25.10.2007 09:11

Nesvað

það vex í Hópinu dag frá degi, enda hefur verið mjög úrkomusamt siðustu tvo mánuði. Í Hópið rann eitt sinn lækur sem hét Nesvað og frá því rann Háeyrará til sjávar en báðir lækirnir eru löngu horfnir og nú er aðeins regnvatnið sem safnast í þessa tjörn á haustin en yfir sumarið þornar hún upp. Á vetrum þegar frýs myndast þarna fyrirtaks skautasvell.

 Stórbrim er á Bakkanum þessa dagana og  sinfónía ægis ómar um allar eyrarbyggðir og slær Bethoven alveg út í kingimögnuðum leik sínum.

Nú er enn spáð stormi á þessum slóðum og má því búast við að faldar ægis feykist um.

Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 499684
Samtals gestir: 48420
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 02:03:11