07.11.2009 23:00

Fallegt veður

Ölfusárós
Það var æði fallegt veðrið í dag eins og sést á þessum myndum sem teknar voru við Ölfusárósa. Skýið á myndinni sem lítur út eins og geimskip er þó hvorki ský né geimskip, heldur gufustrókur frá Hellisheiðarvirkjun.
Óseyrarbrú
Óseyrarbrúin tengir ströndina við Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðið. Um hana fer töluverður fjöldi bíla á hverjum degi.
Við Ölfusárósa
Í dag var dægurmet í hita á Bakkanum þegar hitinn náði um stutta stund í 10.6°C, en áður hefur verið mest 10°C á þessum degi, en það var árið 2003. það vantaði aðeins 0,1°C til að jafna mánaðarmetið frá 6.10.1995.
Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1910
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 246002
Samtals gestir: 31290
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 03:39:44