Færslur: 2019 Október

21.10.2019 23:55

Sjógarðar og sjávarflóð

Af og til um aldirnar hafa stórflóð gengið yfir suðurströndina og ollið miklu tjóni, ekki síst á Eyrarbakka sem var þettbýlasti staðurinn um aldir fram. Elstu flóðin sem vitað er um og skráð í annála eru frá 1316 og 1343  en eitt hið mesta og frægast er svokallað "Háeyrarflóð" 1653: Guðni Jónsson prófessor segir svo frá þvl í Stokkseyringasögu sinni: "Áttadagur (þ.e. nýársdagur) á laugardag, en morguninn þar eftir var stormur hræðilegur að sunnan og útsunnan með óvenjulegum sjávargangi upp á landið í öllum stöðum fyrir austan Reykjanes, svo túnin spilltust, en skip brotnuðu vlða. Sérdeilis skeði þetta á Eyrarbakka, Grindavík og Selvogi suður. Á Eyrarbakka sköðuðust mest tún, hús og fjármunir. Raskaðist viða um bæi. Maður einn sjúkur, með þvi hann gat ekki úr húsinu flúið, þar fyrir drukknaði hann þar. Það skeði í gömlu Einarshöfn. Timburhús eitt var upp við dönsku búðir og flaut upp á Breiðamýri. Á Hrauni og Háeyri á Eyrarbakk a varð mestur skaði. Þar tók alla skemmuna burt með öllu því sem í henni var og bar upp í tjarnir. Nokkuð fannst þó aftur af þvi. Nokkrar kýr drápust I fjósinu á Hrauni, einn hestur í hesthúsi og nokkrar kýr hjá húsunum. Sjórinn féll inn í allan bæinn. Sumir menn héldu sér uppi á húsbitunum en sumir afstóðu flóðið uppi á húsþekjum" (Hjáleigan Pálskot fór þá í eiði)

 

Bygging sjógarðsins kemur fyrst til umræðu árið 1785 og nokkrum árum síðar er hlaðinn skans (virki) við búðirnar en hann hvarf í flóðinu 1799.  - Árið 1779 geröi stórflóð á Eyrarbakka á öskudaginn og hefur verið nefnt Oskudagsflóðið. Olli það miklu tjóni. 1 þessu flóði eyddist jörðin Rekstokkur (Drepstokkur) - Aðfaranótt hins 9. janúar 1799 gerði eitt mesta flóð sem að llkum hefur komið i Stokkseyrarhreppi siðan land byggðist og hefir ýmist verið kallað aldarmótarflóðið eöa stóraflóð, en syðra var það nefnt Básendaflóöið þvi þá eyddist hinn forni kaupstaður að Básendum. í þessum sjógangi og ofviðri hafði brimgarðurinn lækkað og jafnað malarkambinn, að ekki var orðinn mikið hærri en fjaran. Hrannir af þangi og þara rak upp á Selsheiði og upp undir Ásgautsstaði og sýnir þaö sjávarhæðina. -1830 gerði svokallað þorraþrælsflóð. Einnig gerði flóð 21. september 1865. Þá brotnaöi stórt stykki úr sjógarðinum við verslunarhúsin a Eyrarbakka.

Nokkur flóð hafa komið á síðari tímum, svo sem 9. febrúar 1913 - 21. janúar 1916  - 21. janúar 1925,- 14. desember 1977 var mikið flóð sem olli miklum skemdum á Eyrarbakka og Stokkseyri. - 9. janúar 1990 kom gríðarlegt flóð og olli geysimiklu tjóni í báðum þorpum.

 

Það mun hafa verið Petersen verslunarstjóri á Eyrarbakka sem árið 1785 benti yfirvöldum á þá miklu hættu sem verslunarstaðnum stafaði af sjónum.  Árið 1787 flæddi sjórinn tvivegis 18. janúar og 10. mars umhverfis verslunarhúsin á Eyrarbakka. Mun það hafa rekið á eftir þvl að eitthvað væri aðhafst og þegar á þvi ári eða hinum næstu hefir verið byggður fyrsti sjógarðsspottinn á Eyrarbakkaskans sá sem þar var hlaðinn af stórum steinum sem sjórinn velti um svo að ekki sáust minnstu merki til hans eftir stóraflóð 1799. En Lambertsen verslunarstjóri lét hlaða nýjan grjótgarð með trjáverki til styrktar sjávarmegin við búðirnar auk þess sem hann lét hlaða traust virki úr grjóti umhverfis "Húsið". Þarna hefur sjógarðurinn haldist siðan. Um 1890 hófst bygging sjógarðs við Stokkseyri og smám saman náðu þessir garðar allt milli þorpanna.

Þessir garðar fóru oft illa í stórflóðum, en það var ekki fyrr en eftir stóraflóðið 1990 að hafist var handa við byggingu mikils grjótgarðs með allri ströndinni frá Eyrarbakka og fram fyrir Stokkseyri. Ekki hefur orðið tjón á landi eftir að þessir garðar voru fullgerðir og myndu sennilega þola vel viðlíkan sjógang og varð 1990.


12.10.2019 22:34

Tröð, Stígur, Gata, Vegur, Braut.

Búðarstígurinn er einn elsti "vegurinn" á Bakkanum, En Kaupmannshúsið, kallað "Húsið" var byggt árið 1768. Stígur og síðan braut lá milli verslunarhúsanna og kaupmannshússins.  Aðrir fornir stígar og traðir milli húsaþyrpinga og garða breyttust smám saman í vegi í tímans rás svo sem Eyrargatan, Háeyrarvellir og Hraunteigur. Eiginleg vegagerð hófst með tilkomu hestvagna og aukinni notkun til vöru og heyflutninga. "Álfstétt" heitir vegspotti á Eyrarbakka og  sagður einn elsti vegur í Árnessýslu, byggður einhverntímann fyrir 1880. "Bárðarbrú" sem þó er ekki "brú" í nútíma merkingu, heldur upphaflega púkkaður mjór vegur yfir móa og mýrlendi er lá áður milli kirkju og Húsins upp á engjalöndin vestur undan Sólvang, en þennan veg  gerði Bárður Nikulásson um 1880 og og um 1890 var "Nesbrú" byggð, en það var upphlaðin slóði á leiðinni frá Óseyrarnesi upp mýrarnar, er lá alla leið upp í Kaldaðarneshverfi. Hluti Háeyrarvegar var lagður á svipuðum tíma, en fyrir því stóð Guðmundur Ísleifsson á Háeyri.  Lagning Eyrarbakkavegar frá Ölfusárbrú hófst 1898 undir stjórn Erlends Zakaríassonar, en þá voru hestvagnar að verða helsta flutningatækið. (Trúlega er Steinskotsvegur frá sama tímabili.) Sumarið 1913 komu fyrstu bílarnir akandi þennan veg frá Reykjavík, en það voru Ford-blæjubílar og lítt áræðanlegir til brúks. Hjallavegur og Túngatan hafa  byggst upp smám saman milli 1940-1950 og Merkisteinsvellir um líkt leiti. Hafnabrú er byggð um 1975. Hjalladæl og Hulduhóll eru gerð um  og eftir aldamótin 2000 og Þykkvaflöt um svipað leiti.

Mörg hús á Bakkanum bera nöfn sem kennd eru við þessar umferðaæðar, svo sem Götuhús, Stíghús, Traðarhús, Akbraut, Suðurgata og Vegamót sem var rifið fyrir mörgum árum. Í öðrum tilfellum hafa stígarnir dregið nöfn af húsum, svo sem Bakarísstígur og Háeyrarvegur.

09.10.2019 22:32

Landamærabrýr Eyrarbakka

Brú var fyrst  byggð yfir Hraunsá 1876. Steypt brú var byggð sennilega á fyrstu áratugum 20. aldar. Síðan var vegurinn færður á árunum 1977- 1978 og ný brú byggð. 2015 var sett þar göngubrú yfir fyrir neðan veg. Óseyrarbrú var byggð á árunum 2000-2003 eftir margra áratuga baráttu Eyrbekkinga fyrir byggingu hennar.  Brýr þessar hafa allt frá upphafi verið hin mesta samgöngubót fyrir allt suðursvæði sýslunar. Lengi hefir verið beðið eftir nýrri brú yfir Ölfusá ofan Selfoss sem hefur verið árum saman á áætlun, en það verður að segjast að oft eru stjórnmálamenn lengi að sjá ljósið.

05.10.2019 23:11

Uppfyllingar og kolefnisbinding

Nú á dögum er það til siðs að fylla upp skurði í mýrlendi sem grafnir voru upp í fyrndinni. Það var gert til að þurka upp mýrarnar svo að hafa mætti af því hey sem annars var oft hörgull á. Í nútíma landbúnaði gerist ekki þörf að hirða hey af mýrum sem eru í dag aðalega nýtt sem beitarlönd. Það er þó ekki ástæðan fyrir uppfyllingunum. Í fyrstu var það gert til að örva fuglalíf á tilteknum svæðum svo sem í fuglafriðlandinu á Eyrarbakka. En nú seinni ár til þess að kolefnisbinda jarðveginn. Hópur vísindamanna hafa nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að kolefnisútstreymi í andrúmsloftið sé að valda hamfarahlýnun á jörðinni, með þeim skelfilegu afleiðingum að allir jöklar jarðar bráðni á næstu árum og hækki sjávarborð um tug metra. Það mundi gjörbreyta strandlengjum um allann heim og færa eyjar á kaf. Ekki eru allir vísindamenn sammála um orsök fyrir þessari  hlýnun á heimsvísu sem er mæld upp á ca 1°C það sem af er hlýskeiðinu. Sumir vilja skella skuldinni á ört vaxandi skóga og umfangsmikla skógrækt víða um heim, einkum í Skandinavíu. Er rökstuðningur þeirra ekkert síðri en hinna sem halda með kolefnisfullyrðingunni. Sumir vísindamenn telja hinsvegar aðalorsökina vera reglubundin ca 1000 ára sveiflu í sólinni sjálfri. Uppsafnaður ofurvarmi í miðju sólar sem nær smám saman til yfirborðs hennar og hjaðnar út á nokkur hundruð árum og endar í kuldaskeiði á jörðinni.  Almenningur allur tekur þó kolefniskenninguna trúanlega, enda mikill áróður rekinn fyrir henni. Það hefur aftur skapað mikla taugveiklun og óróa meðal yngri kynslóða á heimsvísu. Stjórnmálamenn lofa hver í kapp við annann að bregðast við þessum heimsendaspám með öllum, eða næstum öllum tiltækum ráðum og til að sýna ungu kynslóðinni að eitthvað sé nú verið að gera, þá er spjótunum beint að bifreiðaeigendum sem keyra á jarðefnaeldsneyti, sem sé stóra málið.

Til gamans má geta þess að elstu skurðirnir á Eyrarbakka voru handgrafnir.  Markaskurðurinn var grafinn 1885-1887. Hraunsskurðurinn var grafinn um 1908 (4,5km) Kjálkaskurðurinn var grafinn 1922-1928. Holræsin miklu voru grafin árið 1929

01.10.2019 23:00

Hvað hefur gerst síðan?

Árið 1929 voru handgrafnir tveir skurðir þvert gegnum Bakkann ofan af dælum og niður í sjó lagðir steinrörum og var vatni ofan af dælunum veitt þar í gegn og landið þannig þurkað upp. Jafnframt var frárensli húsa veitt í þessi holræsi, mikið til í tréstokkum sem sumt er enn við lýði. Fækkaði þá kömrum sem áður voru við nálega hvert hús. Litlahraunsholræsið var síðan  grafið 1933. Frá því að þetta var gert hefur ekkert breyst í holræsamálum við ströndina. Við hverjar kosningar síðan á áttunda áratug síðustu aldar hefur þessi umræða verið tekin upp, en þó ekkert þokast þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og skoðanir. Helst er það "fjármögnun" sem virðist standa í veginum, því lausnirnar eru til. Á meðan er búið við undanþágu á þessari úreltu og aldagömlu fráveitulausn sem hvergi tíðkast lengur í nútíma samfélögum.

Fyrst ýmis stórvirki voru framkvæmanleg árið 1929 með höndunum einum, þætti mönnum ekki mikið með nútíma hugviti, tækni og vélvæðingu að græja málið fyrir árið 2029 eða hvað?

  • 1
Flettingar í dag: 1229
Gestir í dag: 649
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 204361
Samtals gestir: 26412
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 23:03:44