Flokkur: Veðurklúbbur

13.12.2009 23:00

Flóðaldan 1977

Bakkavík fremst á myndinni

Mikil flóðalda gekk á land við suðurströndina 14. desember 1977 og varð Stokkseyri illa úti í þeim hamförum. Atvinnulíf allt lamaðist í þorpinu og tjónið var óskaplegt. Stokkseyringar misstu 3 báta upp í fjöru þá Jósep Geir, Vigfús Þórðarsson, og Hástein auk vb.Bakkavík sem var frá Eyrarbakka. Vegir og símalínur fóru í sundur og var þorpið allt umflotið sjó um tíma. Gamlir menn á Stokkseyri töldu þetta messta flóð síðan 1926. Á Eyrarbakka var tjónið minna, en sjór gekk þó inn í nokkur hús austast í plássinu á óvörðu svæði og olli fólki töluverðum búsifjum. Þá  varð nokkurt tjón í Grindavík í sömu flóðöldu. Veðurklúbburinn Andvari
Stormflóðið 1990
Stórtjón í höfninni ()
Básendaflóðið (9.1.2006 12:04:09)
Sjóvarnir á Bakkanum. (9.1.2007 20:30:51)

Þennan dag: 1914 Bruni Kaupfélagsinns Ingólfs Stokkseyri.

08.10.2009 22:12

Stormur í aðsígi

Veðurkort Google
Blési vindur ákaft af hafi, var það til forna kallað Stormur, en táknaði síðan vindhraða frá 8-9 vindstig nú vindhraða yfir 20 m/s. Einhverntíman töldu menn að titrandi stjörnur boðuðu storm, Nú tala menn um að það sé stormur í kortunum og svo er nú loftvogin eða barometerinn tekinn að falla, en á hana treystu skipstjórar fyrri tíma til að vara við stormi.
Föstudagsspá um hádegi
Samkvæmt þessu ætti ekki að verða neitt aftakaveður hjá okkur á morgun, en öllu verra á höfuðborgarsvæðinu og á fjallinu. Ráðlegast að halda sig innan græna svæðisins.

Á þessum degi: 1966. Borað eftir köldu vatni í Kaldaðarnesi. 1996 Stórbrim

07.10.2009 21:24

Þeim leist ekki á blikuna

Blika er hvít, mjólkurlituð slæða, oft svo þunn, að erfitt er að greina hana og oftast samfelld háskýjabreiða, sem dregur upp á himininn, þar til hún þekur allt loftið. Stundum dregur þetta jafna þykkni upp frá SV eða V  en ef það er dökkt kallast það bakki. Blikan myndast aðallega við hitahvörf á mótum mislægra og mishlýrra loftstrauma og boðar gjarnan úrkomu. Ef blikan er dökkleit eða grá, sem eyðist að ofan, svo að háloftið er bjart, kallast hún "Vindblika" og boðar hvassviðri. Löngu fyrir tíma gerfihnatta og veðurtækja spáðu menn í blikuna sem heitir reyndar Lægð í veðurfræðinni. Nú til dags sjá veðurfræðingar með öllum sínum tækjum og tólum hvað verða vill með nokkra daga fyrirvara og nú verð ég að segja um þeirra síðust spá að mér líst heldur illa á blikuna.

09.09.2009 22:25

Hrollur fer um jörð

Jarðskjálftakort VÍ 09.09.09Landskjálfta var vart um hádegisbil, en þá fór af stað skjálftahrina á sprungu sem liggur um Kaldaðarnesmýrar í Sandvíkurhverfi. Stæðsti skjálftinn var um 3 á right. og voru upptök hans um 5 km. norður af Eyrarbakka. Margir urðu skjálftanns varir á Árborgarsvæðinu og ekki laust við að hrollur læddist að fólki.

07.09.2009 13:00

Veðrið á Google Eart

Veðrið á GoogleGoogle Eart er ágætis tæki fyrir veðuráhugamenn. þar má til að mynda sjá skýjafar í rauntíma, fellibyli og hitabeltisstorma. Úrkomuradar er víða um heim, Hitastig ásamt helstu veðurupplýsingum og veðurspá í flestum borgum og bæjum, jarðskjálfta síðustu vikna, mánaða og ára og ýmis annan fróðleik má finna þar.

Hér er hægt að hlaða niður http://earth.google.com/

Þennan dag:1983 Bakkavík fórst á Bússusundi. 1 komst af 2 fórust.

30.08.2009 00:08

Stormurinn Danny

DannyHitabeltisstormurinn Danny mun fylgja í kjölfar X-Bill og hitta breta fyrir á þriðjudag. Í dag var stormurinn á norðurleið undan ströndum N Carolinu USA. Danny er fremur veikburða af hitabeltisstormi að vera, en vindhviður eru um 23- 25 m/s.

Danny kemur ekkert við sögu hjá okkur, nema hvað búast má við brimi að hans völdum eftir miðja næstu viku.

29.08.2009 18:17

Brimdagatal

Mestu brimmánuðir ársins eru des,jan,febr, en minstu júlí og ágúst.
Árstíðasveiflan: dagafjöldi


 mán  B 0, 1 og 2  B 3  B 4, 5 og 6
 jan  11  14  6,25emoticon
feb  11  13  4,5
mar  17  11  3,25
apr  19  9  2
maí  25  5  1
jún  25  4  1   
júl   28  3  0,5
ágú    28emoticon  2  0,5
sep    19  8  2,5
okt  19  9  2,5
nóv    15  11  4
des  13  13  5

 alls      230        102        33                             

 

Þennan dag: 1967 Loftpúðaskip fer upp Ölfusá. 1983 Ömmubær rifinn.

28.08.2009 21:50

Brim 1881-1909

P. Níelsen veðurathugunarmaður á Eyrarbakka hélt nákvæma skrá yfir sjólag og flokkaði brimstyrk frá 0-6 sem ég kalla hér Nielsenkvarða. Hér er samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):

ATH: Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):

   ár        

Brim 0

Brim 1

Brim 2

Brim 3

Brim 4

Brim 5

Brim 6

alls

1881

86

78

69

93

29

10

0,33

365

1882

104

55

73

83

43

7

0,00

365

1883

99

55

67

80

47

7

1,67

355

1884

90

51

69

120

30

4

2,00

364

1885

107

81

69

89

14

3

0,00

363

1886

109

70

73

94

16

3

0,00

365

1887

103

61

64

101

31

4

0,33

364

1888

137

48

70

72

36

2

0,67

365

1889

113

66

70

75

35

6

0,00

365

1890

92

61

75

83

46

8

0,00

365

1891

118

57

67

67

50

7

0,00

366

1892

136

76

60

67

24

3

0,00

366

1893

1894

1895

117

58

59

105

21

4

0,00

364

1896

87

50

73

127

26

3

0,67

366

1897

95

63

65

108

32

2

0,00

365

1898

79

53

67

140

22

3

0,33

364

1899

99

59

81

110

14

2

0,00

365

1900

103

71

64

114

12

1

1,00

365

1901

69

57

77

146

16

0

0,00

365

1902

121

57

64

97

25

2

0,00

366

1903

139

40

59

100

22

5

0,33

365

1904

96

57

56

124

30

2

0,00

365

1905

1906

1907

106

47

63

109

38

2

0,67

365

1908

96

51

49

129

39

2

0,00

366

1909

91

66

77

113

19

3

0,00

369

meðalt

103,7

59,5

67,2

101,8

28,7

3,8

0,3

364,7

Heimild: Trausti Jónsson.

04.08.2009 15:02

Hvernig viðrar í Surtsey?

Nýlega hefur veðurstofan sett upp sjálvirka veðurathugunarstöð í Surtsey, sem er syðsta eyja landsins og var til í eldgosi fyrir um 45 árum, en það var árið 1967 sem Surtur gafst upp á kyndingunni. Veðrið á þessum slóðum hefur örugglega mikla þýðingu fyrir veðurfræðina sem og sjófarendur, en einnig getur verið skemmtilegt fyrir veðuráhugafólk að kanna veðrið í Surtsey og bera saman við heimaslóðir.
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/sudurland/#station=6012

Á þessum degi:
1967  féllu kartöflugrös á Eyrarbakka.

31.07.2009 19:36

Heitur dagur

Ekki var met slegið í dag, en þó vel hlýtt 19,1°C þegar best lét. Eyrarbakki og Hella börðust um hitatölurnar annan daginn í röð og höfðu Rángvellingar betur að þessu sinni með 19,7°C.
Dægurmetið á Bakkanum er hinsvegar frá 1980 22,4°C

30.07.2009 15:27

Hella með vinninginn

Eyrarbakki er dottinn í annað sætið með heitasta staðinn, en kl. 14:00 var 18,6°C og hefur bætt um betur frá því í morgun, en Hella skaust frammúr á síðustu metrunum með 18.9°C.

30.07.2009 12:52

Heitast

17.7°C í dagEyrarbakki er heitasti staðurinn á landinu í dag með 17,7°C en sá kaldasti er á Miðdalsheiði 3°C en mesti hiti sem mælst hefur  30.júlí á Eyrarbakka 1957 til 2008 var í fyrrasumar 27.5°C

25.07.2009 10:57

Kartöflunum bjargað

-2°CÞað gerði næturfrost á Eyrarbakka í nótt. Um kl 3 hafði hitinn fallið niður fyrir frostmark og var lágmarkinu náð um kl.5 -2.2°C sem var næstmesta frost á láglendi í nótt, en á Fáskrúðsfirði var -2.3°C.

Ekki veit ég til að svona mikið frost hafi áður komið í júlí á Eyrarbakka. Gögn um lægsta hitastig á Eyrarbakka 25. júlí sem ég hef var 1.9°C árið 1967.

Minsti hiti í júlí  sem mælst hefur áður á Eyrarbakka var þann 15.júlí 1979 þegar lágmarkið var 1,4°C  og í öðru sæti yfir lágmarkshita í júlí var 8.júlí 1973 og 18. júlí 1983 þegar lágmarkið var 1,5°C.

Um miðnætti var dagljóst að næturfrost var í vændum og varð því að gera tilraun til að bjarga kartöflugarðinum hér á bæ frá áfalli. Brugðið var á það ráð að setja upp garðúðarann og láta hann vökva alla nóttina. Tókst sú aðgerð með ágætum og sá ekki á grösum þrátt fyrir  tveggja stiga frost um nokkurn tíma.

24.07.2009 09:08

Kuldakastið

Hæð við Grænland og Lægð á Noregshafi sáu til þess að heimskautaloftslag færðist yfir landið síðasta sólarhringinn með kulda og snjókomu á hálendinu.

Um kl.4 síðdegis í gær höfðu hitatölur á Eyrarbakka þokast upp í 13°C sem þykir ekki mikið á þessum árstíma, en þá tók hitastigið að falla hratt, eða um eina gráðu á hverri klukkustund og var lágmarkinu náð um kl 3 í nótt. Hitafallið hafði stöðvast í tæpum 2°C og tók að stíga á ný.

Víða á Rángarvöllum var frost í stutta stund í nótt. Í þykkvabæ var -1.1°C og á Hellu -1.6°C.  Kartöflugrös eru viðkvæm og falla jafnan við fyrstu frost, en ekki hafa borist spurnir af því hvernig horfir með uppskeruna í kartöflubænum.

23.07.2009 14:21

Miðsumarhret

Nú þegar miðsumarhretið gengur yfir norðlendinga er tilvalið að rifja upp eitt versta miðsumarhret sem yfir landið gekk þennan dag 1966. Köldustu dagarnir voru 23. og 24. júlí það ár.


Eins og sjá má á kortunum hér til hliðar frá Veðurstofunni, þá eru þau nokkuð lík, annað frá hádegi í dag en fyrir neðan frá hádegi 23.júlí 1966 en þá var vindur heldur meiri en nú, en hitastigið með svipuðu móti. þá fuku hey víða og girðingar lögðust niður. þá skemdust kartöflugarðar á nokkrum stöðum. Nokkuð var um ungadauða norðan heiða og sumstaðar króknaði fé auk ýmis annars tjóns sem hretið olli. Hitinn var fyrir neðan frostmark á Hveravöllum þessa daga 1966 en komst lægst í rúma +1°C í morgun, hvað sem verður næstu nótt. Minnsti hiti í dag var á Gagnheiði -2°C


heimild: Veðráttan júlí 1966

Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229345
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:06:42