Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 22:13

Jólalegt á aðventu

Talsverða snjóhríð gerði í dag og skóf í skafla þar til síðdegis að veðrinu slotaði. Aðalbrautir voru ruddar, en eitthvað var um að bílstjórar lentu í vandræðum á þvergötum. Þorpið er óðum að færast í jólabúning þessa daganna og ekki skemmir að hafa snjó á aðventunni.

28.11.2009 00:21

Frost í sólarhring

Síðasti sólahringur var sá fyrsti í vetur með samfeldu frosti í 24 tíma. Mesta frost í nóvember var þann 26. árið 1978 -17.9°C. Þennan dag 1965 var óvenju mikill snjór og ófærð í þorpinu.

25.11.2009 22:45

Svaðilför á Jóni Krók

Oft getur verið úfið brimið á BakkanumÞrír ungir menn kvöddu dyra á húsi einu á Eyrarbakka kl 5 aðfaranótt mánudagsins 11 oktober 1965. Þegar húsráðandi kom til dyra spurðu þeir hann hvar á landinu þeir væru staddir. Piltarnir sem voru allir úr Vestmannaeyjum höfðu komist í hann krappann í brimgarðinum á vélarvana bát sínum og hrakist upp í fjörusandinn í þoku og svarta myrkri. Þeir höfðu lagt upp á sunnudagsmorgni frá Vestmannaeyjum á litlum bát og ætlað út í Surtsey. Á leiðinni skall á svarta þoka svo þeir viltust af leið, enda voru engin siglingatæki um borð í kænunni, eða nokkuð annað til að gera vart við sig. Síðar um daginn bilaði vélin í bátnum og tók þá að reka undan vindum og straumi.


Á sunnudagskvöldinu var gerð mikil leit að þeim frá Vestmannaeyjum. Björgunarsveitir gengu fjörur og allur síldveiðiflotinn í eyjum tók þátt í leitinni. Bátarnir sigldu vítt og breitt umhverfis eyjarnar í niða þoku og lýstu upp fjörurnar með ljóskösturum. Lóðsinn fór út í Surtsey en urðu þar einskins varir og líklegt að menn hafi verið farnir að óttast um afdrif piltanna.


Báturinn sem piltarnir voru á var frambyggður álbátur og hét Jón Krókur. Eigandi hans var Páll Helgason sem fyrstur sté á land á Syrtlingi, en eyjan kom upp í gosi þetta sama ár en hvarf síðan í hafið um það leiti sem þessi saga gerist. Þessa ferð fór Páll  á Jóni Krók. -Þegar piltarnir þrír þeir Kristján Laxfoss, Gretar Skaftason og Helgi Leifsson voru komnir inn á Eyrarbakkabaug var talsverður sjór og ekkert skyggni. Þeir gátu ekkert aðhafst þegar þeir ráku inn í brimgarðinn en gátu skýlt sér með segldúk, en það var þeim til happs að háflóð var og skolaði þeim alla leið upp í sand óskaddaðir. Strax og þeir voru komnir í hús á Bakkanum voru þeir háttaðir upp í rúm og veitt hin besta aðhlynning. Daginn eftir fóru skipbrotsmennirnir  með Herjólfi til Eyja og hafa eflaust fengið þar góðar móttökur.


Heimild:Alþýðubl.1965 229tbl ofl.


Bátsnafnið er líklega í höfuðið á Jóni Krók Þorleifssyni d. 1229. Prestur í Gufudal.

Syrtlingur  

23.11.2009 00:07

Öld frá opnun símstöðvar.

Tvö símstöðvarhús hlið við hliðÞegar vorskipanna var von, þá var þegar farið að skyggnast eftir þeim, en það var undir byr komið hve lengi þurfti að stunda þá iðju. En það var nú til nokkurs að vinna því að sá sem fyrstur sá skipið fékk að launum brennivínsstaup í Vesturbúðinni. Með skipunum bárust Eyrbekkingum fyrstu fréttirnar utan úr heimi, en þetta átti eftir að breytast með tilkomu símans.

Símstöð var opnuð hér á Eyrarbakka 1. september 1909 og var þá í fyrsta sinn talað í síma milli Eyrarbakka og Reykjavíkur og þann 8. september var hún opnuð til almennra afnota. Fyrsti símstöðvastjórinn var Oddur Oddsson gullsmiður í Reginn og ritstjóri fréttablaðsins Suðurlands. Hann var maður óvenju vel gefinn, fjölfróður og hagur mjög til allra hluta. Kona hans var Helga Magnúsdóttir frá Vatnsdal í Fljótshlíð og féll það í hennar hendur að hafa daglega vörslu símans. Hún þótti lipur og greiðvikin og þjónustaði viðskiptavini jafnan meira en skyldan bauð. Þau þjónuðu hér í 39 ár, en þá tók við Magnús sonur þeirra og sá um hana til ársins 1947, er hann fluttist héðan. þá tók við stöðinni Jórunn dóttir þeirra hjóna og veitti hún stöðinni forstöðu í 20 ár. Þannig hafði sama fjölskyldan veitt símstöðinni Sigurður Andersenforstöðu í hart nær 58 ár. Árið 1967 tók Sigurður Andersen við Símstöðinni og ári síðar tók sjálvirki síminn til starfa en eflaust muna margir eftir gráa Ericson símanum sem kom í stað sveifarsíma með rafhlöðum. Sigurður veitti símstöðinni forstöðu til ársins 1997 en nokkru síðar var afgreiðslan lögð niður, en sjálvirka stöðin er enn í notkun. 

Heimild; Að hluta Pálína Pálsdóttir Mbl.1968

Símtal til Reykjavíkur ()
Sigurður Andersen

19.11.2009 21:46

Jólarjúpa á Bakkanum

RjúpaÞað brá til tíðinda að rjúpa gerði sig heimakominn á Bakkann og virtist bara una vel við sig í húsagörðum. Líklega viss um að verða örugg fyrir skotveiðimönnum, enda afar fátítt að þessi fugl sé á borðum Eyrbekkinga um jól. Eyrbekkingar eru nefnilega vanastir stórsteikum og hangikjöti með alskyns gúmmilaði og ekki ósennilegt að rjúpan hafi haft einhvern grun um það.

14.11.2009 21:59

Saga um verkamann í litlu þorpi

Kristján GuðmundssonHann gerðist ungur einn af stofnendum Bárufélagsdeildar og varð einn fremsti forustumaður alþýðufólksins í þorpinu og um leið einn af merkustu brautryðjendum íslenskrar verkalýðshreyfingar. Þorpið er Eyrarbakki og maðurinn Krisján Guðmundsson. Þegar hann var að alast upp á Bakkanum á árunum 1908-1920 var stéttskiptingin aðalega fólgin í því að stór hópur fólks hafði mjög lítið eða alls ekkert að borða, en hinn hópurinn sem var lítill hafði nóg en þó ekkert umfram það. Oft voru hörð átök milli þessara tveggja hópa, mikil tortryggni og jafnvel hatur sem stafaði öðrum þræði af ótta en annars af skorti.


Forustumennirnir voru fáir, en þeir voru harðir í horn að taka og það kom sjaldan fyrir að þeir væru sömu skoðunar í nokkru máli, enda áttu þessi átök sér djúpar rætur í langri þróun sem enginn skildi þó til fulls, en helgaðist af því að sumir vildu engar breytingar sem raskað gætu því öryggi sem þó var til staðar fyrir þann hóp, en aðrir kusu að feta nýjar slóðir og jafnvel umbylta því kerfi sem fyrir var, en sá hópur bjó við viðvarandi öryggisleysi. Þessar tvær fylkingar voru annarsvegar verslunarmenn og landeigendur, en hinsvegar Verkamannafélagið Báran.


Eyrarbakki um 1960Kristján Guðmundsson fæddist á Iðu í Biskupstungum 1.júní 1885. Þar ólst hann upp við fábrotið nám. Um aldamótin var jörðinni sagt lausri og allt selt, því foreldrar hans Guðmundur Guðmundsson og Jónína Jónsdóttir hugðust flytja til vesturheims. Þegar búið var að greiða allar skuldir, þá var ekki lengur til fyrir fargjaldinu og lentu þau því á Bakkanum. Á Eyrarbakka var mikið líf á þessum árum. Þar starfaði leikfélag, lestrarfélag, hornafélag, söngfélag, fimleikafélag og skautafélag svo eitthvað sé nefnt. Ljósker lýstu upp götur og þegar einhvern viðburður var á dagskrá, gengu drengir í hvítum strigafötum götuna á enda og börðu trumbur. Það voru faktorarnir og assistentarnir í Húsinu sem voru helstu menningarfrömuðir á Bakkanum í þá tíð og driffjaðrirnar í þessum félögum.

Saga verkamannsins á Eyrarbakka hófst með Lefolii versluninni, sem var þá og lengi síðan aðal vinnuveitandinn. Karlmenn unnu aðalega við uppskipunina en konur á ullarloftinu um og eftir lestarferðirnar. Oft kom til árekstra er menn vildu hækka kaupið um svo sem einn aur á tímann. Tildæmis eitt sinn þegar tókst að fá kaupið hækkað um þrjá aura á tímann var hætt að láta fólkið fá ókeypis skonrokskökur, sem það hafði fengið eftir hvern vinnudag.


Kristján Guðmundsson ÁRKristján stundaði þá vinnu sem til féll á Bakkanum og fór á sjóinn á vertíðum og í kaupavinnu um sláttinn eða vegavinnu út á land. Kristján var enn kornungur þegar Sigurður regluboði stofnaði deild árið 1904 úr sjómannafélaginu Báran og var Kristján á meðal stofnenda, en það má heita að allur almenningur á Bakkanum hafi verið stofnfélagar að deildinni, en hún var sú fjórða í röð þeirra Bárudeilda sem sem stofnaðar voru á Íslandi. Félagið hóf þegar kraftmikið og öflugt starf  fyrir hagsmuni almennings á Eyrarbakka og stöðugt urðu afskipti félagsins víðtækari í bæjar og atvinnumálum. Fyrr en varði var þetta félag komið með öll völd í málefnum byggðarlagsins. Kristján lá ekki á skoðunum sínum á fundum félagsins og fljótlega naut hann fulls trausts félagsmanna og var kosinn í ráð og nefndir. Hann var síðan kosinn formaður félagsins og gengdi því í áratugi en þó ekki samfellt. Með honum starfaði eldhuginn og hugsjónamaðurinn Bjarni Eggertsson og samann voru þeir máttarstólpar félagsins um langa hríð. Þeir stjórnuðu hvor sínu skipi, hver með sinni áhöfn og hver með sínu lagi, en saman höfðu þeir það afl sem þurti til að sækja fram. Kristján fékk að reyna fátækt og alsleysi þegar hann stofnaði sína fjölskyldu á Bakkanum eins og var um flesta og oft kárnaði gamanið þegar ekkert var til svo halda mætti jól. Kaupmenn lánuðu oft upp á krít, en ekki var endalaust hægt að bæta á þann reikning, ef vertíðir brugðust. Kristján var virkur í leikfélaginu og lék þar ýmis hlutverk, en jafnaðarstefnan og Alþýðuflokkurinn áttu þó hug hans mestann.


Það má skipta sögu Bárunnar upp í tímabil eins og Kristján nefnir sjálfur í einu viðtali og líkir félaginu við akuryrkju. "Fyrstu árin ruddum við jörðina, undirbjuggum sáningu,

svo sáðum við og hlúðum að fræjunum í fjölda mörg ár og loks fórum við að skera upp"

Þegar aldurinn færðist yfir tók Kristján að þjást af gigt og varð hann að hætta sínu daglega striti. Hann kom sér upp kindastofni og gerðist nokkurskonar fjárbóndi hér í þorpinu.


Heimild: Alþýðublaðið 122 tbl.1960


Kristján líkti verkalýðsbaráttu við akuryrkju og nú er þörf á að ryðja akurinn að nýju. Flokkur alþýðunnar er löngu horfinn til feðra sinna og nú ráða jafnaðarstefnunni menntaklíkur ættaðar úr háskólanum og sjálfri verkalýðshreyfingunni hefur verið stolið af sömu klíku þori ég að fullyrða. Það er kominn tími til að taka fram plóginn að nýju og herfa og sá. Til þess þurfum við frumkvöðla eins og Kristján Guðmundsson og eldhuga eins og Bjarna Eggerts sem voru foringjar sprottnir úr jarðvegi alþýðunnar.
Ráðning í vegavinnu! () Enn lifir bára. (30.4.2008 23:21:39) Róið til fiskjar um aldamótin 1900 () 

10.11.2009 22:39

Fangavaktin

Litla Hraun 1967 mynd VísirFangavaktin á Litla Hrauni hófst 1929 í þessu húsi sem upphaflega var byggt fyrir sjúkrahús árið 1920-1928 í kreppunni miklu. Mikil bjartsýni var bundinn þessari framkvæmd og vantaði aðeins herslu muninn í fjármögnun fyrirtækisins í þá veru að standsetja sjúkrahúsið. En brátt urðu vonir manna að engu og var húsinu breytt í fangelsi. Upp frá því hefur þetta hús margan og misjafnan sauðinn hýst. Fyrstu árin gistu þar reindar sauðaþjófar og bruggarar.

Fangelsið hefur fengið ýmis uppnefni í gegnum tíðina, svo sem Fæla, Letigarðurinn, Eymdin og Hælið. En almennt kallað Vinnuhælið eða Hraunið nú í seinni tíð.

Nú er enn einu sinni skollin á kreppa og afbrotamönnum fjölgar ört samhliða því að afplánun hefur tilhnegingu til að lengjast. Ýmis bjarsýnismál eru boðuð á höfðuðborgarsvæðinu og víðar, svo sem Samgöngumiðstöð, Hátæknisjúkrahús, óperuhöll og álver. Hér mættu ráðamenn berja augum þörfina svo ekki fari fyrir hátæknisjúkrahúsinu og óperuhöllinni eins og hinu sunnlenska sjúkrahúsi árið 1928
Gústi greiskinn

07.11.2009 23:00

Fallegt veður

Ölfusárós
Það var æði fallegt veðrið í dag eins og sést á þessum myndum sem teknar voru við Ölfusárósa. Skýið á myndinni sem lítur út eins og geimskip er þó hvorki ský né geimskip, heldur gufustrókur frá Hellisheiðarvirkjun.
Óseyrarbrú
Óseyrarbrúin tengir ströndina við Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðið. Um hana fer töluverður fjöldi bíla á hverjum degi.
Við Ölfusárósa
Í dag var dægurmet í hita á Bakkanum þegar hitinn náði um stutta stund í 10.6°C, en áður hefur verið mest 10°C á þessum degi, en það var árið 2003. það vantaði aðeins 0,1°C til að jafna mánaðarmetið frá 6.10.1995.

06.11.2009 00:40

Brimið 1972

Þennan dag 1972 var ofsabrim og sjór flæddi inn um sjógarðshlið. Þennan dag 1995 var heitasti dagur í nóvember 10,7°C

05.11.2009 23:19

Barnaleikir

Börn að leikVorið 1961 gerði  Brynjólfur Brynjólfsson ljósmyndari Tímans sér ferð út á Bakka og tók meðal annars þessa skemtilegu mynd af nokkrum strákum við leik með skútu eins og altítt var meðal pilta í þá daga og væntanlega urðu þeir allir sjóarar. Myndin er fremur óskýr og erfitt að greina hvaða piltar eru á myndinni, en gamann væri ef einhver kannaðist við þá.

Það voru til allmörg skipslíkön á þessum árum sem notuð voru á þennan hátt og fróðlegt væri að vita hvort einhver þeirra séu enn til í fórum manna.

03.11.2009 21:25

Stórtjón í höfninni

Stórtjón varð í höfninni í miklum sjógangi og illviðri þennan dag árið 1975.  þrír bátar eiðilögðust, brotnuðu eða sukku. Sjógarðar brustu og flæddi í kjallara húsa. Salthús HE hrundi næstum til grunna er sjór braut niður vegg. Hér má sjá myndir frá þessum atburði sem birtust daginn eftir í Tímanum.
Sólborgin hálf sokkin-mynd Tíminn
Salthúsið-mynd Tíminn
Börnin í sandinum-mynd Tíminn
Skipasmíðar
Básendaflóðið (9.1.2006 12:04:09)
Ískyggilegt veður! (11.6.2007 15:47:15)

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1294
Gestir í gær: 649
Samtals flettingar: 204471
Samtals gestir: 26415
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 00:30:33