09.01.2007 10:40

Sjóvarnir á Bakkanum.

Á Eyrarbakka var gerður voldugur sjóvarnargarður frarnan við þorpið 1990-91 að undanskildum kafla milli frystihússins og innsiglingarmerkis sem gerður var 1996-97. Arið 1999 var sjóvönin svo framlengd austur fyrir barnaskólann og sjóvörn gerð fyrir Gamla-Hrauni.

 

Gamli sjógarðurinn á Eyrarbakka og Stokkseyri eru merkar menningarminjar sem voru farin að láta verulega á sjá vegna sjógangs í stórviðrum í áranna rás. Með tilkomu nýja sjóvarnargarðsinns framan við þann gamla hefur varðveisla þessara minja verið tryggð. Enn er þó stór verk óunnið í þessum efnum, en það er t.d. gamli garðurinn milli barnaskólans á Eyrarbakka og Gamla-Hrauns sem er mjög skemdur á köflum og þarf að gera við í upprunanlegri mynd og styrkja með áframhaldandi sjóvörn þar framan við. Í endurskoðaðri sjóvarnaráætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum í þessa veru og ber að fagna því.

 

Yfirlitsskýrslu um sjóvarnir 2006 má nálgast hér.

 

Tengt efni:

Stormflóðið í dag eru 17 ár frá Stormflóðinu.

Lífið á engjunum 

Hraunshverfi 

Básendaflóðið Í dag eru 108 ár frá Básendaflóði.

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 364
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220102
Samtals gestir: 28965
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 11:08:38