10.12.2021 23:50

Saga jólannaJól nefnist á Engils "gehul" og Ensku "yeol. - Svo segir í riti þess konunglega íslenska Lærdómslistafélags frá árinu 1782. Þá voru menn enn að velta fyrir sér þýðingu jólanna eða einkum orðinu 'Jól'. Í heiðni voru mánuðir mældir í tunglmánuðum og var desember mánuðurinn nefndur Forma Geola og  sá næsti Æftera Geola meðal Engilsaxa, en það þurfti öðru hvoru að leiðrétta tímatalið með þrettánda mánuðinum. Hafa menn talið að orðið sé náskylt orðinu Gleði eða Glaum (Andvari  1880) (og e.t.v. "Gæla") Jólin hafa ætíð verið ákveðin tímamót í hugum Íslendinga og gjarnan talað um 'fyrir og eftir jól' t.d. hvað varðar tíðarfar og áætlanir manna. 
Sem dæmi var þess getið árið 1900 að Godtemplarahúsið nýja á Eyrarbakka hafi verið risið fyrir jól. Óskir um gleðileg jól birtast á prenti um og eftir1873.

Jólasiðurinn mun hafa borist með landnámsmönnum í upphafi landnáms sem sólarlagshátíð á miðvetrarnótt (oft nefnt Höggunótt  í heiðni og voru þá haldin jól að heiðnum sið). Árið 1199 var Þorláksmessa fyrir jól lögskipaður helgidagur og líklega hafa jólin verið gerð að kaþólskri hátíð hér á landi í tíð Gissurar Ísleifssonar skömmu fyrir 1100 eins og þá var alsiða orðið um gervalla evrópu. Heiðin siðurinn hafði í staðin færst til áramóta og á þrettándann. Um 1884 voru blöðin byrjuð að auglýsa vörur fyrir jólin og 1902 að auglýsa "jólagjafir".

Árið 1901 litlu fyrir jól hóf Leikfélag Eyrarbakka í fyrsta sinn leiksýningar í nýja Góðtemplarahúsinu. Leiktjöldin hannaði Guðmundur Guðmundsson verslunarmaður. Leikfélög víða tóku þann sið um þessar mundir að hafa jólasýningu á annan í jólum. Um svipað leiti var farið að halda jólatrésskemtun fyrir börn.  Sá siður að hafa jólatré var þá orðin almennur en þá oftast heimasmíðað tré skreytt kertaljósum. Jólatré munu hafa þekkst á ríkari manna heimilum fyrir 1860. Laufabrauð fóru líklega ekki að þekkjast hér syðra fyrr en um miðja 20. öldina. Sama má segja um jólaseríur og ekki fyrr en seint á öldinni sem þau urðu áberandi í gluggum og undir þekjum. Í dag eru jólin aðalega hátíð barnanna sem og mikil verslunarhátíð og hátíð ljósanna en kristinn áhrif fara stöðugt dvínandi. 
Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 5462
Samtals gestir: 1129
Tölur uppfærðar: 28.1.2022 20:31:47