Flokkur: Veðrið

28.03.2010 23:00

Gluggaveður

Íslenski vindpokinnÞað er kallað "gluggaveður" þegar veðrið er fallegt og sólin skín án þess þó að viðri til útiveru. Þannig var veðrið hjá okkur um helgina. Hvöss norðanátt með vindhraða upp í 11 m/s og hviður upp í 15 m/s. Ekki var heldur hægt að hrópa húrra fyirr hitastiginu sem lafði undir 2°C þegar best lét. Ekki er gert ráð fyrir að dragi úr norðanáttinni fyrr en um páska, en þangað til má bara njóta veðursins út um gluggann.


Eyrarbakki BB










Á þessu grafi má hvernig hitistigið (rauða línan) reis upp fyrir frostmark um hádegi í dag og lúrði þar á undir nón.

27.02.2010 16:39

Þrumuveður

VetrarríkiÞað hefur gengið á með þrumuveðri, dimmum éljum og haglveðri í dag. Þórsdrunurnar hafa verið óskaplegar með suðurströndinni, svo að hús hafa nötrað með öflugustu þrumunum. Búist er við að þetta veður vari fram á kvöld.

Þennan dag: 1762 Jón Teitsson prófastur kærir 28 menn fyrir helgidagsbrot, en þeir unnu við slátrun fyrir Thomas Windekilde á Eyrarbakka. 1968 Ölfusá flæðir yfir bakka sína og inn í hús á Selfossi.

25.02.2010 17:37

Fannfergi

Álfstétt í dag
Það kom alvöru vetur í dag og götur orðnar þungfærar í þorpinu.
Gatan þungfær minni bílum
Á þessum degi: 1933 Trésmíðafélag Árnessýslu stofnað. 1980 Þrumuveður,stormur og járnplötufok.

21.01.2010 23:19

Hvass með köflum

HvassviðriÞað var víða óveður um sunnan og vestanvert landið í kvöld. Veðrið náði aðeins að litlu leyti inn á ströndina við Eyrarbakka um kvöldmatarleitið þegar vindur náði hámarki og sló í storm, eða 20,3m/s. Ein vindhviða náði þó 29,4m/s sem er all hressilegt. Dagsmet var í hitastigi kl.23 en þá mældist 7,8°C sem er 0,6° meira en þennan dag 2004.
Talsvert brimaði í dag og allmikill sjóreykur þegar bæta tók í vindinn. Brim verður áfram næstu daga.

Framundan er sunnanátt og hvasst með köflum. Svo er spurning hvað gerist með laugardaginn, en þá gæti gert stuttann hvell.

18.01.2010 00:03

Dagsmet í úrkomu.

Óskaplega hefur ringt hér síðasta sólarhring og kemur því ekki á óvart að upp úr mælidalli veðurathugunarmannsins hafi komið töluvert vatnsmagn í morgun, en þá mældist 43 mm og telst það met fyrir þennan dag mánaðarins.Áður hafði mælst 25,0 mm þennan dag 2004 og 27,1 árið 1892. En met mánaðarins er hinsvegar mun meira, eða 107,5 þann 6. janúar árið 1947. En ef er talið frá árinu 1957 þegar mælingar voru öruggari og ábyggilegri þá hefur aldrei ringt viðlíka í janúar á einum sólarhring og á þeim síðasta.

Þennan dag 1991 gaus Hekla.

16.01.2010 23:19

Vindur og væta

Komandi vika mun vera vinda og vætusöm á Suðurlandi samkvæmt spám. Mun hann leggjast í sunnan og suðaustanáttir framan af vikunni með skúrum og rigningu. Heldur tekur að hvessa á þriðjudag og stendur á stíf SA næstu daga. Hvassast samkvæmt venju undir Eyjafjöllum, einkum á fimmtudag. Það horfir því til bleytutíðar á Bakkanum með hvössum rokum öðru hvoru út vikuna en að öðru leiti mildu veðri. Í dag afa verið hér töluverðar rigningadembur en ágætlega hlýtt miðað við árstíma.

09.01.2010 14:18

Hlýindi

Ísrek og brim á BakkanumSamfelldum frostakafla frá því fyrir jól er nú lokið og kominn 6 stiga hiti með suðlægum áttum og súld. Jörð er nú alauð og brimið svarrar útifyrir. Kuldaboli leikur hinsvegar enn um norðurlönd og var t.d. -40,5°C í norður Noregi á dögunum og hefur aldrei áður mælst þvílíkt frost á þeim slóðum.

Mesti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka á þessum degi var 7,8°C 1973. Hlýjasti janúardagur var þann 12. 1985 þegar mældist 8,5°C.

Á þessum degi: 1799 Aldamótaflóðið mikla eða Básendaflóðið svokallaða. 1990 Stormflóðið, en þá gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þá má geta þess að á háflóði 10 janúar árið 2000 gekk mikið sjóveður yfir á Eyrarbakka og Stokkseyri.

02.01.2010 23:47

Kuldakast

Veðurstofan spáir miklum kulda á þriðjudaginn, eða allt að -16°C hér við stöndina og allt að -19°C í uppsveitum. Hugsanlegt er að dagsmet falli fyrir þriðjudaginn 5. janúar, en þann dag hefur mælst hér mesta frost -16,1°C árið 1993. Ekki er von að hlýna fari í veðri fyrr um næstu helgi. Mesta frost á Eyrarbakka í janúar var þann 30. árið 1971 þegar mældist -19,7 °C
Veðursíða

Þennan dag:1966 K.Á yfirtekur matvörubúð Hraðfrystihússins.

30.12.2009 22:32

Mesta frost vetrarins

Frá Kristjánssandi í NoregiTöluvert frost hefur verið hér í dag og hvað mest í kvöld -16.6°C sem er dagsmet.
Eldra dagsmet var -14,4°C þennan dag 1961. Desembermetið er hinsvegar -19,8°C þann 13 dag mánaðarins frá árinu 1964. Eflaust verða margir til að spyrja hvað orðið hefur um gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingarnar, því svipaðar frosthörkur ganga nú yfir norðurlöndin og víðar, t.d. er núna -17°C í Kristianssand í Noregi og -15°C í Nyköping í Svíþjóð, en búist er við meiri frosthörkum þar um slóðir næstu daga. En kanski er merkilegt að aðeins skuli vera - 5° frost á Svalbarða á sama tíma og vetrarhörkur eru hér töluvert sunnar.

En hjá okkur er spáð björtu áramótaveðri N 5 m/s og -2°C

01.12.2009 12:02

Skafrenningur

SkafrenningurNokkurn skafrenning gerði í þorpinu í nótt og voru flestar götur orðnar þungfærar í morgunsárið. Búast má við áframhaldandi skafrenningi fram eftir morgundeginum og líklegt að heldur bæti í, meðan einhver snjór er eftir á mýrunum.

Á þessum degi 1993  var U.M.F.E. endurreist.

29.11.2009 22:13

Jólalegt á aðventu

Talsverða snjóhríð gerði í dag og skóf í skafla þar til síðdegis að veðrinu slotaði. Aðalbrautir voru ruddar, en eitthvað var um að bílstjórar lentu í vandræðum á þvergötum. Þorpið er óðum að færast í jólabúning þessa daganna og ekki skemmir að hafa snjó á aðventunni.

07.11.2009 23:00

Fallegt veður

Ölfusárós
Það var æði fallegt veðrið í dag eins og sést á þessum myndum sem teknar voru við Ölfusárósa. Skýið á myndinni sem lítur út eins og geimskip er þó hvorki ský né geimskip, heldur gufustrókur frá Hellisheiðarvirkjun.
Óseyrarbrú
Óseyrarbrúin tengir ströndina við Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðið. Um hana fer töluverður fjöldi bíla á hverjum degi.
Við Ölfusárósa
Í dag var dægurmet í hita á Bakkanum þegar hitinn náði um stutta stund í 10.6°C, en áður hefur verið mest 10°C á þessum degi, en það var árið 2003. það vantaði aðeins 0,1°C til að jafna mánaðarmetið frá 6.10.1995.

31.10.2009 16:23

Mildur oktober

Mánuðurinn var yfir höfuð mildur þetta árið. Það hvítnaði í fjöll í byrjun mánaðarins, svo féll fyrsti snjórinn hér þann 5. Þá gerði storm þann 9 þ.m. og var vindur mestur um 21m/s, þó voru hviður all öflugar en tjón lítilsháttar. Vætusamt nokkuð og hlýindi töluverð er leið á. Þann 29. var dægurmet í hita og einnig þann 30. en þá fór hitinn hæst í 11.5°C, Eldra met 10°C var frá 1991. Metið fyrir daginn í dag 10,6 er einnig frá árinu 1991 og stendur enn. Árið 1996 var mikill snjór í þorpinu um þessi mánaðarmót og allt kol ófært. Nú sést enginn snjór í nálægum fjöllum.

12.10.2009 23:23

Stígvéladagar

Vætutíð um miðja vikunaÍ eina tíð gengu allir ungir sem gamlir í stígvélum af ýmsum gerðum og þóttu sum meira töff en önnur. Sumir höfðu jafnvel þann sið að brjóta þau niður og þótti það algjört möst, eins og sagt er í dag. Nú er það sjaldséðara að fólk gangi í öðru en skóm hvernig sem viðrar. Vikan framundan gefur þó vel tilefni til að draga stígvél á fót því von er á vinda og vætu tíð.

08.10.2009 22:12

Stormur í aðsígi

Veðurkort Google
Blési vindur ákaft af hafi, var það til forna kallað Stormur, en táknaði síðan vindhraða frá 8-9 vindstig nú vindhraða yfir 20 m/s. Einhverntíman töldu menn að titrandi stjörnur boðuðu storm, Nú tala menn um að það sé stormur í kortunum og svo er nú loftvogin eða barometerinn tekinn að falla, en á hana treystu skipstjórar fyrri tíma til að vara við stormi.
Föstudagsspá um hádegi
Samkvæmt þessu ætti ekki að verða neitt aftakaveður hjá okkur á morgun, en öllu verra á höfuðborgarsvæðinu og á fjallinu. Ráðlegast að halda sig innan græna svæðisins.

Á þessum degi: 1966. Borað eftir köldu vatni í Kaldaðarnesi. 1996 Stórbrim

Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262782
Samtals gestir: 33944
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:42:34