Færslur: 2021 Febrúar

18.02.2021 22:43

Vatnsveitan

Frá fornu fari hafði vatnið verið sótt brunna sem voru margir á Bakkanum og flestar útbúnar brunnvindum. Gerð var tilraun til að bora eftir vatni í við þorpið en það var djúpt á því og þegar farið var að dæla kom flótt mýrarauða með því og vatnið því ónothæft. Ein slík hola var boruð við Frystihúsið og notuð þar til hreppurinn gekst fyrir vatnsöflun úr Kaldaðarnesi 1967. Þar er jarðvatnsstaðan há og fékkst sæmilegt neysluvatn sem dælt var 6 km leið í vatnstank sem byggður var í Hjalladæl. Vatnsveitan var tekin í notkun þann 18. febrúar 1968. Árið 1977 gerði Orkustofnun könnun á vatnsöflun fyrir Eyrarbakka, en athuganir sýndu að leirkennt efni barst með neysluvatninu sem talið að eigi uppruna úr Ölfusá. Úr þessu fékkst þó ekki bætt að sinni. Ástand vatnsöflunar á Stokkseyri var síst betra. Eftir sameiningu sveitarfélaganna í Árborg var farið að huga að þessum málum á ný fyrir bæði þorpinn og árið 2006 var lögð ný vatnsleiðsla frá Selfossi til Eyrarbakka og Stokkseyar. En vatnið er sótt í vatnslyndir í Ingólfsfjalli 14 km leið frá Eyrarbakka og 17 km frá Stokkseyri. Árið 2017 var síðan byggð dælustöð við vegamótin til þorpanna og hefur vatnsöflun verið í góðu horfi síðan. Nokkrar nýjar vatnslyndir hafa verið virkjaðar við Ingólfsfjall á þessu árabili enda ört vaxandi byggð á svæðinu.

16.02.2021 22:54

Sjógarðurinn á Bakkanum


Eitt af merkustu mannvirkjum fyrri alda er sjógarðurinn á Eyrarbakka. Elsti hluti hans er frá árinu 1800, en árið áður (1799) gekk svokallað 'Stóraflód' yfir þorpið og olli miklu tjóni. Þá var farið að huga að vörnum gegn árgangi sjávar með því að byggja garð hlaðinn úr grjóti. Fyrst framan við verslunarhúsin þar sem þau stóðu og síðan framan við kaupmanns-Húsið. Stöðugt var unnið að garðhleðslunni og endurbótum á henni næstu 110 árin, en þá náði sjógarðurinn frá Ölfusárósum og austur fyrir Stokkseyri. Síðan höfðu stórflóð rofið skörð í garðinn hér og þar, t.d. í flóðunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Endurbygging nýrra sjóvarnargarða hefst síða 1990 eftir stormflóðið. Þeim var síðan að fullu lokið við árið 1997. Efnið er tekið úr hrauni ofan þorpsins ásamt stórgrýti sem flutt er ofan úr Grímsnesi og hlaðið upp sjávarmegin við eldri sjógarðinn. Einnig var talsvert magn af grjóti fengið frá Hrauni í Ölfusi. Þannig á þetta mannvirki um 200 ára gamla sögu sem vel mætti gera betri skil með ýmsum hætti. Verktakar við uppbyggingu nýja sjógarðsins voru Sveinbjörn Runólfsson og Ístak. 
  • 1
Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273372
Samtals gestir: 35397
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 15:17:42