04.07.2021 22:32
Óðinshús, hús með sögu og sál.
27.06.2021 22:43
Leiklistin á Bakkanum
Leikfélag Eyrarbakka hið yngra var stofnað 1943 en undanfari þess var þegar leikhópur félaga í ungmennafélaginu og verkamannafélaginu Bárunni hófu að æfa leikritið 'Ævintýri á Gönguför' eftir leikritaskáldið Jens Christian Hostrup. - Það var vorið 1844 þegar Hostrup var orðinn húskennari hjá Justitsraad M. B. Nyegaard í Kokkedal nálægt Rungsted og í glæsilegu umhverfi þessa Norður-Sjálands landslags þegar hann fékk hugmyndina að dönsku sumarleikriti sínu "Ævintýri á gönguför". - Leikfélag Eyrarbakka sýndi allmörg leiritið næstu árin og var 'Fjalla Eyvindur ' og 'Maður og kona sívinsælt viðfangsefni á fjölunum í Fjölni.
Eftir 1970 mun ekkert leikfélag hafa starfað á Bakkanum.
Heimildir: Skírnir 1998 - Ólöf H þórðardóttir háskólaverkefni Wikipedia ofl.
12.06.2021 23:21
Dæmigerður smábóndi
01.06.2021 22:26
Landnámsmennirnir í Árborg
Hásteinn Atlason jarls hins mjóva af Gaulum og félagi Ingólfs Arnasonar og síðar óvinur, nam land á Stokkseyri, kom hann þar með liði sínu á tveim skipum. Bjó hann að Stjörnusteinum. Nam hann Breiðumýri alla milli Ölfusá (Ölvis?) eða Fyllarlækjar (sá lækur rann í núverandi Öfusárós, en eldri Ölfusárós var um miðja vegu á núverandi sandrifinu) og Rauðá (rann hún í Knarrarós?) og upp að Súluholti (súla, var hún landmerki ?)
24.05.2021 22:32
Sú var tíðin 1986
Árið 1986 var flest í kalda koli á Bakkanum, laun almennings undir landsmeðaltali og atvinnumöguleikar afskaplega takmarkaðir og aðalega bundin við fislvinnslu og fangagæslu. Hraðfrystistöð Eyrarbakka var legið út til Suðurvers í Þorlákshöfn sem skapaði verkafólki nokkra vinnu í bili. Hraðfrystihúsið var faktískt gjaldþrota og skuldaði hreppsjóði háar fjárhæðir svo hreppsnefnd sá sér ekki annað fært en að reyna að selja það eða leigja. Húsnæðisekla, verðbólga og dýrtíð var líka viðvarandi vandamál þessi árin svo margt ungt fólk sá ekki annað í stöðunni en að hypja sig í burtu. Vonir stóðu til að hægt yrði að bæta stöðu ungs fólks með byggingu verkamannabústaða.
Þetta ár var kosningaár og sat I listinn við völd, en aðrir í framboði voru E listi og sjálfstæðisflokkurinn.
Milli þessara framboða var einhugur um hvert skildi stefna. Atvinnumálin voru í brennidepli, Allir voru sammála um að reyna að leigja frystihúsið áfram og vonast eftir að fá skip og kvóta. Félagslega aðstöðu skorti líka. Leikvelli vantaði, raflínur voru enn í loftinu, malbik vantaði á götur víða og gangstéttar í lamasessi þar sem einhverjar voru. Holræsin voru lek, kalda vatnið lélegt og húshitun rándýr og höfnin að fyllast af sandi og verða ónýt.
Það var sameiginlegt verkefni hreppsnefndarmanna að heyja enn eina varnarbaráttuna fyrir þorpið með smáum og stórum sigrum hér og hvar næstu árin. En þrátt fyrir allt hallaði stöðugt undan fæti þar til svo var komið að hreppsnefndin gafst upp og lagði sig niður árið 1998 með sameiningunni við Selfoss.
21.05.2021 23:17
Jarðmyndun Eyrarbakka og Stokkseyrar
21.05.2021 23:13
Orkubúskapur Eyrbekkinga árið 1937 vs 2021
Rafmagn frá dísel rafstöð 9.344 kwst.
Kol 4,25 tonn.
Olía 10.000 litr.
Mór 285 hestburðir.
Tað, hrís ofl. 300 hestburðir.
Orkukostnaður þorpsins nam kr. 36.876
Í dag er aðalega notast við 3 megin orkugjafa sem ég áætla m.v sama mannfjölda.
Rafmagn 975.000 kwst. (Kwh) = kr. 15.960.750
Hitaveita 78.000 tonn. = kr. 12.168.000
Olía/bensín á bifreiðar. 244.000 litr. = kr.60.268.000
Orkukostnaður þorpsins í dag kr. 88.396.750 þar af 24% vsk til ríkisins.
17.05.2021 22:33
Aldan nr. 205
16.05.2021 22:34
Böllin á Bakkanum
13.05.2021 23:05
Framvarðasveit Árnesinga 1880-1900
Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) alþingismaður 1874-1885.
Gunnar Einarsson (1838-1919) bóndi á Selfossi.
Jón Steingrímsson (1862-1891) prestur í Gaulverjabæ.
Brynjólfur Jónsson (1838-1914) fræðimaður frá Minna-Núbi.
Jón Halldórsson (1853-1923) hreppstjóri í Þingvallasveit.
Þorlákur Guðmundsson (1834-1906) bóndi á Miðfelli í Þingvallasveit.
Bogi Th Melsteð (1860-1929) alþingismaður 1892-1893.
Stefán Stephensen (1832-1922) prestur á Mosfelli í Grímsnesi.
Guðmundur Ísleifsson (1850-1937) formaður, bóndi og kaupmaður á Háeyri Eyrarbakka.
Ólafur Helgason (1867-1904) prestur á Stokkseyri og Gaulverjabæ, heyrnleysingjakennari.
Valdimar Briem (1848-1930) prestur í Hruna, vígslubiskup.
Sæmundur Jónsson prestur í Hraungerði.
Steindór Briem aðstoðarprestur í Hruna.
Peter Nielsen (1844-1931) verslunarstjóri Lefolii verslunar á Eyrarbakka 1887-1910).
Ólafur Þormóðsson (1826-1900) bóndi í Hjálmholti.
Magnús Helgason (1857-1940) prestur á Torfastöðum í biskupstungum.
Þorvarður Guðmundsson (1841-1899) bóndi í Litlu Sandvík í Sandvíkurhreppi.
Þorkell Jónsson (1830-1893) hreppstjóri á Ormsstöðum í Grímsnesi.
Euginea Jakopína Níelssen (1850-1916) frú Eyrarbakka.
Sigurður Ólafsson (1855-1927) sýslumaður í Kaldaðarnesi Sandvíkurhreppi.
Jón Árnason (1835-1912) bóndi, kaupmaður og hreppstjóri í Þorlákshöfn.
Guðmundur Guðmundsson (1853-1946) læknir í Laugardælum Hraungerðishreppi.
Ólafur Sæmundsson (1865-1936) aðstoðarprestur í Hraungerði.
Símon Jónsson (1864-1937) bóndi, smiður og brúarvörður á Selfossi.
10.05.2021 22:02
Kvikmyndatökur á Bakkanum
Leikin heimildamynd um Húsið 2007, Andrés Indriðason samdi handrit og leikstýrði myndinni.
Hemma, 2012 Framleiðendur myndarinnar eru Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granström fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions. Verðlaunamynd.
Dead snow 2, 2014 leikstjóri Tommy Wirkola.
09.05.2021 21:50
Alpan hf.
Hjá Alpan voru framleiddar pönnur og pottar af 35 mismunandi grunntegundum, en þær eru svo settar á markað í Þýskalandi. Auk þess var flutt út til Danmerkur, Sviss, Frakklands, Bretlands, Austurríkis, Spánar, Kanada og Bandaríkjanna og víðar.
Hráefnið var nær eingöngu innflutt endurunnið skrapál, nema í fyrstu var notað blöndun frá Ísal, auk þess sem fyrirtækið bræddi sjálft upp skilavöru til endurvinnslu.
Á fjórða tug starfsmanna unnu hjá fyrirtækinu, fyrst í stað eingöngu íslendingar en um aldamótin 2000 voru starfsmennirnir aðalega farandverkamenn frá Póllandi, Lettlandi og Englandi. Sigurður Bragi Guðmundsson var lengst af formaður stjórnar Alpans hf.
Árið 2006 flutti Alpan fyrirtækið til Targoviste Rúmeníu, þá var rekstrarumhverfið orðið óhagstætt hér á landi og starfsemin töluvert dregist saman. Þá unnu 25 manns hjá fyrirtækinu.
Húsnæðið á Bakkanum gekk síðan kaupum og sölum án þess að í það fengist virk starfsemi þar til að byggðasafn Árnesinga keypti húsið á síðasta ári undir starfsemi sína sem áður var við Hafnarbrú.
05.05.2021 22:51
Bækur um Eyrarbakka
Austantórur 1946- 1950 eru 6 hefti eftir Jón Pálsson.
Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka 1958 eftir Guðna Jónsson.
Saga Barnaskólans á Eyrarbakka 1952 eftir Árelíus Níelsson.
Járnblómið skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson.
Margur í sandinn markaði spor 1998 eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur, ljósmynda og fræðirit.
Eyrarbakkahreppur Örnefni 2008 samantekt eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur og Magnús Karel Hannesson, fræðirit.
Saga bátanna 2013 eftir Vigfús Markússon, fræðirit
Húsið á Eyrarbakka 2014 eftir Lýð Pálsson, fræðirit.
Anna á Eyrarbakka 2015 eftir Elísabetu Jökulsdóttur, skáldsaga.
Ljósmóðirin 2015 eftir Eyrúnu Ingadóttir, söguleg skáldsaga.
Læknishúsið 2018 eftir Bjarna Bjarnason, skáldsaga.
Eitrað barnið eftir Guðmund Bryjólfsson, skáldsaga.
Lúðvík Norðdal Davíðsson 2020 eftir Lýð Pálsson, fræðirit.
02.05.2021 23:19
Skipskaðar við ströndina á skútuöld
1879 þann 3. maí slitnaði seglskipið Elba frá Fredericia í Danmörku 108,48 tn upp í höfninni á Eyrarbakka þegar skipsfestar slitnuðu vegna veðurs, hafróts og strauma frá Ölfusá. Skipshöfnin fór sjálf í land á fjöru. Veður var á suðvestan.
1882 þann 16. apríl kl.7 árd. Strandaði seglfiskiskipið Dunker-que frá Dunkerque í Frakklandi 133,33 tn á skerjunum fyrir framan Eyrarbakka vegna aðgæsluleysis. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður var á norðaustan.
1883 þann 18. júlí strandaði seglskipið Sylphiden frá Reykjavík við innsiglinguna á Eyrarbakka vegna óvenju mikils straums sem bar skipið af leið og hafnaði á skeri. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1883 þann 12. september sleit seglskipið Active frá Stavanger í Noregi 118, 68 tn skipsfestar í höfninni á Eyrarbakka í suðaustan roki og brimi og rak á land og brotnaði á klöppunum. Skipshöfnin var í landi. Veður gekk á með stormi og hafróti, skipið var þó rígbundið. Þessi skipalega var heldur austar en hinar og var lögð niður í kjölfarið.
1883 þann 12. september kl. 4 árd. rak seglskipið Anna Louise 109, 93 tn frá Fanö fyrir akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið kom til Eyrarbakka frá Liverpool. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1892 þann 24. júní ml. 3 árd. fórst seglskipið Johanne frá Mandal í Noregi 63,50 tn á leið frá Eyrarbakka til Vestmannaeyja. Skipið lét ekki að stjórn í vendingu og rak á land í sunnanátt og hafnaði á skeri framundan Rauðárhólum í Stokkseyrarhverfi. Skipshöfnin var flutt í land á bátum úr landi.
1895 þann 27. apríl kl.6 árd. strandaði seglskipið Kamp frá Mandal í Noregi í Stokkseyrarhöfn þegar bólfesting slitnaði þegar verið var að leggja skipinu og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1895 þann 3. maí snemma morguns rak seglskipið Kepler frá Helsingborg 81,51tn á akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið var að koma frá Kaupmannahöfn. Skipshöfnin var bjargað á bátum úr landi. Veður var á suðaustan.
1896 þann 16.ágúst strandaði seglskipið Allina frá Mandal í Noregi þegar hafnfestur slitnuðu þar sem skipið lá í Stokkseyrarhöfn og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1896 þann 23. október kl. 10 árd. var seglskipinu Andreas 172,76 tn frá Mandal í Noregi siglt upp í fjöru faramundan Strandakirkju í Selvogi vegna leka á leiðinni til Reykjavíkur. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður að norðan.
1898 þann 15. apríl kl. 9 árd. Seglfiskiskipinu Isabella frá Dunkerque Frakklandi 122,33 tn var siglt á land við Stokkseyri vegna leka eftir að skipið hafði rekist á skipsflak við Vestmannaeyjar. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Vindur var af norðvestan.
1900 þann 11. apríl kl. 4 síðdegis strandaði seglskipið Kamp 80,68 tn frá Mandal í Noregi á Þykkvabæjarfjöru á leið frá Leith til Stokkseyri. Veður var suðvestanátt.
1902 þann 24. mars kl.2:30 árd. strandaði seglfiskiskipið Skrúður 84 tn frá Dýrafirði á skeri undan bænum Vogsósum. Skipshöfnin gekk á land með fjöru. Veður með norðan stórhríð.
---
Heimild: Landhagskýrslur 1905