09.01.2006 08:40

Básendaflóðið

Í dag eru liðin 207 ár frá Básendaflóðinu sem var mesta flóð Íslandssögunar,en þá gekk einver dýpsta lægð allra tíma yfir Ísland. Kaupstaðurinn Básendar varð rústir einar og byggðist aldrei aftur. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn. Bátar og skip skemmdust víða á svæðinu frá Eyrarbakka og vestur á Snæfellsnes.

 

Básendaflóðið 9.janúar 1799 olli töluverðum skemmdum á eignum Eyrbekkinga. Þá lét Lambertsen verslunarstjóri Sunckenberg verslunarinnar sem þá hét, hlaða mikinn garð fyrir framan búðirnar og Húsið sem enn stendur og störfuðu margir Bakkamenn við framkvæmd þessa.

 

Í dag eru einnig liðin 16 ár frá Stormflóðinu mikla sem gekk yfir Eyrarbakka 9.janúar 1990 og olli miklu tjóni á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Flóð á Eyrarbakka

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219564
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 17:57:52