11.08.2009 21:23

Svöl nótt

Menn hafa eflaust orðið varir dalalæðu í gærkvöldi og að að dögg var á bílum í morgunsárið.
Næst minnsti hiti á landinu var nefnilega hér liðna nótt, en þá féll hitinn niður í 0,9°C. Aðeins var kaldara á Þingvöllum, eða rétt um frostmark. Á meðan vindur er hægur af norðan og bjart yfir um þetta leyti árs, eru jafnan vaxandi líkur á næturfrostum. En það má segja að kuldamet sé fallið fyrir daginn, því lágmarksmetið í mínum bókum er 1,1°C frá 1993. En kaldasta nótt í ágústmánuði var - 1.1 þann 27. 1985 og nú er bara að sjá hvort það standi áfram.

07.08.2009 20:02

Útsynningur

Heldur var minni rigning í dag en í gær. Aðalega súld og sjávarloft. Hitinn á svipuðum nótum. Fyrir veiðimenn er ekki hægt að fá betra veður.

06.08.2009 23:00

Vindur og væta

Í dag gerði töluverða rigningu,en til gamans má geta þess að þennan dag 1993 var úrkoman 56,3 mm ef einhverjum þætti nóg um, en mesta úrkoma sem mælst hefur hér á sólarhring í ágúst er frá árinu 1899 þann 20. með 65.2 mm og sjaldan hefur mælst meira í öðrum mánuðum. Almesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur hér var 107,5 mm þann 6.janúar 1947.

05.08.2009 21:32

Þurkatíð á enda

Hin dæmalausa þurkatíð sem verið hefur á Suðurlandi virðist nú vera að taka enda. Gróður allur sem verið hefur skraufa þurr fær nú einhverja vætu næstu daga. Trjávöxtur hefur verið í lámarki vegna þurka í sumar, en mannfólkið hér sunnanlands og þá einkum á Bakkanum orðið svar brúnt að lit og nær óþekkjanlegt. Getur vart talist um hvíta menn að ræða á þessum slóðum.

Enn eitt dægurmetið var slegið í dag þegar hitin komst upp í 19,4°C og velti úr sessi 17,2 stiga metinu frá 2003.

Á þessum degi:
1965 féllu kartöflugrös á Eyrarbakka

04.08.2009 15:02

Hvernig viðrar í Surtsey?

Nýlega hefur veðurstofan sett upp sjálvirka veðurathugunarstöð í Surtsey, sem er syðsta eyja landsins og var til í eldgosi fyrir um 45 árum, en það var árið 1967 sem Surtur gafst upp á kyndingunni. Veðrið á þessum slóðum hefur örugglega mikla þýðingu fyrir veðurfræðina sem og sjófarendur, en einnig getur verið skemmtilegt fyrir veðuráhugafólk að kanna veðrið í Surtsey og bera saman við heimaslóðir.
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/sudurland/#station=6012

Á þessum degi:
1967  féllu kartöflugrös á Eyrarbakka.

03.08.2009 20:19

Útræna

Hafgolan hélt hitanum niðri í dag við tæpar 15°C, þó galmpandi sól þar til síðdegis er hann dró upp á sig af hafi.Þingvellir voru með mesta og minsta hita í dag (1,4 til 20,9°C). Það var líka svalt á Bakkanum í nótt og féll lágmarksdægurmetið  2,9°C frá 1986 og nýja metið hér frá er 2,8°C.

02.08.2009 20:23

Heitur í dag.

Dægurmet var slegið í dag 18.8°C síðdegis þegar stinningsgolunni sló dálítið niður. Eldra met er frá 1974 18,1°C. En hitametið á landinu í dag átti Skaftafell með 20,7°C. 

31.07.2009 19:36

Heitur dagur

Ekki var met slegið í dag, en þó vel hlýtt 19,1°C þegar best lét. Eyrarbakki og Hella börðust um hitatölurnar annan daginn í röð og höfðu Rángvellingar betur að þessu sinni með 19,7°C.
Dægurmetið á Bakkanum er hinsvegar frá 1980 22,4°C

30.07.2009 19:49

Aftur á toppinn

það er óumdeilanlegt að Eyrarbakki er heitasti staður landsins í dag með 19,9°C. Árnes og Hella í öðru og þriðja sæti með 18,9°C. Ársgamalt met okkar 27.5°C stendur enn ósnert.

30.07.2009 15:27

Hella með vinninginn

Eyrarbakki er dottinn í annað sætið með heitasta staðinn, en kl. 14:00 var 18,6°C og hefur bætt um betur frá því í morgun, en Hella skaust frammúr á síðustu metrunum með 18.9°C.

30.07.2009 12:52

Heitast

17.7°C í dagEyrarbakki er heitasti staðurinn á landinu í dag með 17,7°C en sá kaldasti er á Miðdalsheiði 3°C en mesti hiti sem mælst hefur  30.júlí á Eyrarbakka 1957 til 2008 var í fyrrasumar 27.5°C

28.07.2009 23:18

Nú fór að rigna

Eftir langvarandi þurka á Suðurlandi í júní og júli er nú loksins kominn ekta sunnlensk rigning. Mikið ósköp er maður búinn að sakna hennar :)

Spurning hvað svo gerist þegar þetta er einu sinni byrjað :/

25.07.2009 10:57

Kartöflunum bjargað

-2°CÞað gerði næturfrost á Eyrarbakka í nótt. Um kl 3 hafði hitinn fallið niður fyrir frostmark og var lágmarkinu náð um kl.5 -2.2°C sem var næstmesta frost á láglendi í nótt, en á Fáskrúðsfirði var -2.3°C.

Ekki veit ég til að svona mikið frost hafi áður komið í júlí á Eyrarbakka. Gögn um lægsta hitastig á Eyrarbakka 25. júlí sem ég hef var 1.9°C árið 1967.

Minsti hiti í júlí  sem mælst hefur áður á Eyrarbakka var þann 15.júlí 1979 þegar lágmarkið var 1,4°C  og í öðru sæti yfir lágmarkshita í júlí var 8.júlí 1973 og 18. júlí 1983 þegar lágmarkið var 1,5°C.

Um miðnætti var dagljóst að næturfrost var í vændum og varð því að gera tilraun til að bjarga kartöflugarðinum hér á bæ frá áfalli. Brugðið var á það ráð að setja upp garðúðarann og láta hann vökva alla nóttina. Tókst sú aðgerð með ágætum og sá ekki á grösum þrátt fyrir  tveggja stiga frost um nokkurn tíma.

24.07.2009 09:08

Kuldakastið

Hæð við Grænland og Lægð á Noregshafi sáu til þess að heimskautaloftslag færðist yfir landið síðasta sólarhringinn með kulda og snjókomu á hálendinu.

Um kl.4 síðdegis í gær höfðu hitatölur á Eyrarbakka þokast upp í 13°C sem þykir ekki mikið á þessum árstíma, en þá tók hitastigið að falla hratt, eða um eina gráðu á hverri klukkustund og var lágmarkinu náð um kl 3 í nótt. Hitafallið hafði stöðvast í tæpum 2°C og tók að stíga á ný.

Víða á Rángarvöllum var frost í stutta stund í nótt. Í þykkvabæ var -1.1°C og á Hellu -1.6°C.  Kartöflugrös eru viðkvæm og falla jafnan við fyrstu frost, en ekki hafa borist spurnir af því hvernig horfir með uppskeruna í kartöflubænum.

23.07.2009 14:21

Miðsumarhret

Nú þegar miðsumarhretið gengur yfir norðlendinga er tilvalið að rifja upp eitt versta miðsumarhret sem yfir landið gekk þennan dag 1966. Köldustu dagarnir voru 23. og 24. júlí það ár.


Eins og sjá má á kortunum hér til hliðar frá Veðurstofunni, þá eru þau nokkuð lík, annað frá hádegi í dag en fyrir neðan frá hádegi 23.júlí 1966 en þá var vindur heldur meiri en nú, en hitastigið með svipuðu móti. þá fuku hey víða og girðingar lögðust niður. þá skemdust kartöflugarðar á nokkrum stöðum. Nokkuð var um ungadauða norðan heiða og sumstaðar króknaði fé auk ýmis annars tjóns sem hretið olli. Hitinn var fyrir neðan frostmark á Hveravöllum þessa daga 1966 en komst lægst í rúma +1°C í morgun, hvað sem verður næstu nótt. Minnsti hiti í dag var á Gagnheiði -2°C


heimild: Veðráttan júlí 1966

Flettingar í dag: 1245
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 1098
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 207614
Samtals gestir: 26879
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 12:05:40