Færslur: 2006 Mars

31.03.2006 12:54

Aldrei rífast við konu sem les!

Hjón í sumarfríi fóru í bústað við Þingvallavatn. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig.

 

Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið.

  Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund.

 Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.

Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!

 

28.03.2006 16:45

Var Sólvangsdraugurinn Írafels-Móri?

Margir munu hafa heyrt þess getið, að Írafells-Móri hafði áður um langa hríð amað mörgum mönnum og gert af sér ýmislegt illt, enda hafa menn það fyrir satt, að hann muni hafa verið valdur að þeim óhöppum, sem honum voru kennd. Var það ætíð til einhvers ills, er Móri kom fram, og fannst það á, að hann tók engan þátt í menntuninni eða þeim framförum, sem hvarvetna eru í lífinu, þótt víða séu lítil og ómerkileg

 

Kort hét maður og var Þorvarðarson, bróðir séra Odds á Reynivöllum (1786-1804); hann var nefndarmaður og gildur bóndi; hann bjó lengst á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar 1821. Kort var tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Ingibjörg, en hin síðari Þórdís Jónsdóttir.

Ingibjörg var ættuð að norðan. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði öllum. Fyrri biðlarnir þóttust því sárt leiknir, er Kort fékk hennar, enn þótt hann væri þeim flestum fremri um marga hluti. Þeim svall svo þetta um hjarta, að þeir keyptu af galdramanni nyrðra að senda Kort og konu hans sendingu.

Galdramaður valdi til þess drenghnokka einn, er sagan segir, að hafi orðið úti milli bæja; en galdramaðurinn vakti hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins.

Þeir menn, sem hafa séð Móra, og þeir eru ekki fáir, hafa lýst honum svo, að hann sé í grárri brók að neðan og mórauðri úlpu fyrir bolfat, með svartan hatt barðastóran á hausnum, og er skarð eða geil stór inn í barðið upp undan vinstra auga. Af úlpunni dregur hann nafn, og því er hann Móri kallaður. Ummæli galdramannsins þykja hafa rætst helst of vel, því þegar Móri kom suður, lagðist hann að á Möðruvöllum, sem ætlað var, og gjörði þeim hjónum margar skráveifur með ýmsu móti, bæði í fénaðardrápi og matskemmdum. En engin eru dæmi til þess, að Móri hafi beinlínis drepið menn, hvorki fyrr né síðar.

Á meðan Haldór Blöndal var landbúnaðarráðherra var draugur þessi fyrirferðamikill í landbúnaðarráðuneytinu enda fylginautur Halldórs sem er af þeirri ætt sem draugur þessi hefur jafnan fylgt í hvívetna. Þegar Guðni Ágústsson tekur við landbúnaðarráðuneitinu verður draugsa það á að fylgja Guðna um stundarsakir. En Guðni er snjall enda á hann ættir að rekja til Eyrarbakka.Um síðir tókst Guðna að spyrða draugsa við nýjan búvörusamning og senda hann þannig á flakk um sunnlenskar sveitir.

Sólvangsdraugur!

Sigga Pjé

Írafells - Móri

28.03.2006 10:13

28.mars

Nýtt brim flaggar í tilefni dagsinns.

25.03.2006 23:28

Nýjar myndir!

Gamla Bakaríið

Hellingur af nýjum myndum komnar á myndaalbúmið!!

Kíkið á.

22.03.2006 09:39

Hákon Hugi.

Nýtt Brim flaggar í tilefni dagsinns!

Hákon Hugi

Fæddur.21.mars 2006. Foreldrar Elfa Dís Andersen og Óskar Kristinn.

Sunnlensk mars börn

 

17.03.2006 11:15

Hernáminu lokið!

Þetta hófst allt 10 maí 1940 þegar Bretar gerðu innrás í Reykjavík.  Hinn 7. júlí 1941 tóku Bandaríkin að sér hervernd Íslands samkvæmt samningi Rosvelts og Churshills.. Hinn 16. ágúst þetta sama sumar kom stríðsherrann Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í stutta heimsókn til Íslands  Málamyndavarnarsamningur var siðan gerður við Íslensk stjórnvöld sem nú hefur sýnt sig að er ekki pappírsinns virði!

16.03.2006 11:19

Þorleifur kvað

 Þorleifur ríki Kolbeinsson (1841-1882) var einn kunnasti ábúandi jarðarinnar á Háeyri. Hann var mjög hræddur um að menn stælu af rekanum og orti eitt sinn í tilefni af þessu, en hann var hagmæltur mjög.

 

Í Mundkoti mæna

menn á hafið græna

viðnum vilja ræna

vaskir nóg að stela

þraut er þyngri að fela

Mangi og Jón

eru mestu flón

minnstu ekki á hann Kela

 

Lesa meira 

 

09.03.2006 09:05

Þorpið sem hvarf!

 

Á ströndinni miðja vegu milli Eyrarbakka og Stokkseyrar var fyrr á tímum sérstakt byggðarlag, sem Hraunshverfi nefndist og var kent við hið forna höfuðból Hraun á Eyrarbakka. Þarna bjuggu þegar mest var yfir 140 manns og var þetta þorp í örum vexti fyrir aldamótin 1900 en  blómaskeið hverfisins stóð ekki  nema um þrjátíu ár.

 

Nú sjást þess vart merki að þarna hafi verið blómleg byggð á sínum tíma. Hversvegna lagðist hún í eyði á svo skömmum tíma?

 

Lesa meira

03.03.2006 15:00

Fuglaflensa

Fréttir hafa borist af því að dauðar álftir hafi fundist á Suðurlandi og það hafi valdið fólki áhyggjum. Álftir eru nú komnar í fjöruna og á  Tjörnina á Eyrarbakka, en þær virðast frískar vel.

 

Fuglaflensa er ekki ný af nálinni. Hún hefur áður riðið um jarðir og fellt miljónir fugla og miljónir manna!

 

1889-90 - Asíuflensan: allt að 1 af hverjum 1000 lést af völdum flensunnar sem var H2N2 afbrigði.

1900 - Ítalska flensan: H3N8.

1918-20 - Spænska veikin: 500 milljónir veiktust og 40 milljónir létust af H1N1 afbrigði flensunnar, þar af 484 Íslendingar.

1957-58 - Asíuflensan: 1-1,5 milljónir manna létust af H2N2 afbrigði flensunnar.

1968-69 - Hong Kong veikin: 300.000 til 1 milljón manna létust af völdum H3N2 afbrigði veirunnar.

 

Árið 2004 tókst vísindamönnum að finna veirustofninn sem olli spænsku veikinni með því að rannsaka sýni úr jarðneskum leifum konu sem varðveist höfðu í Alaska og úr sýnum sem tekin höfðu verið úr bandarískum hermönnum sem létust í fyrri heimsstyrjöld. Niðurstaðan var sú að próteinsameind spænsku veikinnar, sem talið er að upphaflega hafi verið fuglaflensuveira, hafði stökkbreyst og orðið að inflúensuveiru sem barst í menn. Með rannsókn á sýnunum tókst að búa til bóluefni gegn flensunni.

 

Sé mið tekið af því að spænska veikin geisaði á árunum 1918 til 1920 er ljóst að þróun bóluefnis og framleiðsla á því tekur afar langan tíma og getur verið erfitt að bregðast við ef H5N1 afbrigði fuglaflensuveirunnar stökkbreytist og berst á milli manna með þeim afleiðingum að hún verði að skæðum inflúensufaraldri.  
Upplýsingar um sóttvarnir og smitjúkdóma

01.03.2006 21:56

FFH ?

Einhverju sinni árið 1947 urðu fjölmargir Eyrbekkingar vitni að því er fljúgandi furðuhlutur kom svífandi yfir þorpið utan af hafi. Krakkar sem voru að leika sér í fótbolta töldu að þarna væri á ferð geimskip frá öðrum hnöttum og margir fullorðnir voru sama sinnis. "Geimskipið" var vindillaga og stefndi á ofsa hraða norður yfir Ingólfsfjall.

Frá þessu er m.a.sagt í fréttabréfi félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti frá júní 1996.

 

Hvað þarna var á ferðinni geta lesendur svo getið sér til um, en þess ber að geta að um þetta leyti var þotuöldin að hefjast.

  • 1
Flettingar í dag: 696
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207065
Samtals gestir: 26750
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:13:48