Færslur: 2013 Ágúst

29.08.2013 00:34

Skólinn lagfærður

Nýtt þakjárn og andyriri byggt við Barnaskólann á Eyrarbakka, en skólinn var settur í síðustu viku.

26.08.2013 22:27

Framkvæmdir við Eyrargötu

Í sumar hefur verið unnið að undirbúningi fyrir nýja gangstétt við Eyrargötu vestan Háeyrarvegar. Hefur sú vinna verið með hléum og mörgum þótt hægt ganga, en nú virðist kominn einhver skriður á verkið, búið að setja niður nýja ljósastaura og langur lagnaskurður hefur verið grafinn og brýr byggðar fyrir hvert hús. Vonandi lýkur verkinu fyrir veturinn.

23.08.2013 17:03

Leikmynd að fæðast

Eins og sjá má er komið heilt hús á Kaupmannstúnið, en það er hluti af leikmynd vegna norsku kvikmyndarinnar "Död snö 2" og væntanlega mun skriðdreki mæta á svæðið þegar tökur hefjast á næstu dögum. Miklar sprengingar og gauragangur munu að sjálfsögðu fylgja, enda um stríðsmynd að ræða og margir drepnir, en bara í þykjustunni.

19.08.2013 15:09

Óvenju mikið um álft

Óvenju mikið hafa álftir og andfuglar verið við strönd þorpsins í sumar. Jafnvel svo að skipti hundruðum saman, mest ungálftir, líklega ófleygar í sárum um þessar mundir. Álftapar með fimm unga siglir hér framhjá ljósmyndara BB þar sem þær halda sér í lygnu innan við brimið.

16.08.2013 01:13

Þar sem vegurinn endar

Bakkinn í svipmyndum. Snoturt myndband af húsum fólki og fénaði. Ath. að það getur tekið a.m.k. 2 mínútur að hlaða bandinu niður, en það er alveg þess virði.

.


Horfa á myndband: smellið á auða boxið til vinstri.

12.08.2013 11:14

Söguskilti

Skilti með ljósmyndum var nýverið sett upp við Stað á Eyrarbakka og segir þar frá hafnargerð og útgerð á árunum áður. Skiltið var vígt í tengslum við Aldamótahátíðina sem fór fram um liðna helgi. Margt var um að vera á Bakkanum enda viðburðir af ýmsu tagi jafnan á þessari bæjarhátíð sem nú var haldin í fimta sinn.
  • 1
Flettingar í dag: 771
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207140
Samtals gestir: 26760
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:34:49