16.01.2010 23:19

Vindur og væta

Komandi vika mun vera vinda og vætusöm á Suðurlandi samkvæmt spám. Mun hann leggjast í sunnan og suðaustanáttir framan af vikunni með skúrum og rigningu. Heldur tekur að hvessa á þriðjudag og stendur á stíf SA næstu daga. Hvassast samkvæmt venju undir Eyjafjöllum, einkum á fimmtudag. Það horfir því til bleytutíðar á Bakkanum með hvössum rokum öðru hvoru út vikuna en að öðru leiti mildu veðri. Í dag afa verið hér töluverðar rigningadembur en ágætlega hlýtt miðað við árstíma.

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 155807
Samtals gestir: 18377
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 00:28:02