Færslur: 2010 Júní

24.06.2010 16:04

Þorlákur Helgi ÁR 11

Þorlákur Helgi ÁR 11Báturinn var smíðaður í Danmörku 1957. Eigendur frá árinu 1965 voru Vigfús Jónsson og Sverrir Bjarnfinsson. Báturinn var seldur 1980 til Grindavíkur.







þorlákur Helgi ÁR 11 Árið 1980 var keyptur nýr bátur undir sama nafni, smíðaður í Noregi 1960. Bátinn átti Einarshöfn h/f. Hann var seldur til Siglufjarðar 1986.

24.06.2010 14:56

Sæbjörn ÁR 15

Sæbjörn ÁR 15Báturinn var smíðaður í danmörku 1956. Árið 1980 átti Hörður Jóhannsson á Eyrarbakka bátinn. Sæbjörn var tekinn af skrá og brendur í Helguvík 26.3.1982. Báturinn hét upphaflega Helga Björg HU 7.

23.06.2010 22:19

Blíðu veður á Bakkanum

21,9°CÞað var sólríkur dagur í dag og dagsmet slegið. Hitinn náði eldra dagsmeti um hádegi í dag og sló fljótlega út dagsmetið frá 2007 sem var 18°C. Hitinn hélt þó áfram að hækka undir kvöld og náði hámarki kl.20:00 þegar hafgolunni lyngdi. Þá var hitinn orðinn 21.9 °C á veðurstöð VÍ. Það er næst hæsti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka  í júní, frá árinu 1957, en mesti júní hiti var 22.6°C þann 30. árið 1999.  Aðeins var heitara á Þingvöllum í dag 22,3°C.

23.06.2010 22:07

Guðbjörg ÁR 25

Guðbjörg ÁR 25Báturinn var smíðaður í keflavík 1957. Árið 1964 átti bátinn Sigurður Guðmundsson á Eyrarbakka. Báturinn var talinn ónýtur 1965.

21.06.2010 22:59

Kristján Guðmundsson ÁR 15

Kristján Guðmundsson ÁR 15Báturinn var smíðaður í Svíþjóð 1956 og var 53 tonn. Eigendur 1962 voru Ási Markús, Þorbjörn Fimbogason og Þórir Kristjánsson. Báturinn rak á land á Eyrarbakka en náðist aftur á flot. Hraðfrystistöð Eyrarbakka h/f eignaðist bátinn síðar. Báturinn var talinn ónýtur 1977. Hann hét áður Unnur VE 80.

Heimild: Íslensk skip.

21.06.2010 22:43

Fjalar ÁR 22

Fjalar ÁR 22Báturinn var smíðaður í Svíþjóð 1955 og var 49 tn. Keyptur frá Vestmannaeyjum af Hraðfrystistöð Eyrarbakka H/F 14.des 1965. Strandaði á Eyrarbakka 1969, en náðist á flot. Seldur til Stykkishólms 1972. Hét síðast Þröstur HU 130.

19.06.2010 22:35

Bakkavík ÁR 100

Bakkavík ÁR 100 eldriÞessi bátur var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1947. Árið 1977 átti Þórður Markússon á Eyrarbakka bátinn og hét hann Bakkavík ÁR 100. Báturinn slitnaði upp við bryggju á Stokkseyri í stórsjó 12.12.1977 og ónýttist.






Bakkavík ÁR 100 annar báturinn með þessu nafniAnnar báturinn sem bar þetta nafn var smíðaður í Hafnafirði 1943 og var 52 tn. Þórður markússon átti hann 1978. Árið 1987 eignaðist Bakkafiskur H/F bátinn.








Bakkavík ÁR 100Þriðji báturinn með þessu nafni var smíðaður á Neskaupstað 1971. Þórður Markússon átti hann 1980. Báturinn fórst á Einarshafnarsundi 7.9.1983. Tveir menn fórust en þriðji maðurinn bjargaðist á gúmmibjörgunarbát.

Sjá:Brimbarinn


Bátar

19.06.2010 22:26

Sæsvalan ÁR 65

Sæsvalan ÁR 65Báturinn var smíðaður á Akureyri 1948. Árið 1976 var báturinn skráður á Eyrarbakka og átti hann Sæsvalan H/F og hét þá Sæsvalan ÁR 65. Báturinn var seldur 1977.

18.06.2010 22:09

Jóhann Þorkelsson ÁR 24

Jóhann Þorkellsson ÁR 24-elstiJóhann Þorkelsson eldri var smíðaður í Njarðvík 1943. Árið 1953 áttu hann bræðurnir Bjarni og Jóhann Jóhannssynir. Báturinn var seldur 1963. Hann sökk í Fljótvík 13.7.1975









Jóhann Þorkellsson ÁR 24 -annar í röðinniAnnar bátur þeirra bræðra Bjarna og Jóhanns sem bar sama nafn, eignuðust þeir 1963. Báturinn var smíðaður í Svíþjóð 1954. Hann var seldur til Ólafsvíkur 1967.






Jóhann Þorkelsson ÁR 24 - Þriðji og síðasti í röðinni.Þriðji báturinn með þessu nafni var smíðaður í Danmörku 1957 og var einnig í eigu Bjarna og Jóhanns frá 1967. Báturinn strandaði vestan við Einarshöfn 21.6.1981 og eiðilagðist.




Bátar

18.06.2010 21:55

Helgi ÁR 10

Helgi ÁR 10Vélbáturinn Helgi var smíðaður í Njarðvík 1939. Árið 1955 áttu þennan bát Þeir Sverrir Bjarnfinnsson, Reynir Böðvarsson og Óðinn H/F á Eyrarbakka. Helgi var seldur 1961 til Vestmannaeyja. Báturinn sökk á Reyðarfirði 10.3.1965 og hét þá Valur VE 279.
Bátar

14.06.2010 22:19

Skálafell ÁR 16

Skálafell ÁR 16Þessi bátur var smíðaður á Ísafirði 1942. Árið 1982 áttu hann Baldur Birgisson, Þórður Guðmundsson og Henning Fredriksen. Báturinn hét Skálafell ÁR 16. Árið 1988 átti hann Þórður Eiríksson.
Bátar

14.06.2010 22:15

Sædís ÁR 22

Sædís ÁR 22Sædís ÁR 22 var smíðuð í Hafnafirði 1939. Árið 1977 átti Hörður Jóhannsson á Eyrarbakka þennan bát.

12.06.2010 23:40

Skúli fógeti ÁR 185

Skúli fógeti ÁR 185Báturinn var smíðaður í Danmörku 1938. Árið 1975 átti bátinn Ragnar Jónsson. Þann 3.nóvember það ár gerði mikið óveður og eiðilagðist báturinn í höfninni á Eyrarbakka ásamt nokkrum öðrum bátum sem þar voru.
Bátar

12.06.2010 20:32

Gunnar ÁR 199

Gunnar ÁR 199Bakkabáturinn Gunnar ÁR 199 var smíðaður á Akureyri árið 1921 og var 11 tn. Árið 1937 áttu bátinn Jón Kristinn Gunnarsson og Jóhann E Bjarnason.
Sjá bátar á Brimbarinn

12.06.2010 19:25

Pipp ÁR 1

Pipp ÁR 1Pipp var smíðaður í Danmörku 1925. Árið 1948 voru eigendur hans Helgi Vigfússon, Steinn Einarsson og Gísli Guðlaugsson og keyptu þeir bátinn frá Vestmannaeyjum, hét þá Pipp VE. Félagarnir seldu svo bátin aftur 1955.
Bátar

Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273372
Samtals gestir: 35397
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 15:17:42