01.01.2012 14:05

Tíðarfarið í desember 2011

Tíðarfarið hefur verið afleitt hér við suðvesturströndina vegna fannfergis og hagaleysis. Þann 28. nóvember hófust fyrstu vetrarhörkurnar með snjókomu og frostum. Örfáir þýðudagar hafa komið í desember, en ekki nægt til að snjó tæki alfarið upp. Snjóruðningstæki hafa verið í önnum nær hvern dag mánaðarins.  Mánuðurinn hófst með tæplega 16 stiga frosti og var svo talsvert frost næstu daga með snjókomu og skafrenningi. Þann 7. desember fór frostið niður í -19°C og daginn eftir mældist -20 stiga frost á Eyrarbakka. Þann 10. til 13. desember fór hitastigið aðeins uppfyrir frostmark í fyrsta sinn í mánuðinum en þó snjóaði áfram og kólnaði á ný en eftir miðjan mánuðinn urðu dálitlar umhleypingar og gerði rigningu um vetrarsólstöður 21-22. en tók þó ekku upp snjóinn. Ein dýpsta lægð síðari ára kom yfir ströndina á aðfangadag 948.4 Hpa með illviðri víða um land og gekk svo á með hvössum éljum á jóladag. Þann 29. féll talsverður snjór eða 25 cm, síðan dálitlar umhleypingar fram til áramóta.

Mestu snjóavetrar hér á landi á síðari tímum: 1909, 1918, 1920, 1931,1949,1952,1968,1979,1982,1990,1995.

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229370
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:28:05