Færslur: 2012 Desember
15.12.2012 18:06
Ný götulýsing
Hún er björt og falleg nýja götulýsingin sem sett var upp síðastliðið sumar ásamt lágri og breiðri gangstéttinni sem lögð var á sama tíma. Það mun hafa verið fyrir góðum mannsaldri síðan, eða á árinu 1920 sem fyrsta rafljósið var tekið í notkun á Bakkanum. Áætlanir um framkvæmdir Sveitarfélagsins Árborgar hér á Eyrarbakka hafa verið unnar í góðu samstarfi við Hverfisráð Eyrarbakka, en formaður þess Þór Hagalín er nú nýlega fallinn frá. Ráðgert er að halda áfram endurnýjun gangstétta og götulýsingar fram til ársins 2017.
Skrifað af oka
- 1
Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273372
Samtals gestir: 35397
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 15:17:42