07.09.2009 13:00

Veðrið á Google Eart

Veðrið á GoogleGoogle Eart er ágætis tæki fyrir veðuráhugamenn. þar má til að mynda sjá skýjafar í rauntíma, fellibyli og hitabeltisstorma. Úrkomuradar er víða um heim, Hitastig ásamt helstu veðurupplýsingum og veðurspá í flestum borgum og bæjum, jarðskjálfta síðustu vikna, mánaða og ára og ýmis annan fróðleik má finna þar.

Hér er hægt að hlaða niður http://earth.google.com/

Þennan dag:1983 Bakkavík fórst á Bússusundi. 1 komst af 2 fórust.

03.09.2009 23:20

Húm og myrkur hefja sig


Það er komið haust og Máninn veður í skýjum. Í húminu kólnar og fuglasöngur hljóðnar en ljósin vaka. Á þessum degi 1988 var Óseyrarbrú vígð, en hún styttir okkur leiðina yfir heiðina.

01.09.2009 22:57

Símtal til Reykjavíkur

Þennan dag 1909 Var í fyrsta sinn talað í síma milli Eyrarbakka og Reykjavíkur.1988 Var óskaplegt brim í kjölfar fellibylsins Helenar. Þessi dagur var heitastur 17°C árið 2006, en kaldastur -0,6 árið 1976. Mesta úrkoma var á þessum degi 1972 39.4 mm.
Í dag var annars fallegt veður,hægviðrasamt og sléttur sjór.

30.08.2009 20:30

Berjatíminn

Bláber Talsvert var um það í dag að fólk færi í berjatínslu upp í fjallshíðar, enda veðrið til þess hið ákjósanlegasta. Flest ber eru orðin vel þroskuð og víða krökt af þeim. Berjasprettan virðist góð þetta árið, en í fyrra var metár í berjasprettu sunnanlands.

Í dag fór hitinn hér upp í 17,4 °C og hlýjast á landinu eins og svo oft  í sumar og að auki dagsmet  á Eyrarbakka. Eldra dagsmet er frá 1984 14.5°C

30.08.2009 00:08

Stormurinn Danny

DannyHitabeltisstormurinn Danny mun fylgja í kjölfar X-Bill og hitta breta fyrir á þriðjudag. Í dag var stormurinn á norðurleið undan ströndum N Carolinu USA. Danny er fremur veikburða af hitabeltisstormi að vera, en vindhviður eru um 23- 25 m/s.

Danny kemur ekkert við sögu hjá okkur, nema hvað búast má við brimi að hans völdum eftir miðja næstu viku.

29.08.2009 18:17

Brimdagatal

Mestu brimmánuðir ársins eru des,jan,febr, en minstu júlí og ágúst.
Árstíðasveiflan: dagafjöldi


 mán  B 0, 1 og 2  B 3  B 4, 5 og 6
 jan  11  14  6,25emoticon
feb  11  13  4,5
mar  17  11  3,25
apr  19  9  2
maí  25  5  1
jún  25  4  1   
júl   28  3  0,5
ágú    28emoticon  2  0,5
sep    19  8  2,5
okt  19  9  2,5
nóv    15  11  4
des  13  13  5

 alls      230        102        33                             

 

Þennan dag: 1967 Loftpúðaskip fer upp Ölfusá. 1983 Ömmubær rifinn.

28.08.2009 21:50

Brim 1881-1909

P. Níelsen veðurathugunarmaður á Eyrarbakka hélt nákvæma skrá yfir sjólag og flokkaði brimstyrk frá 0-6 sem ég kalla hér Nielsenkvarða. Hér er samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):

ATH: Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):

   ár        

Brim 0

Brim 1

Brim 2

Brim 3

Brim 4

Brim 5

Brim 6

alls

1881

86

78

69

93

29

10

0,33

365

1882

104

55

73

83

43

7

0,00

365

1883

99

55

67

80

47

7

1,67

355

1884

90

51

69

120

30

4

2,00

364

1885

107

81

69

89

14

3

0,00

363

1886

109

70

73

94

16

3

0,00

365

1887

103

61

64

101

31

4

0,33

364

1888

137

48

70

72

36

2

0,67

365

1889

113

66

70

75

35

6

0,00

365

1890

92

61

75

83

46

8

0,00

365

1891

118

57

67

67

50

7

0,00

366

1892

136

76

60

67

24

3

0,00

366

1893

1894

1895

117

58

59

105

21

4

0,00

364

1896

87

50

73

127

26

3

0,67

366

1897

95

63

65

108

32

2

0,00

365

1898

79

53

67

140

22

3

0,33

364

1899

99

59

81

110

14

2

0,00

365

1900

103

71

64

114

12

1

1,00

365

1901

69

57

77

146

16

0

0,00

365

1902

121

57

64

97

25

2

0,00

366

1903

139

40

59

100

22

5

0,33

365

1904

96

57

56

124

30

2

0,00

365

1905

1906

1907

106

47

63

109

38

2

0,67

365

1908

96

51

49

129

39

2

0,00

366

1909

91

66

77

113

19

3

0,00

369

meðalt

103,7

59,5

67,2

101,8

28,7

3,8

0,3

364,7

Heimild: Trausti Jónsson.

27.08.2009 23:50

Brim 2 á Nielsenkvarða

Í dag tók að brima á Bakkanum eftir langt hlé. Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor í Húsinu á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt 
 

Styrke 0 : Aldeles slet Sö, der sees ingen Brændning paa Skærene (Al sléttur sjór, ekkert brim sést á skerjunum)

 

Styrke 1 : Rolig Sö. Brænding paa Skærene flere steder (Rólegur sjór, en brim á nokkrum stöðum)

 

Styrke 2 : Brydning overalt mod Skærene, men ikke paa Sundene (Brim-brot- fyrir öllum skerjum, en ekki á sundinu)

 

Styrke 3 : Brydning overalt, ogsaa paa Sundene for det meste; dog kan det ofte lykkes for aabne Fiskebaade at smutte ind gjennem Brændningen, ved at afvente smaa Ophold mellem Söerne, især omkring Höjvande (liggja til laga). (Brim-brot- alstaðar og á mest öllu sundinu. Oftast mögulegt fyrir opna fiskibáta að skjóta sér í gegnum brimið með því að sæta lagi á flóði.)

 

Styrke 4 : Uavbrudt Brænding overalt. Ind og Udsejling standset, i al Fald for aabne Baade og mindre Motorbaade. (Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, í öllu falli fyrir opna báta og minni mótorbáta.)

 

Styrke 5 : Voldsom Brænding; Söerne brydes mod Sögerdet (Stórbrim, brimaldan brotnar að sjógarði)

 

Styrke 6 : Endnu voldsommere Brænding. Söerne gaar over Sögerdet og langt ind paa Land.(Ofsabrim, brimaldan gengur yfir sjógarð -gamla- og langt upp á land.)

Heimild: Trausti Jónsson veðurfr.
þýðing: OKA

25.08.2009 22:54

Hlaupinn í rigningar að helgi

Blautt í dagGali haninn óvenju mikið veit það á vætu, stendur einhversstaðar og önnur saga segir að ef einhver leggi hrífuna frá sér þannig að tindarnir standi upp, þá kalli það á regn, en hvort sem þetta er satt eða ekki þá hefur talsvert ringt hér í dag og í kvöld. En helgin lofar góðu segja spár og jafnvel hægt að sóla sig a.m.k. fram á sunnudag.

24.08.2009 21:59

Sumarið kvatt með hvelli.

Vindhraði fór víða yfir 20 metra á sekúndu í dag, t.d. hér á Bakkanum í mestu hviðunum, en hvassast var á Bláfeldi á sunnanverðu Snæfellsnesi, 27,8 metrar á sekúndu og á Fagurhólsmýri mældist vindhraðinn 26,3 m/s.

Hinu frábæra sumri virðist nú lokið fyrir fullt og allt og haustveðrin að taka völdin með gusti og rigningum. Annars fór hitinn upp í 18.1°C í stutta stund í dag og er það skráð dagsmet hjá Briminu, en fyrra dagsmetið er frá 1989 16,3°C

24.08.2009 13:00

Bill missir afl

Ofurstormurinn BillUm kl. 9 í morgun var Bill staddur 305 km. NA af Cape Race á Nýfundnalandi og stefnir ANA á 69 km/klst og mun auka hraðann á næstu 1 til 2 dögum. Vindhraðinn er nú 110 km/klst, en með hvassari hviðum. Gert er ráð fyrir að stormurinn veikist frekar á næstu dögum. Bill er nú skilgreindur sem mjög öflugur stormur 980 mb. með ofsaveðri á köflum og verður svo næstu tvo daga. Veðuráhrif stormsins ná nú 510 km. út frá miðju hans.

23.08.2009 21:46

Fréttir af Bill

Fellibylurinn Bill

Stormurinn Bill er nú við Nova Scotia og telst vera 1. stigs fellibylur. Hann mun fara yfir Nýfundnaland í nótt. Stefnan er NA á 56 km.hraða. Vindhraðinn er 120 km/klst en hvassari í hviðum.Loftþrýstingur er nú 970 mb. Veðuráhrif frá fellibylnum nær yfir 465 km út frá miðju og fylgir honum mikil úrkoma. Allt bendir til þess að hann muni þvera Atlantshafið og fara yfir Skotland og þaðan til Noregs.

21.08.2009 11:03

Fá Bretar Bill eða við?

Bylurinn Bill
Tölvuspár gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Bill fari norður á bógin og stefni á Skotlandsstrendur. Hann gæti verið kominn þangað á miðvikudag í næstu viku, en hefði um leið áhrif hér á landi. Bill er núna þriðjastigs fellibylur, en mesti krafturinn verður þó úr honum þegar hann fer að kveða að sér á norðurslóðum í næstu viku.

18.08.2009 22:22

1. lægðaremban kominn

11 m/sFyrsta haustlægðin ef svo má segja, er komin og lætur ekki fara mikið fyrir sér hér um slóðir, nema hvað henni fylgir nokkur úrkoma og verður ugglaust forvitnilegt að sjá hvað hefur komið í mæliglasið í Stíghúsi eftir morguntökuna í fyrramálið. En það þarf þó að rigna talsvert mikið til að slá út dagsmetinu frá 1969 sem er 15.9 mm og fremur ósennilegt að það náist. En mesta úrkoma sem mælst hefur á Eyrarbakka í ágúst var 79,2 mm þann 10. 1984 og er það líklegt til að standa enn um sinn.

þennan dag: 1968 féllu kartöflugrös víða.

17.08.2009 09:31

Mikið um dýrðir á Aldamótahátíð

Fjöldi fólks spókaði sig um á Bakkanum í blíðunni
Aldamótahátíð var haldin á Eyrarbakka um liðna helgi. Þar var m.a. boðið upp á íslenska kjötsúpu við Rauða Húsið, söfnin og galleríin voru opin og margt til gamans gert. Dagskráin var afar fjölbreytt og viðamikil.

Eigendur fornbíla rúntuðu um göturnar á drossíum sínum. Götumarkaðir voru víða í þorpinu og menningarviðburðir ýmiskonar á veitingastöðum svo sem dans og tónlist. Hestvagn og gamall T-Ford óku farþegum um þorpsgötunna. Í Gónhól var fjölsótt markaðstorg og fornbílasýning. Í Gallerí Regínu var boðið upp á rjúkandi pönnukökur og harmonikkutónlist

Gríðarlegur fjöldi gesta sótti hátíðina heim og talið er að milli fjögur og fimmþúsund manns hafi spókað sig í blíðunni á Bakkann um helgina.

Hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið við Slippinn með fjöldasöng undir stjórn Árna Johnsen. Langeldur var tendraður og flugeldasýning haldinn úti á skerjum í boði björgunarsveitarinnar.
Gamli og nýji tíminn mætast á þröngri þorpsgötunniTröllskessa sem dagaði uppi og varð að steini
margir merkilegir gripir voru til sýnis Víða var dansað og sungið
húsdýr settu svip sinn á þorpslífið langeldur brann glatt við slippinn
http://brim.123.is/album/default.aspx?aid=156414

Flettingar í dag: 771
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207140
Samtals gestir: 26760
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:34:49