Færslur: 2006 Júní

23.06.2006 18:28

Fjallsbrúninni hlíft!

Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála, úrskurðaði þann 22 júní sl. að framkvæmdir við Ingólfsfjall verði stöðvaðar að hluta til. Bann hefur verið sett á framkvæmdir sem hafa myndu í för með sér breytingar á fjallsbrúninni.

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu í sitt hvoru lagi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Þá var þess krafist til bráðbirgða að efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs yrði stöðvuð án tafar þar til málið væri til lykta leitt.

 

22.06.2006 23:39

Jónsmessuveðrið

Á Bakkanum er gert ráð fyrir hægviðri og  léttskýjuðu fram á kvöld en þá gæti dregið inn þokubakka af hafi. Hiti 12-15 stig yfir daginn en svalara undir kvöld. Eða með öðrum orðum "Bongo blíða" eins og vanalegt er á Jónsmessuhátíðum á Eyrarbakka.

22.06.2006 00:35

Eldfjallið Bulusan

Bulusan/Glopal volcanism program

Bulusan er 36.000 ára gamalt eldfjall suður af Manilla á Filipseyjum. Fjallið sem er 1565m hátt hóf að gjósa ösku og gufu 16.júní sl með sprengingu sem stóð í 13 mínútur og náði strókurinn 1.5 km hæð. 7mm þykk aska lagðist yfir nágrenið. Þann 18 júní varð önnur öskusprenging í fjallinu sem stóð í 11 mínútur.50.000 manns búa í 6 þorpum umhverfis fjallið. Bulusan gaus síðast 1995

19.06.2006 12:47

Varðveitum varðskipið Óðinn!

Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 og er því orðið 46 ára gamallt (smíðaður árið 1959). Hann er 839 brúttórúmlestir og nær 18 sjómílna hraða á klukkustund.. Varðskipið er nú um þessar mundir í sinni síðustu sjóferð og hefur stefnan verið tekin á Bretlandseyjar í kurteisisheimsókn með einni undantekningu,svo sem að standa útlenskan togara að ólöglegum veiðum og taka hann í landhelgi eins og í gamla daga.( Frétt) Skipherrann á varðskipinu Óðni, er Einar H. Valsson.

 

Nú vilja starfsmenn Landhelgisgæslunar að Varðskipið Óðinn verði varðveitt um alla framtíð á Sjóminjasafninu í Reykjavík  og hafa undirskriftalistar verið í gangi á meðal starfsmanna Gæslunar því til stuðnings.

 

18.06.2006 21:35

Litlu andar ungarnir!

Litlu fiðlararnir Tvær litlar Bakkahnátur slóu í gegn á 17.júni. Hér getið þið séð vídeoskot með þessum upprennandi fiðlusnillingum sem spiluðu fyrir fullum sal á Stað á þjóðhátíðardaginn.

16.06.2006 09:15

Ísland í lægðasúpu!

Áframhaldandi skúraveður og rigning! Það er spáinn! Einar Sveinbjörnsson veðurdellukarl spáir einstaklega leiðilegum júní, blautt og svalt og kemur það heim við allar tölvuspár sem gera ráð fyrir þessum leiðindum flesta daga og ekki síst á 17 sem er jú ekkert óvenjulegt á þjóðhátíðardaginn, þá má búast við skúraleiðingum,en eins og allir vita var hellirigning þegar Jón Sigurðsson þjóðhetja fæddist þennann dag og allar götur síðan hefur þessi dagur verið sá vætusamasti.

 Á meðan aðrar Evrópuþjóðir baða sig í sólinni í sumarfríinu verðum við hér á hjara veraldar að láta okkur nægja  rigningarbað. Svo eru menn að tala um gróðurhúsaáhrif? 

 

 

13.06.2006 08:34

Alberto yfir Flórída

Alberto

Vindhraði Alberto er nú um70MPH, (112 km/klst) og er enn hitabeltisstormur. minnsti loftþrýstingur er nú 995 mb.

Ekki er búist við að Stormurinn nái að verða að fellibyl.

Filgist meðhttp: fellibyljavaktinni

 

 

12.06.2006 10:28

Fellibyljatímabilið hafið.

Alberto

Fyrsti hitabeltisstormur ársinns á Atlantshafi fékk nafnið Alberto!

Veðurfræðingar reikna með því að Alberto nái ströndum Flórída innan skamms, en hann hefur þegar valdið miklu tjóni á Kúbu.

Fellibyljavaktin

11.06.2006 13:25

Vinir Útlagans!

Rakst á þessa snildar búninga á Flúðum. En þar gengur annarhver maður svona til fara eftir kl 8 á kvöldin með kjörorðinu "Vinir Útlagans-Allir fyrir einn"

01.06.2006 17:55

Vefsjár Náttúrufræðistofnunar Íslands

Plöntuvefsjá

Náttúrufræðistofnun hefur sett upp plöntuvefsjá á heimasíðu sinni.

Með plöntuvefsjánni er Náttúrufræðistofnun að taka í sína þjónustu nýjustu tækni í miðlun upplýsinga um netið þannig að notandinn getur nálgast traustar og áreiðanlegar upplýsingar um náttúru Íslands á myndrænan hátt.

http://www.ni.is/yfirlit/

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273254
Samtals gestir: 35395
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 13:27:58