Færslur: 2006 Ágúst

29.08.2006 18:20

Höfuðdagur

Þennan dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni Salóme að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Hvað gerir maður svo sem ekki fyrir konuna sína??

 

Eitt ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrina: lagði borgina New Orleans USA í rúst og varð 1350 manns að fjörtjóni. Mánuði síðar heimsótti fellibylurinn Ríta þá Orleansbúa sem eftir voru í ringulreiðinni eftir Katarínu.

 

Hjátrú segir að veður næstu þriggja vikna muni vera eins og á höfuðdegi. Svo er bara að sjá hvort það standist!

 

24.08.2006 15:08

Plútó ekki pláneta!

 Stjarnfræðingar sem setið hafa á rökstólum í Prag að undanförnu hafa komist að þeirri niðurstöðu að Plútó sem talin hefur verið pláneta frá árinu 1930 sé ekki lengur pláneta (reikistjarna), svipt hana titli sínum og lækkað hana í tign. Vísindamennirnir skilgreina nú Plútó sem dverg plánetu. Til gamans má geta þess að tunglið okkar er stærra en Plútó.

 
Hin nýja skipan sólkerfis okkar inniheldur nú 8 plánetur : Merkúr, Venus, Jörðin og Mars auk gasplánetanna Júpiters, Saturnusar, Úranusar  og Neptunúsar.

 Plútó á Stjörnufræðivefnum

23.08.2006 11:20

Ósonlagið stöðugt!

Í mörg undanfarin ár hefur gatið á ósonlaginu verið að víkka yfir heimskautunum með þeim afleiðingum að skaðlegir geislar frá sólinni eiga greiða leið til jarðar. nú horfir hinnsvegar til betri tíðar þar sem útvíkkunin hefur stöðvast samkv.mælingum vísindamanna á Suðurskautinu.

Gatið á ósonlaginu var uppgötvað árið 1986 og síðan þá hafa þjóðir heimsinns reynt að hemja útblástur hinns skaðlega CFC gas.

 

dr. David Hofman hjá US National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) er mjög bjartsýnn á að eðlilegt ósonlag náist einhverntíman í framtíðinni.

 

Ósonlagið hrindir frá útfjólumbláum geislum sólarinnar sem getur haft skaðleg áhrif á menn,dýr og plöntur. Vísindamenn spá því að það geti tekið 60 ár þar til að gatið lokast miðað við núverandi aðstæður

Heimild: Jyllandsposten

16.08.2006 12:35

Pláneturnar eru 12

 

Eins og allir vita þá eru pláneturnar í sólkerfinu að minstakosti 12 talsinns en ekki 9 eins og ykkur var kennt í barnaskólanum. Stjörnufræðingar ætla nú að koma saman í Prag á næstunni til að diskotera þetta vandamál. Sumir stjarnfræðingar vilja kalla hina nýfundnu plánetu Xena "Styrni" svo ekki þurfi að breyta öllum skólabókum heimsinns. Gallin er bara sá að mörg þessara "styrna" eru á stærð við Plútó sem talin er til pláneta. Aðrir vísindamenn vilja að ákveðinn verði staðall fyrir þá stærð stjönunu sem teljast má pláneta og því gætu þær nú verið 12 talsinns.

 

Röð plánetanna frá sólu er þessi: Merkur, Venus, Jörðin og Mars -síðan fjórar stórar gasplánetur Júpiter, Saturnus, Uranus og Neptunus. Þá koma þrjár litlar plánetur í svokölluðu Kúbí-belti sem inniheldur aragrúa smástyrna, en það eru hinar svokallölluðu Plútónur en það er Plútó sjálf ásamt tungli sínu Charon, svo nokkru lengra í burtu nýfundin stjarna sem kölluð hefur verið Xena sem er nokkru stærri en Plútó. Þar fyrir utan mundi stæðsta smástyrnið Ceres sem er á braut um Sólu á milli Mars og Júpiters hækka í tign og teljast pláneta.

15.08.2006 14:12

Glíma - Þjóðaríþrótt Íslendinga 100 ára

Skarphéðinsskjöldurinn er hinn veglegasti gripur. Talið er að hann hafi kostað 50 krónur upphaflega sem var mikil fjárhæð árið 1910. Lögðu Ungmennafélögin í Árnes og Rangárvallasýslum  fram tvær krónur hvert til að fjármagna smíði hans. Skjöldurinn var smíðaður af Oddi Oddssyni gullsmið á Eyrarbakka og réð hann einn allri gerð hans.

Margir fræknir kappar sóttust eftir skildinum góða næstu árin og voru margir kallaðir en fáir útvaldir eins og gengur. Fyrstu árin var Bjarni Bjarnason síðar skólastjóri á Laugarvatni oft meðal keppenda og sigraði tvívegis. Keppendur frá Stokkseyri sigruðu nokkuð óvænt tvívegis en þá stóð glímuíþróttin með blóma á Stokkseyri. Einn þessara kappa var Ásgeir Eiríksson, síðar kaupmaður á Stokkseyri einnig má nefna Pál Júníusson  Syðra-Seli Stokks og Bjarna Sigurðsson í Ranakoti. Greipur Sigurðsson Bisk. Haukadal er þó talinn einn mesti glímukappi á fyrri tíð!

Eftir áratuga lægð er glíman aftur að komast í tísku og aldrei að vita nema Stokkseyringar fari að reina sig með hælkrók og snöru!

Glímusamband Íslands
 

10.08.2006 12:58

Gömlu húsin á Bakkanum.

það er vert að benda á ágæta grein í fréttablaðinu Glugganum í dag þar sem Inga Lára Baldvinsdóttir fjallar um hverfisvernd og verndun gamalla húsa á Eyrarbakka og er það vel.

Greininn vekur mann til umhugsunar um hve langt má ganga í endurnýjun gamalla húsa.

 

Við höfum verið að sjá mörg gömul hús á Eyrarbakka sem byggð voru á fyrri hluta síðustu aldar ganga í gegnum endurnýjun, oft með einhverjum útlitsbreytingum þar sem þau eru færð til fyrra horfs, en stundum með nýtt útlit í gömlum stíl. Sum húsin fá einhverja viðbyggingu,stundum í samræmi við eldri hlutann en einnig með nýtísku yfirbragði.

 

Í tímanns rás hafa mörg þessara húsa gengið í gegnum einhverjar breytingar frá því þau voru byggð og sum hver endurbyggð frá grunni. Við endurbyggingu þessara húsa á síðustu áratugum hafa menn tekið upp þann ósið að rífa burt skorsteininn af húsunum,enda telst hann nú óþarfur sem slíkur. Skorsteinar setja þó viðkunnanlegan svip á gömlu húsin sem ætti að halda í, því án skorsteinsinns líkjast þessi hús meira skúrum eða skemmum.

04.08.2006 09:40

Ísraelsmenn spila á sömu nótur og Nasistar Hitlers!

Það virðist lítill munur á aðgerðum Ísraelsmanna gagnvart nágrönum sínum, Líbönum og Palenstínumönnum og Nasistum Hitlers í upphafi seinniheimstyrjaldarinnar. Miskunarleysið er algjört gagnvart óbreyttum borgurum og börn eru meðal flestra sem látist hafa í árásum Ísraelsmanna að undanförnu. Nú hafa 994 látið lífið í átökunum og fórnarlömbunum fjölgar dag frá degi.

 

Eina stund eru verkamenn að tína ávexti í körfur sínar á akrinum, nokkru síðar verður akurinn litaður blóði verkamannana eftir Ísraelska sprengjuárás! Aðra stund eru börn að leik í húsagarði, augnabliki síðar eru veggir húsanna litaðir blóði barnanna eftir sprengjuárás Ísraelsmannanna. Tilkynning frá Ísraelskri herstöð segir að tveimur bækistöðvum Hisbolla skæruliða hafi verið grandað!

 

Það versta er að horfa uppá að alþjóðasamfélagið er algjörlega stikkfrí og hikandi við að taka á málinu,en á meðan er saklausu fólki og smábörnum slátrað af Ísraelsmönnum.

 

Video-reportage  http://www.hrw.org/ time http://hrw.org/campaigns/israel_lebanon/multimedia/

  

03.08.2006 12:50

Má mótmæla eða ekki?

Árið 2004 ofsóttu Íslensk lögregluyfirvöld Falun Dafa þegar þau mótmæltu heimsókn leiðtoga Kína til Íslands.

Það er sagt að Ísland sé svo frjálst að menn geti mótmælt því sem þeir vilja eins lengi og þeir nenna! Velti því bara fyrir mér hvers vegna lögregluyfirvöld séu þá að abbast upp á mótmælendur kárahnjúkavirkjunar?

 

http://www.savingiceland.org/islenska?PHPSESSID=ec2a7e79

http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=169&module_id=220&element_id=7686

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273272
Samtals gestir: 35395
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 13:50:20