26.04.2021 22:43
Byggðamerkið

Árið 1983 auglýsti Eyrarbakkahreppur meðal íbúa eftir hugmyndum að merki fyrir byggðarlagið. Nokkrar tillögur bárust og var ákveðið að taka upp byggðamerki sem byggt var á hugmyndum Rutar Magnúsdóttur á Sólvangi og Eiríks Guðmundssonar í Hátúni. Merkið er í bláum lit og sýnir sundmerkin gömlu á stílfærðri mynd á sjógarðinum sem á í dag 222 ára gamalt upphaf.
Nýtt byggðarmerki sveitarfélagsins Árborgar var tekið í notkun 12. nóvember 2000. Sérstök nefnd valdi merkið úr 48 tillögum sem bárust í opinni samkeppni um nýtt byggðarmerki.
Nýtt byggðarmerki sveitarfélagsins Árborgar var tekið í notkun 12. nóvember 2000. Sérstök nefnd valdi merkið úr 48 tillögum sem bárust í opinni samkeppni um nýtt byggðarmerki.
Þó byggðamerki Eyrarbakka sé ekki lengur opinbert sveitarfélagsmerki er það enn við lýði sem félagslegt tákn þorpsbúa og óspart flaggað á tillidögum.
Skrifað af Oka
Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 593
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 502086
Samtals gestir: 48586
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 02:53:15