09.01.2010 14:18

Hlýindi

Ísrek og brim á BakkanumSamfelldum frostakafla frá því fyrir jól er nú lokið og kominn 6 stiga hiti með suðlægum áttum og súld. Jörð er nú alauð og brimið svarrar útifyrir. Kuldaboli leikur hinsvegar enn um norðurlönd og var t.d. -40,5°C í norður Noregi á dögunum og hefur aldrei áður mælst þvílíkt frost á þeim slóðum.

Mesti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka á þessum degi var 7,8°C 1973. Hlýjasti janúardagur var þann 12. 1985 þegar mældist 8,5°C.

Á þessum degi: 1799 Aldamótaflóðið mikla eða Básendaflóðið svokallaða. 1990 Stormflóðið, en þá gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þá má geta þess að á háflóði 10 janúar árið 2000 gekk mikið sjóveður yfir á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Flettingar í dag: 335
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220073
Samtals gestir: 28958
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 09:59:24