04.04.2021 22:23

Rafstöðin 1920

Árið 1905 voru hugmyndir um að virkja Hólavatn á Stokkseyri fyrir bæði þorpinn til að framleiða rafmagn til ljósa, en ekkert varð af framkvæmdum þótt físilegar þættu.

Árið 1920 var keypt díselrafstöð fyrir Eyrarbakkahrepp sem hreppurinn rak þar til Útvegsbankinn tók reksturinn yfir. Kristinn Jónasar í Garðbæ sá síðan um rekstur stöðvarinnar lengst af. Þegar Sogsvirkjun hafði tekið til starfa og lína lögð niður á strönd var rekstri stöðvarinnar sjálfhætt.

Áður voru tvær litlar díselrafstöðvar í notkun á Bakkanum og var önnur í Fjölni, en þar rak Haraldur Blöndal samkomu og kvikmyndahús.
Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 332
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 480027
Samtals gestir: 47816
Tölur uppfærðar: 21.6.2025 07:11:58