29.04.2021 22:50
Veðurfar í Árborg
Veðurfar í Árborg telst milt m.v. landið í heild en úrkomusamt. Veðurathuganir hafa lengst af verið stundaðar á Eyrarbakka en fyrir áratug var bætt við sjálfvirkri veðurstöðin sem hefur nú alfarið tekið við hlutverki veðuathugunarmannsinns. Fyrir fáum árum gekkst bæjarfélagið fyrir veðurstöð á Selfossi og vegagerðin kom upp stöð við Ingólfsfjall.
Haldbær langtímagögn eru hinsvegar frá veðuathugunarstöðinni á Eyrarbakka.
[ ] Meðal hiti áranna 1931 -1960 var 4,6°C
[ ] Meðal hiti áranna 1975 - 1987 var 4,0 °C
[ ] Meðal hiti ársins 2019 var 5,2°C
[] Júlí er hlýastur en janúar og febrúar kaldastir.
[ ] Meðalúrkoma er um1342 mm á ári.
[ ] Október er úrkomusamastur en maí og júní þurrastir. Úrkomusamara er ofan til á svæðinu en þurrara við ströndina.
[ ] Algengustu vindáttir í þessari röð: NA-SA-SV-N-NV-S-A-V
[ ] Nóvember, desember, janúar og febrúar eru vindasamastir. Maí, júní, júlí og ágúst eru lygnastir.
Nýtt hitamælaskýli og úrkomumælir var settur niður á Eyrarbakka 1961 og var í notkun til 2018. Sama ár var byrjað á veðurathugunum í Hveragerði.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 208
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219698
Samtals gestir: 28926
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 19:45:27