17.09.2008 23:28

Enn blæs stormurinn Ike

Trampolínin vilja gjarnan fjúka.Stormurinn Ike ætlar að verða landsmönnum erfiður og margt tjónið vítt og breitt um landið má skrifa á hans blessaða nafn. Einkum eru það trampolín eigendur sem ekki hafa farið varhluta af viðskiptum sínum við storminn Ike og þeir sem enn eiga ófokin trampolín í görðum sínum ættu nú fljótlega að huga að því pakka þeim niður fyrir veturinn, því hver veit nema verri storma beri að garði fyrr en varir og trampolínin verði einhverjum að fjörtjóni.

 

Ike er þó aldeilis ekki enn búinn að blása úr sér og á Bakkanum er búið að vera bálhvast í kvöld með úrhellis skúrum og stormhviðum frá 21-28 m/s.emoticon

Flettingar í dag: 260
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1611
Gestir í gær: 156
Samtals flettingar: 412892
Samtals gestir: 44334
Tölur uppfærðar: 24.4.2025 02:21:19