Færslur: 2005 Nóvember

24.11.2005 20:14

Delta 25.Hitabeltisstormurinn

Hitabeltisstormurinn Delta, sem myndaðist í gær á Atlantshafinu, er 25. stormurinn sem nær þeim styrk að hann hljóti nafn á fellibyljatíðinni á þessu ári. Delta kann að ná fellibylsstyrk, en samkvæmt veðurspám er ekki hætta á að hann komi nærri landi. Aldrei fyrr hafa svo margir hitabeltisstormar myndast á fellibyljatíðinni, sem stendur frá 1. júní til nóvemberloka. Af 25 stormum hafa 13 náð fellibylsstyrk.

www.visir.is

07.11.2005 15:46

Mannskæður Skýstrokkur

22 íbúar í Indianafylki í Bandaríkjunum fórust þegar hvirvilbylur gekk yfir fylkið um helgina. Hvirvilbylurinn kom fyrirvaralaust á meðan íbúarnir voru í fasta svefni og olli gríðarlegri eiðileggingu. Skýstrokkurinn eyddi hjólhýsabyggð í Evansville. Eignatjón er gífurlegt. 21.000 heimili eru rafmagnslaus.

Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það.

  • 1
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273347
Samtals gestir: 35396
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 14:56:23