfellsnes. Þátttakendur 30. Bókasafnið telur 2305 bindi. Útlán 1120. Safnar örnefnum í hreppnum. Farnar hópferðir í sund að Hveragerði. Umf. Stokkseyrar gróðursetti 3000 trjáplöntur með Stokkseyringafélaginu í Reykjavik í Ásgautsstaðaeyju. Er hún sameign félaganna. Undirbýr íþróttavallarbyggingu. Gengst fyrir tómstundakvöldvökum ásamt fleiri félögum. Farin fjölmenn hópferð að Klaustri.

Mesta frost um veturinn -16 stig í desember.

1952 1951 1950 1949 1948 1947 1946 1945 1944 1943 1942 

1941 1940 1939 1938 1937 1936 1935 1934 1933 1932 

1931 1930 1929 1928 1927 1926 1925 1924 1923 1922 

1921 1920 1919 1918 1917 1916 1915 1914 1913 1912 

1911 1910 

 

Heimild: Alþýðubl. Akranes, Morgunbl. Skinfaxi.Tíminn,Tímarit.is, Útvarpstíðindi,Vísir, Ægir,

22.09.2015 21:21

Flóabáturinn Ingólfur

Ingólfur gamli flutti vörur milli Reykjavíkur Akranes og Borgarnes og einnig til Eyrarbakka. Ingólfur byrjaði flutninga 1908 og var það fyrsta flutninga og farþegaskipið sem var alfarið í íslendinga eigu. Árið 1916 voru þrír Eyrbekkingar á Ingólfi; Sigurjón Jónsson frá Skúmsstöðum var skipstjóri, og sægarpur hinn mesti, Einar organisti frá Eyfakoti og Jón Axel Pétursson, sonur Péturs Guðmundssonar kennara, þá 16 ára og voru þeir hásetar.

Ingólfur tók einnig þátt í leitum og björgun skipbrotsmanna á Faxaflóasvæðinu.

18.09.2012 23:35

Búnaður Árnesinga 1858

Í skýrslu um búnaðarástand á Íslandi 1858 til 1859 kemur fram að Árnessýsla var byggð 766 jörðum. Af skepnum voru: Kýr og geldkvígur 2.673 Griðungar og geldneyti, eldri en veturgamalt 492. Veturgamall nautpeningur 972. Ær með Iömbum 6.274. Geldar ær 644. Sauðir og hrútar eldri en veturgamlir 306. Gemlingar 4.140. Geitfé var ekkert. Hestar og hryssur 4ra vetra og eldri voru 3.496. Tryppi veturgömul til 3ja vetra 1.523. Þiljuskip voru engin en skipakostur sýslunar að öðru leiti þannig: Tólf, tíu og áttæringar voru 41. Sex og fjögramanna för 24. Minni bátar og byttur 71. Kálgarðar voru 1.088 eða samtals 75.039 ferfaðmar. Áveituskurðir voru samtals 1.110 faðmar að lengd. þúfnasléttur 10.349 ferfaðmar. Hlaðnir túngarðar 1.676 faðmar. Færikvíar 125. Nýtanlegt mótak 54.  Af skýrsluni má sjá að Árnesingar áttu landsins flest hross og kýr, en Þingeyjarsýsla landsins flestar ær og geitur. Eyfirðingar og Ísfirðingar flest þiljuskipin. Gullbringu og Kjósamenn ríkastir róðraskipa og Rángárvallarsýsla bjó að mestu kálgörðum landsins.

 

29.08.2012 21:51

Ýmislegt smálegt

Staður. Húsið "Staður" stóð rétt við verslunarhúsin gömlu, þar sem samkomuhúsið "Staður" er nú, og hafði Ólafur faðir Sigurðar Óla alþingismanns reist það. Húsið "Staður" var síðar flutt til Selfoss. 

Eyrbekkingur nokkur segir svo frá: "Til skamms tíma var vindhani á turni kirkjunnar á Eyrarbakka. Var vindhaninn annað mesta stolt Eyrbekkinga á eftir "Húsinu". Illu heilli flutti svo hingað Snæfellingur af alkunnu  Axlarætt. Var þá vindrhaninn tekinn niður af kirkjuturninum og upp settur kross byggðarlaginu til sáluhjálpar. - Voru það slæm skipti á vindhönum".


Efnabóndi: Þorkell Jónsson skipasmiður á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka bjó í Simbakoti á Eyrarbakka 1798-1802, á Stóru-Háeyri 1802-1812 og síðan á Gamla-Hrauni til dauðadags 28. des. 1820. Þorkell eignaðist 5 jarðir, Gamla-Hraun, Salthól, Syðsta-Kökk, Dvergasteina og Hárlaugsstaði í Holtum, var og allauðugur að lausafé, svo að hann var með efnuðustu bændum á þeim tímum. Hann var hreppstjóri um skeið með Jóni ríka í Móhúsum og fleiri trúnaðarstörf voru honum falin. Kona Þorkels var Valgerður Aradóttir frá Neistakoti.

Kindin: Jóhanna Sigríður Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík í Flóa, f. 4.5. 1897, d. 26.12. 1971 og Ketill Finnbogi Sigurðsson frá Garði í Dýrafirði, f. 7.12. 1898, d. 19.7. 1959, sýsluskrifari, síðar bankafulltrúi.

Þau bjuggu í Suðurgötu á Eyrarbakka til skams tíma í kringum 1935. Jóhanna átti eina kind sem alltaf var kölluð "Kindin" og ekkert annað.

Boðaði komu rafmagnsaldar. Guðmundur Þorvaldsson bóndi á Bíldsfelli í Grafningi, virkjaði bæjarlækinn. Þar hlóð hann neðst í gilinu í hefðbundnum íslenskum byggingarstíl húskofa úr torfi og grjóti. Fór Guðmundur þar að ráðum Dana nokkurs, Rostgaard að nafni, sem einnig vildi selja honum efni í rafstöðina. Rafstöðin var svo gangsett í febrúar 1912, lýsti hann upp öll bæjarhúsin og auk þess útihús. Var það fyrsta bændabýlið sem rafvæddist á íslandi. 

Kartöflubransinn: Seint á sjöunda áratugnum ætluðu tveir ungir menn að gerast hinir stórtækustu kartöflubændur hér sunnanlands og létu plægja mikinn kartöflugarð á Eyrarbakka. Höfðu þeir keypt 50 tonn af útsæði sem öllu var potað niður. Svo var beðið uppskerunnar, en áætlanir gerðu ráð fyrir að upp úr garðinum fengjust 500 tonn af fyrsta flokks matarkartöflum sem selja mátti með góðum hagnaði í helstu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar grös féllu þá um haustið var hafist handa við úppúrtektina en heldur reindist hún rýr uppskeran. Þegar allt var talið og vegið, skilaði garðurinn aðeins 40 tonnum af kartöflum.

19.06.2012 22:47

Þorlákshöfn, aldargömul veiðistöð

Staðurinn er kenndur við Þorlák helga biskup Þórhallsonar í Skálholti en áður hafði þessi staður verið nefndur Elliðahöfn. Þrautalending Eyrbekkinga, Stokkseyringa og Loftstaðarmanna var fyrrum í Þorlákshöfn þegar hafnir lokuðust vegna brims. Lefolii verslun hafði þar einnig einhverja aðstöðu fyrr á tímum. Einhver útvegur hefur verið frá Þorlákshöfn í gegn um aldirnar [sbr. 1706 Skipstapi frá Elliðahöfn með 13 mönnum.] en regluleg útgerð þaðan hófst þegar Jón Árnason kaupmaður og útvegsmaður hóf búskap í Þorlákshöfn  árið 1862 og keypti  jörðina  sama ár, fyrir 500  kr.  Jón Árnason  andaðist í  nóvember 1912 og bjó  þar  stórbúi til  dauðadags, og ekkja  hans til fardaga  árið 1914;  Jón Árnason seldi Þorleifi  Guðmundssyni frá Háeyri á Eyrarbakka, jörðina árið 1910, fyrir 32 þúsund kr. Árið 1913, seldi Þorleifur "Hlutafélaginu Þorlákshöfn"  jörðina, en "bjó"  þar frá  fardögum 1914, til fardaga 1928. Þá  voru  orðnir  eigendur Þorlákshafnar, þeir Magnús Sigurðsson  bankastjóri, Halldór Þorsteinsson skipstj. o. fl. en eftir 1928, hafði  maður nefndur Guðmundur Jónsson  búið  þar, en þegar  talað er um ábúð  jarðarinnar frá 1911, er aðeins átt við grasnyt  hennar, því frá þvi ári, nutu eigendur þess arðs, er hún gaf af sér, sem fiskiver. Verstöðin fór þá smám saman að draga til sín fólk frá Eyrarbakka, Stokkseyri, Ölfusi og vestan úr Selvogi sem hafði þar viðveru í sjóbúðum um vertíðarnar.

Þegar Þorleifur Guðmundsson keypti jörðina, munu hafa róið  þaðan 14  áraskip, 10 og 12 róin, en  róðraskipin urðu flest árið 1916 eða 29 skip, en  úr því fór  þeim  smá fækkandi,  þar til ekki  var  orðinn eftir  nema 1 bátur sem gekk  þaðan til fiskveiða. Það var síðan eftir að Kaupfélag Árnesinga keypti jörðina 1937 að útgerð fór aftur vaxandi frá Þorlákshöfn en fólksfjölgun og þorpsmyndun fór þó hægt af stað. [1951 voru 14 manns með lögheimili í Þorlákshöfn] Trillubátaútgerð hófst  þar fyrst  árið 1928 og úr því var farið að gera  lendingarbætur, fyrir rikisfé, með tillagi frá Arnessýslu.

Árið 1912, voru helstu formenn í Þorlákshöfn, þeir Guðfinnur Þórarinsson, frá Eyri á Eyrarbakka, bræðurnir Páll Grímsson, og Bjarni Grímsson frá Óseyrarnesi, síðar fiskimatsmaður i Reykjavik. Fyrir höfnina var á sínum tíma hlaðinn mikill sjógarður sem  Jón Árnason lét  hlaða um 1880, stóð Ásbjörn Ásbjörnsson frá Brennu á Eyrarbakka fyrir hleðslunni. Hann var afarmenni að  burðum og  hleðslumaður ágætur.  Garðurinn var  hlaðinn á mörgum  árum, aðallega í  landlegum á vertiðum.

Vorið 1919,  sendi verkfræðingur N.P. Kirk, (f. 7.5.1882 d. 16.10.1919) fullkomna áætlun um hafnargerð í Þorlákshöfn, til  stjórnarráðs  íslands, og var þar gert ráð fyrir 2 hafnargörðum, 850 og 500 metra  löngum og 250 metra  langri bryggju með  bryggjuhaus.  Í  athugasemdum  sínum frá 1919, kemst Kirk, verkfræðingur svo að  orði: "Hversu nauðsynlegt sé að hafa stór steypubjörg garðinum til  verndar, sést vel af því, að á ferð minni  þar, mældi ég tvo  steina; var annar 9 smálestir að þyngd, en  hinn 40 smálestir, og hafði  brimið kastað  hinum fyrnefnda 25 metra og lyft honum 3 metra, en  hinum hafði það kastað 15 metra og lyft  honum 1,25 metra. Sýnir þetta best afl  sjávarins, á þessum stað". Síðar var byggð góð höfn í Þorlákshöfn og voru hugmyndir Kirks trúlega hafðar að leiðarljósi. Vorið 1933 hófst vinna við steinsteypta bryggju og  henni  haldið áfram  næstu sumur og var sú bryggja 74 m löng þegar gerð hennar lauk. Sumarið 1935, var  steyptur  brimvarnargarður,  sunnanverðu við  Norðurvör og við  hann bætt  nokkrum  metrum, 1936. Var sá garður 92 m. langur. Til að hlífa landi móti  austri fyrir sjávargangi, var fyrrum  hlaðinn öflugur  sjógarður úr stórgrýti sem áður er getið.  Hann var um  150 metrar á lengd, fláði  hann  inn lítið eitt (c. 20°) og þótti mikið  mannvirki, hlaðinn á  þeim  tímum, þegar aðeins var um að  ræða handaflið eitt. Samtímis og  byrjað var á  bryggjunni  var farið að  endurbæta  sjógarðinn,  þar sem  hann  var genginn  úr skorðum og sementslag steypt utan á, þannig, að á c. 50  metrum var hann  sléttur sem fjöl, á 3 m. hárri hleðslunni sem enn stóð óhögguð. Árið 1949 var hlutafélagið Meitillinn H/F stofnaður og óx þá hagur Þorlákshafnar jafnt og þétt.

Heimildir: Ægir 1936. /olfus.is/ Wikipedia/ http://www.ismennt.is/not/siggud/heimabaer/upphaf.htm http://eyrbekkingur.blogspot.com/2011/03/sjoslys-i-rorum-vi-eyrarbakka.html

24.04.2012 23:13

Veiðafæramerki í Eyrarbakkaverstöð 1926

ÖðlingurSýsluliturinn var rauður. Á neti: ca. hálfhringur á miðri kúlu, en á lóð: á miðjum taumi. En merki hvers báts voru samsvarandi hálfhringur  í mismunandi litum og voru þau staðsett á lóð, milli önguls og sýslumerkis, en á netum voru þau höfð á botni kúlunnar. Litirnir voru þessir:

Mb. "Sæfari", Guðfinns Þórarinssonar hafði grænt merki.

- Halkion, Vilbergs Jóhannssonar var með ljósblátt merki.

- Freyja, Jóhanns E. Bjarnasonar hafði hvítt meki.

- Framtíðin, Kristinns Vigfússonar hafði gult merki.

- Öldungur, Jóns Bjarnasonar var með svart merki.

- Öðlingur, Árna Helgasonar var með brúnt merki.

- Olga, Jóns Gíslasonar hafði grátt merki.

- Trausti, Jóhanns B. Loftssonar var með hvítt og blátt.

- Freyr, Jóns Helgasonar hafði grænt og gult merki.

Heimild: Ægir 1926- Guðmundur Ísleifsson.

18.02.2012 23:37

Undir árum

"Þuríður Einarsdóttir hét á Strandakirkju. Hún var mörg ár formaður í brimhöfnum (á Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn) á stórskipum og bát, þar til hún var fult sextug; fiskaði bæði og fórst vel".
-----------------
Bjarni bóndi Jónsson í Garðbæ á Eyrarbakka gaf Strandakirkju 1813 hökul "saminn af list" "með silfurskildi" og á letrað: "haf i minni á krossi Krist".

-----------------
Þeir frændur Sigurður Ísleifsson trésmiður á Eyrarbakka og Þorleifur  á Garði Guðmundsson Ísleifssonar á Háeyri áttu saman mótorbátinn "Höfrungur" sem gerður var út frá Þorlákshöfn 1914 og var þá nýr, en veigalítll súðbyrtur með trekvartommu furuborðum. Í óveðri sem gekk yfir aðfararnótt 27. ágúst 1914 sökk vélbáturinn, en 30 ára gamall feyskinn uppskipunarbátur frá Vesturbúð sem hafði verið festur við mótorbátinn hélst á floti. Daginn eftir skaut "Höfrungi" upp úr kafinu en þá var vélin gengin úr bátnum. (Þorleifur Guðmundsson var þingmaður Árnesinga um skeið fyrir Framsóknarflokkinn.)
--------------------------

Engjavegurinn varð bílfær 1928 fyrir tilstilli Bjarna Eggertsssonar.

--------------------------
Flugvélaplágan 1944 "Við höfum átt því að venjast um alllangt skeið, að ungir flugvélaglannar leiki sér hérna yfir þorpinu í silfurfuglum sínum og eru þeir svo nærgöngulir að þeir strjúkast við húsaþökin eða yfir höfðum okkar, þar sem við erum að vinna í görðum og á túnum., Hér er bersýnilega um algeran leik að ræða hjá hinum ungu flugmönnum en enga nauðsyn og skiljum við ekki í öðru en að herstjórnin myndi banna þetta ef hún vissi um þetta gráa gaman flugmannanna." < "Við hérna þökkum þér fyrir bréfið um daginn um flugvélapláguna. En því miður hefur þetta ekki borið árangur. Flugvélarnar hendast hérna fram og aftur yfir reykháfunum og stríða okkur og egna ,til reiði eftir öllum kúnstarinnar reglum. Það virðíst sannarlega svo að það þurfi önnur og bitmeiri vopn en penna til að kenna þessum herrum."

---------------
Eyrbekkingurinn, Tómas Vigfússon, formaður fyrir verslunarstjóra P. Nielsen, dró þorsk á vertíðinni 1907, sem vóg 72 pund óslægður (144 kg.). Hausinn var 12 '/2 pnd., hrognin 9 pd., lifrin 5,'/2 pd. og fiskurinnflattur og dálklaus 37 pd
----------------
Lomber, "9 matadora" í laufi, keypti fyrv. verslunarstjóri P. Nielsen eitt kvöld (7.des.1923). Var það í sjötta sinn síðan í ársbyrjun 1912, að slíkt fyrirbrigði kom fyrir við hans spilaborð, og í annað sinn, sem hann fékk þá sjálfur. Á undangengnum 12 árum mun hann hafa spilað nálægt 160000 spil.
----------------



 

24.11.2011 22:47

Viðurnefni fyrr og nú

Það hefur löngum tíðkast hér við ströndina sem og víðar að gefa mönnum viðurnefni og eða gælunöfn og jafnvel stundum uppnefni. Sumir eru kenndir við húsin, starfið, mæður, maka eða önnur einkenni. Þannig voru menn þekktir sem t.d. Siggi-skó, Jón-kaldi, Jón-halti, Gunnsi í Gistihúsinu, Sæmi á Sandi, Kalli á Borg, Bjadda á Sæfelli, Tóta Kristins, Inga Lalla, Reinsi Bö, o.s.fr.v. Til forna þótti mikil upphefð í viðurnefnum eins og alkunna er, t.d. Skalla-Grímur, Eiríkur-rauði o.s.frv. En allt frá þjóðveldisöld hafa nafngiftir af þessum toga verið bannaðar samkvæmt Íslenskum lögum. Um það mál segir svo í Grágás: "Ef maður gefur manni nafn annað en hann eigi áður, og varðar það fjörbaugsgarð,(3 ára útlegð) ef hinn vill reiðast við.

Á héraðsþingi sem haldið var á Stokkseyri 19. júní  1704 kom upp slíkt mál. Þannig hafði sr. Halldór Torfason verið kallaður Brúsi, en kona hans Þuríður Sæmundsdóttir, kölluð Lúpa; lögréttumaðurinn Jón Gíslason nefndur Harðhaus; lögréttumaðurinn Brynjólfur Hannesson kallaður Stúfur; Kvinna Jóns Guðmundssonar í Hólum, Guðný Sigurðardóttir, Langatrjóna; Þorlákur Bergsson á Hrauni Snarkjaftur; Helga Benediktsdóttir á Hrauni Ígrá; Jón Guðmundsson á Skipum Rosi; hans kvinna, Ingiríður Magnúsdóttir, Svingla; hans sonur, Hafliði, Stóri-Blesi; hans sonur annar, Páll, Minnavíti; Sigurður Bergsson á Hrauni Merarson; kona lögréttumannsins Þorsteins Eyjólfssonar, Svanhildur Sigurðardóttir, Lóðabytta; kvinna Þorláks Bergssonar á Hrauni, Guðný Þórðardóttir, Langvía; kvinna Sigurðar Jónssonar í Einarshöfn, Ingunn Brynjólfsdóttir,Ígrá.

Þeir sem voru kallaðir fyrir þingið vegna þessara uppnefna voru: Gísli Pálsson umferðardrengur í  Stokkseyrarhreppi  19 ára, Ófeigur Jónsson í Skúmsstaðahverfi, Kári Jónsson í Einarshöfn, Brandur Sveinsson í Skúmsstaðahverfi, (Jón Eyjólfsson í Stokkseyrarhverfi, var fjarverandi) og Ormur Þórðarson í Traðarholti, en þeir neituðu að hafa fundið upp þessi viðurnefni. En fyrrnefndur Gísli Pálsson sagðist hafa heyrt úti á Eyrarbakka í nálægð kaupmannanna beggja, Páls Christianssonar Birck og Rasmusar Hanssonar Munch, ásamt velbyrðugs herra amtmannsins fullmegtugs, Seigr Pauls Beyer, framsagt hafa eftir þeirra spurn og eftirleitni, að yfirkaupmaðurinn Páll Christiansson hefði verið kallaður Ólöfarstreðill, en undirkaupmaðurinn Rasmus Munch Halldórustreðill. Frambar þá Gísli opinberlega, að haustið áður, 1703, þá Eyrarbakkaskip hafi verið afsiglt, hafi Kári Jónsson, Ófeigur Jónsson, Brandur Sveinsson og hann sjálfur verið allir til samans við stofugluggann á Skúmsstöðum, og sagðist  hann þá heyrt hafa, að þeir hafi þar um hönd haft nafnagiftur nokkrar af þeim, sem hér eru nefndar.

Einginn hlaut dóm svo vitað sé en tilkallaðir látnir sverja eiðstaf fyrir utan Gísla Pálsson sem þótti ekki eiðtækur sökum óknittasögu.
Heimild: Blanda 1944/Guðni Jónsson

Flettingar í dag: 1245
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207614
Samtals gestir: 26879
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 12:05:40