01.11.2011 23:14
Vertíðin 1923
Tólf mótorbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka vetrarvertíðina febrúar og mars 1923. Voru þessir formenn: 1.Árni Helgason, Akri. 2.Guðfinnur Þórarinsson, Eyri. 3. Jóhann Bjarnason, Einarshöfn. 4.Jóhann Jóhannsson, Brennu. 5.Jóhann Loftsson, Sölkutóft. 6.Jón Bjarnason, Björgvin. 7. Jón Helgason, Bergi. 8.Jón Jakobsson, Einarshöfn. 9.Kristinn Vigfússon, Frambæ. 10.Kristján Guðmundsson, Stighús. 11.Páll Guðmundsson, Hjörleifseyri. 12.Vilbergur Jóhannesson, Haga. Þá voru gerð út tvö áraskip og voru formenn þeirra; Sigurður Ísleifsson, frá Gróubæ Eyrarbakka og Tómas Vigfússon, Garðbæ.
Aflahæstur var Árni Helgason í Akri. 8.574 þorskar, 486 ýsur og 20 löngur. Aflahæstur formaður áraskipa var Sigurður Ísleifsson með 1200 þorska, 100 ýsur, 2 löngur og 4 ufsa. Heildarafli vertíðarinnar voru 65.255 þorskar, 5.646 ýsur og 214 ýmsar tegundir.
Heimild: Ægir 1923 (Tímarit.is)
29.10.2011 23:04
"Best verður að fara til Brasilíu"
Þetta var viðkvæði á Eyrarbakka fyrir hart nær 150 árum en það átti þó eftir að breytast.
Maður er nefndur "William Wickmann, danskur að ætt. Hafði hann dvalið um 10 ár á Íslandi sem verslunarþjónn, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði og á Eyrarbakka. Um haustið 1865 fór hann af íslandi áleiðis til Bandaríkjanna, og lenti hann í Milwaukee í Wisconsin-ríki. Hann átti þar ættingja, sem hann fór að vitja. "Wickmann þessi skrifaðist á við fyrrum húsbónda sinn, Guðmund. Tlhorgrimsen á Eyrarbakka og lét hann í bréfum sínum vel yfir stöðu sinni i hinum nýja heimi. Hrósaði mjög landkostum, og meðal annars áleit hann að fiskurinn i Michigan-vatninu væri stór og óþrjótandi gullkista, sem ýmsar þjóðir ysu úr, og að Islendingar mundu hafa sama rétt og aðrir að seilast ofan í kistuna og fá sinn hlut. Vera kann nú, að Wickmann hafi séð björtu hliðina á sínu nýja heimkynni, og eins og ungum mönnum oft er hætt við, ekki gáð að skuggahliðinni, og þessvegna lofað landið, ef til vill um of. En bréf Williams til Guðmundar Thorgrímssens á Eyrarbakka varð öðrum hvatning til að feta í fótspor hans.
Árið 1870, þann 12. dag maímánaðar, fóru af Eyrarbakka þrír ungir menn til Vesturheims, voru þeir: Jón Gíslason (f.12.12.1849 í Kálfholti í Holtasveit) búðarsveinn við Lefolii-verslun, Guðmundur Guðmundsson (f .8.7.1840 á Litla-Hrauni) formaður á Eyrarbakka og Árni Guðmundsson ( fæddur að Gamlahliði á Álftanesi 24. október 1845.), vinnumaður hjá G. Thorgrímssen en Jón Einarsson bættist við hópinn í Reykjavík. Hinn fyrst nefndi var forsprakkinn, og lánaði hann hinum tveimur síðast nefndu fé til fararinnar, en Guðmundur fór upp á sínar eigin spítur. Jón hafði tekið arf eftir föður sinn, sem hann hafði óskertan, svo hann stóð betur að vigi en flestir aðrir i þessari byggð til að fara af landi burt, og kom arfurinn honum nú að góðu haldi, og einnig þeim sem slógust í förina með honum.
Hinn 12. maí lögðu þeir félagar á stað frá Eyrarbakka landveg til Reykjavíkur, og eftir fárra daga dvöl í höfuðborginni tóku þeir sér far með póstskipinu "Díana" til Kaupmannahafnar. Á meðan þeir stóðu við í Reykjavik, reyndu ýmsir að telja þá af að leggja út í þessa glæfraför. Einn var meira að segja fullvissaður um, að ef hann færi vestur, yrði hann étinn upp með húð og hári, en ef ske kynni að hann ekki lenti þar sem mannæturnar héldu til, yrði hann gerður að þræli-svertingja líkast til? En þeir félagar héldu sinu striki og töku sér far með ,,Diönu", eins og áður er sagt, til höfuðstaðar Danmerkur. Skipið kom við í Færeyjum og Shetlandseyjum, og að endingu lagðist það við festar í Kaupmannahöfn. Þeir félagar stóðu þar við í 4 daga, og notuðu tímann til að hitta ýmsa landa sína þar og skoða hið markverðasta í þeirri fögru borg. Hinn 3. júni lögðu þeir á stað með gufuskipinu "Pacific" til Hull, og eftir að þar var lent, fóru þeir með járnbraut tíl Liverpool. Frá Liverpool fóru þeir á Allanlínu- skipinu "Austrian". Þeir fengu harða og langa útivist-sífelda storma af austri, og var sjógangurinn gríðarlegur, farþegar og farangur kastaðist til og frá í skipinu; tóku þá Eyrbekkingarnir það ráð, að skorða sig milli bekkja niður í skipinu og spiluðu Vist dag eftir dag sér til dægrastyttingar. Þeir lentu í Quebec 18. eða 19. júní. Þaðan fóru þeir áleiðis til Milwaukee, en höfðu svo miklar tafir á leiðinni, eins og títt er með vörulestum (freight trains) að þeir komu ekki til Milwaukee fyrr en þann 27. s. mán. Farbréf fyrir hvern kostaði 94 ríkisdali ríkismyntar frá Kaupmannahöfn til Milwaukee. Dvöldu þeir um tíma í Milwatrkee, en Jón fór um haustið til Washington Island og keypti þar land í félagi við William Wickmann, sem áður er getið. Létu þeir félagar þá höggva skóg á landi sínu, og bygðu-útskipunar bryggju o.fl. Árið 1873 skiptu þeir eignum sínum, og fékk þá Jón mest af landinu, með húsum, en Wickmann bryggjuna, ásamt nokkrum ekrum af landinu. Jón giftist 1877 Ágústu dóttir Einars kaupmanns Bjarnasonar í Reykjavík. Jón setti upp verslun á Vashingtoneyju um það leiti.
Guðmundur var formaður á Bakkanum frá því hann var 19 ára gamall þangað til hann fór af landi burt vorið 1870. Hann réði sig til fiskimanna frá Milwaukee sumarlangt, en fór um haustið til Washington Island og stundaði þaðan fiskveiðar. Hann kvæntist 1875, Guðrúnu Ingvarsdóttir frá Mundakoti.
Móðir Guðmundar "Málfríður Kolbeinsdóttir" var hagyrt og hefur varðveist ein vísa eftir hana, sem er svo hljóðandi.
Gísli, Þórður, Guðmundur,
Geir, Jón, Þorsteinn, Mangi,
Jóhannes, Stefán, Hróbjartur,
jafnt þar sjást á gangi,
Úr Stokkseyrar ýta vör
einhver fæst til bollinn,
allir þeir á einum knör,
út á Danapollinn."
MK
(Danapollur var í Stokkseyrarlending)
Árni fór 18 ára gamall austur á Eyrarbakka; gerðist vinnumaður hjá G. Thorgrimsen og var hjá honum í 4 ár. Fór síðan til Reykjavíkur, og lærði þar trésmíði hjá Jóhannesi Jónssyni snikkara. Fór hann að því búnu aftur austur á Eyrarbakka, til Thorgrimsens, og var þar vinnumaður og búðarmaður þangað tiil um vorið 1870, að hann fór með þeim félögum til Ameríku. Var hann að fiskiveiðum um sumarið með félaga sínum Guðmundi Guðmundssyni, og fór það haust til Washington eyju. Árið 1880 flutti hann sig til Andabon County í lowa, og var þar i 2 ár við smíðar. Kom aftur til eyjarinnar, og dvaldi þar síðan en giftist ekki.
Jón (f.ca 1850) var um nokkur ár vinnumaöur og meðreiðarmaður dr. Hjaltalíns (var hann því stundum kallaður Jón Hjaltalín). Eftir að hann fór vestur, stundaði hann flskiveiðar, fyrst í Milwaukee og svo á Washington eynni.
Næstu árin fóru margir Íslendingar vestur til Washingtoneyjar og voru allmargir Eyrbekkingar á meðal þeirra:
1872. Fóru 14 manns af Eyrarbakka; af þeim lentu flestir á eynni. Þrjár persónur af þeim voru þar enn árið 1900: Olafur Hannesson, sonur Hannesar Sigurðssonar og konuhans Guðrúnar Jónsdóttur á Litluháeyri á Eyrarbakka; Árni Guðraundsen, sonur Þórðar kameráðs Guðmundsen, sem lengi var sýslumaður í Arnessýslu, og konu hans Jóhönnu A. Knudsen; og Guðrún Ingvarsdóttir, sem giftist Guðm Guðmundssyni, eins og áður er getið. Hinir aðrir, sem lentu þar úr þessum hóp. voru: séra Hans Thorgrimsen; Dr. Arnabjarni Sveinbjörnsson; Þovkell Árnason frá Eiði á Seltjarnarnesi; og Olafuv Guðmundsson, frá Arnarbæli, en þeir fóru þaðan aftur eftir lengri eða skemri dvöl.
1873. Teitur Teitsson, hafnsögumaður af Eyrarbakka; var faðir hans TeiturHelgason, einnig búsettur á Eyrarbakka. Hann fór þaðan alfarinn 1887, og flutti til Manitoba.
1881. Björn Vernharðsson, ættaður af Eyrarbakka. Fór frá Íslandi til Milwaukee 1873; var þar þar til hann kom til Washingtoneyjar. Hann varr föðurbróðii Björns kaupmanns Kristjánssonar í Reykjavík. Sagðist Björn vera kominn í beinan ættlegg í móðurætt af Þangbrandi biskupi, en í föðurættaf Agli Skallagrímssyni.
1884, Hannes Jónsson af Eyrarbakka, sonur Jóns Jónssonar á Skúmstöðum i Rangárv.sýslu, og konu hans Ragnhildar Vernharðsdóttur. Sigurður Sigurðsson af Eyrarbakka, ættaður frá Skammadal í Mýrdal.
1885. Þórður læknir Guðmundsson, bróðir Árna, sem áður er nefndur -Kom 13. ágúst það ár. Hann dó snögglega 29. janúar 1899.
1886. Magnús Jónsson Þórhallasonar, af Eyrarbakka, en móðir Magnúsar var Þórunn Gísladóttir frá Gröf í V.Skaftafelssýslu.
1887. Jón Þorhallason, tiésmiður, faðir Magnúsar. af Eyrarbakka. Jón er ættaður frá Mörk á Síðu, sonur Þórhalls Runólfssonar, sem lengi bjó þar. Bárður Nikulásson, Bárðarsonar Jónssonar, af Eyrarbakka, ættaður úr Skaftártungu: var móðir hans Sigríður Sigurðardóttir, frá Hvammi, Arnasonar frá Hrísnesi.
1888. Þorgeir Einarsson, ættaður af Eyrarbakka. Kom til Milwaukee 1873, en dvaldi i Racine og Walworth Counties í 15 ár. Faðir hans, Einar Vigfússon fór með honum. (Sigurður Jónsson, Arnasonar Magnússonar Beinteinssonar, ættaður úr Þorlákshöfn. Móðir hans var Þórunn Sigurðardöttir frá Skúmstöðum í Landeyjum, og voru því foreldrar hans bræðrabörn. Kom til Minneapolis frá Kaupmannahöfn 1885).
Heimild: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar 1900. http://brim.123.is/blog/record/425257/ http://brim.123.is/blog/2010/02/24/436646/
25.10.2011 21:18
Vertíðin 1975
Einn bátur hóf vertíðina í janúar 1975 og fór tvær sjóferðir, en þegar leið á fjölgaði bátum til sjós og voru jafnan 8-9 bátar að veiðum með net og botnvörpu fram til loka, en þá náði vertíðaraflinn 1.014 lestum sem landað var í heimahöfn en vertíðarafli Bakkabáta var alls 1.616 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni: Björg, net 236 lestir. Skipstjóri á Björg var Gísli Jónsson. Sólborg, net 231 lest. Ólafur H, net 223 lestir. Á humar og haustvertíð lönduðu jafnan 5-10 bátar afla sínum á Eyrarbakka, en þó enginn í nóvember og desember. Heildaraflinn á árinu með humri var 2.271 lest.
Heimild: Ægir 1975 tímarit.
20.10.2011 20:53
Horfinn tími, leikvöllur fjörunnar
Veiðimenn-Þekkið þið þá? (Myndina tók Stefán Nikulásson 1972)
KR-ingar? (Myndina tók Stefán Nikulásson 1972)
Stúlkur-skilaboð í sandinn. (Myndina tók Árni Johnssen 1971)
Barnapíur ( Myndina tók Katrín B Vilhjálmsdóttir 1962)
18.10.2011 21:03
Vertíðin 1974
Vertíðin hófst í febrúar þegar 1 bátur hóf togveiðar en í allt voru 7 bátar gerðir út frá Eyrarbakka á vetrarvertíð sem lauk 15. maí. . Heildarafli á vertíðinni var 3.018 lestir. Þar af landað heima 1.517 lestum úr 197 sjóferðum. Hæstu bátar á vertíðinni voru: Hafrún 366, lestir 55 róðrum Álaborg 349, lestir í 56 róðrum. Jóhann Þorkelsson 318,lestir í 53 róðrum Skipstjóri á Hafrúnu var Valdimar Eiðsson.( Hafrún brann í róðri 12 sep 1974 ) Aðrir bátar sem voru með aflahæstu bátum í einstaka róðrum voru: Sólborg, Sæfari og Guðmundur Tómasson VE (Var síðar keyptur til Eyrarbakka). sjöundi báturinn var Askur ÁR. Yfir sumarið stunduðu 4 bátar humarveiðar og 4 bátar veiðar með fiskitrolli. Þegar leið á haustið fækkaði bátum á sjó og aðeins einn bátur réri í desember og aflaði 6 lestir í 1 róðri. Heildarafli bakkabáta 1974 var 3.978 lestir.
15.10.2011 20:51
Björgun
Þyrla Landhelgisgæslunar TF-Líf tók þátt í björgunaræfingu með Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka í dag, þar sem æft var með leitarhunda og sigmann.(Mynd t.v.: Linda Ásdísardóttir)
Hér eru nokkrar gamlar myndir þar sem þyrlur Gæslunar hafa komið við sögu á æfingum og björgunum með björgunarsveitinni á Eyrarbakka.
Æft með TF-Sif snemma á 8. áratugnum.
TF-Gná yfir Eyrarbakka eftir Suðurlandsskjálftan 2008.
TF-Gró við björgunarstörf í brimgarðinum á Eyrarbakka 1983 ásamt björgunarsveitarmönnum. Saga þyrlanna er í stuttu máli þannig:
Fyrsta þyrlan sem skráð var hér á landi var smávél af gerðinni Bell-47. Hún var skrásett 10. júní 1949, en skilað aftur til Bandaríkjanna í september sama ár. Nr.2 var einnig Bell-47. Það var TF-EIR sem var i eigu Slysavarnafélags Íslands og Landhelgisgæslunnar. Hún var skrasett 30. apríl 1965. TF-EIR brotlenti á Rjúpnafelli 29. september 1971 og gjöreyðiiegðist. Nr. 3 var TF-GNÁ, stór Sikorsky þyrla i eigu Landhelgisgæslunnar. Hún var skrásett 21. febrúar 1972. TF-GNÁ eyðilagðist i nauðlendingu á Skálafelli 3. október 1975 eftir að drifkassi í stéli brotnaði. nr.4 var TF-HUG sem var af gerðinni BeIl-47 og í eigu Landhelgisgæslunnar. Hún var skrásett 29. mars 1973. Þessi þyrla skemmdist í nauðlendingu, eftir hreyfilbilun í grennd við Kópavogshæli, 13. febrúar 1977. Nr.5 var TF-MUN. Hún var einnig af gerðinni Bell-47 í eigu Landhelgisgæslunnar. Hún skemmdist í nauðlendingu, vegna hreyfilbilunar, i grennd við Vogastapa árið 1975. Nr. 6 var TF-GRO. Hún var af gerðinni Hughes 369 og í eigu Landhelgisgæslunnar. Hún var skráð hér á landi 7. apríl 1976. Þessi þyrla flaug á loftlínu, við Búrfellsvirkjun, og eyðilagðist, 17. nóvember 1980. Nr.7 var TF-Rán tekin í notkun 1980, en hún fórst í Jökulfjörðum 1983.
Heimild: DV 1981 og Wikipedia
12.10.2011 21:05
Horfinn tími, Eyrarbakki 1982
Efri mynd: Húsið "Vegamót" framan við Skjaldbreið.
Neðri mynd: Tekið af veginum sem lá út á höfn.
Heimild: Sjómannadagsblaðið 1982.
08.10.2011 22:23
Grímstaðir, bær á Eyrarbakka
Grímsstaðir var rifið seint á 7. áratug síðustu aldar og var þá ein síðasta bæjartóftin frá fyrri tíð, en þegar þessi mynd var tekin 1976 var torfbærinn löngu fallinn en yngra bæjarhús uppistandandi. Einn þekktasti búandinn á Grímstöðum var Toggi í Réttinni.
08.10.2011 20:11
Það brimar við bölklett
Það brast á SA stormur um stund snemma í morgun þegar meðalvindhraði fór í 22 m/s, versta vinhviðan var 28.7 m/s á veðurathugunarstöðinni. Mikil rigning fylgdi veðrinu, en kl. 9 í morgun voru mældir 14 mm og nú hafa 9 mm bæst við í dag. Nú er strekkingsvindur og hefur færst til suðvestanáttar með brimgangi.
06.10.2011 21:58
Vertíðin 1973
Vertíðin 1973 fór hægt af stað, en í janúar reru einungis tveir bátar, en eftir því sem leið á vertíðina fjölgaði bátum og voru þeir 11 þegar mest var á Bakkanum þetta árið, en þar á meðal voru þrír botnvörpubátar frá Vestmannaeyjum vistaðir á Eyrarbakka vegna eldgosins í Eyjum. Hæstu netabátarnir á vertíðinni voru Þorlákur helgi, 386 lestir í 46 róðrum Hafrún, 377 lestir í 59 róðrum, Askur, 374 lestir 53 í róðrum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson. Heildaraflinn á vetrarvertíð frá áramótum varð 3560 lestir og þar af landað heima 2371 lest úr 337 róðrum.
M/b Leó frá Vestmannaeyjum, sem landaði mestum afla sínum í Þorlákshöfn, var með 637 lestir. Skipstjóri á Leó var Óskar Matthíasson. Eftir því sem leið á haustið að lokinni humarvertíð fækkaði bátum til sjós og í nóvember voru aðeins þrír bátar að veiðum, en ekkert var róið í desember.
Ársaflinn mun hafa verið um 4.766 lestir, þ.m.t. humar og annar fiskur.
04.10.2011 21:39
Horfinn tími, Eyrarbakki 1972
Þessar myndir verða ekki teknar aftur, en þær segja sögu horfins tíma á Bakkanum. Myndirnar tók Stefán Nikulásson 1972 fyrir Tímann. (Stefán var blaðaljósmyndari, fæddur í Vestmannaeyjum 1915).
02.10.2011 20:54
Tvær teikningar
Halldór Pétursson teiknari gerði þessa teikningu eftir gamalli mynd, en hér má sjá verslun Guðlaugs Pálssonar og aðrar byggingar í grend. Atvik myndarinnar gerist á óljósum tíma, en Guðlaugur hóf verslun 1917. Á myndinni eru raflínur, frekar en símalínur s.br.lampinn ofan við dyrnar, en raflínurnar komu um 1920.
Þessi teikning er af Húsinu á Eyrarbakka, en hana gerði Sigurður Jónsson flugmaður. (Siggi flug var fæddur á Eyrarbakka) Takið eftir ljósastaunum til vinstri við Assisdenthúsið.
01.10.2011 20:32
Tíðin í september
Það var hlýtt sunnanlands fyrstu dagana í september og voru hæstu hitatölur á Eyrarbakka tæplega 19 stig. Eins var mánuðurinn tiltölulega hlýr. Aðeins einu sinni fór hiti undir 0°C og skemdust þá kartöflugrös nokkuð. Ösku og moldfok varði í nokkra daga og byrgði mönnum sýn til sunnlenskra fjalla. Tvisvar hafa komið hvassviðri með stormrokum og rigningu. Síðustu dagar mánaðarins voru fremur vætusamir hér við ströndina. Haustlitirnir eru alsráðandi í náttúrunni og laufin falla ört þessa dagana.
28.09.2011 22:41
Gamla gatan
Gamla gatan 1977. Hér má sjá að búið er að malbika austurbakkann, en malarvegurinn gamli og holurnar og pollarnir eru enn á vesturbakkanum. Á austurbakkanum eru járnstaurarnir komnir, en tréstararnir eru enn á vesturbakkanum og raflínurnar í loftinu. Malbikið endar austan við Skjaldbreið. Ekki var búið að leggja gangstéttir þegar hér er komið sögu, en voru byggðar í áföngum næstu árin á eftir. Þannig eru flestar gangstéttir á Bakkanum orðnar þrítugar og úr sér gengnar. Mikið hefur verið rætt um það meðal fólks hér í þorpinu að löngu sé orðið tímabært að endurnýja gamlar stéttar ásamt ljósastaurum sem komnir eru fram yfir leyfilegan notkunartíma. Hafði nokkru fé verið lofað af bæjaryfirvöldum á þessu ári til endurbóta 1. áfanga við austurbakkann, en nokkrir aðilar óskuðu eftir að þeim áfanga yrði frestað.
27.09.2011 23:31
Vertíðin 1972
Vetrarvertíðin 1972 hófst í byrjun febrúar á Eyrarbakka. Alls voru 7 bátar gerðir út þessa vertíð. Heildaraflinn var alls 1606 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Álaborg með 484 lestir, Þorlákur helgi með 472 lestir,og Jóhann Þorkelsson með 457 lestir. Skipstjóri á mb. Álaborg var Karl Zophaniasson. Sumar og haustvertíð stunduðu 5-6 bátar, en ekkert var róið í oktober og aðeins einn bátur réri í desembermánuði. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan. til 31. des. var 2.147 lestir. (Humarafli er ekki meðtalinn).
Heimild: T.r. Ægir.