27.10.2007 22:39

Fyrsti vetrardagur

Það er fyrsti vetrardagur og orðið svalt í Flóanum og því vissara að vera við öllum veðrum búinn  með góða lambhúsettu og vetlinga eins og hann Eiki sem lætur ekkert á sig fá þó hvessi með skúrum og slydduéljum öðru hvoru.

Það hefur gránað í Sunnlensku fjöllin og vísast er að veturinn er að banka uppá hjá Flóamönnum.


Heldur er að draga úr briminu á Bakkanum sem hefur verið með mesta móti síðustu daga. Margir hafa lagt leið sína í fjöruna og upplifað hina ógnþrungu krafta ægis sem hér áður fyrr var sjómönnum mikill farartálmi  milli strandar og gjöfulla fiskimiða.

Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 156077
Samtals gestir: 18432
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 12:12:05