15.01.2007 10:58

Vetur.

Helgin var stormasöm hjá frændum vorum í Danmörku,Svíþjóð og Noregi, þegar djúp lægð ruddist yfir Skandinavíu með þeim afleiðingum að brýr lokuðust, tré rifnuðu upp með rótum og skapaði umferðaröngþveiti.

 

Á Bakkanum hefur snjóað talsvert og skafið í skafla. Mest af snjónum hefur þó skafið í sjó fram en meiri snjór hefur fallið nú en gerði á sama tíma í fyrra. Í dag er mesta frost til þessa á árinu -10°C á Eyrarbakka. Það er athyglisvert að það er 2-3 gráðum kaldara á Bakkanum en upp í Þrengslum eða Hellisheiði en ástæðan er sú að í hægviðri eins og nú er þá sígur kaldasta loftið ofan af fjöllunum niður undir sjó vegna eðlisþyngdar sinnar.

Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1884
Gestir í gær: 138
Samtals flettingar: 501786
Samtals gestir: 48583
Tölur uppfærðar: 5.7.2025 19:42:49