Flokkur: Brimfréttir
28.08.2009 21:50
Brim 1881-1909
P. Níelsen veðurathugunarmaður á Eyrarbakka hélt nákvæma skrá yfir sjólag og flokkaði brimstyrk frá 0-6 sem ég kalla hér Nielsenkvarða. Hér er samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):
ATH: Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):
ár |
Brim 0 |
Brim 1 |
Brim 2 |
Brim 3 |
Brim 4 |
Brim 5 |
Brim 6 |
alls |
1881 |
86 |
78 |
69 |
93 |
29 |
10 |
0,33 |
365 |
1882 |
104 |
55 |
73 |
83 |
43 |
7 |
0,00 |
365 |
1883 |
99 |
55 |
67 |
80 |
47 |
7 |
1,67 |
355 |
1884 |
90 |
51 |
69 |
120 |
30 |
4 |
2,00 |
364 |
1885 |
107 |
81 |
69 |
89 |
14 |
3 |
0,00 |
363 |
1886 |
109 |
70 |
73 |
94 |
16 |
3 |
0,00 |
365 |
1887 |
103 |
61 |
64 |
101 |
31 |
4 |
0,33 |
364 |
1888 |
137 |
48 |
70 |
72 |
36 |
2 |
0,67 |
365 |
1889 |
113 |
66 |
70 |
75 |
35 |
6 |
0,00 |
365 |
1890 |
92 |
61 |
75 |
83 |
46 |
8 |
0,00 |
365 |
1891 |
118 |
57 |
67 |
67 |
50 |
7 |
0,00 |
366 |
1892 |
136 |
76 |
60 |
67 |
24 |
3 |
0,00 |
366 |
1893 |
||||||||
1894 |
||||||||
1895 |
117 |
58 |
59 |
105 |
21 |
4 |
0,00 |
364 |
1896 |
87 |
50 |
73 |
127 |
26 |
3 |
0,67 |
366 |
1897 |
95 |
63 |
65 |
108 |
32 |
2 |
0,00 |
365 |
1898 |
79 |
53 |
67 |
140 |
22 |
3 |
0,33 |
364 |
1899 |
99 |
59 |
81 |
110 |
14 |
2 |
0,00 |
365 |
1900 |
103 |
71 |
64 |
114 |
12 |
1 |
1,00 |
365 |
1901 |
69 |
57 |
77 |
146 |
16 |
0 |
0,00 |
365 |
1902 |
121 |
57 |
64 |
97 |
25 |
2 |
0,00 |
366 |
1903 |
139 |
40 |
59 |
100 |
22 |
5 |
0,33 |
365 |
1904 |
96 |
57 |
56 |
124 |
30 |
2 |
0,00 |
365 |
1905 |
||||||||
1906 |
||||||||
1907 |
106 |
47 |
63 |
109 |
38 |
2 |
0,67 |
365 |
1908 |
96 |
51 |
49 |
129 |
39 |
2 |
0,00 |
366 |
1909 |
91 |
66 |
77 |
113 |
19 |
3 |
0,00 |
369 |
meðalt |
103,7 |
59,5 |
67,2 |
101,8 |
28,7 |
3,8 |
0,3 |
364,7 |
27.08.2009 23:50
Brim 2 á Nielsenkvarða
Í dag tók að brima á Bakkanum eftir langt hlé. Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor í Húsinu á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt
Styrke 0 : Aldeles slet Sö, der sees ingen Brændning paa Skærene (Al sléttur sjór, ekkert brim sést á skerjunum)
Styrke 1 : Rolig Sö. Brænding paa Skærene flere steder (Rólegur sjór, en brim á nokkrum stöðum)
Styrke 2 : Brydning overalt mod Skærene, men ikke paa Sundene (Brim-brot- fyrir öllum skerjum, en ekki á sundinu)
Styrke 3 : Brydning overalt, ogsaa paa Sundene for det meste; dog kan det ofte lykkes for aabne Fiskebaade at smutte ind gjennem Brændningen, ved at afvente smaa Ophold mellem Söerne, især omkring Höjvande (liggja til laga). (Brim-brot- alstaðar og á mest öllu sundinu. Oftast mögulegt fyrir opna fiskibáta að skjóta sér í gegnum brimið með því að sæta lagi á flóði.)
Styrke 4 : Uavbrudt Brænding overalt. Ind og Udsejling standset, i al Fald for aabne Baade og mindre Motorbaade. (Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, í öllu falli fyrir opna báta og minni mótorbáta.)
Styrke 5 : Voldsom Brænding; Söerne brydes mod Sögerdet (Stórbrim, brimaldan brotnar að sjógarði)
Styrke 6 : Endnu voldsommere Brænding. Söerne gaar over Sögerdet og langt ind paa Land.(Ofsabrim, brimaldan gengur yfir sjógarð -gamla- og langt upp á land.)
Heimild: Trausti Jónsson veðurfr.
þýðing: OKA
17.09.2008 08:45
Ike blés hressilega
Stormlægðin Ike lét finna fyrir sér við ströndina seint í gærkvöld en olli ekki verulegu tjóni á Eyrarbakka nema hvað vatn flæddi inn í eitt hús. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu og var mesta vatnsveðrið skömmu fyrir miðnætti. Milli kl.01 og 03 í nótt gekk á með stormi eða 20 m/s og í hviðum fór vindur í 28m/s. Veðrið gekk svo hratt niður með morgninum. Í morgun var talsvert brim komið og sjórinn kolmórauður yfir að líta.
22.07.2008 20:18
Brim í kjölfar Berthu
Talsvert brim hefur verið á Bakkanum í dag sem er harla óvenjulegt á þessum árstíma. Skýringin er mikil ölduhæð á Norður Atlantshafi í kjölfar hitabeltisstormsins Berthu sem gekk yfir N-Atlantshafið í gær sem djúp Atlantshafslægð með mikilli rigningu sem Bakkamenn fengu vel að kenna á enda mældist mesta úrkoman á landinu á veðurathugunarstöðinni okkar 31 mm á tímabilinu frá kl. 09 til 18 í gær sem er þó nokkuð. Það má svo búast við ókyrrum sjó og brimi einhverja næstu daga á Bakkanum.
09.03.2008 01:00
Landbrot við Eyrarbakka
Umhverfisnefnd Árborgar hefur samþykkt að kannað verði landbrot og ástand sjóvarnargarða við Eyrarbakka og við Ölfusárósa.Svæðið verði mælt upp með GPS staðsetningartæki svo hægt verði að vakta það í framtíðinni.
Umhverfisnefnd fari í vettvangsferð með þeim heimamönnum sem þekkja til sögu og staðhátta. Í framhaldi af því mun umhverfisnefnd ákvarða frekari aðgerðir og úrbætur í samráði við bæjarráð, framkvæmda-og veitustjórn og aðra sem kunna skil á slíkum málum, segir á vef Árborgar.
- Þarna er greinilega gott má á ferðinni sem "Brimið á Bakkanum" tekur undir. Brim og stórsjóir hafa verið óvenju miklir og kröftugir í allan vetur og hefur stórsjór í a.m.k. tvígang pusast yfir sjóvarnargarðinn og rutt ofan af honum torfi og smásteinum og því ljóst að garðurinn hefur mátt þola mikinn ágáng frá hafinu. Það þarf líkla að hugsa til þess hvort ekki sé þörf á að hækka garðinn um svo sem 1 metra til að tryggja öryggi strandarinnar til fullnustu.
28.02.2008 09:28
Snjókoma
það eru eflaust margir orðnir langþreyttir á þessum snjóa og frostavetri. Áfram er spáð köldu veðri fram í næstu viku að minsta kosti.
Það byrjaði að snjóa seint í gærkvöldi og enn snjóar á köflum. Í morgun var komin 15 cm jafnfallinn snjór á Bakkanum.
Brim hefur verið með mesta móti í allan vetur og vestlægar áttir óvenju algengar.
12.02.2008 22:10
Blíða í dag.
Endur og álftir eru farnar að sjást á lónunum og landselir á útskerjum svo það má segja að það sé allt að lifna við í fjörunni þessa dagana.
Brimið að koðna í bili en nú er hann að spá aftur austan hvelli en með rigningu þó í þetta sinn.
11.02.2008 13:04
Snjórinn farinn og bjartsýni ríkir.
Það má heita orðið snjólaust á Bakkanum og aðeins stöku skafl sem lifir.
Það er óhætt að segja að Bakkinn dafni og fólki fjölgar, því á Eyrarbakka teljast nú 608 búandi. Nú stendur til að hefja framkvæmdir við stækkun Sólvalla. Dvalarheimilið Sólvellir var tekið í notkun 1.nóv.1987 fyrir forgöngu samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili, en sporgöngumaður þessara samtaka var Ási Markús Þórðarson. Gömul fiskvinnsluhús fá ný hlutverk, ný hús rísa og þau eldri fá andlitslyftingu og tækifærin liggja víða eins og frækorn sem bíður vorsins.
Nú eru uppi hugmyndir hjá athafnamönnum á Bakkanum um að taka upp gamla Bakk-öls þráðinn hans Sigurðar Þórarinssonar sem hugðist koma ölgerðarstofu á fót á Bakkanum árið 1927 en þá sögu má lesa á http://www.eyrarbakki.is/Um-Eyrarbakka/Frodleikskorn
10.02.2008 13:43
Jakar og brim.
Brimið skolar jökum á land-Ísjaki í laginu eins og grenitré.
22.01.2008 23:18
Asahláka og stórbrim
Hvassviðri, rigning og asahláka var á Bakkanum í morgunsárið og stormur víða í grend. Á Hellisheiði og á Bakkanum náði vindur hámarki 24 m/s kl.8 í morgun og á Stórhöfða voru 38 m/s snemma í morgun. Í dag hefur svo rokið upp í storm öðru hvoru. Annars hefur vikan verið köld og hagalaust í sveitum vegna snjóa. Mikill sjór og brim er nú við ströndina.
16.12.2007 14:21
Sjávarhamur.
Í óveðrinu á dögunum náði úthafsaldan að ganga inn fyrir enda sjóvarnargarðsins vestan við Einarshöfn og þeytt stórgrýti á land þrátt fyrir að smástreymt væri. Spurning hve langt sjórinn hefði gengið ef það hefði verið stórstreymi þessa stormdaga.
14.12.2007 22:42
Aðventustormur 2 kveður.
Í dag kl. 15:00 náði vindraðinn mestum styrk þegar hann fór í 25 m/s meðalvind og 27 m/s í hviðum á Bakkanum sem er ekki langt frá því sem var í fyrri aðventustorminum í gær.
Á línuritinu má sjá hvernig loftvogin á Bakkanum féll ört og nánast lóðrétt á miðnætti 13 des sl þegar fyrri lægðin barst að landinu og lægðarinnar í dag sem ekki var eins snörp og einnig fjær landi eins og lesa má úr línuritinu því lægðarmiðjan var með 941mb loftþrýsting.
Þessu veðri fylgir stórsjór og því mikið brim úti fyrir og stóröldur dansa á grynningunum. Vestan við Óseyrarbrú hefur verið mikið sandfok í kjölfar veðursins og hefur töluvert sest á veginn við brúarsporðinn.
27.10.2007 22:39
Fyrsti vetrardagur
Það er fyrsti vetrardagur og orðið svalt í Flóanum og því vissara að vera við öllum veðrum búinn með góða lambhúsettu og vetlinga eins og hann Eiki sem lætur ekkert á sig fá þó hvessi með skúrum og slydduéljum öðru hvoru.
Það hefur gránað í Sunnlensku fjöllin og vísast er að veturinn er að banka uppá hjá Flóamönnum.
Heldur er að draga úr briminu á Bakkanum sem hefur verið með mesta móti síðustu daga. Margir hafa lagt leið sína í fjöruna og upplifað hina ógnþrungu krafta ægis sem hér áður fyrr var sjómönnum mikill farartálmi milli strandar og gjöfulla fiskimiða.
25.10.2007 09:11
Nesvað
það vex í Hópinu dag frá degi, enda hefur verið mjög úrkomusamt siðustu tvo mánuði. Í Hópið rann eitt sinn lækur sem hét Nesvað og frá því rann Háeyrará til sjávar en báðir lækirnir eru löngu horfnir og nú er aðeins regnvatnið sem safnast í þessa tjörn á haustin en yfir sumarið þornar hún upp. Á vetrum þegar frýs myndast þarna fyrirtaks skautasvell.
Stórbrim er á Bakkanum þessa dagana og sinfónía ægis ómar um allar eyrarbyggðir og slær Bethoven alveg út í kingimögnuðum leik sínum.
Nú er enn spáð stormi á þessum slóðum og má því búast við að faldar ægis feykist um.