26.01.2023 20:50

Gömul mynd segir sögu

Oft segir gömul mynd meiri sögu en mörg orð. Þessi mynd er sennilega frá fyrrihluta 20. aldar og sýnir meginhluta af Búðarstíg á Eyrarbakka. Eftir miðjum stígnum liggja járnbrautateinar frá verslunarhúsunum að baki myndavélar og að kaupmannshúsunum (Húsið). Þar má sjá mann knýja brautarvagninn með handvirkum búnaði og nokkrar mannverur og börn standa þar hjá. Á hægri hönd er verið að undirbúa burðarklára til brottfarar og maður að treysta síðustu bindingarnar áður en lestin er teymd af stað eitthvað út í sveitir. Húsið þar við hlið er líklega timburgeimsla frá Vesturbúðunum. Á vinstri hönd við stíginn má sjá móta fyrir húsum þeim sem kennd eru við Búðarstíg. Staur sem þar stendur og annar eins við kirkjuna eru líklega til að hengja á olíuluktir. 

Fyrir miðri mynd eru Götuhús og smiðja þar við hlið. Kálgarður og kofar og skemmur þar fyrir sunnan. Öll eru þessi hús horfin í dag. Ofan við Götuhús sér í Garðshlöðuna, reisuleg bygging og húsaþyrpingu þar fyrir handan sem tilheyrir Garðbæjunum. Eittt þessara húsa eru einig horfið asamt Garðshlöðunni sjálfri, en tóftir standa eftir, en þar fyrir aftan sér í Einarshús. Hægra megin við götuna eru svo áberandi Kirkjuhús og Fjölnir. Nokkur fleiri hús þar sjávarmegin sem tilheyrðu Garðbæjartorfunni. Kirkjan stendur svo tignarleg á gatnamótunum Búðarsígs og Kirkjustræti. Þar fyrir aftan mótar fyrir Kaupmannshúsunum.

26.09.2022 23:11

Í kaffi hjá Geira biskup

Geiri var kokkur á einum Bakkabátanna þá er útgerð var í hvað mestum blóma á Eyrarbakka um 1970. Hann hét fullu nafni Sigurgeir Sigurðsson, en var ávallt kallaður Geiri biskup, en það kemur til að hann var alnafni Eyrbekksings Sigurgeirs biskups þjóðkirkjunnar (1939-1953)
Við strákarnir höfðum það fyrir sið að taka á móti bátunum þegar þeir komu í land seinnipart dags. Þegar kalt var úti var gott að fá að fara um borð og hlýja sér í kokkhúsinu. Ég var aufúsugestur hjá Geira biskup. -villtu molakaffi, taktu þér krús þarna af króknum-  Kaffið sauð á könnunni á olíueldavélinni og ilmandi kaffilyktin fyllti loftið í káetunni. Kaffi með sykurmola voru bestu veitingar fyrir okkur 10 ára guttanna. Raggi Run renndi á kaffilyktina og kom í lúgkarið - Alla Badda Rí Fransjí, svart kaffi og biskví- glettið viðkvæði Ragga vörubílstjóra sem enginn skildi en fékk okkur til að brosa að. Geiri var grannvaxinn og kominn vel yfir miðjan aldur, ávallt klæddur hlýrabol með tattó á upphandlegg.  - það voru bara sigldir menn sem höfðu tattó á þessum tíma.-
Um sumarið bar ég út póstinn á Austurbakkanum. Geiri bjó í Bjarghúsum og þegar póstur var til hans stóð ekki á því að bjóða upp á molakaffi. Hann átti hund sem hét Neró, ekta Collie. Við urðum miklir vinir ég og Neró, þó sjaldnast fari vel á með póstmanni og hundi, - var einu sinni bitinn illa af öðrum hundi í þessu sumarstarfi-.

Ekki veit ég hverra manna Geiri var eða konan sem hann bjó með, en hann hafði verið sjúklingur framan af æfi og líklega þau bæði. Höfðu verið á Vifilstöðum sennilega samtíða Lalla bakara frænda mínum þegar hann lá þar berklaveikur. Það var einmitt hann sem hafði reddað Geira húsnæði og vinnu á Bakkanum.
Um haustið dó Lalli frændi 54 ára að aldri. Hann hafði aldrei náð sér af sjúkdómnum. Smám saman fjaraði undan útgerðinni og bátunum fækkaði og þeir síðustu lögðu upp í Þorlákshöfn. Ekki hafði ég frekari kynni af Geira biskup eftir þetta en með þessari kynslóð fór líka ákveðinn sjarmör og kúltúr af þorpslífinu.

20.09.2022 22:31

Hannes Andrésson

Hannes Andrésson frá Litlu Háeyri hlaut Íslensku fálkaorðuna (Riddarakrossinn) árið 1971 fyrir rafvæðingu í sveitum. Hannes hóf störf hjá Rafmagnsveitu ríkisins árið 1946 og starfaði víða um land við lagningu háspennulína og síðar verkstjóri hjá Rarík.
Hannes var fæddur 22.  september 1892 sonur Andrésar Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttir og bjuggu þau að Skúmstöðum. Kona Hannesar var Jóhanna Bernharðsdóttir frá Keldnakoti á Stokkseyri. Þau hófu búskap í gamla bænum að Litlu Háeyri og ólu þar upp 9 börn.10.09.2022 22:51

Steinskot

https://flic.kr/p/bbngJ


Hópið og Steinskotsbæir eru áberandi kennileiti á Austurbakkanum. Hópið, gamalt sjávarlón, sennilega hluti af sömu láginni og Háeyrarlónið. Háeyrará rann úr því á fornum tíma til sjávar austan við er barnaskólinn stendur núna. Hópið var eitt aðal leiksvæði barna á Háeyrarvöllum er nýttu það til siglinga á allskyns fleytum, en á vetrum aðal skautasvell þeirra Austubekkinga. Nú er Hópið næsta þurt mestan part ársins. Steinskot, var fyrsta hjáleiga Háeyrar og tvíbýlt. Torfkofar eða fjárhúsin sem stóðu innan garðshleðslunar eru nú löngu horfin. Síðustu ábúendur í vestari bænum voru Guðmundur Jónsson, Sigurðssonar frá Neistakoti og Ragnheiður Sigurðardóttir.  Þarna fæddist Guðni Jónsson fyrsti formaður V.lf. Bárunnar. Guðni-sterki nefndur. Ein sagan segir að hann hafi oft lyft fullri lagertunnu upp á brjóst sér og síðan brugðið neglunni úr með tönnunum og drukkið af eins og um hálf anker væri að ræða. Margir sáu hann einnig tæma fulla brennivínsflösku í einum teig. Vestri bærinn er nú gistihús. Í Eystri bænum bjó samtíða þeim  Águstínus Daníelsson og Ingileif Eyjólfsdóttir og síðar sonur þeirra Eyjólfur, ávallt nefndur Eyfi í Steinskoti, maður þéttur á velli og gekk alltaf í gúmmiskóm, klæddur grænni úlpu af þeirri gerð sem tíðkuðust um 1950 og oft með hjólið sitt í taumi, fremur en hjólandi. Hann var handstór að mætti líkja við bjarnarhramma. Eyfi stundaði sauðfjárbúskap og ræktaði eitthvað af kartöflum.  Allt bar hann heim á hjólinu sem var hans eina farartæki. Í þá tíð þurftu menn stundum Eyfa heim að sækja er skemtun stóð fyrir dyrum. Hann átti þá gjarnan eitthvað sterkt og gott til að létta lundina. 

Sjá einig: https://www.flickr.com/photos/[email protected]/115187636/

10.09.2022 22:46

06.09.2022 20:31

Álfkonan í Skollhól

slenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason
 
 

Á Eyrarbakka í Árnessýslu er kot nokkurt sem kallað er Eyfakot. Kot þetta er skammt fyrir sunnan og austan íbúðarhús Bakkakaupmannsins þar sem það er nú, en fyrir norðan það og þó heldur til austurs er dæl ein sem kölluð er Hjalladæl. Hún verður svo lítil á sumrum að hana þurrkar því nær upp ef þerrar ganga lengi með sólbakstri. Norðan- og austanvert við dæl þessa er hraunbelti lítið sem nefnt er Hjallahraun. Í hrauni þessu er hóll einn grasi vaxinn að mestu og heitir hann Skollhóll.

Í elztu manna minnum sem nú lifa bjó kona ein öldruð mjög í Eyfakoti er Guðrún hét. Hún átti son einn stálpaðan hér um bil tólf eða fjórtán vetra. Drengur þessi var mikill fyrir sér, ódæll og ógegninn móður sinni. Hann tamdi sér það eitthvert sumar að ganga norður fyrir Hjalladæl og norður á Skollhól; lét hann þar öllum illum látum, hafði í frammi galsa mikinn, hark og háreysti eða hann henti steinum ýmist ofan af hólnum eða upp á hann og utan í hann. Það var og stundum að hann fleygði sér niður í hraungjóturnar utan í hólnum þegar hann var orðinn þreyttur á þessum ógangi og óraspreng.

Þegar þessu hafði fram farið um hríð dreymir móður hans einhverja nótt um sumarið að henni þykir kona koma til sín og biðja sig að hamla syni sínum frá að leggja leiðir sínar norður á Skollhól og enn heldur að sjá svo fyrir að hann hafi þar ekki í frammi ógang þann er hann hafi tamið sér þar um hríð þar sem hann hafi bæði brotið fyrir sér glugga og mölvað fyrir sér klápa og kirnur með grjótkasti og þar á ofan gagnist sér ekki að elda neitt fyrir moldkastinu úr honum. Hún lyktar með því ræðu sína að ef drengurinn haldi teknum hætti um athæfi sitt skuli hann sjálfan sig fyrir hitta. Að svo mæltu hverfur hún frá Guðrúnu.

Um morguninn vandar Guðrún við son sinn um athæfi hans að undanförnu á Skollhól og leggur ríkt á við hann að koma þar ekki framar þar eð mikið muni við liggja og þó mest fyrir sjálfan hann ef hann hlýddi ekki boði sínu. Ekki er þess getið að hann héti móður sinni neinu góðu um það, en hitt er víst að hann mundi skamma stund skipan hennar því fám dögum síðar en Guðrún hafði vandað um þetta við hann fannst hann dauður norður á Skollhól og var nálega brotið í honum hvert bein, og er það trú manna að kona sú er móður hans dreymdi litlu áður hafi átt byggð í hólnum og látið nú drenginn grimmilega gjalda gáska síns.

Wikiheimild.

06.09.2022 16:59

Jónsi Jak

Jón Jakopsson, (f 1888) ávallt kallaður Jónsi Jak. Hann bjó ásamt systrum sinni Jakobínu og Ingibjörgu í Jakopshúsi í Einarshafnarhverfi. Bóndi og formaður til sjós um árabil, fyrst á teinæringi sem hann átti hlut í um 1910 og á mótorbát á árunum í kringum 1920. Hreppsnefndarmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn var hann um 1930. Jónsi var fróður mjög en forn í fari og lifðu þau systkini aðalega á sjálfsþurftarbúskap seinni árin en öflugur bóndi var hann hin fyrri. Kýr voru í öldnu fjósi norðan við Jakobshús, kindur í kofa þar norður af og hlaða. Hross nokkur er gengu laus þar í hverfinu og bitu hvar sem eitthvað var að hafa og jafnvel rótuðu í ruslatunnum hjá fólki þar í hverfinu. Fornleg sláttuvél gerð fyrir dráttarhesta og heyvagn sömu leiðis voru einu tækin á búinu, en annars var allt unnið í höndum. Kolakynding var lengst af í Jakopshúsi sem og nokkrum öðrum þarna á Vesturbakkanum langt fram eftir 20. öldinni. 

 

Jakopshús (Einarshöfn) var hálfgerð "umferðamiðstöð" í lok 19. aldar, en þangað komu fjöldi ferðamanna ofan úr sveitunum í Árnes og Rangárvallasýslu til að þyggja gistingu í kaupstaðaferðum sínum, eða voru að fara eða koma úr verinu eins og það var kallað að halda til á vertíðum. Þar réðu húsum Jakop Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir ásamt fjórum dætrum og einum syni. 

Jónsi Jak var ógiftur og barnlaus.

Mynd: https:///Adfang.aspx http://content://media/external/downloads/518

05.09.2022 19:42

Brim á Bakkanum aftur í loftinu

 

Vefsíðan Brim.123.is hefur opnað aftur eftir nokkuð langt hlé. Allt gamalt og gott af Bakkamönnum verður því haldið til haga enn um sinn. Vefsíðan er óháð og þiggur enga opinberra styrkja eða ívilnunar og öll efnisöflun hefur verið unninn af áhugasemi einni saman. Ef lesendur lauma á skemmtilegum sögum af Bakkanum, helst frá 1970 og þaðan af eldra, þá þætti okkur vænt um að fá að birta þær hér hvort sem þær eru sannar eða lognar.  Senda má á netfangið [email protected] 

Allt það nýjasta sem fréttist úr hinu daglega lífi í Árborg kemur með Sunnanpóstinum. Ekki missa af því. https://sunnanpost.blogspot.com/?m=1

22.01.2022 19:28

Hið gamla skólahús á Eyrarbakka

Þinghús Árnesinga og barnaskólahús Eyrbekkinga var reist norðvestan Háeyrar 1852 og var jafnframt fyrsta skólahúsið  og rúmaði 30 börn. Húsið var nýtt undir kennslu á vetrum  til 1874. Þá flutti skólinn í "Kræsishúsið" á Skúmstöðum (Byggt af Hinrik O. J. Kreiser verslunarþjóni, en hann fór til Vesturheims  1871 Húsið er nú þekkt undir nafninu "Gistihúsið" og "Gunnarshús" eftir Gunnari Jónssyni er þar bjó ). Árið 1880 var það flutt á nýjan sökkul og var kennt í því til 1913.  Þá var byggt nýtt steinsteypt skólahúsnæði austast í þorpinu og hefur verið kennt í því í meira en öld. Síðan hefur verið byggt við það nokkrum sinnum í áranna rás. Fyrsta útistofan kom 1973 í kjölfar fólksfjölgunar á Eyrarbakka af völdum Vestmannaeyjagosins, en þá þurftu allir íbúar eyjanna að flytja tímabundið upp á land. Síðan hafa bæst við 4 útistofur á umliðnum áratugum og umhverfi skólans bætt  nokkuð í áföngum. Barnaskólinn er elsti starfandi skóli á Íslandi.

Saga kennslu og barnauppfræðslu á Eyrarbakka er þó enn eldri. Fyrsti heimiliskennarinn á Eyrarbakka var Árni Þórarinsson og kenndi hann kaupmannsbörnum 1767-1769. Árni var vígður Hólabiskup 1784. Saga kennslu á Eyrarbakka er því 252 ára um þessar mundir.

Leikskólinn Brimver:

Í upphafi árs 1975 var ákveðið að gera tilraun til að reka leikskóla um vertíðina og fram yfir humarvertíð. Að þessari stofnun kom sveitarstjórnin, Verkalýðsfélagið Báran, kvenfélagið og ekki síst stjórn Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka, sem þurfti mjög á vinnuafli húsmæðranna að halda. Starfsemin hófst í gömlu húsnæði ungmennafélagsins U.M.F.E. sem kallaðist Brimver og stóð við róluvöllinn austan Sólvalla. Þar var síðan byggt nýtt húsnæði undir starfsemina laust eftir 1980. Við sameiningu Eyrarbakkahrepps og Selfosskaupstaðar um aldamótin var húsnæðið stækkað í núverandi mynd. Leikskólinn verður því 45 ára á næsta ári.

 

Sjá einig: Elsti barnaskólinn

28.11.2021 22:20

Gælunöfn á Bakkanum

Á Bakkanum er algengt að nota gælunöfn eins og víðast er siður hérlendis. Hér eru upptalin flest þau gælunöfn sem komið hafa við sögu í mannsaldur eða meira. Sumir eru eða hafa verið aðeins þekktir undir sínu gælunafni. 

[  ] Addý
[  ] Addi
[  ] Alla
[  ] Allý
[  ] Anna
[  ] Anný
[  ] Auji
[  ] Baddi
[  ] Bína
[  ] Binni
[  ] Búsý
[  ] Biggi
[  ] Bjadda
[  ] Bjaddi
[  ] Bjössi
[  ] Böddi
[  ] Dagi
[  ] Denni
[  ] Dísa
[  ] Dóra
[  ] Ella
[  ] Elli
[  ] Emma
[  ] Emmi
[  ] Eyja
[  ] Eyfi 
[  ] Fríða
[  ] Frikki
[  ] Fúsi
[  ] Gauji
[  ] Gerður
[  ] Geiri
[  ] Gilli
[  ] Gummi
[  ] Gunni
[  ] Gunsi
[  ] Gyða
[  ] Gógó
[  ] Gurrý 
[  ] Gunna
[  ] Gugga
[  ] Gulli
[  ] Gulla
[  ] Gúddý
[  ] Gústa
[  ] Gústi
[  ] Gvendur
[  ] Habba
[  ] Hanna
[  ] Haddi
[  ] Haffi
[  ] Halli
[  ] Heiða
[  ] Himmi
[  ] Hinni
[  ] Hjöddý
[  ] Hlölli
[  ] Hugga 
[  ] Inga
[  ] Ingó
[  ] Imba
[  ] Ína
[  ] Jonni
[  ] Jói
[  ] Jutta
[  ] Júlli
[  ] Kiddi
[  ] Kjarri
[  ] Lauga
[  ] Laugi
[  ] Lena 
[  ] Lilla
[  ] Lóló
[  ] Maddí
[  ] Maggi
[  ] Magga
[  ] Manni
[  ] Mángi
[  ] Mundi
[  ] Mæja
[  ] Ninna
[  ] Nína
[  ] Nonni
[  ] Pési
[  ] Kalli
[  ] Kallý
[  ] Kata
[  ] Keli
[  ] Kiddi
[  ] Kolla
[  ] Krissa
[  ] Krissi
[  ] Kæji
[  ] Lalli
[  ] Lína
[  ] Nína
[  ] Nonni
[  ] Óli
[  ] Ragga
[  ] Raggi
[  ] Raggý
[  ] Ránka
[  ] Robbi 
[  ] Rúrí
[  ] Rúnki
[  ] Rúna
[  ] Röggi
[  ] Sessa
[  ] Stella
[  ] Steini
[  ] Steinka
[  ] Stebba
[  ] Stebbi
[  ] Stína
[  ] Stjana
[  ] Stjáni
[  ] Sóla
[  ] Solla
[  ] Sibba
[  ] Sigga
[  ] Siggi
[  ] Siffi
[  ] Simmi
[  ] Sirrí
[  ] Sía
[  ] Sína
[  ] Sjana
[  ] Slobbi
[  ] Svana
[  ] Svenni
[  ] Sjonni
[  ] Sæmi
[  ] Sæli
[  ] Tommi
[  ] Tonni
[  ] Toggi
[  ] Tóki
[  ] Tóta
[  ] Tóti
[  ] Tobba
[  ] Unsa
[  ] Úlla
[  ] Úfi
[  ] Vala
[  ] Valli
[  ] Valdi
[  ] Veiga
[  ] Venni
[  ] Viffi
[  ] Villa
[  ] Villi
[  ] Vigga
[  ] Þurí
[  ] Þura
[  ] Önni

03.11.2021 22:11

Félagsmenn vildu kæfa alla sundrung


Eftir að sjómannafélags Báran var stofnuð í Reykjavík 1896 af Ottó N Þorlákssyni og fleiri skútukörlum lá leið þeirra út á land að stofna fleiri Bárufélög. Eitt þeirra var Báran á Eyrarbakka stofnað 16. febrúar 1904. Ekki höfðu margir trú á þessu fyrirtæki í fyrstunni, en góð forysta dró fljótlega til sín flesta vinnandi menn á Bakkanum. Þeir sem stóðu í brúnni á bernskuárum félagsins voru helst þessir: Sigurður Eiríksson stofnandi, Kristján Guðmundsson einn af stofnendum. Bjarni Eggertsson í 35 ár. Eggert Bjarnason um nokkurt skeið. Einar Jónsson um allnokkur ár. Sigurjón Valdimarsson. Andrés Jónsson. Kjartan Guðmundsson, Guðrún Thorarensen og Eiríkur Runólfsson svo einhverjir séu nefndir.
Á eins árs afmæli félagsins var þetta hátíðarljóð eftir Helga Jónsson í Bráðræði sungið:

Hér í kvöld við höldum
hátíð - Báruminni!
Létt nú lífið tökum -
Leikum dátt - til gamans.
Lipran dans nú stigi fögru fljóðin -
Fram með kæti! Syngið gleði óðinn.
Hristum af oss hverstags ryk og drunga.
Heill sé þér vort Bárufélag unga.

Áragömul nú ertu.
Æskan við þér brosir.
-" Mjór er mikils vísir" -
má vel um þig segja.
Í fyrra vildu fáir við þér líta,
en flestir vilja tryggð nú við þér hnýta.
Fram til starfa! Hátt skal hefja merki,
hygg að sönnu, gakk nú djörf að verki.

Báran okkar blómgist,
bræðralag hún styðji,
svæfi alla sundrung,
saman krafta tengi.
Efldu þrótt, - og auktu góðan vilja.
Afl vort sjálfra kenndu oss rétt að skilja.
Lifðu heil og lengi kæra Bára,
lukkan styðji þig til margra ára.

Myndin hér að ofan er samkomuhúsið Fjölnir  sem Bárufélagar, templarar og ungmennafélagið reistu. 

12.10.2021 22:09

Vedráttan óblíd sydra

Sunnlendingar hafa ekki farid varhluta af vedráttunni sl. sumar og núna í haust þar sem lítt hefur vidrad til útiverka sökum sólarleysis og rigninga. Stormasamt hefur og verid oft á tídum. Ágætt þó um mánadar skeid frá midjum júlí og fram í midjan águst en ad ödru leiti slappasta sumar í manna minnum. Bjartvidri hefur verid óvenju sjaldgæft í haust, adeins dagur eda dagpartur einstaka sinnum. Þessu hefur verid algjörlega öfugt farid fyrir nordan og austan sem ekki hafa fengid þvílíkt sólarsumar svo lengi sem menn muna.

Úti vinnandi menn, málarar og smidir eru óhressir med tídarfarid einmitt þau misserin sem mest er ad gera í vidhaldsverkum og nýbyggingum sem sjaldan eda aldrei hafa verid eins umfangsmikid sökum ört vaxandi byggdarlags á Árborgarsvædinu sem margir líkja vid hamfarir. Fólk streymir ad eins og óstödvandi fljót svo vart hefst undan ad byggja hús, blokkir, skóla og innvidi til ad mæta búsetuásókninni.

Ferdaþjónustan hefur mátt muna fífil sinn fegri, en Kóvid hefur höggvid í undirstödur þessa atvinnurekstrar sídustu tvö ár og þó virdist svo sem þessi idnadur sé ad rísa á lappirnar ad nýju og erlendir gestir farnir ad heimsækja gamla þorpid þó ekki sé svipur hjá sjón sem ádur var.

Þrátt fyrir allt virdist vera næg atvinna fyrir heimanenn og adkomna, einkum í byggingaidnadi, verslun og þjónustu.

03.10.2021 22:37

Frá Sunnanpóstinum

https://sunnanpost.blogspot.com/2021/10/fornleifaupgroftur-vesturbuarhol.html

03.08.2021 23:29

Eyrarbakkahreppur 1897


Þann 18. maí 1897 gaf landshöfðinginn á Íslandi Magnús Stephensen út staðfestingabréf um skiptingu Eyrarbakka út úr Stokkseyrarhreppi hinum forna. Á 100 ára afmælisári hreppsins var ákveðið að minnast þessara tímamóta. Á afmælisdeginum var samkoma á Stað þar sem þáverandi forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú voru meðal gesta. Um kvöldið var slegið upp balli með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar frá Sauðárkróki. Efnt var til ljósmyndasýningar með myndum úr þorpinu eftir Völu Dóru Jónsdóttir og myndlistasýning þar sem Ruth Magnúsdóttir á Sólvangi gerði vatnslitamyndum sínum skil. Sögufélag Árnesinga hélt fræðslufund  þar sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur flutti erindi um hin fornkunna  víking og kaupsýslumann Bjarna Herjólfsson frá Eyrarbakka sem fyrstur hvítra manna fann meginland Norður Ameríku. Þá var gefin út ljósmyndabók með svipmyndum úr sögu kauptúnsinns eftir Inguláru Baldvinsdóttur.

Árið eftir (1998) sameinaðist Eyrarbakki Stokkseyri Sandvíkurhreppur og Selfosshreppur í Sveitarfélagið Árborg og var þá stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi.

Til gamans má geta þess að árið 1897 voru byggð húsin Garðbær, Garðhús 1 og Tún. Á Kirkjuhús var byggð önnur hæð og húsið lengt. Guðmundur Ísleifsson var fyrsti hreppstjóri Eyrarbakkahrepps.

Þetta ár fæddust margir valinkunnir Eyrbekkingar, svo sem Ingvar í Hliði, Jenný á Þorvaldseyri, Úlfhildur í Smiðshúsum, Jórunn Oddsdóttir símstöðvarstjóri, Guðjón á Kaldbak og Kristinn Jónasar í Garðhúsum svo einhverjir séu nefndir. 
Flettingar í dag: 193
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 121497
Samtals gestir: 11110
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 07:55:05