Flokkur: Sportið.

18.04.2023 22:04

Sjóbirtingsveiði í skerjagarðinum.

Á 6.-7. og áttunda áratugnum var algengt að sjá stangaveiðimenn og jafnvel krakka við veiðar á svokölluðum klöppum út af Einarshafnarlóni. Veiðimenn voru að sækja í sjóbirting sem þarna gekk seint í apríl og eitthvað fram í júní. Í ágúst var hægt að næla í sæmilegan niðugöngufisk. Fiskurinn dvelur sennilega þarna á meðan hann er að bíða færis, og fita sig fyrir næringarsnautt ferðalag upp Ölfusá og upp í Sogið og víðar. Best þótti að veiða á Toby spún og þá helst svartan Toby. Annars beit hann á svo til hvaða spún sem var, ef sá með stöngina var fiskinn. - Já sumir voru fisknarir en aðrir- Farið var á klöppina um leið og fært var á útfallinu og hægt að stunda veiðina í rúma klukkustund eða þar til byrjað var að falla að aftur.

10.04.2023 23:16

Strákar léku fótbolta, stelpur handbolta.

Lítill fótboltavöllur var fyrir norðan Miðtún á 8. áratugnum. Þegar viðraði á kvöldin og um helgar yfir sumarið var gjarnan smalað í fótboltaleik. Sjaldan þó fullskipuð lið, kanski 6 til sjö í hvoru liði sem þótti góð mæting. Dregin voru strá til líða, þannig jafnmörg strá og leikmenn. Helmingur strákanna voru stutt en hin lengri. Mismunurinn var falinn í hönd. Þeir sem drógu stutt voru saman í liði og gagnkvæmt fyrir þá sem dróu löng.

Austan við Hjalladæl var úti handboltavöllur og þar léku stelpurnar handbolta.

Síðar tók 'Brennibolti' yfir sem aðal boltaleikur hjá krökkunum á Bakkanum. 

20.07.2014 14:31

Særeiðar á ströndinni

Ungt hestafólk á reið um ála skerjagarðsins.

Kajak er orðið vinsælt fjörusport.

31.12.2011 12:00

Snjókarlakeppnin

Snæfinnur snjókarlSunna Bryndis og snjókallinn
Þessi  snjókarl (Snæfinnur) var búinn til af Sunnu Bryndísi og Söndru Dís í garðinum við Silfurtún 28.nóv sl.  Hann lifði í hálfan mánuð en þá komu einhverjir óprúttnir aðilar í garðinn þeira og spörkuðu hann niður, líklegt má þó telja að það hefði farið illa fyrir honum hvort sem er nokkrum dögum síðar þegar hlánaði all verulega hér á Bakkanum ;-)
Litli Snjómaðurinn
Litli Snjómaðurinn frá Hofi. (Harald og Stefanía)

Hákon Hugi & Snæfríður
Hákon Hugi og Snæfríður.

Þessar myndir bárust í snjókarlakeppnina 2011, Kosning um fegursta snjókarlinn fór fram á gamlársdag hjá veðurklúbbnum andvara og var "Snæfinnur" frá Silfurtúni hlutskarpastur og fær því titilinn Snjókarl ársins 2011.

Fyrir næstu fegurðarsamkeppni snjókarla má senda myndir til  brimgardur@gmail.com

21.02.2008 13:12

Hraustir krakkar á Bakkanum.

Barnaskólinn (BES) tók þátt í Skólahreysti á Selfossi fimmtudaginn 14. febrúar og stóð sig vel (7.sæti).
Þeir sem kepptu fyrir  hönd skólans voru Gunnar Bjarki, Ingibjörg Linda og Hafsteinn í 9. bekk og Ragnheiður í 8. bekk
.


Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 14
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 9

Þraut: Dýfur
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 5
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 16

Þraut: Hraðaþraut
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 10
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 03:23

Þraut: Armbeygjur
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 21
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 01:47

Þraut: Hreystigreip
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 05:01
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 03:59
http://www.skolahreysti.is/Default.aspx

06.02.2006 07:37

Pottþétt veiðisumar!

Leinivopn stangveiðimannsinns er ný uppfinning. Sem sagt útfjólublátt ljós sem laðar fiskinn að önglinum eins og mý að mykjuskán, að því er uppfinningamaðurinn fullyrðir. Um er að ræða sjálflýsandi títaníum-díoxín sem selt er á brúsa og má úða á öngul eða beitu sem þá lýsir eins og diskókúla ofan í vatni.

 Maðurinn sem fann þetta upp heitir Milan Jecle og er læknir í Spokane í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál hans eru efnafræði og stangveiðar og tókst honum þarna að sameina áhugamálin sín í eitt. Þessa nýju tegund af "agni" kallar hann "Fool-a-Fish"

 

www.foolafish.com    

 

  • 1
Flettingar í dag: 1229
Gestir í dag: 649
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 204361
Samtals gestir: 26412
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 23:03:44