Flokkur: Stormar

14.09.2010 23:20

Hávarok

Norðan hvassviðri gekk yfir land og þjóð síðdegis í dag og náði meðalvindur  hér 20 m/s, en það teljast 8 gömul vindstig. Hvassara var í sumum hviðum eða allt að 28 m/s (11 vindstig) sem táknar ofsaveður, enda ruddust laufin af tránum í mestu rokunum. Þetta fyrsta illviðri haustsins er nú að mestu gengið yfir. Nú má fara að vænta kaldra nátta og jafnvel næturfrosta til fjalla, enda er krummi kominn til að hafa hér vetursetu og svo aldrei að vita nema að fyrstu frostin á láglendi verði um eða eftir næstu helgi.

23.08.2010 15:44

Verður "Danille" fyrsta haustlægðin?

http://midatlanticwx.com/hw3/hw3.php?config=tropimap&forecast=tropsystems&year=2010&region=NT&hwvstormid=6&alt=tropsystempage&hwvmetric=
Vel er mögulegt að hitabeltisstormurinn "Danielle"  sem er nú nýskapaður á sunnanverðu N-Atlantshafi verði að fyrstu haustlægðinni eftir einhverja daga, þegar og ef stormurinn heldur norður á bóginn.

Hér verður hægt að fylgjast með ferðum stormsins um tíma.

03.11.2009 21:25

Stórtjón í höfninni

Stórtjón varð í höfninni í miklum sjógangi og illviðri þennan dag árið 1975.  þrír bátar eiðilögðust, brotnuðu eða sukku. Sjógarðar brustu og flæddi í kjallara húsa. Salthús HE hrundi næstum til grunna er sjór braut niður vegg. Hér má sjá myndir frá þessum atburði sem birtust daginn eftir í Tímanum.
Sólborgin hálf sokkin-mynd Tíminn
Salthúsið-mynd Tíminn
Börnin í sandinum-mynd Tíminn
Skipasmíðar
Básendaflóðið (9.1.2006 12:04:09)
Ískyggilegt veður! (11.6.2007 15:47:15)

09.10.2009 22:32

Stóristormur gerður upp

Auga stormsins sést vel á myndinniHvassast var á láglendi landinu á Stórhöfða sjálfvirk stöð 44,6 m/s, Þyrill 36,5 m/s, og Surtsey 32,1 m/s. Á hálendi var hvassast á Skarðsmýrarfjalli 63,7 m/s, Jökulheimar 37,4 m/s og Botnsheiði 37,1 m/s. Mesta úrkoman var í Vestmannaeyjabæ 71.9mm. Veðurstofan varar enn víða við stormi eða roki. Einhverntímann var sagt vera beljandi rok, þegar svo er hvasst, að sjórinn rýkur, en rok telst vera meira en 10 vindstig eða 24,5-28,4 m/s, en í dag var þó ofsaveður undir Eyjafjöllum sem er um 30 m/s.


Mesta hviðan á Bakkanum í dagÁ Bakkanum var vindur mestur um 21m/s en öflugasta hviðan mældist 27.9 m/s snemma í morgun.

09.10.2009 09:21

Stormur á

Það var um 21 m/s á EyrarbakkaÞað var víða hvasst í morgun. Mesti vindur á láglendi var á  Stórhöfða sjálfvirk stöð 44,6 m/s Sámsstaðir 31,9 m/s  Surtsey 29,3 m/s. og Steinar undir Eyjafjöllum 29,1 m/s. Þá er stormur á Sandskeiði og óveður á Kjalarnesi. Á Bakkanum kl.9 var hámarksvindur  20.8 m/s en í mestu hviðum í morgun náði vindhraðinn 27.9 m/s. Ekki er búist við að fari að lægja verulega fyrr en seint í kvöld en storminnum ætti að slota á þessum slóðum um hádegisbil. 

Björgunarsveitinn Björg á Eyrarbakka hefur verið á vaktinni og sinnt útköllum vegna lausra þakplatna.

08.10.2009 22:12

Stormur í aðsígi

Veðurkort Google
Blési vindur ákaft af hafi, var það til forna kallað Stormur, en táknaði síðan vindhraða frá 8-9 vindstig nú vindhraða yfir 20 m/s. Einhverntíman töldu menn að titrandi stjörnur boðuðu storm, Nú tala menn um að það sé stormur í kortunum og svo er nú loftvogin eða barometerinn tekinn að falla, en á hana treystu skipstjórar fyrri tíma til að vara við stormi.
Föstudagsspá um hádegi
Samkvæmt þessu ætti ekki að verða neitt aftakaveður hjá okkur á morgun, en öllu verra á höfuðborgarsvæðinu og á fjallinu. Ráðlegast að halda sig innan græna svæðisins.

Á þessum degi: 1966. Borað eftir köldu vatni í Kaldaðarnesi. 1996 Stórbrim

30.08.2009 00:08

Stormurinn Danny

DannyHitabeltisstormurinn Danny mun fylgja í kjölfar X-Bill og hitta breta fyrir á þriðjudag. Í dag var stormurinn á norðurleið undan ströndum N Carolinu USA. Danny er fremur veikburða af hitabeltisstormi að vera, en vindhviður eru um 23- 25 m/s.

Danny kemur ekkert við sögu hjá okkur, nema hvað búast má við brimi að hans völdum eftir miðja næstu viku.

24.08.2009 13:00

Bill missir afl

Ofurstormurinn BillUm kl. 9 í morgun var Bill staddur 305 km. NA af Cape Race á Nýfundnalandi og stefnir ANA á 69 km/klst og mun auka hraðann á næstu 1 til 2 dögum. Vindhraðinn er nú 110 km/klst, en með hvassari hviðum. Gert er ráð fyrir að stormurinn veikist frekar á næstu dögum. Bill er nú skilgreindur sem mjög öflugur stormur 980 mb. með ofsaveðri á köflum og verður svo næstu tvo daga. Veðuráhrif stormsins ná nú 510 km. út frá miðju hans.

23.08.2009 21:46

Fréttir af Bill

Fellibylurinn Bill

Stormurinn Bill er nú við Nova Scotia og telst vera 1. stigs fellibylur. Hann mun fara yfir Nýfundnaland í nótt. Stefnan er NA á 56 km.hraða. Vindhraðinn er 120 km/klst en hvassari í hviðum.Loftþrýstingur er nú 970 mb. Veðuráhrif frá fellibylnum nær yfir 465 km út frá miðju og fylgir honum mikil úrkoma. Allt bendir til þess að hann muni þvera Atlantshafið og fara yfir Skotland og þaðan til Noregs.

21.08.2009 11:03

Fá Bretar Bill eða við?

Bylurinn Bill
Tölvuspár gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Bill fari norður á bógin og stefni á Skotlandsstrendur. Hann gæti verið kominn þangað á miðvikudag í næstu viku, en hefði um leið áhrif hér á landi. Bill er núna þriðjastigs fellibylur, en mesti krafturinn verður þó úr honum þegar hann fer að kveða að sér á norðurslóðum í næstu viku.

27.11.2008 13:18

Norðan bál

Það blæs víðar en í þjóðlífinu. Norðan hvassviðri er nú á Bakkanum 17-23 m/sek. Stormur er í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Líklega hægari í kvöld og nótt en áfram norðan garri fam yfir helgi segir veðurspáin.
Slæmt ferðaveður er á öllu norðanverðu landinu, ófært og stórhríð. Óveður er á Holtavörðuheiði og Vatnsskarð er ófært. Þæfingur og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Víkurskarð og Hólasandur eru ófær, þar er stórhríð. Á sunnanverðum Vestfjörðum er ófært og stórhríð á Klettshálsi. Fjarðarheiðin er ófær og óveður er í Fagradal.

17.09.2008 23:28

Enn blæs stormurinn Ike

Trampolínin vilja gjarnan fjúka.Stormurinn Ike ætlar að verða landsmönnum erfiður og margt tjónið vítt og breitt um landið má skrifa á hans blessaða nafn. Einkum eru það trampolín eigendur sem ekki hafa farið varhluta af viðskiptum sínum við storminn Ike og þeir sem enn eiga ófokin trampolín í görðum sínum ættu nú fljótlega að huga að því pakka þeim niður fyrir veturinn, því hver veit nema verri storma beri að garði fyrr en varir og trampolínin verði einhverjum að fjörtjóni.

 

Ike er þó aldeilis ekki enn búinn að blása úr sér og á Bakkanum er búið að vera bálhvast í kvöld með úrhellis skúrum og stormhviðum frá 21-28 m/s.emoticon

17.09.2008 08:45

Ike blés hressilega

Stormlægðin IKE um miðnætti.Stormlægðin Ike lét finna fyrir sér við ströndina seint í gærkvöld en olli ekki verulegu tjóni á Eyrarbakka nema hvað vatn flæddi inn í eitt hús. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu og var mesta vatnsveðrið skömmu fyrir miðnætti. Milli kl.01 og 03 í nótt gekk á með stormi eða 20 m/s og í hviðum fór vindur í 28m/s. Veðrið gekk svo hratt niður með morgninum. Í morgun var talsvert brim komið og sjórinn kolmórauður yfir að líta.

29.08.2008 08:59

Höfuðdagslægðin lætur móðann mása.

Það styrmir yfir suðurlandið því fyrsta haustlægðin ríður nú yfir með roki og rigningu á sjálfan höfuðdaginn. Kl. 08 í morgun var hann skollinn á með 20 m/s eða stormi á Bakkanum. Heldur var hann hvassari á Stórhöfða í nótt en þar var þá komið fárviðri eða 33 m/s sem er allnokkuð svona í lok sumars. Þetta er þó vonandi ekki fyrirboði um það sem koma skal, því þjóðtrúin segir að næstu þrjár vikur muni ríkja sama veður og á sjálfan höfuðdaginn. Veðurstofan spáir hinsvegar mun mildara veðri fram eftir næstu viku og það verður örugglega bara fínt haust á Bakkanum.

08.02.2008 22:08

STORMUR

 stormur SA 25 m/s með "eldglæringum".
Mesta hviða 34 m/s
Veðurhæð á nokkrum stöðum:
Straumsvík við Hafnarfjörð 22 m/s
Reykjavík 24 m/s
Keflavíkurflugvöllur 28 m/s
Skálafell 53 m/s
Botnsheiði 38 m/s
Stórhöfði 40 m/s
Kálfhóll 31 m/s
Þingvellir 22 m/s

Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 156094
Samtals gestir: 18433
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 12:33:07