Færslur: 2021 Nóvember

28.11.2021 22:20

Gælunöfn á Bakkanum

Á Bakkanum er algengt að nota gælunöfn eins og víðast er siður hérlendis. Hér eru upptalin flest þau gælunöfn sem komið hafa við sögu í mannsaldur eða meira. Sumir eru eða hafa verið aðeins þekktir undir sínu gælunafni. 

[  ] Addý
[  ] Addi
[  ] Alla
[  ] Allý
[  ] Anna
[  ] Anný
[  ] Auji
[  ] Baddi
[  ] Bína
[  ] Binni
[  ] Búsý
[  ] Biggi
[  ] Bjadda
[  ] Bjaddi
[  ] Bjössi
[  ] Böddi
[  ] Dagi
[  ] Denni
[  ] Dísa
[  ] Dóra
[  ] Ella
[  ] Elli
[  ] Emma
[  ] Emmi
[  ] Eyja
[  ] Eyfi 
[  ] Fríða
[  ] Frikki
[  ] Fúsi
[  ] Gauji
[  ] Gerður
[  ] Geiri
[  ] Gilli
[  ] Gummi
[  ] Gunni
[  ] Gunsi
[  ] Gyða
[  ] Gógó
[  ] Gurrý 
[  ] Gunna
[  ] Gugga
[  ] Gulli
[  ] Gulla
[  ] Gúddý
[  ] Gústa
[  ] Gústi
[  ] Gvendur
[  ] Habba
[  ] Hanna
[  ] Haddi
[  ] Haffi
[  ] Halli
[  ] Heiða
[  ] Himmi
[  ] Hinni
[  ] Hjöddý
[  ] Hlölli
[  ] Hugga 
[  ] Inga
[  ] Ingó
[  ] Imba
[  ] Ína
[  ] Jonni
[  ] Jói
[  ] Jutta
[  ] Júlli
[  ] Kiddi
[  ] Kjarri
[  ] Lauga
[  ] Laugi
[  ] Lena 
[  ] Lilla
[  ] Lóló
[  ] Maddí
[  ] Maggi
[  ] Magga
[  ] Manni
[  ] Mángi
[  ] Mundi
[  ] Mæja
[  ] Ninna
[  ] Nína
[  ] Nonni
[  ] Pési
[  ] Kalli
[  ] Kallý
[  ] Kata
[  ] Keli
[  ] Kiddi
[  ] Kolla
[  ] Krissa
[  ] Krissi
[  ] Kæji
[  ] Lalli
[  ] Lína
[  ] Nína
[  ] Nonni
[  ] Óli
[  ] Ragga
[  ] Raggi
[  ] Raggý
[  ] Ránka
[  ] Robbi 
[  ] Rúrí
[  ] Rúnki
[  ] Rúna
[  ] Röggi
[  ] Sessa
[  ] Stella
[  ] Steini
[  ] Steinka
[  ] Stebba
[  ] Stebbi
[  ] Stína
[  ] Stjana
[  ] Stjáni
[  ] Sóla
[  ] Solla
[  ] Sibba
[  ] Sigga
[  ] Siggi
[  ] Siffi
[  ] Simmi
[  ] Sirrí
[  ] Sía
[  ] Sína
[  ] Sjana
[  ] Slobbi
[  ] Svana
[  ] Svenni
[  ] Sjonni
[  ] Sæmi
[  ] Sæli
[  ] Tommi
[  ] Tonni
[  ] Toggi
[  ] Tóki
[  ] Tóta
[  ] Tóti
[  ] Tobba
[  ] Unsa
[  ] Úlla
[  ] Úfi
[  ] Vala
[  ] Valli
[  ] Valdi
[  ] Veiga
[  ] Venni
[  ] Viffi
[  ] Villa
[  ] Villi
[  ] Vigga
[  ] Þurí
[  ] Þura
[  ] Önni

03.11.2021 22:11

Félagsmenn vildu kæfa alla sundrung


Eftir að sjómannafélags Báran var stofnuð í Reykjavík 1896 af Ottó N Þorlákssyni og fleiri skútukörlum lá leið þeirra út á land að stofna fleiri Bárufélög. Eitt þeirra var Báran á Eyrarbakka stofnað 16. febrúar 1904. Ekki höfðu margir trú á þessu fyrirtæki í fyrstunni, en góð forysta dró fljótlega til sín flesta vinnandi menn á Bakkanum. Þeir sem stóðu í brúnni á bernskuárum félagsins voru helst þessir: Sigurður Eiríksson stofnandi, Kristján Guðmundsson einn af stofnendum. Bjarni Eggertsson í 35 ár. Eggert Bjarnason um nokkurt skeið. Einar Jónsson um allnokkur ár. Sigurjón Valdimarsson. Andrés Jónsson. Kjartan Guðmundsson, Guðrún Thorarensen og Eiríkur Runólfsson svo einhverjir séu nefndir.
Á eins árs afmæli félagsins var þetta hátíðarljóð eftir Helga Jónsson í Bráðræði sungið:

Hér í kvöld við höldum
hátíð - Báruminni!
Létt nú lífið tökum -
Leikum dátt - til gamans.
Lipran dans nú stigi fögru fljóðin -
Fram með kæti! Syngið gleði óðinn.
Hristum af oss hverstags ryk og drunga.
Heill sé þér vort Bárufélag unga.

Áragömul nú ertu.
Æskan við þér brosir.
-" Mjór er mikils vísir" -
má vel um þig segja.
Í fyrra vildu fáir við þér líta,
en flestir vilja tryggð nú við þér hnýta.
Fram til starfa! Hátt skal hefja merki,
hygg að sönnu, gakk nú djörf að verki.

Báran okkar blómgist,
bræðralag hún styðji,
svæfi alla sundrung,
saman krafta tengi.
Efldu þrótt, - og auktu góðan vilja.
Afl vort sjálfra kenndu oss rétt að skilja.
Lifðu heil og lengi kæra Bára,
lukkan styðji þig til margra ára.

Myndin hér að ofan er samkomuhúsið Fjölnir  sem Bárufélagar, templarar og ungmennafélagið reistu. 
  • 1
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 124427
Samtals gestir: 11753
Tölur uppfærðar: 31.3.2023 08:07:51