Færslur: 2020 Desember

31.12.2020 21:00

Íbúafjöldi á Eyrarbakka

Skráður íbúafjöldi var mestur á Bakkanum árin  1918-1920. Þá bjuggu hér 950 til 1000 manns. Þar af bjuggu í Hraunshverfi um 100 manns, flest í torfbæjum. Í stærri húsum á Bakkanum sem þá voru flest nýbyggð, bjuggu 2 - 3 fjölskyldur saman og oft barnmargar. Síðan tók íbúum að fækka og Hraunshverfi og torfbæirnir lögðust í eyði. Stórverslunin lagðist af og með því hurfu störf fjölda fólks. Frá þeim tíma hefur íbúatalan verið nokkuð stöðug milli 5 og 600 manns. Árið 2019 voru 558 íbúar á Eyrarbakka.
Í dag búa ríflega 10.000 manns í Árborg, sameinuðu sveitarfélagi.

23.12.2020 23:02

Frystihúsið


Á þorláksmessu 1943 var tekin fyrsta skóflustungan að Hraðfrystistöð Eyrarbakka. Húsið var reist á félagslegum grundvelli eins og svo margt annað á Bakkanum. Aðeins fjórum mánuðum síðar var húsið tekið í notkun

17.12.2020 22:04

Barnaskólinn


17. desember 1850: Fyrsti undirbúningsfundur að stofnun barnaskóla á Eyrarbakka var haldinn á Stokkseyri.
12. janúar 1851: Annar undirbúningsfundur haldin og þá kosið í nefndir og ákveðið að skólinn starfaði fyrir bæði þorpinn.
25. október 1852: Skólinn settur í fyrsta sinn.
Skólahúsið á Eyrarbakka var byggt með fjáröflun almennings en á Stokkseyri var aðstaða tekin á leigu.
1880 Nýtt skólahús er byggt á vesturbakkanum. Þá voru hugmyndir um stofnun gagfræðaskóla sem náði þó ekki að verða að veruleika.
1897 Eyrarbakkahreppur stofnaður, skólinn klofnar í tvo skóla.
1913 Nýtt skólahús er byggt austast í þorpinu.
1952 Byggt er við skólahúsið. Skólinn 100 ára.
1973 Fyrsta útistofan sett niður.
1981 Byggt við skólahúsið. Skólinn 129 ára.
1987 Tvær nýjar útistofur settar niður.
1996 Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri sameinast á ný. Skólinn 144 ára.
2007 Tvær nýjar útistofur settar niður.
2008 Nýtt skólahús byggt á Stokkseyri eftir langvarandi deilur um staðsetningu.
2014 Byggt við skólahúsið lítil útbygging.
2018 skólalóðin endurnýjuð. Skólinn 166 ára.

01.12.2020 23:31

Þjóðþekktir Eyrbekkingar

Vilhjálmur S Vilhjálmsson rithöfundur.
Ragnar Jónsson í Smára.
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari.
Sigurgeir Sigurðsson biskup.
Þorleifur Guðmundsson alþingismaður.
Sigurður Ó Ólafsson alþingismaður.
Peter Níelssen frumkvöðull og verslunarstjóri.
Guðmundur Thorgrímssen verslunarstjóri.
Guðmunda Nielsen kaupmaður.
Guðlaugur Pálsson kaupmaður.
Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Kveldúlfstogaranum Egill Skallagrímssonar RE.
Sigurður Jónsson flugmaður (Siggi flug) fæddur á Bakkanum.
sr. Eiríkur J Eiríksson þjóðgarðsvörður.
Sigurður Eiríksson regluboði.
Jón Ingi Sigurmundsson listmálari.
Sigfús Einarsson tónskáld.
Guðmundur Daníelsson rithöfundur.
Hallgrímur Helgason tónskáld.
Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri.
Valgeir Guðjónsson tónskáld.


Eflaust eiga margir fleiri heima í þessari upptalningu þó ekki sé getið hér.

01.12.2020 22:13

Mannlegum vedurathugunum lokið

Fyrir rýflega ári síðan eða meira var hætt að mæla úrkomu á Eyrarbakka þegar síðasti veðurathugunamaðurinn hætti störfum og sjálfvirka veðurstöðin tók alfarið við hlutverkinu, en hún mælir í staðinn rakainnihald lofts.
Hinsvegar er hægt að styðjast við þá staðreynd að meðal úrkoma er hlutfallslega meiri á Eyrarbakka en í Reykjavík eins og meðfylgjandi graf sýnir.



  • 1
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273347
Samtals gestir: 35396
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 14:56:23