Flokkur: Sportið.
20.07.2014 14:31
Særeiðar á ströndinni


31.12.2011 12:00
Snjókarlakeppnin


Þessi snjókarl (Snæfinnur) var búinn til af Sunnu Bryndísi og Söndru Dís í garðinum við Silfurtún 28.nóv sl. Hann lifði í hálfan mánuð en þá komu einhverjir óprúttnir aðilar í garðinn þeira og spörkuðu hann niður, líklegt má þó telja að það hefði farið illa fyrir honum hvort sem er nokkrum dögum síðar þegar hlánaði all verulega hér á Bakkanum ;-)

Litli Snjómaðurinn frá Hofi. (Harald og Stefanía)

Hákon Hugi og Snæfríður.
Þessar myndir bárust í snjókarlakeppnina 2011, Kosning um fegursta snjókarlinn fór fram á gamlársdag hjá veðurklúbbnum andvara og var "Snæfinnur" frá Silfurtúni hlutskarpastur og fær því titilinn Snjókarl ársins 2011.
Fyrir næstu fegurðarsamkeppni snjókarla má senda myndir til [email protected]
21.02.2008 13:12
Hraustir krakkar á Bakkanum.
Barnaskólinn (BES) tók þátt í Skólahreysti á Selfossi fimmtudaginn 14. febrúar og stóð sig vel (7.sæti).
Þeir sem kepptu fyrir hönd skólans voru Gunnar Bjarki, Ingibjörg Linda og Hafsteinn í 9. bekk og Ragnheiður í 8. bekk.
| |||||||||
Þraut: Dýfur
| |||||||||
Þraut: Hraðaþraut
| |||||||||
Þraut: Armbeygjur
| |||||||||
Þraut: Hreystigreip
|
06.02.2006 07:37
Pottþétt veiðisumar!
Leinivopn stangveiðimannsinns er ný uppfinning. Sem sagt útfjólublátt ljós sem laðar fiskinn að önglinum eins og mý að mykjuskán, að því er uppfinningamaðurinn fullyrðir. Um er að ræða sjálflýsandi títaníum-díoxín sem selt er á brúsa og má úða á öngul eða beitu sem þá lýsir eins og diskókúla ofan í vatni.
- 1