Flokkur: Veðrið

06.03.2007 11:30

Ágætisveður á Bakkanum

Á Eyrarbakka var NNA 5 m/s og úrkoma í grend og hiti um frostmark  og dálítill sjór kl.09 í morgun. Allhvöss norðaustanátt og él voru á Vestfjörðum, hvassast 21 m/s í Æðey. Í öðrum landshlutum var mun hægari austlæg átt, rigning austanlands, skúrir við suðurströndina en annars þurrt. Hiti var frá 6 stigum á Ólafsfirði og í Akurnesi niður í eins stigs frost í Bolungarvík.

Veðurstofan Býst við stormi á Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Austurmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi og Færeyjardjúpi. En Skammt S af Vestmannaeyjum er 964 mb lægð sem þokast V og grynnist.

Útlit er fyrir hæga austanátt í dag á Eyrarbakka og úrkomu lítið, Hiti 0-5°C

Hitastigið var í 9°C á Eyrarbakka kl.15 og telst dagurinn sá hlýjasti það sem af er þessu ári. 15:31:36

Farfuglar:
Fyrstu farfuglarnir sáust á Bakkanum um helgina, en þar var nokkur hópur af Ritum á leið inn á land.

03.03.2007 16:00

Sólríkur febrúar að baki.

Nýliðinn febrúar mánuður einkenndist einkum að viðstöðulausum norð austanáttum með strekkingsvindi en tiltölulega litlu frosti eða um 1-5 stig hér Sunnanlands en þó varð frostið neira undir lok mánaðarinns. Bjartviðri og sólríki var einkennandi fyrir mánuðinn.

Túnlmyrkvi er í kvöld en engar líkur eru til að hann sjáist hér í Flóanum þar sem skýjað verður í þann tíma sem túnglmyrkvinn verður.

26.02.2007 12:16

Fyrirtaks gluggaveður!

Í norðaustanáttinni að undanförnu hefur verið heiðbjart veður en nokkuð svalt á landinu. Nú er sólin farin að hækka verulega á lofti og lengist dagurinn um 6 mínútur á hverjum sólarhring. Þar sem skjól er að finna t.d. sunnan undir húsveggjum má finna að sólin er aðeins farin að verma, enda lækkar frostið snarlega þegar sólin er komin nokkuð á loft. heldur er að draga úr "öfuglægðinni" fyrir norðan land og líklegt að vindur muni færast meira í austrið á næstu 3 dögum en þó áframhaldandi þurrviðri á Bakkanum samkvæmt veðurkortum.

22.02.2007 23:15

Veðurskýrsla hefur borist.

Síðunni hefur borist veðurskýrsla um veðurfarið á Eyrarbakka fyrir febrúarmánuð 1881 frá hinum kunna náttúruathugunarmanni hr. P.Níelsen í Húsinu og er hún svo hljóðandi:

Loptþungi:

Meðaltal loptþungans í Febrúar hefur verið 752,3 m.m.* (1002 hpa).Mestur loptþungi hinn 26.febr.  775 m.m. (1033 hpa)

Minstur loptþungi hinn 12.febr. 717 m.m. (955.9 hpa) Umferðarsvæði loptþingdarvísirsins hefir þannig 58 m.m. (77.3 mb)

Vindur:

Eptir vind-tiganum 0-6 hefir vindaflið verið þannig að meðaltali 1.8

Vindaflið 0 (logn) er tekið 6 sinnum, 1 (andvari) 30 sinnum 2 (hægur vindur) 31 sinni, 3 (stinnur vindur) 16 sinnum, 4 (sterkur vindur) 4 sinnum.

Vindurinn hefur verið af þessum áttum:

.          .

N

0 sinnum    

S

2 sinnum

NNW.    

0 sinnum   

SSA.

6 sinnum

NW

2 sinnum

SA

7 sinnum

WNW

3 sinnum

ASA

0 sinnum

W

3 sinnum

A

2

WSW

2 sinnum

ANA

13

SW

0 sinnum

NA

33

SSW

1 sinni

NNA

4

Aðaláttin hefir þannig verið NA.

Hiti:

Hiti í Febrúarmánuði hefir verið að meðaltali -4,1°C 

Meðaltal á morgnana (kl.8) -4,5°C

Meðaltal um miðjan daginn (kl.2) -3,6°C

Meðaltal á kvöldin (kl.9) -4,1°C

Meðaltal mesta hita (Maximumstherm) -2,7°C

Meðaltal minsta hita (Mínimumstherm) -8,2°C

Mestur hiti var hinn 22.febr. +6,1°C

Minstur hiti hinn 14. -18.2°C

Umferðarsvæðið hefir þannig verið 24,3°.

Frostdagar hafa verið 26.

Úrkoma:

Úrkoman í febrúar hefir verið als 93,8 m.m.

Meðaltal úrkomunar á hverjum degi hefir verið 3,3 m.m. Úrkomudagar hafa verið 13. Úrkomulausir dagar voru þannig 15 Mesta úrkoma var hinn 19.febr. 20,3 m.m.

Loptsútlit:

Eptir stiganum 0-10 hefir meðaltal loptþyknisins í febrúarmánuði verið 5,5 m.m

? Alþykt lopt hefir verið 17 sinnum. Heiðskírt lopt hefir verið 6 sinnum.

_____________________

·          758 m.m = Parísarþumlungur

 

 

Eyrarbakka þ.1. Mars 1881

P.Níelsen

 

Á þessum árum voru hafísar algengir fyrir norðurlandi og kuldatíðir með grasbresti og heyskorti um allt land. Þessi febrúarmánuður 1881 hefði þótt sérlega kaldur nú á dögum, en líklegt má telja að meðalhitinn í febrúarmánuði nú 126 árum síðar verði rétt um 0°C

 P.Nielsen var faktor í Húsinu á Eyrarbakka.

21.02.2007 15:50

Ekki er enn komið vor í Árborg.

það snjóar á frændur vora dani þessa dagana og nú liggja þeir í því með tilheyrandi vandræðum á vegunum. Slóðar frá þessu sama skýjadragi eru nú yfir Fróni og gæti kastast eitthvað hvítt úr þeim öðru hvoru. Það eru stöðugar Austan og Norðaustanáttir í kortunum út þessa viku eins og verið hefur og með heldur kaldranalegu veðri.En vort fátæka Bæjarfélag getur þó hrósað happi að vera laus við snjómoksturinn í bili og því undarlegra hljómar það að samkvæmt opinberum fréttum kjósi bæjarstjórn Árborgar að fagna egi komandi vori í Árborg með virktum eins og áður.

24.01.2007 13:08

Þorraþýða.

Tíðin.

Vestlægar áttir með þýðviðri og að mestu þurt. Snjó hefur að miklu leiti tekið upp í hlýindunum og væntanlega mun hann verða að mestu horfinn í viku lokinn en spáð er áframhaldandi hlýindum fram yfir helgi.

Gera má ráð fyrir að þorrablótsgestir vökni jafnt utan sem innan á leið frá veisluhöldum um næstu helgi því búist er við strekkings sunnanátt með einhverjum regndembum.

19.01.2007 11:51

Á Bóndadegi.

Veðráttan hér á Bakka er eins og um allt land um þessar mundir með norðan garra og kulda trekk. En eftir helgi horfir til breytinga á þessu jökulskeiði og megi  þá jöklar bráðna og ísa leysa því spáð er hlánandi og allt að því rigningu segja spámennirnir á veðurstofu okkar landsmanna.

 

 Utan úr heimi berast þær fregnir frá Germönum að allt sé þar nú í handaskolum vegna óvenju djúprar lægðar og mannskaðaveðurs sem þar gekk yfir í gær og setti allt úr skorðum þar í landi. Vindhraðinn í veðri þessu náði yfir 200 km/klst sem er svo gott sem fellibylsstyrkleiki. Nú eru veðurstúderar í Evrópu farnir að gefa stormlægðum nafn eins og gefið er fellibyljum og er það til mikkillar hagræðingar þegar menn tala um veðrið og mættu íslenskir veðurdellukallar koma sér upp svona nafnakerfi til hagsbóta við söguskýringar og umræðu um veðrið.Það mætti t.d. nota nöfn úr goðafræðinni til þess brúks og gæti gert veðurumræður mun skemtilegri.

17.01.2007 21:22

Veðráttan.

Tíðin hefur verið afleit og kaldsöm að undanförnu, frost talsverð og skafrenningur.Tvö snjóruðningstæki eru nú daglega að störfum á Bakkanum og virðist ekki duga til því heimreiðin hér á bæ er enn órudd og ófær með öllu. Spurningin er hvort Þorrin verði jafn harður í horn að taka og þessar fyrstu vikur janúar mánaðar.

 

Nú fer að harðna í ári hjá smáfuglunum þó þeir séu nú enn feitir og pattaralegir eftir hlýindin fyrripart vetrar.

15.01.2007 10:58

Vetur.

Helgin var stormasöm hjá frændum vorum í Danmörku,Svíþjóð og Noregi, þegar djúp lægð ruddist yfir Skandinavíu með þeim afleiðingum að brýr lokuðust, tré rifnuðu upp með rótum og skapaði umferðaröngþveiti.

 

Á Bakkanum hefur snjóað talsvert og skafið í skafla. Mest af snjónum hefur þó skafið í sjó fram en meiri snjór hefur fallið nú en gerði á sama tíma í fyrra. Í dag er mesta frost til þessa á árinu -10°C á Eyrarbakka. Það er athyglisvert að það er 2-3 gráðum kaldara á Bakkanum en upp í Þrengslum eða Hellisheiði en ástæðan er sú að í hægviðri eins og nú er þá sígur kaldasta loftið ofan af fjöllunum niður undir sjó vegna eðlisþyngdar sinnar.

13.01.2007 23:49

Snjóar og snjóar.

Nú er allt að færast á kaf í snjó, því ekkert lát hefur verið á snjókomunni í kvöld og stöðugum snjóéljum undanfarna daga sem  nú skefur í skafla. Ef einhver hefur verið að panta snjó þá er þetta nú orðið meira en nóg!

10.01.2007 12:31

Snjóadrífur.

Talsvert hefur snjóað á Bakkanum sem og víðar í nótt og í morgun og er á að giska 10 cm jafnfallinn púðursnjór yfir öllu. Áfram er búist við snjóéljum á suðurlanndi og að heldur bæti í vind með skafrenningi þegar líður á daginn og getur færð spillst af þeim sökum.

 

Veðurspámenn hafa verið að gera úr því skóna að vænta megi kuldatíðar fram í mars, en hvort sem það reynist rétt þá hefur veðurfarið augljóslega skipt um gír frá því sem var fyrri hluta vetrar. En það væri kanski að bera í bakkafullan lækinn að tala um hlýnun í þessu sambandi en mögulega má ætla að veturinn sé nú fyrst að ganga í garð 2 til 3 mánuðum á eftir áætlun sökum loftlagsbreytinga. Dæmi þessu til marks má nefna að Skógarbirnirnir í Kolmården dýragarðinum í Svíþjóð lögðust í híði í dag, tveimur mánuðum síðar en venjulega. Skógarbirnirnir vakna af vetrardvalanum að öllu venju í apríl ár hvert svo segja má að þeir fá sér bara hænublund að þessu sinni.

07.01.2007 21:02

Mjallhvítur Bakki!

Fyrsti snjór ársinns er féll á  Bakkanum á Þorláksmessu og er jafnvel útlit fyrir meiri snjó síðar í vikunni og áfram kalt í veðri. Þá harnar í ári hjá spörfuglunum sem ekki hafa þurft að kvarta fram að þessu en eru nú teknir að hópast saman og koma sér fyrir á húsþökum í von að einhver kasti fyrir þá brauðmylsnu.

24.12.2006 10:35

Gleðileg rauð jól

Líklega eru hin hlýjustu jól á þessari öld um það bil að ganga í garð. Hitinn á Eyrarbakka er nú á bilinu 8-9°C en hlýjast á landinu að mogni aðfangadags er líklega á Akureyri hvorki meira né minna en 11°C eða eins og góður dagur í júní. En jólin verða líklega einhver þau blautustu því mikið hefur rignt um mest allt land. Eithvað mun þó kólna þegar líður á kvöldið segja veðurspár.

Svo vil ég óska öllum gleðilegra jóla í bloggheimum.

 

21.12.2006 12:37

Flóð í beinni!

Ölfusá í hamÖlfusá er í miklum ham þessa stundina! mbl.is var í dag með vefmyndavél við Ölfusárbrú þar sem sjá mátti ána belgja sig út yfir árbakkann.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1243009    Sjá myndir arborg.is
Nú er versnandi veður og gengur á með hvössum éljum í Flóanum.

 

 

21.12.2006 09:32

Þrumuveður.

Þrumuveður er nú úti með suðurströndinni og getur það hæglega borist inn á landið.

Annars hljóðar veðurspáin fyrir suðurland frá Veðurstofu Íslands svo: Vaxandi suðvestanátt og él, 18-23 m/s síðdegis. Kólnandi, hiti nálægt frostmarki í kvöld. Mun hægari og úrkomulítið á morgun, en allhvöss suðaustanátt með rigningu eða slyddu síðdegis.

Skilyrði til sjávarflóða með suðurströndinni eru að nokkru fyrir hendi en þar sem loftþrýstingur fer hækkandi síðar í dag, eru líkurnar á sjávarflóðum minkandi. Stórstreymt er og verður háflóð um kl. 19:00 í kvöld með öldu hæð á bilinu 10-13 metrar úti á rúmsjó.


Ölfusá flæðir yfir bakka sína við Nóatún á Selfossi og er enn í vexti.

http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262782
Samtals gestir: 33944
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:42:34